Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 13 Ekki orða bundist Það mætti æra óstööugan, ef maöur færi aö skipta sér af þvi opinberlega, sem manni þykir miður fara i dagblööum og öðrum fjölmiölum. Oft segir maður viö sjálfan sig: ,,Nú get ég ekki oröa bundist”, en þegir svo þunnu hljóði. Þeirsem i stjórnmálum standa, eru manna berskjaldaðastir fyrir óhróðri og hafa vinstri menn ekki sist fengið á þvi að kenna i Morgunblaðinu. Hinir almennu lesendadálkar, svo sem Velvak- andi og ritstjórnargreinar, Stak- steinar og Reykjavikurbréf eru i skjóli nafnleysis misnotaðir, oft með ógeðslegum hætti til þess aö læða inn áróðri um menn og mál- efni, oft án raka. Hefur mér oft sviðið það menningarleysi. Minni sérstaklega á ofstækisgreinar þær sem birtast alltaf öðruhvoru undir dulnefninu Húsmóðir, sem ég held að undantekningarlaust séu öllum vandamönnum sinum til skammar. Þó ég hafi ekki alltaf átt sam- leið með Þjóðviljanum og þeim pólitikusum, sem að honum standa, verð ég að játa, aö ég ber til hans nokkrar viðkvæmar taug- ar, kannski umfram önnur blöð. Ég skal bera það með þögn hve mistækir ritdómarar hans hafa jafnan veriö og að þeir fara ekki batnandi, stundum ekki hægt aö sjá að þeir hafi lesið þær bækur, sem þeir skrifa um. Um pólitiska stefnu hans ætla ég ekki að ræða hér. Ég gæti sannarlega unnað Þjóðviljanum þess, að vera betra og vandaöra blað en Morgun- blaðið og öll hin blöðin, heiðar- Jón úr Vör. legri, skorinorðari og merkilegri. En þvi miður, þótt margt megi gott um hann segja þyrfti fremur að taka honum ærlegt tak, en hella yfir hann öllu þvi hóli, sem vandamenn hans hafa fengið að heyra á liðnu afmælisári. En hér ætla ég hvorki að lofa hann né lasta. Tilefni orða minna eru skrif Þjóðviljamanna um Reykja- vfkurbréf Matthiasar Jóhannes- sen 12. des. s.l. Þar ritar M.J. um nýjar bækur Halldórs Laxness, Jóns Auðuns og biskupsins og kemur að vanda viða við. Ætla ég ekki að rekja þaö. En þetta er að minum dómi ein skemmtilegasta og vandaðasta grein, sem Matt- hias hefur ritað og hverjum rit- höfundi til sóma. — Og mér er tii efs að margir ritstjórar vorir hafi ritað á þessu ári menningarlegri grein. t Þjóðviljanum hafa birst a.m.k. tvær ómerkilegar greinar um þessa ritsmið Matthiasar og* ummæli hans mistúlkuð, jafnvel fölsuð — auk þess sem vanvirðu- lega er skrifað um hann. Auðvitaö er Matthias einfær um aö bera hönd fyrir höfuð sér i sinu eigin blaði. En það þarf að gera at- hugasemd við þetta i Þjóðviljan- um. Blaðamönnum og rit- höfundum ber að snúa bökum saman og sjá um að almenn um- ræða um menningarmál — og helst um stjórnmál lika — sé mannsæmandi. Stráksskapur á þar auðvitað stundum rétt á sér — en þó i hófi. Rithöfundar, sem ráðist hafa til þjónustu við pólitikusa, hvort sem það er til hægri eða vinstri, eru i hópi munaðarlausustu manna heims, þótt það sé kannski ekki sambærilegt við þá sem snúast gegn rikjandi þjóðskipulagi i ófrelsislöndum. Matthias ber sem kunnugt er mjög fyrir brjósti þá siðarnefndu, ef þeir eru fæddir rússar eða eru austantjaldsmenn. En góðir rithöfundar og blaða- menn eiga að láta andstæðinga sina njóta sannmælis, jafnvel þótt þeir séu islendingar. Á þetta þarf að minna i herbúðum blaðanna. Námsmenn í Edinborg örvænta Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi stúdenta i Edinborg þ. 9/12 1976: Islenskir námsmenn i Edin- borg lýsa örvæntingu sinni vegna þeirrar svivirðilegu árásar sem gerð hefur verið á kjör þeirra. Ekki einungis hafa endur- greiðsluskilmálar verið gerðir þeir verstu sem þekkjast á Is- landi með þvi að visitölubinda upphæð lánanna, heldur hefur einnig verið ráðist að barnafólki með þvi að draga úr ivilnunum vegna barna á þeirra framfæri. Ekki hefur heldur með núgild- andi lögum verið staðið við fyrri loforð um það að greidd yrðu 100% umframfjárþarfar náms- manna. Þetta verður ekki skilið á annan hátt en þann að verið sé að gera tilraun til þess að fækka námsmönnum og veita börnum af riku foreldri þau forréttindi sem þau höfðu áður til að stunda nám. Það er greinilegt, að með nú- gildandi lögum hefur verið stigið skref aftur á bak og kjör námsmanna stórlega skert frá þvi sem áður var. Benda má einnig á það mis- rétti sem fólgið er i þvi að náms- menn erlendis sem búa utan Reykjavikur fá einungis greiddan ferðastyrk til og frá Reykjavik, en fá engan styrk til að ferðast á milli heimilis sins og Reykjavikur. FLUGELDAR ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA Fallhlífarrakettur Silfurstjörnuflaugar rakettur TUNGLFLAUGAR ELDFLAUGAR STJÖRNU RAKETTUR JOKERSTJÖRNU- ÞEYTARAR STÓRAR SÓLIR rauð og blá JOKERBLYS BENGALBLYS RÓMÖNSK BLYS FALLHLÍFARBLYS GULL- OG SILFURBLYS GULL- OG SILFURREGN STJÖRNULJÓS tvær stærölr STJÖRNUGOS — BENGALELDSPÝTUR, rauðar, grænar. VAX-ÚTIHANDBLYS, loga 1 /2 tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma HENTUG FYRIR UNGLINGA. \3BQ2ö,i3a Q.aiuiflia(388a ca? ANANAUSTUM. SÍMAR 28855. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Jónas Jónasson les sögu sina „Ja hérna, Bina” (4). Tilkynningar kl. 9.30. Léttlögmilli atriða. Viösjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar Morguntónleikar kl. 11.00: La Suisse Romande hljómsveitin leik- u r „G u 11 h a n a n n ”, hljómsveitarsvitu eftir Rimsky-Korsakoff: Emest Ansermet stjórnar / Josef Suk og Tékkneska fil- harmoniusveitin leika Fiðlukonsert i g-moll op. 26 eftir Max Bruch: Karel An- cerl stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 Miðdegissagan: „Lögg- an sem hló” saga um glæp, eftir Maj Sjövall og Per Wahiöö Olafur Jónsson les þýðingu sina, sögulok (17) 15. Miödegistónleikar Sinfóniuhljómsveit brezka útvarpsins leikur Tilbrigði og fúgu op. 34 eftir Benja- min Britten um stef eftir Purcell: Sir Malcolm Sargent stj. George London syngur meö Filharmóniu- sveit Vinarborgar lokaatriði óperunnar „Valkyrjunnar” eftir Wagner: Hans Knappertsbusch stjórnar. Sinfóniuhljómsveitin i Boston leikur Sinfóniu nr. 2 fyrir strengjasveit eftir Honegger: Charles Munch stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 „Gestur töframanns- ins”, ævintýr eftir ókunnan höfund Séra Friðrik J. Bergmann islenzkaði. Einar Guðmundsson les. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.30 Jólaleikrit útvarpsins: „Piitur og stúlka” eftir Emil Thoroddsen samið eftir samnefndri sögu Jóns Thoroddsens. Emil samdi einnig tónlistina sem Sinfóniuhljómsveit Isiands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Ingveidur i Tungu...Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Sigriður dótt- ir hennar...Margrét Guð- mundsdóttir, Ingibjörg á Hóli...Auður Guðmunds- dóttir, Indriði, sonur henn- ar...Garðar Cortes, Gróa á Leiti...Briet Héðinsdóttir, Bárður á Búrfelli...Valur Gislason, Guðmundur á Búrfelli...Bessi Bjarnason, Valgerður, dóttir hans...Þórunn M. Magnús- dóttir, Þorsteinn matgogg- ur... Flosi ólafsson, StIna...Þóra Friðriksdóttir, Möller kaupmaöur. ..Er- lingur Gislason, Kristján búöarmaöur...Arni Tryggvason, Levin kaup- maður...Ævar R. Kvaran, Guðrún...Herdís Þorvalds- dóttir, Maddama Lúdvig- sen...Anna Guðmundsdótt- ir, Jón...Róbert Arnfinns- son, Stine...Nina Sveins- dóttir, Rósa...Guðrún Stephensen, Sigurður...........Baldvin Halldórsson, Aðrir leik- endur: Arni Benediktsson og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir. Einsöngvarar og kór syngja undir stjórn Carls Billich. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók l>or- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (26). 22.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. V inningsnúmer i happdrætti Styrktarfélags vangefinna: 1. vinningur: Chevrolet Concuras R-37586 2. -6. vinningur: R-37645, R-43551, R-52204, A-2597, A-2688. Jólatrés- skemmtanir Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Sjó- mannafélags Reykjavikur, verða i Lind- arbæ dagana 2. og 3. janúar 1977 kl. 15-18. Sjómannafélagsins sunnudaginn 2. janúar 1977. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar mánu- daginn 3. janúar 1977. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofum félag- anna á kr. 500 i dag og næstu daga. Verkamannafélagið Dagsbrún Sjómannafélag Reykjavikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.