Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 11 Staöan í körfu- bolta Nú milli ióla og nýj járs er ekki úrvegi aö huga að stöðunnii neðri deildum i Islandsmótinu í körfu- bolta, en i öllum deildum og meistaraflokki kvenna er um harða og spennandi keppni að ræða. Meistaraflokkur kvenna: KR 3 3 0 174:123 6 IR 2 2 0 115:70 4 Þór 3 1 2 106:119 2 IS 3 1 2 94:126 2 Fram 3 1 2 149:192 2 2. deild: Þór 4 4 0 235:219 8 UMFG 3 2 1 222:217 4 Snæfell 3 1 2 182:169 2 Haukar 3 1 2 217:204 2 UMFL 3 1 2 204:249 2 KFI 2 0 2 89:93 0 3. deild: IV UMFS Esja KFF Tindastóll KA IBK Léttir 4 4 0 259:158 8 3 2 1 208:175 4 3 2 1 194:183 4 3 2 1 141:155 4 110 52:39 2 1 0 1 39:52 0 2 0 2 104:120 0 5 0 5 208:324 0 Nýársmót T.B.R. Nýársmót T.B.R. verður hald- ið i T.B.R. húsinu, Gnoðavogi 1 sunnudaginn 16. janúar n.k. Keppt verður i einliðaleik karla og kvenna i meistaraflokki A- flokki og B-flokki. Þátttaka tilkynnist til Rafns Viggóssonar, simi 86675 og 30737, eða húsvarðar T.B.R. hússins, simi 82266 fyrir 10. janúar n.k. Þátttökugjald er kr. 1000. Mótið hefst kl. 1.30. StjórnT.B.R. Ólafur H. Jónsson hefur dvalist i Þýskalandi yfir jólin, er jafnvel væntanlegur á landsliðsæfingar núna I byrjun nýársins. Sannarlega fagnaðarefni það. Æfir Ólafur með lands- liðinu eftir áramótin? — Það er alls ekki frá- leitt að ólafur Jónsson komi hingað til Islands eftir áramótin og æfi með landsliðinu í einhvern tima, og Axel Axelsson verður áfram í a.m.k. viku af nýja árinu á landsliðs- æfingum, sagði Birgir Björnsson í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi, en þá skömmu síðar hófst síð- asta æfing íslenska lands- liðsins á árinu. Birgir sagði aðspurður að Ólafur væri að sjálfsögðu fenginn hingað á æfingar til þess að sjá hvernig þeir félagar frá Þýska- landi féllu inn i landsliðið og má þvi fastlega búast við þvi að þeir muni leika með landsliðinu i B- liða keppninni, sem hefst 26. febrúar. * „Þaö er ekki fráleitt" segir Birgir Björnsson og á þá að kanna hvort ekki sé rúm fyrir bæði Ólaf og Axel í landsliðinu * Árna Indriðasyni veröur boðið að koma inn í hópinn að loknum prófönnum * Janus Cherwinsky kemur hingað aftur í byrjun janúar Innanhússmótið í knattspyrnu: Átta lið berjast um Reykja- víkurmeistaratitilinn Á Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu, sem nú er að byrja, munu átta lið berjast i meistar- aflokki, en i yngri flokkunum og kvennaflokki tekur mikill fjöldi liða þátt. Leikirnir i meistara- flokkikarla fara ailir fram þann 2.janúarog hafa liðin átta dreg- ist þannig i riðla: A-RIDILL: KR B-RIÐILL: Þróttur Víkingur Leiknir Valur Armann Fylkir Fram Leiktimi er 2x10 minútur. Markahlutfall ræður i riðlum. Kl. 14.00 KR — Fylkir 14.25 Þróttur — Fram 14.50 Vikingur — Valur 15.15 Leiknir — Armann 15.40 Fylkir — Valur 16.05 Fram — Armann 16.30 KR — Vikingur 16.55 Þróttur —- Leiknir 17.20 Vikingur — Fylkir 17.45 Leiknir — Fram 18.10 Valur — KR 18.35 Armann — Þróttur Úrslit: kl. 19.15 3-4 sæti; Kl. 19.40 1-2 sæti: Úrslitaleikir i yngri flokkun- um fara fram i dag og hefst sá fyrsti klukkan 18.00. Þá verður leikið i 5. flokki um 3.4. sæti, en strax á eftir um 1.-2. sæti. Siðan verður sami háttur hafður á um 4.flokk,kvennaflokk, 3. flokk og 2. flokk, en siðasti leikurinn hefst klukkan 20.35. Verðlauna- afhending fer fram að loknum hverjum úrslitaleik um 1.-2. sæti. Janus Cherwinsky, sem um þessar mundir dvelst i jólaleyfi i Póllandi, hefur i haust prófað sig áfram með landsliðið án þeirra islendinga semleika i útlöndum, en þvi verður vart neitað að ekki hefur tekist eins vel til og menn höfðu vonað. En nú á að gera frekari tilraunir, og þá með þá Axel og Ölaf inni i dæminu. En það verður ekki takalaust fyrir þá félaga að taka þátt i landsliðsundirbúningnum. Fram- undan eru hér heima tveir lands- leikir gegn pólverjum dagana 25. og 26. janúar og tveir leikir við tékka strax þar á eftir, en Dankersen á hins vegar Evrópu- leik þann 22. janúar, og svo aftur 29. janúar. Það er þvi hæpið að þjóðverjarnir láni islendingum nema i mesta lagi i leikina tvo gegn pólverjum, og er það þó ærin fórnfýsi. En það eru fleiri landsleikir fyrirhugaðir en þessir fjórir. A- þjóðverjar koma i heimsókn dag- ana 5. og 6. febrúar og ekki er siðan óliklegt að pólskt félagslið komi hingað til lands og leiki gegn islenska landsliðinu áður en það heldur utan i B-liða keppnina Ráðgert er að islendingarnir haldi til Austurrikis viku áður en sjálf keppnin hefst og leiki þar a.m.k. þrjá æfingaleiki. Birgir sagði að mikið væri lagt á islenska landsliðshópinn, og væri reynt aö bæta mönnum með peningagreiðslum hluta af þvi vinnutapi sem þeir verða fyrir, ekki sist meðan á keppnisferða- laginu stendur. Aðspurður sagði Birgir að Arna Indriðasyni, sem ekki hefur æft með landsliðinu vegna erfiðra prófa i Háskólanum fyrir jólin, stæði enn til boöa að koma inn i hópinn og yrði rætt um þaö við hann frekar yfir áramótin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.