Þjóðviljinn - 19.10.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 \ DAGSKRÁ Herfjötur Ég held ég muni rétt að menn hermi uppá Jósef Göbbels eða einhvern hans kumumpána hiö átakanlega spakmæli um áróðurslygina, aö sé hún nægi- lega oft endurtekin verði henni trúaö, hversu fáránleg sem hún kann að hafa þótt i fyrstu. Menn vitnastundum til þessara vis- dómsorða þegar þeir þykjast sjá þessari aðferð beitt og ekki siður þegar þau virðast sanna innihald sitt i viðbrögðum sam- borgaranna. Og þá er eingin furða þótt i framhaldi af þvi sé spurt: Hversvegna geingur si- endurtekin lygaþvæla betur i fólkið heldur en vandlega rök- studd sannindi, sem vitrir menn og góðgjarnir þreytast ekki á að endurtaka og leggja stundum liðan og lif að veði fyrir? Svarið við þessu er vist hvorki eitt né eindregið, en vafalitið er ein ástæða þýngst á metunum. Aróðurslygi er að öllum jafni framúrskarandi yfirborðslega fram reidd og skirskotar fyrst af öllu til hugsanaletinnar sem leynist einhversstaðar i hverj- um manni, og að þessu leyti er áróðurslygi undur notaleg fyrir sinnið sem skinniö: Það sem þægilegast var reynist eftir allt saman hafa verið rétt, þvi það er alltaf og allsstaöar verið að segja það. Til dæmis að taka eru varnir Islands og annarra vestrænna lýöræðisþjóða i holl- um höndum, og saklausir erum við af blóði einhverra asiu- manna sem eru svo gersamlega óskyldir okkur að litarfari lifs- kjörum og hugsunarhætti að fávislegt væri af okkur hér uppá íslandi að vera aö brjóta um þaö heilann hversvegna ver- ið er að eyða þeim, það kemur okkur ekki við.Við stöndum dyggilega á verði i þágu varna tslands með þvi að halda okkur saman og sitja rólegir meöan alvarlega eygðir landsfeöur hafa fyrir okkur farsælt vit. Sálartetur sem þannig hugs- ar er ekki endilega heimskt, en það er illa vanið, og á sér þvi miður marga lilm meöal háttvirtra kjósenda á tslandi: er tiltölulega stefnulaust um þau þjóðmál sem hæst ber hverju sinni og hugsar þar að auki ekki svo mjög um vonzku kommúnista, dyggðir ihaldsafl- anna né hag þjóðarinnar af her- setunni eða aðild að Nató. Þetta sálartetur er umfram allt fegið að þurfa ekki að hugsa um svo- leiðis hluti. Það kynni að kosta sitt, og auk þess er i mörg horn að lita. Svo er hinum visu lands- feörum fyrir að þakka að hver óbreyttur maður þarf að hugsa fast og af fullri einlægni um peninga og gildi þessara snepla einsog þvi þóknast að hniga eða stiga frá degi til dags, vinna fyr- ir þeim fram á nætur og missa kannski af McCloud fyrir bragðið. Þegar tsland var vélað I Atlantshafsbandalagið og ameriski herinn festur kirfilega i sessi, mátti hávaöinn sin meir en rökföst og heiðarleg viö- vörunarorð og andmæli. Hin raunverulega undirrót þessara atburða, hagsmunaleg og stéttarleg var í fyrstu vendilega dulin, en allt kapp lagt á kalda- striðsáróðurinn sem siðan var kórónaður með stjórnarskrár- brotum og ofbeldi. A þeim tima sem siðan er liðinn veröur ekki sagt að ihaldiö hafi breytt staf- krók i áróðurslygum sinum, en þess forheimskandi raust hefur i sifellu boðið hugsanaletinni uppá nýjar freistingar sem fella á herðar mönnum réttlætis- skrúðann skira, svo sem aronskuna og önnur ámóta girnileg hliðarskref til móts við hiö ástsæla varnarbandalag. Hávær áróöurslygi á sér hlið- stæðu i þvi þegar þögnin ein eða loðmullulegt þvaður er látiö gera útaf við skynsamleg or rökrétt viðbrögð — þar kemur hugsanaletin enn til liðs við afturhaldið. Ég get varla hugs- að mér átakanlegra dæmi um þetta en umræðurnar um kjarn- orkuvopn á Keflavikurvelli á þessu ári. Áleitnar og rökum studdar spurningar voru lagðar fyrir ráðherra og yfirmenn her- liðsins um þetta mál, samvizku- spurningar sem geta varðað lif eða dauöa. Svörin eru okkur kunn. Yfirmenn á Keflavikur- velli sögðu að svör væru ekki gefin viö slíkum spurningum, tslendingum kemur semsé ekki við hvort þessum vopnum hefur verið komið fyrir á Islandi, og utanrikisráðherra komst næst nokkurskonar svari með þvi að segjast ekki hafa trú á aö kjarn- orkuvopn væru þarna suðurfrá. Púnktur. Einhversstaðar og einhverntima hefði annað eins- og þetta orðið vaki réttlátrar reiöiöldu. Hve margir spurðu sjálfa sig, hvað felst eiginlega i þvi að eiga að heita sjálfstæð þjóð? Er það bara eitthvert bull? Ég minnist varla ömur- legri þagnar en þeirrar sem féll á þökin að feingnum þessum fölsku dáðleysisvörum Þaö var dúnalogn væröarinnar, ein- hverjir höfðu kannski verið vaktir óþyrmilega af svefni, en Eftir Þorstein frá Hamri þeir gátu hallað sér á svæfilinn aftur og liöiö inn i væran blund — það er allt óvist um þetta, varnarliðið hvorki játar né neit- ar, og það sem meira er, Einar hefur einga trú á þessu. Þó ber við að þetta fjólk lætur illa i svefni. En það er i her- fjötri, bókstaflega talaö, og þar á meöal margir gagnrýnir menn sem vel vilja. Menn ympra á plágunum sem yfir ganga og eru raunar einungis staðfesting þess sem stofnað var til forðum: sifelldu og itrek- uðu afsali landsréttinda, svik- um og prettum, bófafélögum og blóðsúthellingum, og siðan yppta menn öxlum. Sumir hafa uppi hálfkæring og glott, einn og einn segir þó sveiattan. Allt þetta, og liklega einnig þetta greinarkorn, dregur dám af þvi sem P .L. Berger segir um suma félagsfræðinga af yngri kynslóð i Bandarikjunum: „Þeir finna hjá sér hvöt til að rýna þjóð- félagiö ofan i kjölinn að hætti hinna róttæku, en skortir hins vegar sannfæringu til að aðhyll- ast róttæka stjómmálastefnu. Þvi eiga þeir hvergi athvarf ngma hjá nöldurseggjum, i eins eins konar pislavættislaunhelg- um þar sem hver fullvissar annan um að þetta sé áreiðan- lega versti heimur sem til er.” versti heimur sem til er.” Það má saka mig og mina lika um svartsýni, en ég bið eingrar afsökunar á henni að sinni. Svartsýni er ekki löstur þegar hún tekur mið af veruleikanum einsog hann blasir við, og oft visar hún raunar, með vilja þeim og óskum sem að baki búa, til birtunnar sjálfrar og hins ljósa dags. Ég vil til dæmis að fólk hugsi. Einhverjir kunna að segja að tillltils kominúoröiö aö særa mikinn hluta tslendinga við æru sina, hún sé sigin niður á staðsem liggi nokkuð neðarlega og birtist einúngis i skrýtnum myndum þegar henni þyki sér misboðið (einkum bregst hún illa við glensi). Þetta er væntan- lega rángt og byggt á fáum og sorglegum dæmum. En þó satt væri, þá er hart að ekki skuli vera hægt að særa þá við liftór- una, þetta ljós sem þráttfyrir allt blaktir á skari innani sér- hagsmunahitinni. Til mótvægis öllum illum veð- urblikum viröast herstöðvaand- stæðingar nú efla samtök sin úngum kröftum og ötulu starfi, og beita herstöðvamáliö af- dráttarlausari og gleggri skiln- ingi en stundum áður. Þessi hreyfing hefur oft megnað að hrinda drúnganum úr hugum manna, en betur má ef duga skal. Nú sem fyrr er lifsnauð- syn aö smásmuguleg ágrein- ingsefni drepi ekki i dróma þá staðreynd að markmið hreyf- ingarinnar er augljóst og eitt. Þorsteinn frá Hamri. BYRGJUM BRUNNINN „Verndum t velferðarþjóðfélögum verða sifelldar endurbætur á sviði tækni, sem miða að þvi að létta okkur daglegu störfin. Allskonar rafmagnstæki þykja nú orðið ómissandi á hverju heimili, og kröfurnar um bætt vinnuskilyrði og aukin þægindi vaxa i réttu hlutfalli við velmegunina. Samfara tækniþróuninni eykst lika slysahættan. Sérstaklega á þetta við börnin, sem ekki hafa nægum þroska yfir að búa til að gera sér ljósa hættuna. I yfir- lýsingunni um rétt barnsins, samþykktri af fastaráði Sam- einuðu þjóðanna, stendur n.a.: Að barnið, vegna sins likamlega og andlega vanþroska, þurfi sérstaka vernd og sérstakar verndaraðgerðir. Siðan koma 10 útskýringar á grundvallar réttindum barna, ...mannkynið er skyldugt til að veita barninu það besta, sem hægt er að bjóða upp á. Vissulega vildum við öll skrifa undir þessa yfirlýsingu. Hún á við á hverjum einasta degi I tæknivæddum samfélögum, engu siður en I þróunarlöndunum. En höfum við rétt barnsins i huga, þegar viö skipuleggjum hið örtvaxandi þéttbýli og umhverfi barna, eða þjóðfélagsþróunina yfirleitt? Hefur okkur ekki yfirsést takmarkanir barnsins til að skilja og aðlagast tækni- þróuninni og hraðanum? Höfum við ekki skotiö allri ábyrgð yfir á foreldra barnanna? Þessar spurningar leita á, þegar athugaðar eru skýrslur um f jölda slysa, er verða á börnum. Þarf þaö aö vera svona hættulegt aö að vera barn í nútimaþjóð- félagi? Það kemur í ljós, aö árið 1974, var komið meö samtals 6154 börn, á aldrinum 0-10 ára, á Slysa- varðstofu Borgarspitalans. Það vill segja u.þ.b. 17 börn á dag að meðaltali! Þetta er óhugnanlega há tala, og mörg harmsagan að baki þessara siysa. — Þessi háa tala segirokkur lika, að það getur ekki verið að nægilegt tillit sé tekið til barna i umhverfi okkar. Þarf það virkilega að vera svona hættulegt að vera barn i nútima- þjóðfélagi? Hvaö er hægt að gera til úrbóta, hvernig má fækka slysum á börnum? Viðathugun á umferða- slysum, kemur i ljós sú gleðilega staðreynd, að slysum á börnum i umferðinni hefur stórfækkað. Skýringa á þvi er e.t.v. að leita i stóraukinni fræðslustarfsemi á vegum umferðarráðs og skólanna. — Einmitt sú staðreynd að sýnt er, að hægt er að snúa þróuninni við og minnka slysa- tiönina, varð L.I.B. hvatning til að leggja sitt af mörkum, til að beina athygli fólks að slysa- hættum i daglegu lifi barnsins. En hvernig veröur best unnið að sliku? Besta vörnin er auövitaö að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan i hann. Til að geta unnið fyrirbyggjandi starf, þarf vitneskju um, hverjar séu algengustu orsakir barnaslysa og hvar slysin verða. Hér á landi er enginn einn aðili, sem fer meö öll þau slys er veröa á börnum. t nágrannalöndum okkar eru starfandi ráð, er vinna aUt áriö um kring að upplýsinga- söfnun um slysahættur, og koma þeim upplýsingum siðan á framfæri við rétta aðila. Slysa- varöstofa Borgarspitalans skráir öll slysatilfelli, sem þangað koma, og þá um leið orsakir þeirra. Það er lika einasti aðilinn hér, sem hefur nákvæmar upp- lýsingar um barnaslys. Hins vegar hefur starfsliðiö þar, eins og margoft hefur komið fram i fjölmiðlum, afar erfiða vinnu- aðstöðu og alls enga möguleika á að vinna fyrirbyggjandi starf. Okkur var mjög vel tekið á slysa- varðstofunni, og fúslega veittur aðgangur þar að tölulegum upp- lýsingum fyrir s.l. ár, og fara helstu niðurstöður hér á eftir. Algengustu slysstaðir og slysavaldar. Slysstaöur: I heimahúsum urðu 2638 slys á börnum. 1 skólum eða á barnaheimilum urðu 361 slys á börnum. Úti urðu 3533 slys á bömum. Slysavaldur: Af völdum falls eða hras urðu 3071 slys á börnum. Af völdum eitrunar urðu 258 slys á börnum. Af völdum bruna, hita, kulda urðu 164 slys á börnum. I umferö slösuðust 263 börn. Þessar tölur eru frá árinu 1975 og miðast við börn á aldrinum 0- 10 ára. Ekki ber að lita á þessar niðurstöður sem endanlegar, nánari úrvinnslu er væntanlega þörf. A komandi dögum munu birtast i dagblöðunum nokkrar greinar, er fjalla munu nánar um hina einstöku slysaflokka, sem algengastir eru. Vonum við að þessar upplýsingar vekji fólk til umhugsunar um stöðu barnsins i þjóðfélaginu, jafnframt verður reynt að benda á einfaldar leiöir til úrbóta. Munið að gott fordæmi hinna fullorönu er áhrifameira en ótal umvandanir. Sýnum öll fyrir- hyggju og búum umhverfi okkar þannig úr garði að allir, á hvaöa aldri sem þeir eru, fái notið öryggis þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.