Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1976 Skrifiö eöa hringið. Sími: 81333 Frá Reyöarfiröi Frá Alþýðubandalag- inu á Rexdarjirdi Síöastliöinn iaugardag hélt Alþýöubandalagiö á Reyðarfiröi almennan fund um framtíöar- horfur í byggöarlaginu. Var þetta fyrsti fundurinn af f jórum, sem félagið ráögerir aö haida i vetur. Formaöur félagsins, Haf- steinn Larsen, vélvirki, setti fundinn og skipaöi Björn Jóns- son, verslunarmann sem fundarstjóra. Sveitarstjórinn, Hörður Þór- hallsson, flutti framsöguræöu, en Helgi Seljan, alþingismaður, sem einnig átti að hafa fram- sögu, var veðurtepptur syðra. Fundurinn lofaði sannarlega góöu um framhald þessara funda I vetur, þvi hann munu hafa sótt um 40 manns og um- ræður urðu miklar og liflegar. Mönnum þótti lakara að al- þingismaðurinn skyldi ekki geta mætt, einkum sakir hugsanlegr- ar umræðu um stóriðju eða stór- iðju ekki. Næsti fundur verður i janúar og þá.munu hafa framsögu Lúð- vik Jósepsson, alþingismaður og Hilmar Bjarnason, fyrrver- andi útgerðarmaður á Eskifirði. ■Umræðuefniö þá verður: veiðar og fiskvernd. Siðar kon>a svo þeir dr. ólafur Ragnar Grimsson prófessor og Einar Þorvarðarson, umdæmis- verkfræðingur með framsögu á tveim seinni fundunum. Þjóð getur ekki myndast án samstööu né án sæmilegrar efnahags- legrar af komu. í raun er- um viö íslendingar fá- tækir í allri dýrðinni. Því verðum við að koma í veg fyrir hverskonar bruðl, nýta þannig sem best það, sem við nú höfum og styrkja okkur þannig ef nahagslega. Það er tiIgangslaust fyrir þann, sem tínir upp gullmola, að segja öðrum að herða sultarólina. Nei, hér þarf sameiginlegt átak og finnst mér, að f ramámenn og ef namenn þjóðarinnar ættu að sýna á borði fordæmi í þeim málum. Aö tina upp periur, sem aflast hafa meö svita annara, er litil- lækkandi fyrir hverja manneskju.Frá örófi alda hefur valdagræðgi og fégræðgi við- gengist meðal mannanna og ávallt til bölvunar. Það fer eftir atvikum hversu margir verða liðendur fyrir fégræðgi hvers og eins. Fégræðgi og valdafikn likjast þvi að maður drykki salt- vatn viö þorsta, brennandi, óslökkvandi þorsta, sem svo yk- ist við hvern sopa. Fégræðgi er ómælanleg en þó misjafnlega mikil hjá hverjum einstaklingi og svo er það einnig með valda- græðgina. Mikil fjáreign getur auðveldað mönnum sókn til valda og aukins áhrifasvæöis. Og mikil völd geta á hinn bóginn veitt mönnum aöstöðu til að afla peninga i rikum mæli. Sjálfsagt hafa allir hnei göir i þessa átt en gallinn er sá, að þær geta breyst i öfgakennda græðgi, sem engu eirir og er tillitslaus. Barn, sem komist hefur upp með að stela sætindum úr hirslu foreldra sinna gerir það ekki af vondum ásetningi heldur af ein- skærri fikn, blandinni sektar- kennd þeirrar meövitundar, að verknaðurinn sé ekki réttur. Sektarkennd eða sjálfsásökun barnsins getur hinsvegar horfið i skugga þeirra ánægju, sem sætindin veita barninu, auk þess sem andlegur vanþroski gerir barninu ekki kleift aö skynja óheiðarleika verknaðar sins. Maður, sem kosinn er af al- menningi til ábyrgðarmikils starfs og misnotar sér traustið i eiginhagsmunaskyni og gerir sér grein fyrir verknaði sinum er verr á sig kominn hvað þroska snertir en barniö sem ásældistsætindin, nema hann sé svo gersnyeddur allri greind, að hann geri sér ekki grein fyrir verknaði sinum. En sá maður er ekki hæfur til ábyrgra starfa. Þorsteinn Ö. Arnarson. Jónas Arnason. Hvernig var Jónas litur? Borist hefur svohljóðandi fyrirspurn og er tilefni hennar sagt vera umræður þær, sem aö undanförnu hafa fariÓ fram, bæði í fjölmiðlum og manna á meöal um litasjónvarp á Islandi. Var Jónas Arnason sendur út I litum i sjónvarpsþættinum i Englandi. H.G. SÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 Jerini R. Ólason, Borgarnesi: Hið löghelgaða arðrán Kveikjan aö þvi aö ég skuii nú stinga niöur penna og skrifa eftirfarandi hugleiöingar er.sú, aö þann 18. nóvember birti Þjóöviljinn litiö en táknrænt dæmi um veröbólguþróun siöustu áratuga. Hér á ég viö liftryggingu Karls Sigurössonar, sem stofnaö var til áriö 1938 og sem kom til útborgunar á þessu ári. Þó þar sé ekki um háar tölur að ræöa á papplrnum, er dæmið stórkostlegt ef það er um- reiknaö til núverandi verðgildis, og þvi aðeins verður þaÓ hverjum manni skiljanlegt. Dæmið er sérstaklega tákn- rænt fyrir þaö, hvernig peninga- öflin á Islandi fara aö þvi aö stela fjármunum fólks i skjóli laga sem þau sjálf setja. Ef viö athugum þessa tryggingu örlitið nánar, kemur I ljós að ársiðgjaldiö kr. 60.20 hefur á fyrsta ári veriö um þaö bil 80 vinnustunda viröi. Ef viö jafnframt gerum ráö fyrir að veröþróun hafi verið nokkurn veginn jöfn þegar litið er á allt tryggingartlmabiliö, lætur nærri að allar iðgjalda- greiðslurnar hafi veriö nálægt 1500vinnustunda virði á þeim 38 árum sem um ræðir. Þetta þýðir aö Karl hefur f raun og veru greitt 600-900 þús. kr. i iðgjöld miðað viö nú- verandi peningagildi. Tryggingastarfsemi af þessu tagi er að mestum hluta „ávöxtun” peninga vegna þess hve áhætta er lítil. Þannig gerir samningur tryggingafélagsins við Karl ráð fyrir að hann greiöi samtalskr. 2.287.60 i iögjöld, én fái að samningatimanum Jenni R. Ólason loknum greiddar kr. 3000.-. Um leið og tryggingafélagiö tekur á sig áhættu tryggingarinnar, skuldbindur það sig með þess- um hætti til að greiöa liólega 30% vexti af iðgjöldunum miðað við allan samningstimann. Samkvæmt þvi ætti tryggingar- takinn að fá útborgaðar 800-1200 þús. kr. i stað þeirra 3000 kr. sem hann raunverulega fær. Þá hefði hann fengið endurgreitt raunverulegt verðmæti iögjalda sinna aö viðbættum 30% vöxt- um. Það gerist hinsvegar ekki vegna þess að svo er litið á aö samningurinn skuli gilda sam- kvæmt orðanna hljóðan, en ekki samkvæmt efnislægu inntaki. Með þessum hætti eignast tryggingafélagiö nánast allt þaö fé sem það I upphafi tók aö sér að ávaxta og skila i lok samningstimans. Full ástæöa væri til aö láta reyna á réttmæti þessa fyrir dómi. Raunar væri réttlætismál aö heimila Karli eða ein- hverjum sem likt er ástatt fyrir gjafsókn i svona máli, þvi eins og ljóst má vera er fjöldi fólks hlunnfarinn meö svipuöum" hætti bæði af tryggingafélögum, lifeyrissjóðum, bönkum og fleiri peningastofnunum. Þvi miöur er þó varla annars að vænta en dómstólarnir reyndust rikjandi öflum þjóö- félagsins trúir. Hér er nefnilega komiö að kjarna þess hvernig alþýða er arðrænd i nútima velferðarþjóöfélagi. Nýlendukúgun er nú á dögum framin með fjármagni fyrst og fremst i stað vopna áður. Al- þýöa Islands er arðrænd með þvi aö magna að henni verð- bólgu og nota siðan banka og sjóði til að millifæra fjármuni I stað hinnar beinu launakúgunar á fyrri árum. Þessi sannindi virðast hins- vegar gjörsamlega hafa farið framhjá leiðtogum Islensks verkalýös. Þess vegná hefur pólitisk hlið verkalýðs- baráttunnar verið afrækt á undanförnum árum og ára- tugum og hún beinst nánast eingöngu inn á braut meira og minna misheppnaörar kaup- gjaldsbaráttu. Reyndar hefur verkalýös- hreyfingin, eöa öllu heldur forysta hennar I sumu tilliti beinlinis gengiö erinda peninga- aflanna. Þetta á einkum við um stofnun óverötryggðra lifeyris- sjóöa, atvinnuleysistrygginga- sjóðs og siöast en ekki slst Al- þýðubankans, sem hefur verið hrikalega misnotaður eins og alkunna er. I tengslum viö merkisafmæli Þjóðviljans hafa heyrst raddir um að ástæöa sé nú til að hefja I blaöinu opinskáa umræöu um þau innri mein sem þjá hreyfinguna sem hann á aö vera málsvari fyrir. Ég tek eindregið undir þessar raddir I fullvissu þess, að undir traustum innviöum Þjóöviljans, Alþýöubandalagsins og verka- lýÓshreyfingarinnar er kominn allur árangur þeirrar baráttu sem við hljótum að berjast fyfrir réttlátu og heiöarlegu þjóðfélagi. Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.