Þjóðviljinn - 19.10.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ<»VILJ1NN Þriöjudagur 19. október 1976
DJÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur)
Prentun: Bláöaprent h.f.
SAMTÖK HERSTÖÐYAANDSTÆÐINGA
Nú um helgina var haldin i Reykjavik
landsráðstefna Samtaka herstöðvaand-
stæðinga og sóttu hana hátt á þriðja
hundrað manns, þar á meðal allmargt
manna utan af landi, úr öllum kjör-
dæmum.
Mjög var áberandi hvað ungt fólk setti
mikinn svip á ráðstefnuna og gefur sá
baráttuhugur, sem á ráðstefnunni rikti
góðar vonir um öflugt starf herstöðvaand-
stæðinga á næstu mánuðum og árum.
ÞING BSRB
í siðustu viku lauk i Reykjavik 30. þingi
Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Á
þinginu voru margar ályktanir sam-
þykktar en helsta umræðuefni þingsins
voru að vonum kjaramálin.
1 ályktun þingsins um kjaramál er á það
bent, að frá 1. mars 1974 til 1. ágúst 1976
hafi framfærsluvisitalan hækkað um 150%
en kaup opinberra starfsmanna um aðeins
40-70% á sama tima, eða sem svarar innan
við helming af verðlagshækkunum.
Af þessu er ljóst, að kjaraskerðingin hjá
opinberum starfsmönnum nú á tveimur og
hálfu ári nemur frá 32% og upp i 44%. Það
samsvarar því, að af hverjum eitt þúsund
krónum hefðu verið teknar 320 til 440
krónur, miðað við að verðlag hefði staðið i
stað.
Sá mikli órói, sem nú verður hvarvetna
vart i röðum opinberra starfsmanna
vegna kjaramálanna, er sannarlega ekki
vakinn án tilefnis.
1 ályktun þings BSRB um kjaramál
segir m.a.:
„Launakjör islenskrar alþýðu eru nú
orðin ein hin allra lægstu i Vestur-Evrópu.
Enn sem fyrr á andstaðan gegn dvöl er-
lends hers i landi okkar öflugan stuðning i
nær öllum stjórnmálaflokkum. Það er
verkefni Samtaka herstöðvaandstæðinga
að virkja þann stuðning til alhliða, ein-
huga baráttu fyrir markmiðum Samtak-
anna.
Á landsráðstefnunni voru Samtökum
herstöðvaandstæðinga sett lög og stefnu-
skrá, sem samþykkt var einróma.
Framundan biða verkefnin, baráttan,
Jafnframt hefur launamismunur og
margháttað misræmi i launamálum stór-
lega aukist”.
í samþykktum þingsins kemur fram að
við gerð nýs kjarasamnings á næsta ári
telur það forgangsverkefnin vera sem hér
segir:
„1. Bætt verði að fullu kjaraskerðing
undanfarinna ára, og tryggður kaup-
máttur, sem sé hvergi lakari en sam-
kvæmt kjarasamningi BSRB i
desember 1973 i endanlegri mynd hans.
2. Samið verði um verulegar kjara- og
launabætur, sem lyfti launakjörum upp
af núverandi láglaunastigi.
3. Full verðtrygging verði tekin upp á laun
samkvæmt óskertri framfærsluvisitölu.
4. Leiðrétt verði launamisræmi, sem
orsakast af þvi að opinberir aðilar
neita starfshópum innan BSRB um
sambærileg kjör og rikið semur um við
hliðstæða starfshópa utan samtaka
opinberra starfsmanna.”
Þetta voru sem sagt þau forgangsverk-
efni, sem þing BSRB samþykkti hvað
varðar gerð nýrra heildarkjarasamninga
á næsta ári, en þá gengur BSRB i fyrsta
skipti til slikra samninga að fengnum
fyrir þvi, að Island verði á ný herlaust
land og skipi sér á alþjóðavettvangi utan
hernaðarbandalaga stórveldanna, á sama
hátt og yfirgnæfandi meirihluti rikja
heims.
Þjóðviljinn óskar Samtökum herstöðva-
andstæðinga góðs árangurs i starfi og
minnir á að forsendur sigurs eru fyrst og
fremst þessar: Góður einhugur i röðun-
um — Raunsætt mat á aðstæðum hverju
sinni — Lifandi fjöldastarf.
k.
þeim takmarkaða verkfallsrétti, sem nú
hefur verið bundinn i lög.
Ástæða er til að fagna þeirri samþykkt
BSRB þingsins, að fela stjórn banda-
lagsins að leita sérstaks samstarfs við
Alþýðusamband íslands og önnur heildar-
samtök lauanfólks um samræmdar
aðgerðir i kjaramálum.
Það má engan veginn gleymast, að
innan BSRB er nú nær eingöngu lágtekju-
fólk, sem orðið hefur fyrir hrikalegri
kjaraskerðingu af völdum núverandi
ríkisstjórnar, — kjaraskerðingu, sem er
sist minni en það kauprán, sem félags-
menn verkalýðsfélaganna innan Alþýðu-
sambandsins hafa mátt þola.
Það er mjög mikilvægt að góð samstaða
skapist milli hinna tveggja voldugu
heildarsamtaka almenns launafóks á
íslandi, milli Alþýðusambandsins og
Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Sú
samstaða þarf að miða að þvi að vinna
upp á ný það sem tapast hefur hvað lifs-
kjörin snertir. Við það mikilvæga verkefni
skiptir hin faglega hlið málanna vissulega
miklu, en enn mikilvægara er þó, að hinn
pólitiski þáttur framvindunnar sé hafður
rikt i huga.
k.
Olafur
Þórarinn.
Neikvœtt
uppeldisgildi
Tlminn sagBi svo frá á föstu-
daginn:
„Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra geröi efnisval
islenska sjónvarpsins að
Fyrifsögn úr Tfmanum á
föstudag.
umtalsefni á alþingi, þegar rætt
var um frumvarp um
rannsóknarlögreglu rikisins i
neöri deild Alþingis i gær. Kvaö
ráðherrann það hafa miður
heppileg áhrif þegar sjónvarpiö
flytti glæpina inn á heimilin með
sýningu sliks efnis i óhóflegum
mæli.”
Sá aðili sem ber höfuðábyrgð
á dagskrá islenska sjónvarpsins
er útvarpsráð. Formaður þess
er Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri Timans.
Fyrir nokkrum misserum
birti Timinn viðtal við Ólaf
Jóhannesson dómsmálaráð-
herra þar sem hann lýsti þvi
hvað hann aðhefðist helst i
fristundum sinum. Ein tegund
tómstundaiðju var honum kær-
ust að sögn: að lesa góðan
glæpareyfara.
Um afleiðingu náins sambýlis
við þess háttar tómstundaiðju
segir ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra á alþingi skv.
frásögn Morguribláðsins:
„Þá hygg ég og að rangvalið
efni sjónvarps, margvislegt,
þar sem glæpir eru rauöi þráö-
urinn, og sent er inn á hvert
heimili i landinu, hafi neikvætt
uppeldislegt gildi....”
Fulltrúi
ráðherra
Vinsælasti maður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavikur er að
sögn, dagblaðanna Björgvin
Guðmundsson, borgarfulltrúi og
formaður verðlagsnefndar.
Vart ná vinsældir hans langt út
fyrir Alþýöuflokksfélagið, þvi
að sem formaður verðlags-
nefndar er hann sérlegur full-
trúi viðskiptaráðherra, ólafs
Jóhannessonar. Hann er þvi
einskonar verðhækkunartæki
Glæpamvndir í siónvorpi hafa óhrif
á börn allt niður að 2-3 ára aldri
Björgvin: Verðhækkunartæki
rikisstjórnarinnar — vinsælast-
ur i Alþýðuflokknum.
r Ik i sstjórnar i n nar og
verðhækkanir eru ekki vinsælar
meðal almennings um þessar
mundir.
Annars er fróðlegt að lesa
' vinsældalista Alþýðuflokksins.
Þar er meöal annars á blaði sá
maður sem Vilmundur Gylfason
vill helst af öllu reka úr flokkn-
um vegna þess að maðurinn á
segulbandsspólur meö viðtölum
við forustumenn Alþýðuflokks-
ins um fjármál flokksins. Hvaö
á spólunum er vita fáir, en þær
hefur maöur þessi notað eins og
fjárkúgarar nota vitneskju um
afbrot og glæpi. Meðan hann
hefur spólurnar fær hann þá
sem hafa talað inn á þær til þess
að kjósa sig á flokksþing
Alþýðuflokksins.
Styður
Dagblaðið
Sjálfstœð-
isflokkinn?
Jónas
Kristjánsson
ritstjóri
Dagblaðsins
er I Sjálf-
stæöisflokkn-
um. Hann
gagnrýnir
hins vegar þá
stefnu sem
„f 1 o k k s -
eigendafélag-
iö” hefur i
frammi fyrir hönd flokksins.
Hann gagnrýnir hins vegar
aldrei þær aðgerðir sem sam-
herjar hans i Gunnarsarmi
Sjálfstæðisflokksins bera
ábyrgð á.
I sjónvarpsþætti vék Jónas
sér undan þvi að svara þeirri
spurningu hvort Dagblaöiö
myndi styðja Sjálfstæðisflokk-
inn I kosningum. Þess vegna
verður sú spurning endurtekin
hér: Eru likur til þess að
Dagblaðið styðji Sjálfstæöis-
flokkinn i kosningum? Jónas
getur fengið pláss fyrir svar i
Þjóðviljanum ef Sveinn Eyjólfs-
son neitar að birta það i
Dagblaöinu.
— s.
Jónas
Kristjánsson: