Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 1
MOÐVIIJINN
Föstudagur 26. nóvember 1976. —41. árg. —266. tbl.
Gundelach og Geir
I gær sátu þeir Einar Agústs-
son og Matthias Bjarnason, ráð-
herrar ásamt nokkrum emb-
ættismönnum á fundum með
sendinefnd Efnahagsbánda-
lagsins og ræddu veiðar
erlendra skipa i islenskri land-
helgi.
Engar fréttir hafa fengist af
þessum fundum. 1 dag ræðir
Gundelach, formaður sendi-
nefndar Efnahagsbanda-
lagsins við Geir Hallgrimsson,
forsætisráðherra í stjórnar-
ráðinu klukkan 9 fyrir hádegi og
siðan klukkan ll'við Einar
Agústsson og Matthias Bjarna-
son.
Ráðherrar
fengu
skriflegar
ávítur
i upphafi þingfundar i gær
lýsti Asgeir Bjarnason þvi
yfir að tveir af ráðherrunum
sem ekki komu tii þing-
fundar á þriðjudag hefðu
haft iögleg forföil.
Gunnar Thoroddsen var
erlendis á fundi en ráðuneyti
hans láðist að tilkynna hæst-
virtu alþingi um fjarveruna.
Þá hafði Halldór E. Sigurðs-
son komið að máli við forseta
skömmu fyrir hádegið og
boðað forföli en forseta láðst
að tilkynna þingheimi það.
bess skal getið að Halldór E.
Sigurðsson mun þennan dag
hafa þegið veitingar i rúss-
neska sendiráðinu. Enn er
óupplýst hvað þeir höfðust að
Geir Hallgrimsson, Einar
Agústson, Vilhjálmur
Hjálmarsson, Matthias A.
Matthiesen og Matthias
Bjarnason.
Þá hefur blaðið einnig
sannfrétt, að forseti Samein-
aðs þings hafi sent öllum
ráðherrunum, sem skrópuðu
án þess að hafa fjarvistar-
leyfi áminningu
Háskólaráð:
V instri
menn
hlut-
skarpari
I kosningum nemenda
Háskóla íslends um tvo
fulltrúa i Háskólaráð sigraði
B-listi, listi vinstri manna.
Efsti maður á B-lista, Gylfi
Arnason var kjörinn til
tveggja ára i ráðinu, með 736
atkvæðum, en efsti maður A-
lista, lista Vöku, kjörinn til
eins árs með 618 atkvæðum.
Það var Berglind Asgeirs-
dóttir. Kjörsókn var 53%.
Meðalhraði
strœtó
1 7 km.
á klst.
A skipulagssýningu Keykja-
vikurborgar að Kjarvaisstöðum
er margan skemmtilegan fróð-
ieik að finna og eru hlutirnir
þannig settir fram að næsta
auðvelt er að átta sig á hvað
verið cr að sýna.
Myndin hér til hliðar sýnir t.d.
niðurstöður athugunar á ýms-
uin atriðum varðandi Strætis-
vagna Keykjavikur. Má m.a.
sjá að meðalhraði vagnanna er
17 kilómetrar á klukkustund,
sem ekki þykir mikið nú til
dags, en engu að siður fara þeir
samtals 91 hring kringum jörð-
ina á hverju ári!
Nóvemberkvöld í Reykjavik
Leyfi til síldveiða rann út í nótt
AJlir bátar fylltu
veiðikvótann sinn
A miðnætti i nótt rann út leyfi til
sildveiða hér við land og höfðu þá
allir bátar á hringnóta veiðuin
fyllt veiðikvóta sinn, utan einn,
sem byrjaði veiðar mjög seint. Að
sögn Jóns. B. Jónassonar i
sjávarútvegsráðuneytinu veiddu
50 bátar i hringnót, um tæplega
fjörutiu i reknet, en fyrir rekneta-
bátana var enginn sérstakur
veiðikvóti settur upp, heldur var
veiði þeirra áætluð og siðan gefin
alveg frjáls.
Samtals máttú hringnótabátar
STRÆTISVAGNAR
REYKJAVÍKUR
1976
veiða tiu þúsund tonn af sild á
þessu ári og fékk þvi hver bátur
aðeins að taka inn 200 tonn. Voru
dæmi þess að slikur afli fengist i
einni ferð en verðmæti hans er
um niu miljónir króna, sem þó er
aðeins breytilegt eftir verðflokki
sildarinnar. Jón sagði að sjómenn
virtust hinir ánægðustu með ver-
tiðina, af nægri sild var að taka og
verðið hið ákjósanlegasta. Þótti
mörgum hámarksveiðikvótinn þó
ansi knappur.
Samtals veiði hringnótar- og
reknetabáta var áætluð 15 þúsund
tonn, en var i fyrra samtals tiu
þúsund tonn. Vonir standa til að
hægt verði að hækka kvótann aft-
ur næsta ár, en fiskifræðingar
munu nú, að lokinni vertið, halda
suður undir jökul og kanna
ástandið á sildarmiðunum. Ef
framburður sjómanna, sem segja
að geysilega mikil sild sé ennþá á
svæðinu, reynist réttur bendir
það til þess að sildarstofninn sé á
ný i sókn og aö hægt verði þá að
auka kvótann til muna næsta ár.
—gsp.
Farþegafjöldi:
12.000 000
Akstursvegalengd:
3.650.000 km á éri,
samsvarar 91 ferð
umhverfis jörðina.
Leiðakerfl: 220 km
að vegalengd
Meðalhraði ca.
17,0 km/ktsl.
Flutningsgeta:
ca. 5.000 farþegar
’J&t Vélarortsa til samans:
11980 hestöfi
Thor og Vésteimi til
Norðurlandaverðlauna
Þær islenskar bækur sem
tilncfndar eru til næstu
bókmenntaverölauna Norður-
landaráðs eru Fuglaskottis eftir
Thór Vilhjálmsson og Eftirþank-
ar Jóhönnu eftir Véstein l.úöviks-
son. Bækur eftir þessa höfunda
hafa til greina komiö áður.
Frá Sviþjóð eru tilnefndar bæk-
ur eftir Göran Sonnevi og P.C.
Jersild, frá Finnlandi eftir Bo
Carpeland og Ulla Lena Lund-
berg, frá Noregi koma bækur eft-
ir Sigurd Evensmo og Knut
Faldbakken og frá Danmörku
Jörgen Gustava Brandt og Svend
Age Madsen.
Verðlaununum verður úthlutað
i sambandi við næsta þing
Norðurlandsráðs i janúar næst-
komandi. Þau hafa numið 50 þús-
undum danskra króna en
menntamálaráðherrar Norður-
landa hafa lagt til að sú upphæð
sé hækkuð i 75 þúsundir.
Af Islands hálfu sitja i nefnd-
inni sem til verðlauna velur þeir
Hjörtur Pálsson og Njörður P.
Njarðvik.