Þjóðviljinn - 24.11.1976, Page 3
Miðvikudagur 24. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Spánn:
Þjóðaratkvæði um
stjórnarbót 15. des.
MADRID 23/11 — Spænska
stjórnin hefur ákveðiö að þjóðar-
atkvæðagreiðsla um breytinguna
á þinginu skuli fara fram 15. des.
Samkvæmt breytingunni verður
þingið nú i tveimur deiidum og
kosið til þess i beinum og almenn-
um kosningum, en á Franco-tím-
unum voru flestir þingmanna út-
nefndir af stjórnarvöldum. Sá
böggull fylgir hinsvegar skamm-
rifi að stjórnin hefur ákveðið að
flokkar kommúnista og baráttu-
flokka hinna ýmsu þjóöernis-
minnihluta skuli áfram bannaðir,
en það þýðir i raun bann á at-
kvæðamesta hluta stjórnarand-
stöðunnar.
Andstaðan gegn stjórninni og ó-
ánægja með gerðir hennar i efna-
hags- og stjórnmálum kom
greinilega fram fyrir nokkru i
eins dags allsherjarverkfalli, sem
mikil þátttaka var i, og í dag
gerðu yfir 70.000 kennarar i
barna- og unglingaskólum verk-
fall með þeim afleiðingum að 3
miljónirskólabarna fengu fri. — 1
gærkvöld lét lögreglan lausa
fimm kommúnista, sem hún hafði
rétt verið að enda við að handtaka
fyrir að dreifa áróðri frá
Kommúnistaflokki Spánar. Segir
i Reuter-frétt að yfirvöld muni
ekki hafa þorað að halda
mönnunum föngnum af ótta við
að það myndi auka stuðning al-
mennings við kommúnista og
verða meðal annars til þess að
vinstrimenn styrktust
i þeim ásetningi að hundsa þjóð-
aratkvæðagreiðsluna.
Allsherjarverkfall
danskra olíubílstjóra
KAUPMANN AHÖFN 23/11
Reutcr — Olia gekk til þurrðar i
öllum helstu borgum Danmerkur
i dag og truflanir urðu á flugsam-
göngum vegna allsherjarverk-
falls oliubilstjóra, sem hófst I
gær. Umferðá vegum hefur þeg-
ar dregist saman um helming
vegna bensinskorts og skortur er
orðinn á mjólk i Kaupmannahöfn,
þar eð starfsmenn mjólkurbúða
hafa gert samúðarverkfall. Oliu-
bilstjórarnir fara fram á 30%
kauphækkun.
Verkfallsmenn hafa veitt und-
anþágur um keyrslu til sjúkra-
húsa, elliheimila og fleiri hlið-
stæðra stafnana. Kalt er nú i
Kaupmannahöfn og almennur ótti
við að ibúðir, opinberar bygg-
ingar og verksmiðjur verði senn
án allrar upphitunar, ef verkfallið
dregst á langinn. Flokkur sósial-
demókrata, sem nú er i stjórn,
gerði i ágúst samning við þrjá
andsósialiska flokka um að
kauphækkanir næstu tvö árin
mættu ekki fara yfir 6%, en oliu-
bilstjórar segjast þurfa á
umræddri hækkun að halda ef
kjör þeirra eigi að verða sam-
bærileg við kjör annarra launa-
stétta.
André Malraux látinn
Einn af virkustu
eldhugum bók-
mennta aldar-
innar
PARÍS 23/11 Reuter — André
Malraux, hinn frægi franski rit-
höfundur og frömuður i hugsun,
sem jafnað hefur verið meira aö
segja við Jean-Paul Sartre,
andaðist i dag úr blóðtappa á
sjúkrahúsi i Paris, 75 ára að
aldri. Malraux er i röð frægustu
manna á sviði bókmennta og
andlegra mennla á þessari öld,
var lengi róttækur byltingar-
sinni en snerist siðar til fylgis
við deGaulle og var menningar-
málaráðherra Frakklands
1958—69.
Malraux var sonur auðugs
bankastjóra, en snerist fljótt til
fylgis við vinstriskoðanir af
miklum eldmóði og komst
meðal annars svo að orði að sá
maður væri litillar virðingar
verður, sem ekki væri reiðubú-
inn að hætta lifi sinu. Hann lét
ekki sitja við oröin tóm, heldur
kynnti sér kinversku byltinguna
af eigin raun, stjórnaði flugliöi
Alþjóðahersveitarinnar, sem
barðist gegn fasistum i spænsku
borgarastyrjöldinni, tók þátt i
skipulagningu frönsku and-
spyrnuhreyfingarinnar gegn
André Malraux — maöur verka
ekki siður en oröa.
þjóðverjum og var i fylkingar-
brjósti hersveita Frjálsra
frakka, sem börðust með
bandamönnum gegn möndul-
veldunum. Siðar var hann af
ýmsum sakaður um að hafa
hneigst til persónudýrkunar á
de Gaulle. Frægust allra bóka
Marlraux, sem eru margar, mun
vera La Condition llumane.sem
hann skrifaði eftir dvöl sina i
Kina og einkennist af mikilli
samúð með þarlendum bylt-
ingarmönnum. Helstu framá-
menn frakka á ýmsum sviðum
hafa i dag minnst Malraux af
mikilli virðingu, svo og margir
erlendir.
Umdeildasti erfðafræðingur
Sovétríkjanna látinn
Lýsenkó — margir telja hann
hafa valdið miklu tjóni i lif- og
erfaðfræðivisindum Sovét-
rikjanna.
ALÞÝÐU-
LEIKHÚSIÐ
Skollaleikur
Sýning i kvöld kl. 20:30 i
Lindarbæ, svo og fimmtudag
kl. 20:30.
Krummagull
Sýning föstudag kl. 20:30 i
Félagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut
Miðasala
i Lindarbæ miili klukkan
17:00 og 20:30 sýningardaga
og á milli klukkan 17:00 og
19:00 aðra daga.
Sími21971
MOSKVU 23/11 Reuter — Sovéski
erf ðafræðingurinn Trofim
Lýsenkó, sem hafði mikil áhrif i
landbúnaðarmálum Sovétrikj-
anna á timum Stalins en var lýst-
ur falsari á timum Krúséfs, lést
s.l. laugardag, 78 ára að aldri.
Lýsenkó andmælti ýmsum
atriðum i þróunarkenningu
Darwins og vestrænna erfða-
fræðinga og hélt því fram að hægt
væri að þróa fram jurtir á snögg-
an og byltingarkenndan hátt.
Lýsenkó var úkrainumaður,
fæddur i smáborginni Karlovka
þar sem Podgorni iforseti Sovét-
rikjanna er eir.nig i heiminn
borinn.
Lýsenkó var forseti landbún-
aðarvisindaakademiu Sovét-
rikjanna frá 1938 og áttu þeir,
sem andæfðu kenningum hans,
ekki von á neinu góðu af hálfu
stjórnvalda. Eftir lát Stalins 1953
var Lýsenkó hinsvegar sakaður
um að bera ábyrgðá erfiðleikum i
sovéskum landbúnaði og var hon-
um þá vikið frá stjórn akademi-
unnar. Siðar jókst vegur hans að
vissu marki á nýjan leik, þótt þvi
færi fjarri að hann væri hafður i
svipuðum hávegum og áður.
Látlaus
mannvíg
í Ródesíu
SALISBURY 23/11 Reuter — Niu
ródesiskir stjórnarembættismenn
hafa verið vegnir af skæruliðum
siðustu fjóra dagana, að þvi er
talsmenn öryggisliðs Ródesiu-
stjórnar skýra frá. Atta þeirra
voru blökkumenn og starfsemnn
héraðsstjórna,en sá niundi hvitur,
en ekki var upplýst hver staða
hans hefði verið. Skæruliðar eru
einnig sakaðir um dráp fjögurra
blökkumanna annarra á sama
tima. Á sama timabili kváðu liðs-
menn stjórnarinnar hafa fellt sjö
skæruliða i bardögum nálægt
landamærunum, og þar að auki
drepið sjö manns fyrir að virða aö
vettugi útgöngubann og ennfrem-
ur tvo fyrir að hlaupast á brott
með skæruliðum.
FLYTJA BESTA
IDÆGURS
Á BESTU FISK-
EVRÓPU?
Útgerðarmenn-
skipstjórar.
Hafió þér athugad:
Hve margir veiðidagar fara til spillis,
þegar fiskiskip yðar siglir til útlanda
að selja afla sinn?
Hvort ekki fengist betra verð fyrir
lélegri fiskinn, ef hann væri unninn í
landi strax, í stað þess að sigla með
hann í 4 eða 5 daga?
Hve miklu hærra meðalverð erlendis
væri, ef allur fiskurinn væri fyrsta flokks
hráefni?
Þegar fiskur
er fluttur flugleióis.
— kemur hann ferskur á borð
neytandans,
— fer hann í fyrsta gæðaflokk,
— þurfa engir veiðidagar að fara
forgörðum,
— sparast rekstrarkostnaður skips i
siglingu auk kostnaðar í erlendri
höfn,
— getið þér með nokkurra klst.
fyrirvara snúið flugvélinni til þess
fiskmarkaðar í Evrópu, þar sem
verðið er hagstæðast,
— er mögulegt að opna nýja markaði
t. d. i borgum sem standa fjarri sjó.
■«r
* Það er hagkvæmt að flytja fisk út
j flugleiðis. Fiskflutningar eru hafnir í
| ríkum mæli innan Evrópu.
| Flugfélagið ISCARGO býður yður að
Iflytja besta fiskinn samdægurs til
bestu fiskmarkaða Evrópu hverju sinni.
Það tryggir vörugæðin. Það er yðar
hagur.
REYKJAVlK SfMI 10542 TELEX 2105
SÉRGREIN OKKAR: VÖRUFLUTNINGAR