Þjóðviljinn - 22.10.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 22.10.1976, Page 7
Föstudagur 22. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 ÁDAG8KRÁ________ Hagur og réttindi alþýðuheimila Svo sem við mátti búast voru kjaramál alþýðufólks viða- mesta viðfangsefnið á þingi BSRB, sem lauk i fyrri viku. Þegar þetta er skrifað, eru ályktanir þingsins ekki komnar fyrir almenningssjónir, en vitað er, að fram kom á þinginu, að hagur alþýðuheimila er nú svo bágborinn, að leita vérður jafn- vel áratugi aftur i timann til að finna samjöfnuð. Um mánaðar- mótin nóv.-des. verður svo hald- ið þing Alþýðusambands Is- lands. Ekki er hópur láglauna- fólks smærri meðal verkafólks- ins en meðal opinberra starfs- manna, og er þvi vonandi að á þinginu veröi ekki tekið neinum vettlingatökum á launamála- stefnu rikisstjómarinnar. SU stefna er harkaleg kaup- lækkunarstefna, en afleiðingar hennar bitna að sjálfsögðu harðast á hinum lægst launuðu. Stdr hópur manna, flest konur, hefur 70 þús. króna mánaðar- laun og þaðan af minna. Margar þessara kvenna hafa ekki aðrar tekjur og ófáar eru eina fyrir- vinna margra barna. Þessar konur og aðrir með svipuð laun eru áreiðanlega ekki að vinna sér fyrir einhverjum „lúxus- reisum” né að taka þátt i svo- kölluðu lifsgæðakapphlaupi. Þetta fjólk er að vinna fyrir lifs- nauðsynjum sinum og sinna eins og alþýðufólk á Islandi hef- ur gert alla tið. Fyrir þessum stóra hópi er 8 stunda vinnudagur enn fjarlæg- ur draumur. Þetta er dapurleg staðreynd, þegar haft er i huga, að verkalýðshreyfingin hefur um áratugaskeið háð baráttu fyrir hagsmunum alþýðunnar i landinu. Hér verða ekki leiddar getur að þvi, hverjar séu orsakir þessa vanmáttar launþega- samtakanna. Þær eru áreiðan- lega margar og við ramman reip að draga þar sem er þjóð- félag, sem setur einkagróða og sérhagsmuni öllu ofar. Augljóst er hins vegar, að nú verður að spyrna við fótum. Launþega- samtökin verða aö marka þá stefnu i launamálum og standa við hana, aö unnt verði að fram- fleyta fjölskyldu á sómasamleg- an hátt af dagvinnukaupi. Mið- að við núgildandi verðlag eru 90-100 þús. kr. á mánuði lág- mark. Það má ekki viögangast lengur, að samið sé um grunn- kaup, sem allir vita að varla nægir einum til að skrimta af, hvað þá með|ilstórri f jölskyldu. Launahækkun ein saman nægir samt ekki til að tryggja hag alþýðuheimila, þó að vissu- lega sé hún grundvallaratriði. Nauðsynleg uppeldisleg þjón- usta við heimilin veröur einnig að koma til. Samfélaginu ber skylda til, aö sjá svo um, að öll börn eigi kost á dagvistunar- plássi og börn og unglingar á skólaaldri eiga rétt á sómasam- legum vinnustað eins og annaö fólk. Skólinn sem þau eru skyld- uð að sækja á að vera samfelld- uren ekki tvi- og þrisettur eins og nú er viða. Varla er lengur talað i alvöru um skaðsemi af dvöl barna á dagvistunarheimilum. Einstaka afturhaldsseggir risa þó enn upp á afturlappirnar af og til og vilja kenna dagheimilum og leikskólum um allt, sem miður fer i þjóöfélaginu. Þó læðast þessir sömu menn með sin eigin börn á þessar „skaðlegu” stofnanir. Þrátt fyr- ir heimskulegan málflutning hafa þessir menn áhrif á al- menningsálitið og skoðanir þeirra falla i kramið hjá þeim, sem ráða fjármagninu. Þörfin eftir Helgu Sig- urjónsdóttur, kennara fyrir dagvistunarheimili vex samt stöðugt m.a. vegna þess, að æ fleiri gera sér ljóst, að félagslegum þörfum barna i nú- timaborgarsamfélagi verður tæplega sinnt svo að vel sé á himilinu einu saman. Eins og málum er háttað reyna foreldrar aö leysa vand- ann með einkagæslu. Hún er hins vegar svo dýr, að lágtekju- fólk getur ekki notfært sér hana. Fólk með 70-80 þús. kr. mánaöarlaun hefur ekki efni á að borga 20-25 þús. kr. á mán. fyrir hvert barn, jafnvel þó að báðir foreldrar vinni fyrir kaupi. Konan verður þá að hætta að vinna enda þótt fjár- hagur heimilisins leyfi það ekki og stundum verður eina úrræðið að gerast „dagmamma”. Hverra hagur er þetta fyrir- komulag? Areiðanlega ekki barnanna, ekki heldur foreldr- anna og sennilega engra nema e.t.v. einhverra misviturra pólitikusa, sem skilja ekki, að sparnaður til uppeldis- og skóla- mála getur orðið þjóðinni i heild margfalt dýrari i bein- hörðum peningum en upphæðin, sem spara átti. Framtiðarstefnan i dag- vistunarmálum er að sjálfsögðu sú, aö rikið byggi og reki þessi heimili á sama hátt og grunn- skóla. A ráðstefnu láglauna- kvenna sl. vor var mikið rædd sú hugmynd að leggja sérstakan skatt á allan atvinnurekstur i landinu meðan uppbygging dag- vistunarstofnana stæöi yfir, og var talið timabært, að stéttar- félögin beittu sér fyrir fram- gangi málsins. Launþegasamtökin hljóta að búa yfir þvi afli, sem þarf til aö hrinda i framkvæmd þessu mikla nauðsynjamáli og það er ekki eftir neinu að biða. Ekki er lengur verjandi að afgreiða þessi mál með þvi að hér sé bara um að ræða eitt af svoköll- uðum „sérmálum kvenna”, sem öðrum komiekki við. Þetta er ekki sérmál eins eða neins, þetta er eitt brýnasta hags- munamál alls almennings i landinu og það kemur öllum við. Lifvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag, góð, ókeypis dagvistunarheimili fyrir öll börn og samfelldur skóli, hljóta þvi að verða þær kröfur, sem öll launþegasamtök setja á oddinn á næstu árum. Hagkvæm innkaup Vilt þú spara? KJÖT & FISKUR býöur kostaboö á kjarapöllum, og sértilboð 1. TILBOÐ Grænar 1/1 dós 178 kr. baunir kr. 2. TILBOÐ 1 pk. kaffi kr. 215 kr. 4. TILBOÐ Hveiti 50 kg, ÖAft kr. 5779 kr. 5. TILBOÐ Strásykur 25 kg. 2875 kr. 3. TILBOÐ Egg kr. pr. kg. 395 kr. pr. kg. AUKINN VELTUHRAÐI LÁGT VÖRUVERÐ' Hvað getur 5 manna fjölskylda sparað á mánuði eða ári? KJÖT & FISKUR H/F SELJABRAUT 54 SÍMI 74200 - 74201 Læknaritari Starf læknaritara við Heilsugæslustöðina i Ólafsvik er laust til umsóknar, starfið veitist frá 1. desember nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til oddvita Ólafsvikurhrepps fyrir 15. nóv. nk. Ólafsvik 15.10. 1976. Heilsugæslustöðin ólafsvík. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö. SIMI 53468 Gerið góð Nautahakk 1. kg. Kindahakk 1. kg Gúllas 1 kg. Kindakæfa lkg Lambakjöt III. fl. pr. kg. Hangikjöt framp. pr. kg. Hangikjöt læri pr. kg. Svið 1 kg Opið til 10. í kvöld kaup Leyft Okkar verð verð 1,080.- 700.- 979.- 650.- 1.687.- 900.- 1.200.- 1.015.- 606.- 503.- 00 *i 610.- 998.- 853.- 295.- VörunjarkaDarinn kf Matvörudeild simi 86111.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.