Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 1
pjodvuhnn Fimmtudagur9. desember 1976—41. árg.—277. tbl. 81333 Aðalsimanúmer Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- dags, og kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum Utan þess tima næst i starfsmenn blaðsins i 81382, 81527, 81257, 81285, 81482 og 81348. Magnús Kjartansson afhjúpar leynimakk Gunnars Thoroddsens: Aforrn urn stóraukin um- svif erlendra auðhringa t kuldanum i gær mátti sjá þessar Austurstrætisdætur skoða i búðar- glugga, væntanlega í jólahugleiðingum. Ljósm. —eik— Kristján Ragnarsson, form. L.I.LJ. Ekkert er í handraðanum í yfirlitsræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns L.í.tJ. á aðalfundi útvegsmanna i gær kom fram að útfiutningsverðmæti sjávarafurða mun að öllum lik- indum um 15 miljarðar króna á þessu ári, eða um 40%. Samt sem áður taldi Kristján að ekkert væri eftir i handraðanum til þess að bæta kjör sjómanna frekar en orðið er. 1 áætlunum Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að aflahlutir sjó- manna hafi hækkað á þessu ári um 2.9 miljarða eða um 46% vegna hlutaskiptabreytinga og fiskverðshækkana. A sama tima hafa kauptaxtar verkafólks og iðnaðarmanna hækkað um 26- 27%. Segja má þvi að kaup sjó- manna hafi hækkað um það bil i samræmi við verðbólguna. Um kjarabætur er þvi ekki að ræða. En hvað var um 15 miljarðana? Þeirrispurningu svaraði Kristján á eftirfarandi hátt: Eðlilegt gæti verið að álykta, að þessir fjármunir lægju einhvers staðar óskiptir i handraða, en þvi er ekki svo varið. Um 10 miljarðar króna hafa farið til greiðslu aflaverðmætis, sem vex milli áranna Ur 16.7 miljörðum i 26.6 miljarða. Við mat á afkomu- breytingu fiskvinnslunnar milli áranna 1975 og 1976 þarf að draga þá hækkun frá, sem orðið hefur á launum og öllum öðrum rekstrar- kostnaði milli áranna. Koma þar til beinar verðhækkanir veg .a verðlagsþróunar innanlands og gengissigs isl. krónunnar og auk þess kostnaðarauki vegna auk- inna umsvifa i nýjum greinum, eins og sildarsöltun og sumar- loðnu, en þessar greinar eiga drjUgan þátt i hækkun heildarUt- flutningsverömætisins. Þegar upp er staðið i árslok, stöndum við frammi fyrir þvi, að innistæðu frystideildar Verð- jöfnunarsjóðs hefur verið eytt og rikissjóður hefur ábyrgst greiðslugetu hennar sem nemur á heilu ári 2.1 miljaröi króna miðað við nUverandi verðlag og gengi. Hraðfrystiiðnaðurinn, sem er burðarás atvinnulifsins um allt land og sá þáttur framleiðslunn- ar, sem skilar mestu Utflutnings- verðmæti eða um 25.1 miljarði eða 48.3% af heildarfram- leiðslunni, er kominn á hálfgert rikisframfæri. NUverandi markaðsverð nægir frysti- iðnaðinum ekki til þess að greiða það verð fyrir fiskinn, sem hann nU greiðir eða verkafólki þau laun, sem nU eru greidd. Stœkkun álversins ■ Súrálverksmiðja m '■ Engin hreinsitœki á álverið ■ Virkjunarrann- sóknir útlendinga á Austurlandi Magnús Kjartansson i umræðum um Iðntæknistofnun islands í neðri deild Alþingis í gær upplýsti Magnús Kjartansson að hann hefði það eftir öruggum heimildum að Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra hefði átt viðræður við sendimenn Alusuisse í síðasta mánuði og að þeim loknum undirritað yfirlýsingu um fram hald á viðræðum um að í fyrsta lagi verði þriðja kerskálanum bætt við álverið í Straumsvík, í öðru lagi að áfram vérði haldið sameiginlegri könnun á orkuöf lun og iðnaðarframleiðslu á Austurlandi, í þriðja lagi um nýja súrálverksmiðju og f fjórða lagi var vikið að vanefndum álversins í Straumsvik að koma upp hreinsiútbúnaði vegna hinnar miklu mengunar sem staf- ar frá verksmiðjunni. Gunnar Thoroddsen hlýddi á ræðu Magnúsar í gær og staðfesti þessar upplýsingar með þögn sinni. Það kom fram i ræðu MagnUsar að sendinenn Alusuisse hafa ferðast um Austurland til aö kanna aðstæður þar og fengið öll nauðsynleg plögg i hendur um virkjunarmöguleika. Þarna er brotið blaö i orku- öflunarmálum islendinga þvi að þeir hafa hingað til sjálfir annast orkuöflunina. 1 þessum umræðum um Iðntæknistofnun Islands sem MagnUs Kjartansson er flutningsmaður að urðu umfangsmiklar umræður um þróun iðnaðar á Islandi. Magnús Kjartansson lýsti hugsjónum Gunn- ars Thoroddsens i þvi sambandi en sá siðarnefndi hefur stungið undir stól þeim áætlunum sem gerðar voru i tið vinstri stjórnarinnar um að hraða eflingu innlends iönaðar. Nefndi MagnUs sem dæmi að i sinni iðnaöarráðherratið hefði verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen verið faliö að gera ýtarlega framkvæmdaáætlun um nýtingu inn- lendra orkugjafa en Gunnar Thoroddsen stöðvaði hana, þá hefðu tveir menn verið á fullum launum i iðnaðarráðuneytinu til að vinna að iðnþróun en þeir leystir frá störfum. Þá sagðist MagnUs hafa það eftir öruggum heimildum, að Gunnar Thoroddsen hafi boðið norska fyrirtækinu Elkem meirihluta i fyrirhugaðri járnblendiverksmiðju á Grundartanga en Elkem hafnaö á þeirri forsendu að i Noregi er erlendum fyrirtækjum ekki leyft að eiga meirihluta og jafnframt lögð sU kvöð á innlend fyrirtæki að þau eigi ekki meirihluta erlendis. MagnUs Kjartansson sagði i ræðu sinni að kapitaliskir stjórnar- hættir á tslandi hefðu brugðist. 2/3 af öllu framleiðslukerfi nU væru nU i höndum rikis, sveitarstjórna eða samvinnufélaga. Þetta likaði of- stækismönnunum innan Sjálfstæðisflokksins illa og stefndu þess vegna að þvi að gera ísland að hlekk i stærri efnahagsheiJd.Keppikefli þeirra væri að koma á kapitalisma en glata um leið sjálfstæðinu. Þess vegna hefði Gunnar Thoroddsen sett niður i skúffu öll áform um inn- lenda iðnþróun en sæti nU i leynimakki við Utlendinga. Eins og áður sagði sat Gunnar Thoroddsen þegjandi undir þessum upplýsingum MagnUsar Kjartanssonar en kallaði þó fram i stöku sinn- um með spurningum eins og t.d. hver hefði sagt honum þetta og fleira i þeim dúr. —GFr HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Kaupið miða — seljum miða — eflum Þjóðviljann. Dregið 23. des. — Gerið skil sem allra fyrst. Veglegir ferðavinningar. Bændafundur í Árnesi Kjöt ekki niðurgreitt Um fjögur hundruö manns sóttu bændafundinn I Arnesi i fyrrakvöld. Þar var vakin athygli á crfiðri fjárhags- stöðu bænda og áskorunum beint til Stéttarsambands bænda og stjórnvalda. Sér- stök ályktun var gerð um það að bændur hefðu ekki óskað eftir niðurgreiöslum heldur væru þær fyrst og fremst hagstjórnartæki rikisvalds- ins. Óskaði fundurinn eftir þvi að kannað yröi, hvort ekki væri rétt að hætta niður- greiðslum á kjöti og kjötvör- um, en þess i stað yrði sölu- skatti aflétt svo sem gert er með mjólk fisk, kartöflur egg og nýja ávexti. Aðalályktun fundarins var svohljóðandi: Almennur bændafundur haldinn i Arnesi 7.12. 1976. Vekur athygli á erfiðri fjárhagsstöðu bænda sem stafar aðallega af eftirfar- andi: 1. Vantað hefur 20-30% á kaup þeirra samkvæmt kaupi viðmiðunarstéttar undanfarin ár. 2. Grundvallarverð náðist ekki á mjólk á sl. ári sem nemur 80þUs. kr. á meðal- bU hjá mjólkurbUi Flóa- manna. 3. Enn hafa ekki borist fullnaðarskil sauðfjár- afurða fyrir sl. ár. 4. Óþurrkar á Suður og Vesturlandi sl. 2 sumur. Fundurinn beinir eftirfar- andi til stéttarsambands bænda og stjórnvalda. 1. Að endurskoðaður verði gjaldaliður verðlags- grundvallar búsins fjár- magnsliðurinn og aðrir kostnaðarliðir sem eru al- gjörlega óraunhæfir. 2. Bændur fái án tafar hækkanir á afurðarverði sem þeir eiga lögboðin rétt til vegna hækkunnar á framleiðslukostnaði og launum. 3. Afurðalán verði hækkuð svo að sláturleyfishöfum verði gert kleyft að greiða minnst 80% sauðfjár- afurða á hausti og mjólkurbUum að greiða 90% mjólkurafurða á framleiðsluárinu. Stjórnvöld geri sérstakt átak til þess að slik fyrir- greiðsla fáist nU þegar handa bændum á óþurrkasvæðunum. Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.