Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNFimmtudagur 30. desember 1976 Þeir, sem á íslandi auðn- ast að fylgjast með sjón- varpi, og þeir eru æði margir, hafa haft kær- komið tækifæri til þess að fræðast nokkuð um upp- hafssögu lýðveldisins Finnlands. Ég vil í upphaf i þessarar greinar færa Kristínu Þórarinsdóttur Má'ntyla innilegustu þakkir fyrir mjög næma og góða þýðingu á þessum f rábæru þáttum. Það er ekki létt verk að þýða kjarnmikil og „talandi" myndræn orða- tiltæki finnans yfir á ís- lensku svo vel sé. Starf þýðandans er oft á tíðum vanþakkað starf og illa launað, þó Sjónvarpið skuli hér undanskilið, þegar tekið er tillit til íslenskra aðstæðna. Tammerfors, hér voru aöal bardagar finnsku borgarastyrjaldarinnar háftir. f Jœfjr' BORGÞOR S. KJÆRNESTED: Þótt þættir þessir hafi verið skýrir og vel gerðir, þá finnst mér ekki úr vegi að lýsa áð einhverju leyti forsögu og eftirleik þeirra atburða sem þar eru teknir fyrir. 011 þjóðfélagsþróun í Finnlandi hefur verið harkalegri og ómann- úðlegri en þekkst hefur á hinum Norðurlöndunum. Það er upp úr 1860 sem Finnland fer að breytast i iðnaðarþjóðfélag. Arin 1867-68 ganga einhverjar mestu hörm- ungar þeirrar aldar yfir Finn- land, uppskerubrestur og hung- ursneyð. Fram að þessum árum höfðu kaupmenn selt vörur óspart út á reikning, en árin 1867-68 er endurgreiðslu skuldanna krafist. Kaupmenn komust á þennan hátt yfir jarðeignir bænda, sem siðar varð aðal uppistaðan i finnsku auðvaldsþjóðfélagi, skógarkapi- talismanum. Þetta sérstæða finnska fyrirbæri, og sá eigna- lausi mannfjöldi, sem varð til á þessum árum varð að ódýru vinnuafli skógariðnaðarins. í þessari „sviðsettu" hungurs- neyð fórust um 116 þúsund manns. Ég segi „sviðsettu" vegna nokkurra óhrekjanlegra staðreynda! 1 fyrsta lagi voru lánveitingar rfkisins til kaup- manna, til kornvörukaupa, af- þökkuð af þeim. A neyðartimum fyrri ára höfðu kaupmenn fengið rikislán til að flytja inn kornvör- ur. Þeir seldu kornið sfðan dýrum dómum út á reikning. Heilar jarðir voru pantsettar, til að menn gætu staðið i skilum. A neyðarárunum 1867-68 voru gamlar og nýjar skuldir kraföar inn hjá b'ændum og hjáleigubænd- um. 1 öðru lagi ákveður þing landsins á sama tima, að öll að- stoð til þurfalinga skuli endur- greidd af viðtakanda til rfkisins, eða að til komi vinna fyrir aðstoð- ina. Tjóniö af völdum uppskeru- brestsins er metið á um 2640 miljónir króna. Rikið varði um 299 miljónum króna til aðstoðar við bágstadda. 1 þriðja lagi var innflutningur á kornvörum til Finnlands frá Rússlandi og Þýskalandi ekki meiri en önnur fyrri ár 1867-68, en tiu þúsund tunnur af korni voru fluttar út, meira en nokkru sinni fyrr. Sveltandi fólk reyndi að vinna fyrir sér með handavinnu og útflutningur á handiðnaðar- vörum jókst til mikilla muna á þessum neyðarárum, meira að segja var flutt út smjör, þó ótrú- legt megi virðast. Einnig má geta þess að járn- brautin á milli Riihimaki og Sánkti Pétursborgar var i bygg- ingu þessi árin, og uppflosnaðir bændur og hjú reyndu að fá vinnu við gerð hennar. í gleði sinni yfir þessu mikla framboði á vinnuafli, þá lækkuðu stjórnvöld kaupið um Harmleikur í sögu þjóðar Myndaflokkurinn „Undir Pólstjörnunni" hefur vakið mikla Akseli og Elina eru þær sogu- athygli. Næst sfðasti þátturinn verður fluttur miövikudaginn persónur sem fylgst er með 5. janúar, '77. ' baráttu þeirrá frá upphafi til enda. Ritað í tilefni sjónvarps- þátta um baráttu- tímana í Finnlandi helming. Farsóttir og lélegt fæði tók Hfið af fjölda þeirra, sem unnu við byggingu þessarar járn- brautar og nýjir komust stöðugt að. Kostnaðurinn við járn- brautina varð mun lægri en i upp- hafi var áætlaö, þó mun meira vinnuafl hafi verið notað, en gert var ráð fyrir. A leið sinni suður á bóginn, mættu hungraðir og sveltandi bændur og hju, matarlestum betri borgaranna á leið norður á bóg- inn, eða til vesturstrandarinnar, en ekkert dæmi um rán eða þjófn- að fyrirfannst gegn þessum mat- arlestum. Sannleikurinn er sá að þessir öreigar voru orðnir það að- framkomnir af sulti og áþján, og innprentaðri kúgun, eftir margra alda ok, að þeir megnuðu ekki að taka lifsbjörgina með valdi. Finnsk verkalýðshreyfing sprett- ur upp úr þessum kringumstæð- um rétt fyrir aldamótin, og rétt eftir aldamótin var gamíi sósial- demókrataflokkurinn stofnaður. Flokkur þessi náði þegar i upp- hafi miklu fylgi. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla árið 1905, og það var á tfmum fyrri heimstyrjald- ar, sem jafnaðarmenn ná hrein- um meirihluta á þingi. Rússa- keisari leysti það þing upp og borgaraflokkarnir náðu naumum. meirihluta i næstu kosningum (1916). Það er hin róttæka verkalýðs- hreyfing, sem berst frá upphafi fyrir sjálfstæði Finnlands, sem á þessum tima, frá 1812, er rúss- neskt stórfurstadæmi, með ýms- um sérréttindum tryggðum i stjórnarskránni, innan rússneska keisaraveldisins. Hægri öflin i Finnlandi höfðu i raun engan á- huga á sjálfstæði Finnlands og aðskilnaði landsins frá Rússlandi fyrr en eftir fall keisaraveldis- ins. Á siðari árum fyrri heims- styrjaldar flýr nokkur fjöldi ungra manna til Þýskalands og gengur þar i herþjónustu, gegn Rússlandi. 1 lok ársins 1917 hlýtur Finn- land sjálfstæði og á þvi fæst full viðurkenning Lenins og Ráð- stjórnarinnar. Sjálfstæðisyfirlýs- ing Finnlands er undirrtuð af V. Uljanov (Lenin) Stalin, Trotskl, Petrovskl, Steinberg, Karelin og Schlichter. Það var Svlþjóð og Þýskaland sem settu viðurkenn- ingu Ráðstjórnarinnar á sjálf- stæði Finnlands sem skilyrði fyrir viðurkenningu sinni á sjálfstæði Finnlands. Af þessum ástæðum lagði finnsk sendinefnd af stað til Pétursborgar 29. des. 1917, undir forystu P.E. Svinhufvud, og kom til Smolna, aðseturs Ráðstjórnar- innar, 30. des. Það tók hina ungu Ráöstjórn tvær klukkustundir að ganga frá þessari yfirlýsingu, sem ekki hafði tekist að fá Jerenskí-stjórnina til að gera, og finnska sendinefndin beið á meðan I anddyri salarkynnanna. Þegar yfirlýsingin siðan var afhent af aðalritara Ráðstjórnar- innar Bont,-Brujevit,in, þegar finnarnir stóðu með þetta dýr- mæta plagg I höndunum, steig Enckell, sem fór með utanrikis- mál Finnlands, fram og mæltist til þess að sendinefndin mætti hitta Lenin. Var það auðsótt mál, Lenin kom og spurði: „Jæja, eruð þið ánægðir" og Svinhuvud svarar, ,,já, vissulega". Þar stóðu tveir fyrrverandi Slberlu- fangar frammi hvor fyrir öðrum, Svinhuvud og Lenin, fleiri orð fóru ekki á milli þeirra og menn kvöddust. Sendinefndin snéri aftur og engin þakkarskeyti fóru á milli landanna. Viðurkenning finnskrar borgarastéttar á þessum augnablikum i Smolna hefur verið af heldur skornum skammti og Lenin minnist þessa atburðar sjálfur i mars 19110 á eftirfarandi hátt I ræðu: „Ég minnist mjög vel þess at- burðar, þegar ég afhenti yfirlýs- inguna um sjálfstæði Finnlands i hendur Svinhufvud — nafn sem á rússnesku þýðir ,maður með , svínshaus—fulltrúa finnskrar borgarstéttar, sem leikið hefur hlutverk böðulsins. Hann þrýsti hönd mina vingjarnlega, og við skiptumst á nokkrum kurteisleg- um orðum. Hversu ógeðslegt var þetta ekki". Dómsmála- kommisarinn I. Steinberg segir þannig frá I endurminningum sln- um, „Við risum hver af öðrum upp til þess að undirrita sjálf- stæðisyfirlýsingu Finnlands og við fundum til einlægrar ánægju. Vitanlega vissum við, að hin finnska hetja þessara augna- blika, Svinhufvud, sem keisarinn á sinum tima hafði sent I útlegð, var yfirlýstur fjandmaður okkar þjóðfélags, og að hann I framtíð- inni myndi ekki gefa neinum okk- ar grið. En ef við frelsuðum finnsku þjóðina undan oki Rúss- lands, þá væri sögulegum órétti á einu sviði útrýmt i heiminum." Það er siðan upp úr innri and- stæðum i finnsku þjóðfélagi, sem byltingin I Finnlandi brýst út I lok febrúar 1918. Bylting þessi hefur hlotið hin margvislegustu nöfn i Finnlandi, hvita striðið, frelsis striðið, rauði hryðjuverkatiminn, borgarastriðið og bræðrastriðið. Borgarastyrjöld er eitt það hrylli- legasta sem komið getur fyrir litla þjóð og I Finnlandi var það ekki óalgengt að bræður voru sitt hvorum megin viglinunnar, eða faðir og sonur. Þó var striðið sjálft ekki blóðugara en gengur og gerist I styrjöldum. Þegar sjálf styrjöWin var um garð gengin hófust aftökurnar fyrir alvöru og margar tölur um fjölda þeirra manna, sem teknir voru af lifi, hafa verið nefndar. Talað hefur verið um 30 þús. rúm 20 þús og allt niður I opinberar tölur, sem tala um eitthvað á milli 6-10 þúsund. Láta mun nærri að um 4000 manns hafi fallið I sjálfri byltingunni,2000 hvorum- megin. Þær tölur sem taldar eru komast næst sannleikanum munu vera um 16-18 þiisund sem féllu eftir byltinguna, annað hvort úr hungri og vosbúð I fanga- búðunum, eða voru tekin af Hfi. Kommúnistaflokkur Finnlands er stofnaður strax upp úr bylting- unni, 1918, en er bannaður. Upp úr 1930 hefst hið hryggilega fasistatimabil I sögu Finnlands, fangabúðir fyllast af pólitlskum föngum og starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar er meira eða minna bannlýst. Það er ekki fyrr en eftir friðarsamninga Finn- lands og Sovétrlkjanna 1944 sem finnska alþýðusambandið hlýtur viðurkenningu atvinnurekenda og að finnski kommúnistaflokkurinn fær að starfa frjálst. Lok slöari heimsstyrjaldar verða til þess að koma á svipuðu þingræðislegu borgaralegu lýðræði I Finnlandi og við búum við á íslandi. Þessi þróun hefur kostað meiri og hörmulegri blóðfórnir en við þekkjum dæmi til á öðrum Norðurlöndum, og enn I dag er Finnland, að mlnum dómi, háþró- aðasta borgaralega auðskipulag á Norðurlöndum. Borgþór S. Kjærnested.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.