Þjóðviljinn - 26.11.1976, Page 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976
i
Föstudagur 26. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Úr Vojtsek: Læknirinn (Baldvin Halldórsson) er aö hlusta Vojtsek
(Hákon Waage).
Vojtsek í síö-
asta sinn
t kvöld eru siðustu forvöð að sjá
sýningu Þjóðleikhússins á leik-
ritinu VOJTSEK eftir þýska
skáldið Georg BÍíchner. Leikritið
þykir merkilegt fyrir margra
hluta sakir, en höfundur lést frá
þvi ófullgerðu aðeins 23 ára að
aldri árið 1936. Það var ekki leikið
fyrr en tæpri öld siðar en hefur á
þessari öld verið eitt mest leikna
verk þýskra bókmennta 19. aldar-
innarog þóttverðugt viðfangsefni
leikhúsa viða um heim. Verkið
byggir að nokkru á frægu þýsku
morðmáli frá dögum höfundar.
Leikstjóri sýningarinnar er þjóð-
verjinn Rolf Hadrich en með titil-
hlutverkið, Vojtsek, fer Hákon
Waage. Með hlutverk Mariu,
unnustu Vojtseks, fer Kristbjörg
Kjeld, en meðal annarra leikenda
eru Róbert Arnfinnsson, Baldvin
Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson,
Jón Gunnarsson og Randver
Þorláksson.
Félagsfundur í
Verka-
kvennafélaginu
Framsókn:
Önnur
stofnun
annist inn-
heimtu
orlofsfjár
A fundi i Verkakvennafélaginu
Framsókn 21. þ.m. var minnt á i
ályktun að verkalýðshreyfingin
hefði hvað eftir annað krafist
aðgerða gegn verðbólgu og i
kjarasamningunum marg lýst yf-
ir að verðlækkanir verði metnar
til kjarabóta. Stjórnvöld hafa i
engu sinnt þessum tillögum.
Fundurinn varaði verkafólk við
þeim sifellda áróðri að kaupgjald
verkafólks sé orsök verðbólgunn-
ar og i þvi sambandi var bent á að
i öllum nágrannalöndum sé kaup-
gjald mun hærra og verðbólga
mun minni en hér á landi. Fund-
urinn ræddi einnig frumvarp það
sem rikisstjórnin hefur látið
semja um stéttarfélög og vinnu-
deilur og benti á að það sé samið
án alls samráðs við verkalýðs-
hreyfinguna. 1 ályktun segir að
greinilegt sé að það tryggi að-
stöðu atvinnurekenda tii átaka
gegn verkafólki og skerði veru-
lega frjálsan samningsrétt
verkalýðsfélaganna. Fundurinn
taldi þvi að frumvarpið fæli i sér
gerræðislegar þvinganir gegn
verkalýðshreyfingunni og varaði
félagsmálaráðherra við að leggja
það fyrir Alþingi.
A fundinum var einnig mót-
mælt bráðabirgöalögum á sjó-
menn og lýsti áhyggjum slnum
vegna innheimtu póstgíróstof-
unnar á orlofsfé verkafólks. 1 á-
lyktun um það mál segir:
„Átelurfundurinn harðlega þau
vinnubrögð sem tiðkast hafa
varðandi innheimtuna, sem
markast hafa af seinagangi og
ómarkvissum aðgerðum.
Þá bendir fundurinn á, að óhjá-
kvæmilegt er að taka upp þunga
refsivexti gagnvart þeim at-
vinnurekendum sem ekki greiða
orlofsfé verkafólks skilvlslega til
viðkomandi innheimtustofnunar.
Verði ekki breyting á vinnubrögð-
um Póstgiróstofunnar telur fund-
urinn að fela þurfi annarri stofn-
un innheimtuna.”
Arnmundur Backmann:
Arnmundur Backmann.
Eins og kunnugt er hefur fé-
lagsmálaráðherra, Gunnar Thor-
oddsen, látið semja drög að frum-
varpi til nýrra laga um stéttarfé-
lög og vinnudeilur. prög þessi
voru samin af þrem lögfræðing-
um, allscndis án samráðs við
verkalýöshreyfinguna, svo vitað
sé. Og cnn munu þau sennilega
vera trúnaðarmál, þótt hvert
mannsbarn, sem lætur sig þcssi
mál einhverju varða, viti um efni
þeirra og tilvist.
Mál þetta hefur að vonum vakið
mikla athygli, enda viðkvæmt i
meira lagi.
Það þarf auövitað ekki að fara
mörgum orðum um þýðingu
vinnulöggjafar, sérstaklega fyrir
verkalýðshreyfinguna. Hún ræð-
ur hinum formlega gangi mála I
kaupgjaldsbaráttunni við at-
vinnurekendur. Samkvæmt henni
fara leikreglur verkfalla og
möguleikar til að knýja fram
kaup og kjör fyrir allan þorra
launafólks i landinu.
1 vinnulöggjöfinni er staöa
stéttarfélaganna tryggð og um-
boð þeirra til að standa að kjara-
samningum fyrir hönd meðlima
sinna. 1 vinnulöggjöfinni eru á-
kvæði um stöðu og hlutverk sátta-
semjara, miðlunartillögur, at-
kvæðagreiðslur og fl. 1 fáum orð-
um, gegnir vinnulöggjöfin þvi
hlutverki, að vera nokkurskonar
stjórnarskrá á vinnumarkaöi, þar
sem réttur aðila er tryggður,
staða þeirra lögfest og viður-
kennd.
Vinnulöggjöf okkar hefur verið
svo til óbreytt frá þvi að hún var
sett á árinu 1938, enda þótt um
hana hafi staðið verulegar deilur
alla tið. A grundvelli hennar hef-
ur islenskur vinnuréttur mótast
eins og hann er i dag Ekki svo að
skilja, að vinnulöggjöfin ráði þar
öllu um, heldur hafa samskipti
aðila vinnumarkaðarins, kjara-
samningar margra áratuga og
ytri aðstæður ýmsar, knúið fram
ákveðinn skilning á vinnulöggjöf-
inni og framkvæmd hennar.
Af framangreindum sökum
hefur verkalýðshreyfingin jafnan
staðið vörð um vinnulöggjöfina.
Hún hefur verið til viðræöu við at-
vinnurekendur um samkomulag
um framkvæmd hennar I einstök-
um atriðum.en kröfum um breyt-
ingar á henni hefur ætið verið vis-
að á bug, enda hafa breytingatil-
lögur undantekningarlitið verið
til skerðingar á rétti og stöðu
stéttarfélaganna. Og fram til
þessa hafa hvorki stjórnmála-
menn né flokkar þorað að nefna
það i alvöru að breyta vinnulög-
gjöfinni gegn vilja verkafólks.
En nú eru greinilega aðrir tim-
ar.
Nú bregður svo við, eins og áður
segir, aö breytingar eru boðaðar
og drögin liggja þegar tilbúin á
borðinu. Fyrir skömmu boðaði
svo ráöherrann aö frumvarp
þelta yrði lagt fram á alþingi nú
og stendur þá eftir spurningin,
hvort hann ætlar sér að gcra
þessa híuti án samþykkis vcrka-
lýðshreyfingarinnar eða hvort
hann ætlar yfirleitt að taka tillit
til vitja hennar I þessum efnum.
En hver vill breyta vinnulög-
gjöfinni nú? Hvað knýr svo á ráð-
herrann að boða breytingar nú og
kasta fram drögunum fullbúnum
án þess svo mikið að oröa hlutina
fyrirfram og bjóða þeim, sem
málið snertir fyrst og fremst,
aðild að samningu þeirra?
Þegar þetta er skrifað, er ekki
betur vitað en að hvert einasta
verkalýðsfélag i landinu, sem
fjallað hefur um drög ráðherrans,
hafi vísað þeim algerlega á bug,
litið á þau sem beina árás á rétt
sinn og stöðu og varað eindregið
við þvi að sýna þau á alþingi.
Hver samþykktin rekur aðra i
þessa átt, allsstaðar að af land-
inu. Vist er að alþýðusambands-
þing, sem haldið verður á næst-
unni, tekur máliö fyrir, og má
telja fullvist, að þar verði drögun-
um hafnað og ölium aðdraganda
þeirra.
Það sem eftir stendur er hins-
vegar að islenskir atvinnurck-
endur hafa i vaxandi mæli amast
við vinnulöggjöfinni, og hvaö eftir
annað komið fram með tillögur
eða hugleiðingar um breytingar á
henni. Ailar hafa þær hugmyndir
gengið útá að þrengja rétt og bar-
áttuskilyrði verkalýðshreyfing-
arinnar. Og kannske er skýringin
þar með fengin á vinnubrögðum
ráðherrans. Það skyldi þó ekki
vera meiningin samhliöa ein-
hverri grófustu aðför aö kjörum
launafóiks, sem um getur, að
breyta vinnulöggjöfinni tii sam-
ræmis við óskir atvinnurekenda.
Viö skulum skoða óskir þeirra
nánar. Fyrir tveim árum slðan
skoraði aðalfundur Vinnuveit-
endasambands Islands á rlkis-
stjörnina að hefja þegar undir-
búning að samningu lagafrum-
varps um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Það sem vinnuveitenda-
sambandið vildi einkum breyta
þá og nú er m.a. eftirfarandi:
— Að völdum innan verkalýös-
hreyfingarinnar verði þjappað
saman m.a. þannig aö verkfalls-
réttur og samningsumboð sé I
höndum heildarsamtakanna.
— Að samið verði til lengri
tima en nú er, og lágmarksgildis-
tími kjarasamninga skuli ákveö-
inn I lögum.
— Að sett verði ákvæði, sem
tryggi, aö tlmanlega verði byrjað
aö vinna að endurskoðun samn-
inga áður en þeir renna út og að
allar kröfur veröi að vera komnar
fram svo og svo löngu fyrir
hugsanlega vinnustöðvun.
— Að settar verði reglur sem
kveði á um ákveðna lágmarks-
þátttöku I atkvæðagreiðslum hjá
verkalýðsfélagi um boðun verk-
falls.
— Að settar verði reglur sem
komi i veg fyrir það að fámennir
hópar starfsfólks geti með
verkföllum knúið fram óeðlilegar
kauphækkanir og kjarabætur sér
til handa.
— Að embætti ríkissáttasemj-
ara verði gert að fullu starfi og
völd hans aukin. T.d. ætti sátta-
semjari að geta frestað verkföll-
um, ef honum finnst ástæöa til.
Þannig er óskalisti atvinnurek-
enda. En hverjar eru nú helstu
breytingarnar, sem boðaðar eru I
drögum ráðherrans og lögfræð-
ingarnir sömdu?
Jón Þ. Þór skrifar
um sagnfræði:
Fjóröa bindi Veraldarsögu Fjölva
Fjölvaútgáfan heur sent frá sér
fjórða bindið af Veraldarsögu
Fjölva og er það sem hin fyrri
glæsilegt útlits og prýtt afbragðs-
góðu myndefni. 1 þessu bindi er
fjallaðum sögu mannkynsins frá
þvi snemma á 8. öld f. Kr. og fram
til um 320 f. Kr.
Fyrsti kafli bókarinnar ber
yfirskriftina:: „Spekingar og spá
menn. Hugbyltingaröld frá
vestri til austurs.” Þar er rætt um
spámenn Israels, upphaf grískrar
heimspeki, Zaraþústra, Búddha
og fornspekingana í Kfna.
Ahersla er lögð á, að allir komu
þessir spekingar fram með kenn-
ingar sinar um svipað leyti og
leidd eru nokkur rök að því, að
um samtengda hugbyltingu hafi
verið að ræða, að nýr andi hugs-
unar hafi breiðst út um löndin og
megiþannig rekja ákveðin tengsl
frá jónisku borgunum við Eyja-
haf og allt austur til Kinaveldis.
Þessi hugmynd er ekki ný, og hún
hefur verið ærið umdeild. Engu
að siður verðskuldar hún að henni
sé gaumur gefinn, og höfundar
þessa rits eru henni auðsjáanlega
fylgjandi þótt ekki taki þeir henni
fyrirvaralaust.
Þessu næst kemur langur kafli
um Persaveldi og mun ekki hafa
verið fjallað jafn itarlega um það
mikla risaveldi fornaldar á
islensku fyrr. Saga Persaveldis
ersögð og forsendur þess skýrðar
á skemmtilegan hátt. Mikil
áhersia er lögð á að útskýra póli-
tiskar hræringar i Miðaustur-
löndum á þessu timabili, og fer þá
sem fyrr, að lesandinn skynjar
sögu timabilsins sem sögu hverra
annarra pólitiskra átaka, en ekki
sem frásögn af dauðum löngu
liðnum atburðum. Góð grein er
gerð fyrir átökum persa og
grikkja og eru persar látnir njóta
meira sannmæíis en tiðkast hefur
i islenskum skólaritum um þessa
atburði áður. 1 sama mund erhui-
unni svipt af ýmsu þvi sem miður
fór i lýðræðissögu grikkja og
verður nú margt ljósara og
skiljanlegra en fyrr.
Einn kafli bókarinnar ber heit-
ið: „Grikkirnir fundu upp lýðræð-
ið”. Þar segirfrá bernsku og þró-
un griska lýðræðisins, hvernig
það spratt upp úr harðstjórn og
varð loks harðstjórn og hernaðar-
mætti að bráð. Og auðhyggja og
græðgi áttu sinn þátt i hnignunni,
eins og titt er i sögunni. Allur er
þessi kafli hinn athyglisverðasti.
Upphafsöldum Rómarsögu er
einnig gerð nokkur skil I bókinni.
Þar er athyglisverðast, að forn-
leifar eru nú taldar sanna ýmis
forn munnmæli um fyrstu aldirn-
ar i sögu Rómar, munnmæli, sem
annars hafa löngum velkst fyrir
fræðimönnum og ruglað þá i rim-
inu. Verðum við að treysta þvi að
itölsku fræðimennirnir, sem
þennan kafla rita viti sinu viti um
viðfangsefni sitt.
Eins og i öðrum bindum þessa
ritsafns er svo aldarspegill, sem
Þorsteinn Thorarensen hefur
frumsamið að mestu. Þar eru
menn og efnisþættir teknirtilsér-
stakrarmeðferðar og er það besti
kafli bókarinnar að minu viti,
einkum þó kaflarnir um Sókrates
og Xenófón. Mjög athyglisverðir
eru einnig kaflarnir um Pýþeas,
kenningar Einars Benediktssonar
um hugsanlega komu hans til
Islands og þátturinn um
Hallstæðinga.
Þetta bindi Veraldarsögu
Fjölva er skreytt miklu og góðu
myndefni og er það mikill kostur.
Einn galli er þó á þessari bók,
sem ekki má láta hjá liða að
gagnrýna, og sýnist þó sjálfsagt
sitthverjum. Still hennar er afar
knappur. Þýðandinn reynir um of
að stytta málið og gera það útúr-
dúralaust. Þetta bitnar oft á
setningaskipaninni og verður á
stundum til lýta að dómi undirrit-
aðs. Einnig verður að gera þess,
að prófarkalestur er ekki nógu
vandaður.
Margt það sem sagt er frá þess-
ari bók er islenskum lesendum
nýnæmi, og margt mun þeim
þykja nýstárlegt. Sagan er þarna
sögð frá nokkuð öðrum sjónarhóli
en tiðast hefur verið, en sá
sjónarhóll er mjög skemmtilegur,
og gerir margt ljósara en áður
var. Ég hef áður lýst ánægju
minni með Veraldarsögu Fjölva
og þarf ekki að endurtaka neitt af
þvi hér. Það stendur hins vegar
allt saman. Vonandi verður ekki
langt i útkomu 5. bindis. Höfund-
ar þessa rits eru flestir italskir,
en Þorsteinn Thorarensen hefur
þýtt bókina úr Itölsku og frum-
samið hluta hennar sjálfur. Bókin
er sett og brotin um hér á landi,
en prentuð á Italiu og er allur
frágangur hennar og útlit með
ágætum og svo er hún mjög ódýr,
a.m.k. ef miðað er við gæði.
—■ Lagt er til að verkfalls- og
samningsréttur geti veriö I hönd-
um stéttarfélagssambanda.
— Samningstima kjarasamn-
inga skal ávallt ljúka um mán-
aðamót og óheimilt skal vera aö
semja um skemmri uppsagnar-
frest á kjarasamningi en 2
mánuði.
— Sá sem segir upp
kjarasamningi skal koma fram
með skriflega kröfugerð sína um
nýjan eða breyttan kjarasamning
I siðasta lagi þegar einn mánuður
er eftir af uppsagnarfresti.
— Þegar kjarasamningur er
undirritaðiur með fyrirvara um
endanlegt samþykki, fellur sá
fyrirvari úr gildi eftir 14 sólar-
hringa, hafi samþykki eða synjun
ekki komið fram áður.
Akvörðun um verkfall skal
tilkynna með 10 sólarhringa
fyrirvara (f stað 7 áöur).
— óheimilt skal að boða til
samúðarverkfalls, nema frum-
verkfallið hafi staðið I 14 sólar-
hringa minnst.
— óheimilt skal að boða til
verkfalls ef ekki eru liðnir 30
sólarhringar frá þvl aðili kom
fram með skriflega kröfugerð nýs
eða breytts kjarasamnings.
— Félagsmálaráðherra skal
hafa heimild til að fresta um allt
að 60 sólarhringa, einangruðum
verkföllum, sem taka til 100
launþega eða færri.
— Embætti ríkissáttasemjara
skal gert að fullu starfi.
— Sáttasemjari getur frestað
boðuðu verkfalli um allt að 5
sólarhringa, ef hann ætlar að
bera fram miðlunartillögu eða
hann telur llkur á að fresturinn
nægi til að leysa deiluna.
— Sáttasemjara sé heimilt að
efna til sameiginlegrar atkvæða-
greiðslu, þótt deila taki til
margra aðila og það þó hann beri
fram fleiri en eina miðlunar-
tillögu, og ráði þá sameiginlegt
atkvæðamagn úrslitum um sam-
þykki eða synjun.
— Aukið er verulega það lág-
marksatkvæðamagn og þátttaka I
atkvæðagreiðslu, sem þarf til að
fella miðlunartillögu sáttasemj-
ara.
Ég læt lesendum eftir aö bera
saman óskalista atvinnurekenda
og drög ráðherrans.
Jörundur Garðarsson
kennari Bíldudal
skrifar fréttabréf
Frá Bfldudal.
Bílddælingar þurfa skuttogara
eöa tvo til þrjá stóra báta
Vegna þeirra frétta, sem
heyrst hafa héðan frá
Bíldudal að undanförnu
f innst mér rétt að taka það
fram, að það ástand, sem
nú ríkir hér i atvinnumál-
um er að mestu afleiðing
af ýmsum óhöppum, sem
hér urðu á árabilinu 1960-
1970.
Eins og fram hefur komið I
fréttum, þá fór frystihúsið hér og
útgerðin, sem var á þess vegum á
hausinn um 1970. Þeir aðilar, sem
veittu forstöðu þeim rekstri fluttu
til Reykjavikur þegar allt var
komið I óefni. Fróðlegt væri aö
spyrja þá aðila um ástæður þess
að svona fór.
Um svipað leyti og hraðfrysti-
húsið fór á hausinn, þá skeði það
lika að kaupfélag Arnfirðingá
lognaðist út af og Matvælaiðjan
h.f., sem kaupfélagið átti, fór
sömu leið. Þeir sem stóðu fyrir
þessum rekstri fluttu allir burt af
staðnum, kaupfélagsstjórinn,
verkstjórinn og fleiri. Fróðlegt
væri að fá upplýsingar hjá þeim
aðilum um, hverjar ástæður ófar-
anna voru.
Þegar kaupfélagið fór á haus-
inn, var Matvælaiðjan seld manni
I Reykjavik, sem hingað hefur
sjaldan komið og litið sinnt
rekstri fyrirtækisins. Þessum
rekstrilauk á s.l. ári. I sumar var
Matvælaiðjan svo seld á uppboði
fyrir 7 miljónir króna. Otibú-
stjóra Landsbankans hér var
slegin verksmiðjan, en ekki er
vitað með vissu, hver hinn raun-
verulegi kaupandi var.
Það er rétt að taka það fram, að
mikill fjöldi ungs fólks hefur sest
að hér á Bildudal siðan 1970, fólk
sem engan þátt hefur átt I rekstri
atvinnufyrirtækja hér. Þessu
fólki og öðru, sem ekki hefur tekið
þátt I atvinnurekstrinum, finnst
eðlilega, að það eigi litla sök á þvi
ófremdarástandi, sem hér rikir.
Almennur borgarafundur var
haldinn hér um siðustu helgi. Stóð
fundurinn I þrjár og hálfa klukku-
stund. Fundarmenn voru að
mestu leyti sammála um það,
sem hér þyrfti að gera, — svo sem
það, að útvega þarf frystihúsinu
nægilegt hráefni til þess að
tryggja rekstur þess til frambúð-
ar, annað hvort með 2-3 stórum
bátum eða með skuttogara.
Og i lok fundarins var gerð svo-
hljóðandi ályktun:
„Almennur borgarafundur
haldinn á Bildudal, þann 21.
nóvember 1976 vitir þau vinnu-
brögð við uppbyggingu hrað-
frystihússins, að framkvæmdar-
stjóri uppbyggingarinnar hafi
skilið við það verk sitt þannig, að
enn séu ógreiddar kr. 9 og 1/2 til
10 miljónir, sem valda þvi, að
ekki er hægt að hefja vinnslu i
húsinu. Fundurinn beinir þeim
eindregnu tilmælum til stjórnar
Byggðasjóðs, að ráða fram úr
þeim vanda, samkvæmt gefnu
loforði, og með tilliti til þess
neyðarástands, sem nú rikir i at-
vinnumálum þorpsins, svo að
hægt verði að hefja vinnu nú þeg-
ar”.
— Að lokum er rétt að taka það
fram, að lifið hér gengur sinn
gang þrátt fyrir allt. Grunn-
skólinn er starfandi, læknir
kemur hingað einu einni i viku frá
Patreksfirði, mjólkin kernur frá
Patró og Atvinnuleysisbæturnar
lika. Veðrið er ágætt miðað við
árstima, hlýtt en rigning á köfl-
um, og allir vegir færir.
Þá urðu hér miklar skemmdir á
görðum við hús og á aðalgötu
þorpsins á fimmtudagskvöldið i
siðustu viku, þegar aurskriða
kom úr fjallinu. Skriðan fór i
gegnum þorpið alveg niður að sjó.
Þýddar barna- og unglingabækur:
Gamlir og nýir kunningjar
Leiftur hefur gefið út niu
þýddar barnabækur og kennir
þar margra grasa.
Mummi og jólin heitir bók
eftir norskan höfund og út-
varpsmann, IngebrigtDavik, en
þýðingu gerði Baldur Pálma-
son. Mummi er sex ára drengur,
sem á heima úti á eyju skammt
frá landi og er pabbi hans sjó-
maður. Segir sagan frá þvi sem
á daga hans drifur á einum jól-
um. Myndir eru i bókinni eftir
Ulf Aas og Bjarna Jónsson.
Höfundur þessarar bókar hef-
ur og samið söguna I Marar-
þaraborg” sem þýdd heíur ver-
ið og gefin út á plötu.
Tvær bækur koma út i nýjum
flokki bóka eftir Merri Vik. Þær
heita „Labba það er ég” og
„Labba, sjáið hvað hún getur.”
Bækur þessar segja frá þrettán
ára stelpu sem heitir að sjálf-
Nokkrar
Leifturs.
af barnabókum
sögðu Labba, frá vinkonum og
vinum og systkinum og ketti i
næsta húsi. „Heima hjá Löbbu
er stundum eitt og annað ekki
eins og það á að vera, hlutirnir
ekki á réttum stað, eins og felli-
bylur hafi ætt yfir, og þá segir
fjölskyldan alltaf: Auðvitað er
það Labba. Allt er henni að
kenna. En samterþað svo að án
hennar getur fjölskyldan ekki
verið þvi að i raun og veru er
hún ráðsnjöll og dugleg stelpa".
Gisli Asmundsson hefur þýtt
þessar bækur.
Tvær nýjar bækur koma út i
flokki Erics Speed um
kappakstursgarpana Wynn og
Lonny. Þær heita Bikarkeppnin
og GT Kappaksturinn.
Garparnir lenda i „hættulegum
æfintýrum” og andstæðingum
„sem svifast einskis”. Þýðandi
er Arngrimur Thorlacius.
Þá bætast við tvær bækur i
langan bálk um bræðurna
Frank og Jóa, sem eru synir
leynilögreglumanns, og er það
skemmst frá þeim að segja, að
„oft er barátta þeirra tvisýn, og
ógnir úr öllum áttum biða
þeirra við hvert fótmál”. Þess-
ar bækur tværi heita Dularfulla
merkið og Leynihöfnin.
Höfundur bókanna er Franklin
W. Dixon en Gisli Asmundsson
þýðir.
Annar langur bálkur sem
Leíftur bætir við er um Nancy.
Heita bækurnar Nancy og
leyndarmál sirkusstjórans og
Nancy og rauðu balletskórnir.
Nancy er dóttir málafærslu-
manns, sem ratar i það sifellt að
leysa leynilögreglugátur. einatt
á mjög sérstæðan hátt. Höf-
undur er bandariskur, Carolyn
Keene en þýðandi er Gunnar
Sigurjónssonn.