Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 16
NOOVIUINN Fimmtudagur 9. desember 1976 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-31 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. Einnig skal bent á heimasíma starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i simaskrá. Geirfinns-málið að leysast? £ Játa hvorki né neita að svo sé, segir Örn Höskuldsson fulltrúi lijá Sakadómi Mjög sterkar sögusagn- ir hafa verið á kreiki undanfarna daga um það að lausn Geirfinns-máls- ins sé á næsta leiti. Þjóð- viljinn hefur hvað eftir annað spurst fyrir um þetta hjá sakadómi, en þar eru menn þögulir sem gröfin. Þar sem það er ekki til siðs hjá Þjóðvilj- anum að birta sögusagn- ir, sem ekki fást staðfest- ar hefur málið ekki verið reyfað i blaðinu undan- farið. En i gær gerist það svo að annað siðdegisblaðanna birtir óstaðfesta frétt þessa efnis og rekur þar það sem komið hefur fram við yfirheyrslur yfir þeim manni sem siðastur var úr- skurðaður i gæsluvarðhald vegna málsins. Þar segir að hann hafi játað að hafa ekið Sævari Ciecielski, Erlu Bolla- dóttur og einum manni til, suður til Keflavikur kvöldið sem Geir- finnur hvarf. Gæsluvarðhaldsfanginn á einnig að hafa sagt, að hringt hafi verið i ákveðinn mann i Keflavik og siðan hafi verið ek- ið að Dráttarbrautinni i Kefla- vik. Hann segist hafa beðið i bilnum á meðan aðrir sem i bilnum voru hafi farið niður i Dráttarbrautina en skömmu siðar hafi svo Sævar komið að bilnum og sagt efnislega, að hann hlyti að hafa séð að maðurinn var tekinn af lifi. Þegar ekið var til baka til Reykjavikur voru ekki allir með i bilnum, sem suður fóru. Orn Höskuldsson, fulltrúi hjá Sakadómi, sem hefur haft yfir- umsjón með rannsókn þessa máls sagðist hvorki vilja játa né neita að þessi frétt væri rétt. ,,Eg vil ekkert um hana segja” sagði Orn. Hann sagði hinsvegar að hún væri ekki komin frá Saka- dómaraembættinu, þar hefði enginn skýrt frá einu né neinu varðandi þetta mál. Þess vegna væri þessi saga komin annars- staðar frá. Orn sagði ennfremur að það væri ekki rétt að lausn þessa máls væri i augsýn, en hann sagði að nokkuð hefði miðað i málinu undanfarið. „Það hefur raunar alltaf verið nokkur skriður á málinu” sagði örn Höskuldsson. —S.dór Borgfirðingar eru óánægðir með sjónvarpsskilyrði Hart að geta ekki fengið geisla frá örbylgju- stöð sem er á Mýrum, segja borgnesingar Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum hefur örbylgju- stöðvum verið komiö upp á nokkrum stöðum á landinu, til flutnings á sjónvarpsefni allt norður til Akureyrar. A sama tima og þetta hefur verið gert, eru móttökuskilyrði sjónvarps i Borgarfiröi og þó sérstaklega I lágsveitum afar slæm, en misjöfn þó. Þaö kemur fyrir að þau eru viðunandi. „Þess vegna þykir okkur borg- nesingum hart, að vita af ör- bylgjustöð hér niður á Alftanesi á Mýrum, en geta ekki fengið geisla frá henni hingað” sagði Jenni R. Olason i Borgarnesi er við rædd- um við hann i gær. Jenni sagði að menn úr Borgar- nesi hefðu rætt við verkfræðing landssimans um þetta mál og fengið það svar að kostnaðurinn við að gera borgnesingum kleyft að fá geisla frá stöðinni á Alfta- nesi væri ekki nema ein til tvær miljónir. En þá þyrfti að breyta rásum hjá borgnesingum og hætta væri á að útsendingar Kefla- vikursjónvarpsins myndu trufla sendingar til borgnesinga á þeim rásum, sem þeir þyrftu að nota. Gústaf Arnar, verkfræðingur hjá Landsima Islands sagði að það væri rétt að ekki kostaði nema 1 til 2 milj. kr að koma geisla frá Orbylgjustöðinni á Mýrum til borgnesinga, en þar væri þó um að ræða bráðabirgða- ráðstöfun, margfalt meira myndi kosta að koma geislanum til borgfirðinga með framtiðar út- búnað i huga. Hann sagði það einnig rétt að hætta væri á truflun frá Kefla- vikurstöðinni, en það væri þó ekki alvarlegt mál og ekki sist nú þeg- ar Keflavikurstöðin væri að fara innilokað kerfi. Það sem hamlaði væri fjárskortur. Ekkert fé væri til staðar, til að koma þessu máli i kring nú, en hann sagðist búast við að ekki liðu mörg ár þar til gengið hefði verið frá málinu til frambúðar. Guðjón Jónsson Magnús Kjartansson Alþýðuban dalagið i Reykjavik —S.dór Bœjarfógetaembœttið í Keflavík: Leigubílstjóri handtekinn Magnús og Guðjón á Á mánudaginn var hand- tók lögreglan i Keflavik leigubílstjóra úr Reykja- vík, Guðbjart Pálsson (sem kunnur er undir nafninu Batti rauöi) að þvi er Dagblaðið skýrir frá í gær. Þjóðviljinn hafði samband við Jón Eysteinsson, bæjarfógeta i Keflavik og spurðist fyrir um fyrir hvað þessi leigubilstjóri væri handtekinn og færðist hann £ Fulltrúi bœjarfógeta neitar að gefa upp hverjir hafi kœrt og hve margar kœrur hafi borist undan að svara, en visaði á full- trúa sinn Viðar Olsen, sem fer með þetta mál. Viðar vildi ekki skýra Þjóðvilj- anum frá öðru en þvi að maður- inn hefði veriö úrskurðaður i 20 daga gæsluvarðhald, grunaður um fjármálamisferli. Hann vildi- ekki skýra frá hve margar kærur hefðu borist, hvers eðlis þær væru né hverjir hefðu kært. Það virðist orðinn siður hjá rannsóknarlög- reglumönnum og fógetaem- bættum að neita að skýra frá svona löguðu og skýla sér á bak við það að upplýsingarnar myndu skaða rannsókn málsins. 1 Dagblaðinu i gær er drama- tisk lýsing á þvi hvernig handtaka þessa manns var sett á svið með aðstoð tveggja stúlkna, sem leiddu leigubilstjórann i gildru að hans sögn. Þetta mun ekki vera i fyrsta sinn sem umræddur leigubilstjóri lendir i „erfiðleikum” vegna fjár- mála. —S.dór F ulltrúa- ráðsfundi A fulltrúaráðsfundi Alþýðu- bandalagsins i Rvik, sem hefst að llótel Esju kl. 2 eftir hádegi n.k. laugardag, verður fjallað um tvo málaflokka, kjördæmaskipunina og verkalýðsmál að afloknu ASl- þingi. Magnús Kjartansson, al- þingismaður, hefur framsögu um kjördæmaskipunina, og Guðjón Jónsson, formaður Landssam- bands málm- og skipasmiða, hef- ur framsögu um ASt-þingið og verkalýðsmálin. 400 manns á bændafundi í r Arnesi Almennur bændafundur var lialdinn i Arnesi I Gnúpverja- hreppi s.I. þriðjudagskvöld. Hrafnkell Karlsson, bóndi á Hrauni i ölfusi setti fundinn fyrír hönd fundarboöenda. Greindi hann frá þvi aö tildrög fundarins væri óánægja bænda meö léleg og versnandi kjör. Kvaö hann bænd- ur aðeins hafa haft 75% rúm af tekjum viömiðunarstéttanna á árinu 1974 og sýndist hlutfallið sist vera bændum hagstæðara nú. Einnig lýsti hann óánægju bænda með hversu mikið vantaði upp á að Mjólkurbú Flóamanna skilaði verðlagsgrundvallarverði fyrir.mjólk framleidda áriö 1975 og hve tregt gengi að fá greiðslur frá Sláturfélagi Suðurlands. Fyrsti frummælandi var Arni Jónasson, erindreki Stéttarsamb. bænda. Rakti hann i upphafi breytingar, sem gerðar voru á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- afurða á sl. hausti en þær voru m.a. að verðlagsgrundvallarbúið var stækkað nokkuð. Siðan greindi hann frá rekstrar- og afurðalánum, sem veitt væru til landbúnpöarins. Einnig greindi hann frá ástæðum þess, að svo lengi hefur dregist hjá Sláturfél. Suðurlands að gera upp afurðir ársins 1975. Kvað hann það stafa af ágreiningi um gæruverö, sláturkostnaður hefði farið fram úr áætlun og það veigamesta, aö ekki væri búið að greiða að fullu útflutningsuppbætur á afurðir, sem fluttar voru út i sumar, og ætti Sláturfélagið inni hjá rikinu um 100 milj. kr. Einnig taldi hann betra fyrir kaupfélögin, sem hefðu sláturleyfi, að færa afurða- greiðslur á viðskiptareikning en hjá Sláturfél. að greiða þær út. Árni greindi frá þvi, að út- flutningsuppbætur hefðu veriö áætlaöar of lágt á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Annar frummælandi var Hall- dór E. Sigurðsson, landbúnaöar- ráðherra. Hann flutti i upphafi yfirlit yfir ástand og horfur i þjóðarbúskapnum. Siðan gerði hann grein fyrir ástæðum fyrir þvi, að svo lengi hefur dregist að greiöa útflutningsuppbætur. Skýrði hann frá þvi, aö rikis- stjórnin heföi nú ákveðið að þetta yrði að fullu greitt fyrir 20. des. n.k. Halldór E. Sigurðsson lýsti þvi hvernig vörur, unnar úr ull og gærum, væru sivaxandi hluti af útflutningi á iönvörum lands- manna. Þriðji frummælandi var Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Lýsti hann i upphafi 20ára baráttu bænda og forsvars- manna afurðasölufyrirtækja fyrir hækkuðum afurðalánum. Kvað hann þetta hafa verið stöðuga varnarbaráttu og hefðu lánin ekkert hækkaö að verðgildi þetta timabil. Hann skýrði frá þvi, að Sláturfélagið hefði undanfarin ár greitt fullt verðlagsgrundvallar- verð fyrir afurðir og vexti frá áramótum til greiösludags. Jón greindi siðan frá þvl, að bankarnir hefðu nú lánað 60 milj. kr. út á þær 100 milj. sem rikið skuldaði Sláturfélaginu i út- flutningsuppbætur og væri þegar búið að greiða þetta til viðskipta- manna. Enn eru þó ógreidd rúm 2% af sauðfjárafurðum innlögð- um haustið 1975. Kvað hann það mundu verða greitt fyrir 20. des. n.k., þegar rikið hefði greitt sitt. Stefán Pálsson, framkvæmda- stjóri Stofnlánadeildar land- búnaðarins, gerði grein fyrir rekstri Stofnlánadeildarinnar og þeim fjárhagsörðugleikum, sem hún á við að striða. Skýrði hann vandkvæði þau sem eru á þvi að verðtryggja lán deildarinnar. Einkum kæmi þetta illa við frum- býlinga. Hann greindi einnig frá þvi að jarðakaupalán væru nú 1600 þús. kr. og væri fjármagni úr Lifeyris- sjóði bænda varið til þeirra. Auk þess lánar Lifeyrissjóðurinn við- Framhald á bls/l4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.