Þjóðviljinn - 19.10.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Líbanon:
Er friður á
næsta leiti?
RIAD 18/10 Reuter — Anúar
Sadat Egyptalandsforseti og
Hafes al-Assad Sýrlandsforseti
féllust f dag i faðma á ráðstefnu
arabaleiðtoga i Riad, höfuðborg
Saúdi-Arabiu. Fáleikar hafa ver-
ið með þeim forsetunum i mcira
en ár, en þetta þykir benda til
þess að sættir hafi tekist með
þeim og að þeir hafi orðið sam-
mála um tillögur i þeim tilgangi
að binda endi á striðið i Libanon.
Ráðstefna sú, sem hérum ræð-
ir, var kölluð saman að frum-
kvæði Saúdi-Arabiu og Kúvæt i
þeim tilgangi að stöðva borgara-
styrjöldina i Libanon, sem staöið
hefurnú iátján mánuði. Faðmlag
þeirra forsetanna er tekið sem
merki þess , að arabar séu nú
sameinaðri en þeir hafa veriö frá
þvi á timum siðasta striðsins við
Israel i otkóber 1973. Burtséð frá
rikisleiðtogum Egyptalands, Sýr-
lands, Saúdi-Arabiu og Kúvæt eru
á ráðstefnunni Elias Sarkis,
Libanonsforseti, og Jasser
Arafat, leiötogi PLO, baráttu-
samtaka palestinumanna. Ennþá
mun ekki hafa náðst fullt sam-
komulag um friðartillögurnar,
sem munu hafa verið lagöar fram
af þeim Sadat og Sarkis, en á um-
mælum ráðamanna er að heyra
að samkomulagshorfur séu nú
góðar. Assad forseti skipaði þeg-
ar á laugardag sýrlensku herjun-
um i Libanon aö hætta skothrið,
en dagana næstu á undan hafði
staðið yfir hörð sókn sýrlendinga i
áttina til Beirút og Sidon.
Erlingur Gislason les hlutverk
djöfulsins.
Don
Juan
í Helvíti
Leiklestur á
Litla sviðinu í
Þjóðleikhúsinu
í kvöld
t kvöld, þriðjudagskvöldið
(19/10) veröurfitjað upp á nýjung
i starfsemi Þjóðleikhússins, en þá
verður fluttur á Litla sviöinu i
upplestrarformi leikþátturinn
Don Juan i Helviti eftir George
Bernard Shaw. Þáttur þessi er
hluti af leikritinu Man and Super-
man, sem i islenskri þýðingu
Arna Guönasonar hefur hlotið
nafnið Menn og ofurmenni. Þátt-
urinn um Don Juan er draumkafli
i leikritinu en sjálfstæð heild enda
oft fluttur einn sér. Lcikstjóri er
Baldvin Halldórsson er fjórir
leikarar lesa hlutverkin: Gunnar
Eyjólfsson er i hlutverki Don Ju-
ans, Erlingur Gislason lcs Djöful-
inn, Margrét Guðmundsdóttir
önnu og Ævar R. Kvaran er i
hlutverki styttunnar. Leikritið
Menn og ofurmenni er meöal
þekktari verka Shaws og hefur
það verið flutt hér I útvarp en
aldrei leikið á sviði.
George Bernard Shaw er meðal
kunnustu leikritahöfunda breta.
Hann var af irskum ættum, fædd-
ur 1856 og ólst upp i Dyflini. Um
tvitugt fluttist hann til Lundúna
og gaf út fyrstu skáldsögu sina 26
ára. Um skeið var hann tónlistar-
myndlistar- og leiklistargagnrýn-
andi og það var ekki fyrr en hann
var kominnháttá fertugsaldur að
hann samdi sitt fyrsta leikrit.
Shaw náði 94ra ára aldri og samdi
alls 53 leikrit. Alla sina ævi var
hann einn umtalaðasti maður
samtiðarsinnar i Bretlandi. Leik-
rit Shaws einkennast oft af lifleg-
um, hárbeittum og kimnifullum
persónulýsingum og leiftrandi til-
svörum. Mörg leikrita hans eru
samin út frá félagslegum og sið-
ferðilegum hugmyndarökræðum
en búnum i persónulegan og lif-
legan búning. Leikritið Menn og
ofurmenni kom út árið 1903.
Meöal annarra öndvegisverka
Shaws eru Heartbreake House og
Back to Methusalem en af þekkt-
ari verkum hans öðrum má nefna
Heilaga Jóhönnu, Barböru major,
Pygmalion, Candidu og Starf frú
Warren. Shaw hlaut Nóbelsverð-
launin 1925.
Sem fyrr segir verður fyrsti
flutningur á Don Juan i kvöld kl.
20:30 og verður endurtekningin
annaðkvöld. Gefi tilraun þessi
góða raun er fyrirhugað framhald
á og fleiri verk tekin til flutnings
siðar i vetur.
Garnaveiki á
Vestfjörðum
Garnaveiki i sauðfé er komin
upp á bænum Þúfum f Reykja-
f j a r ð a r h r ep p i, Norður-
tsaf jarðarsýslu. Garnaveiki
hefur ekki áður oröið vart á Vest-
fjörðum. Sæmundur Friðriksson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sauðfjárveikivarna sagði i viðtali
við blaðið, að við slátrun i slátur-
húsinu á tsafirði hefði veikin
fundist I tveimur kindum frá
þessum bæ.
Bærinn Þúfur er i varnarhólfi,
sem afmarkast af girðingu úr
Kollafirði á Barðaströnd i ísa-
fjörð. Framkvæmdastjóri
Sauðfjárveikivarna, Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, fór strax
vestur og er nýkominn i bæinn.
Hann tók blóðsýnishorn úr fénu
og er nú veriö aö rannsaka þau á
Keldum.
Sæmundur sagði, að útilokaö
væri að veikin hefði borist vegna
samgangna við fé úr sýktum
hólfum„ þar sem 4 varnar-
girðingar eru á milli þessa svæöis
og næsta sýkta hófls fyrir sunnan.
Hann sagöi, aö garnaveiki gæti
borist nánast með hverju sem
væri, bæði fólki, heyi, fóöurbæti
o.fl.
Ekki er enn afráðið, hvað gert
verður i málinu. Stundum er
gripið til þess ráðs að slátra öllu
fé af sýktum bæ, þegar veikin
kemur upp á nýju svæði. Lika er
hægt að rannsaka blóð fjárins og
slátra öllu, sem grunsamlegt
reynist, en bólusetja hitt. Nú er
meira en helmingur alls fjár á
landinu bólusettur fyrir garna-
veiki, en þar sem veikinnar hefur
aldrei fyrr orðið vart á Vest-
fjörðum, hefur ekki þótt ástæða
til að bólusetja fé þar. —hs
Fræðslu- og umræðufundir
Alþýðu ba nda lagsi ns í Reykja vík:
Fyrsti fundurinn
á fimmtudaginn
Málfundanámskeið Alþýðubandalagsins i
Reykjavik haustið 1976 hefst fimmtudaginn 21.10.
i risinu að Grettisgötu 3, og lýkur mánudaginn
15.11. Haldnir verða fjórir fundir um fundastörf,
og siðan fjórir umræðufundir um störf og stefnu
Alþýðubandalagsins. Fundirnir hefjast allir kl.
20.30.
Fimmtudagur
21. október
Hrafn Magnússon:
Stofnun félaga, lög
þeirra og skipulag.
Mánudagur
25. október
Tryggvi Þór Aöal-
steinsson: Störf fund-
arstjóra,
tillögur og ályktanir.
Fimmtudagur
28. október
Baldur Óskarsson:
Um ræðumennsku.
Mánudagur
1. nóvember:
Málfundur
Fimmtudagur
4. nóvember
Ragnar Arnalds:
Hvernig vinnur
Alþýöubandalagið
að uppbyggingu
sósialisma?
Mánudagur
8. nóvember
Svavar Gestsson:
Aróður og pólitisk
barátta.
Fimmtudagur
11. nóvember
Guömundur Hilmars-
son:
Staða verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Mánudagur
15. nóvember
Svava Jakobsdóttir:
Er hægt að
losna við herinn?
Hrafn
Magnússon er
frummælandi
á f y r s t a
fræðslu- og
umræðufundi
Alþýðubanda-
1 a g s i n s i
Reykjavik aö
þessu sinni.
Væntanlegir þátttakendur geta látiö skrá sig á skrifstofu félagsins
að Grettisgötu 3, simi 28655, eða mætt á fundina. Þátttaka er öllum
heimil.
Ekkja Maós
sökuð um fjör
ráð við hann
PEKING 18/8 Reuter — t texta
veggblaðs, sem fest hefur verið
upp i stúdentagarði tilheyrandi
Pekingháskóla, er Sjiang Sjing,
ekkja Maós formanns, sökuö um
að hafa reynt að ráða mann sinn
af dögum, þegar hann lá banaleg-
una. A veggblaði þessu er þvi
einnig haldið fram að Sjiang Sjing
og þeir þrir vinstrileiðtogar aörir,
sem nú eru taldir vera i stofu-
fangelsi, hafi beittsér gegn þvf að
lik Maós yrði smurt og varðveitt I
grafhýsi, sem þó hafi veriö ein-
lægur vilji þjóðarinnar allrar.
Veggblöð, þar sem ráöist er að
þeim fjórmenningum, hafa veriö
fest upp hundruðum saman i há-
skólanum af stúdentum sjálfum
og starfsliði háskólans. Talið er
að efni veggblaðanna byggist á
upplýsingum, sem yfirvöld há-
skólans hafi gefið. Þar er farið
hörðum orðum um þau fjórmenn-
inga, sem nú er talið að haf i verið
i stofufangelsi siðan 7. þ.m. Lengi
vel var ekkert látið uppi um það,
hvað gert yrði við lik Maós, en 9.
okt. var loksins tilkynnt að likið
yrði smurt og lagt i grafhýsi til
varðveislu.
Á veggblöðunum eru ekkja
Maós og hinir þrir leiðtogar
Sjanghái-hópsins, Vang HUng-
ven, varaformaður kommúnista-
flokksins, Sjang Sjún-Sjiaó,
varaforsætisráðherra og Jaó Ven-
júan, helsti hugmyndafræöingur
stjórnmálanefndar flokksins,
sökuð um að hafa þegar fyrir lát
Maós gert með sér samsæri og
hafi talið sighafa möguleika á að
hrifsa til sin völdin að Maó látn-
um.
Breyttir starfshœttir hjá MFÁ:
Miðað á
einstök fyrir-
tækiogíbúða
hverfi
og siðan teknir hópar
eins og t.d. fatlaðir
Menningar- og fræöslusam-
band alþýðu mun i vetur
brydda upp á nýjung I starfi
sinu. Hcfur verið ákveðið að
starfrækja fræðsluhópa með
nokkuð öðru sniði en til þessa
og er unnið i samvinnu við
hliðstæð fræðslusambönd á
Noröurlöndunum. Norræni
menningarmálasjóðurinn
styrkir þennan ákveðna þátt
fræðslusamtakanna, sem kall-
'áður er „örvandi fræöslu-
starf” til aðgreiningar frá öðr-
um starfsþáttum.
Norrænu fræðslusamtökin
munu vinna að örvandi
fræðslustarfi eftir þriggja ára
áætlun sem skiptist i þrjú stig.
Framkvæmd verkefnisins fer
fram á öllum Norðurlöndun-
um samtimis og með svipuð-
um hætti, nema hvað hérlend-
is er starfið lang viðaminnst.
Fyrsta stigið, og um leiö
fyrsta árið, er framkvæmt
þannig hér, aö haft var sam-
band við þrjú stór iönfyrir-
tæki, sem valin voru i samráði
við Iöju, félag verksmiðju-
fólks, og starfsmönnum þeirra
boðið að taka þátt i fræðslu-
hópum af þremur ólikum
gerðum. Rætt var við hvern
starfsmann einslega, eftir aö
talað hafði verið við allt
starfsfólkið á sérstökum
fundi.
Undirtektir foru mjög góö-
ar. A vinnustööunum þremur,
sem voru Ofnasmiöjan h/f,
Prjónastofa önnu Þórðardótt-
ur og klæöaverksmiöjan Dúk-
ur h/f, virtist áhugi mikill og
létu 63% þeirra sem rætt var
viö skrá sig i einhvern hinna
þriggja hópa. Hafa nær allir
sótt fundi siðan. Talað var við
70 manns, en 44 létu skrá sig.
En þessar heimsóknir á
vinnustaöi verða einungis
stundaðar fyrsta árið af þeim
þremur, sem eru i áætlana-
gerðinni. Næsta vetur er fyrir-
hugaö að taka fyrir einstök
ibúðahverfi, gnaga i hús og
ræða við fólk, tilþess aö fá það
þannig inn i fræðsluhópana.
Þriðja árið er svo fyrirhugað
að velja einstaka hópa i sam-
vinnu við félög á borö viö sam-
tök fatiaöra, blindra eða ann-
arra ámóta sérhópa. Gert er
ráð fyrir að hver hópur starfi i
nokkrar vikur, en komiö er
saman einu sinni til tvisvar i
viku hverri.
Aö sögn forráðamanna
Menningar og fræðslusam-
bands alþýöu er tilgangur
þessara vinnubragöa tviþætt-
ur, ef litið er á verkefnið I
grófum dráttum. Annars veg-
ar er með þessu móti reynt að
ná til fólks sem ekki hefur áð-
ur notið skipulegrar fræðslu
eftir að skólanámi lauk, og
hins vegar fæst, meö þvi að
ræða persónulega við svo
margt fólk, betri innsýn i
hvers vegna sumir vilja ekki
vera meö, hvort þar veldur á-
hugaleysi eða annir o.s.frv. I
ljósi slikrar vitneskju ætti að
vera unnt aö ryöja ýmsum
hindrunum Ur vegi sem meina
fólki aö njóta þeirrar fræðslu
sem það hefur áhuga á og
skipulögö er fyrir fullorðið
fólk.
Þrir hópar hafa þegar farið
af staö. Ölafur R. Einarsson
leiðbeinir fræðsluhópi um
sögu og markmiö verkalýðs-
hreyfingarinnar. Ólafur
Ragnar Grimsson leiðbeinir
hóp um islenska þjóðfélagið.
Sigurður Karlsson hefur um-
sjón meö þriðja hópnum, sem
starfar undir heitinu „Leik-
húskynning”, og fjallar hann
um upphaf leiklistar, tilgang
leikhússins, hlutverk leik-
stjórans o.fl., auk þess sem
leikhúsin verða heimsótt.
—gsp