Þjóðviljinn - 26.11.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976 r-------------- : i þingsjá þjóðviljans k_____________________A Rannsóknarnefnd til að kanna innkaupsverð i framhaldi af uppljóstrunum verðlagsstjóra um hátt innkaups- verð islenskra heildsala á vörum i London hafa fjórir þingmenn Alþvðubandalagsins lagt fram tiliögu til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka innkaupsverð á vörum o.fl. og skuli hún skila skýrslu til Alþingis eigi siðar en 2 mánuðum eftir að ályktunin er gerð. Þing- mennirnir eru Eðvarö Sigurös- son. Garðar Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir og Lúðvik Jóseps- son. I tillögunni kemur fram að verkefni nefndarinnar séu: 1. Að rannsaka hvort innkaup á vörum til landsinsséumeð eðlileg um hætti og. i samræmi við þjóöarhagsmuni eða hvort brögð séu að þvi að vörur séu keyptar til landsins á óhagkvæmu verði sem leiði til hærra vöruverðs i landinu en ætti aö vera. 2. Að rannsaka sérstaklega áhrif umboðslauna i i vöruverði, gjaldeyrisskil á umboðslaunum og hversu öruggt eftirlit sé nú með gjaldeyrisnotkun til vöru- kaupa. Nefndin rannsaki aðra þætti þeirra mála sem hér um ræðir eftir þvi sem henni þyki ástæða til. t lok greinargerðar sem fylgir tillögunni segir að vegna þeirra umræðna sem orðið hafa um þessi mál og mikillar tortryggni varðandi gjaldeyrisskil og upp- gefið innkaupsverð á vörum þyki rétt að málið allt verði rannsakað af nefnd þingmanna sem hafi fullt vald til að taka skýrslur af opin- berum aðilum og öðrum sem máliö geta upplýst. Hér er um mál að ræða sem al- menningur i landinu krefst að verði upplýst til fulls. Nægilega er dýrtiðin i landinu mikil þó að ekki bætist við verðhækkanir sem stafa af óheiöarlegum viðskiptum og of háu innkaupsverði á vörum til landsins. —GFr. Lúðvik Jósepsson flytur frumvarp um Iðnþróunarstofn im Austurlands Lúðvik Jósepsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Iðnþróunarstofnun Austurlands sem vinni að efl- ingu iðnaðar á Austurlandi. Verkefni Iðnþróunarstofn- unar Austurlands skulu m.a. vera þessi: 1. Að hafa forgöngu um að koma á fót nýjum iðnfyrirtækjum á Austurlandi og efla þau, sem fyrir eru. 2. Að koma á sem hagkvæmustu sölufyrirkomulagi á iðnaðar- framleiöslu fjórðungsins. 3. Að veita fjárhagslegan stuðn- ing og fyrirgreiðslu til stofn- unar nýrra iðnfyrirtækja þar sem sérstaklega verði leitast við að koma upp samrekstri nokkurra byggðarlaga um iðnaðarframleiðslu. Rikissjóður skal leggja Iðn- þróunarstofnun Austurlands til 20 miljónir króna á ári i 3 ár, 1977—79, enda leggi sveitarfélög á Austurlandi hálft framlag á móti rikinu. Framlög þessi skulu vera óafturkræf sem stofnframlög. I greinargerð með frumvarp- inu segir ma. að vegna smæðar hins islenska markaðar hafi vöruframleiðsluiðnaður einkum vaxið upp á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri en starfs- möguleikar annars staðar séu býsna fáskrúðugir. Þessi stofn- un á að efla iðnað á Austurlandi. Frá Grindavfk Fjármagn vantar til vega Allmiklar umræður urðu um það i gær hvert beina ætti fjár- magni i vegagerð. Tvær þings- ályktunartillögur liggja fyrir þinginu og gengur önnur út á lagningu bundins slitlags á þjóðvegi sem þegar eru upp- byggðir en hin út á uppbyggingu þjóðvega i snjóahéruðum. Þetta voru þó mest deilur um keisarans skegg þar sem vegasjóöur er fjárvana og ekki hægt að gera stórátak i einu né neinu hvort sem er. Halldór E. Sigurðsson flutti langa hugleiðingu um þessi mál en gætti þess vandlega að taka hvergi fast á. Fiskimjölsverksmiðjan i Grindavík Fjórir þingmenn úr jafn mörg- um flokkum, þeir Jón Ármann Héöinsson, Oddur Ólafsson, Jón Skaftason og Geir Gunnarsson flytja þingsályktunartillögu um að reist verði fiskimjölsverk- smiðja i Grindavik og verk- smiðjan geti hafið vinnslu á loðnuvertiðinni er vinni loðnu og annan fisk ásamt fiskúrgangi. Gert er ráð fyrir að verksmiðj- an verði helst með um 1000 tonna bræðsluafköst á sólarhring, verði reist á árinu 1977 og hefji vinnslu á loðnuvertið 1978. Bent er á i greinargerö að veiðar og vinnsia á loðnu sé orð- inn snar þáttur i þjóðarbúskapn- um og ekki fyrirsjánlegt annað en að svo muni verða um óákveðinn tima. Það sé þvi ekki viðunandi að eiga það undir mati erlendra aðila —<Nordglobal) hversu mik- ill afli komist á land. 18 ára kosn- ingaaldur Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fyrir Alþingi tillögu um að lækka kosningaaldur niður i 18 ára og fylgdi Eyjólfur Sigurðsson tillög- unni úr hlaði i gær. Lúðvik Jósepsson lýsti yfir stuðningi sinum við tillöguna en fleiri tóku ekki til máls. Vörugjald framlengt KikisstjórhíiT heTur ’fTútt frumvarp til laga um að vöru- gjald verði framlengt til 31. des. 1977. Sérstakt timabundið vöru- gjald var upphaflega lagt á með bráðabirgðalögum nr. 65 16. júli 1975. Var það 12% frá 17. júli 1975 til 31. desember 1975, 10% frá 1. janúar 1976 til 4. mai 1976 en hefur verið 18% frá þeim tima. Samkvæmt 1. gr. 1. nr 20/1976 skal vörugjaldið innheimt til 31. desember 1976. Meö frumvarpi þessu er lagt til að gjaldið veroi framlengt til 31. desember 1977 eins og gert er ráð fyrir i tekjuáætlun fjárlaga- frumvarps fyrir árið 1977. 33. þing Alþýðusambands r Islands verður sett i Háskólabiói mánudaginn29. nóvember kl. 14.00. Þingfulltrúar eru beðnir að vitja aðgöngumiða sinna á skrifstofu Al- þýðusambandsins, Laugavegi 18, á laugardag og sunnudagen skrif- stofan verður opinfrá kl. 2-5 e.h. báða dagana. Allir velunnarar Alþýðusambandsins eru velkomnir á setningarfund- inn i Háskólabiói kl. 15 á mánudaginn, meðan húsrúm ieyfirog þurfa þeir ekki sérstaka aðgöngumiða. Orðsending frá r Islenskum heimilisiðnaði Við eigum 25 ára afmæli um þessar mund- ir og opnum i dag viðbótar húsnæði i Hafn- arstræti 3 Aldrei glæsilegra úrval af handunnum is- lenskum ullarvörum. SJÖL — HYRNUR — PEYSUR — HUFUR — VETTLINGAR — VÆRÐARVOÐIR Norræna deildin er nú á jarðhæð og við fá- um daglega nýjar finnskar og sænskar vorur. ÍSLENSKT KERAMIK I óvenju miklu úr vali. Og nýja línan frá JENS er: SKARTGRIPIR I GULLI Betri þjónusta — meira vöruval Lítið i gluggana um heigina ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.