Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. desember 1976 — 41. árg. — 293. tbl. Niðurstaða Hagstofu Islands: Dýrara að lifa útí á landi Hagstofa tslands hefur sent frá sér skýrslu um framfærslu- kostnaö i þremur kaupstöðum og Hœttuástand eykst ennþá við Kröflu vegna jarðsigs sem búist er við að nái hámarki i byrjun janúar Að tala um hættuástand við Kröflu fer kannski að virka á fólk likt og sagt er frá í sögunni um strákinn, sem hrópaði //úlfur, úlf- ur". En sannleikurinn er sá að nú í byrjun janúar mun enn á ný skapast mik- ið hættuástand á Kröflu- svæðinu, kannski meira en nokkru sinni síðan gaus í Leirhnjúk i fyrra. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga Orkustofnunar og kom fram i við- tali við Axel Björnsson, .iarðeðlis- fræðing, sem Þjóðviljinn átti i gær. Axel útskýrði þetta nánar: Eins og menn muna var mikið landris við Kröflu sl. sumar, en land á svæðinu seig um 2 m þegar gaus i Leirhnjúk i fyrra. Við þetta landris myndaðist ákveðin spenna, sem orsakaði hina miklu jarðskjálfta sem þar urðu sl. sumar og haust. En siðast i september sl. varð aftur jarðsig og um leið dró úr jarðskjálftum. Enn á ný tók land að risa á svæðinu i október og hélst svo út mánuðinn með tilheyrandi jarð- skjálftum. En i lok otkóber varð afturjarðsig og þá meira en i lok Framhald á 14. siðu einu kauptúni úti á landi, og er skýrslan byggð á könnun á verðlagi, sem framkvæmd var i máimánuði s.l. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú, að framfærslukostnaðurinn sé um 5% hærri úti um land heldur en i Reykjavfk. Þessi könnun Hagstofunnar var gerð i samræmi við ályktun frá Alþingi, er þar var samþykkt þann 16. mai 1975. í samráðí við miliiþinganefnd um byggðamál var ákveðið, að athugunin skyldi taka til eftirtalinna staða: Isa- fjarðar, Akureyrar, Neskaup- staðar og Hvolsvallar. A þessum fjórum stöðum var kannað verðlag á flestum þeim vörum, sem tekið er mið af við útreikning á visitölu framfærslu- kostnðar, svo og verðlag á þjónustu. Niöurstóður eru þessar sé hús- liðurinn, sem erfitt er að meta með sæmilegu öryggi, ekki reikn- aður með: A isafirði er framfærslukostn- Framhald á 14. siðu LANDSPITALINN NIÐ RYRIR HRINGBR* Á þessari mynd sést hvernig framtiðarskipan byggingamála á Landspitalalóðinni er áformuð. Ofarlega fyrir miðju sjást hvitum lit núverandi byggingar á lóðinni, en með dökku eru sýndar á þessu likani þær byggingar sem risa eiga i framtiðinni, eða hafa þegar risið en ennþá ekki verið teknar i notkun. Eins og sjá má mun Land- spitaiinn byggja veglega niður fyrir Hringbrautina, sem verður um leið færð neðar og aftur fyrir BSl. Slaufurnar til hægri liggja þar sem nú er Miklatorg. Gert er ráð fyrir þvi, að nýbyggingar Landspitalans myndieina samfellda heild, þar sem hægt verður að sinna hinum fjölmörgu þáttum starf- seminnar a skipulegan hátt við fullkomnar aðstæður. Eins og sjá má er stærsta viðbyggingin áföst við gamla Landspitala- húsið og teygir hún sig þaðan samfellt niður fyrir Hring- brautina. —gsp Ávísanamáliö til saksóknara Upphæð tékka 3 miljarðar „Þaö er mitt mat, að ávisanamálið standi nú þannig, að rannsókn þess verði ekki haldið áfram án beins atbeina Ríkissak- sóknara og hann verður að taka ákvörðun um hvort rannsókn verði haldið áfram og þá um leið hvaða stefnu skuli taka um áframhaldandi rannsókn, ellegar hvort rannsókn skuli hætt", sagði Hrafn Bragason, umboðsdómari í ávísanamálinu, á fundi með fréttamönnum í gær, eftir að hann hafði vísað málinu til Rikissaksókn- ara. .. Rannsóknin sem hófst i ágúst mánuði sl. hefur verið mjög um- fangsmikil. Sem dæmi má nefna, að i heildartölvulistanum koma fyrir 90.000 tékkahreyfingar og upphæð þeirra tékka, sem i vinnslu eru nemur röskum 3 miljörðum króna, sem segir þó aðeins til um umfang rannsókn- arinnar en ekkert annað. Það hefur komið fram við yfir- heyrslur, að þeir sem tengdir eru þessu ávisanamáli halda þvi fram að þeir hafi haft i sumum tilfellum skriflega og i öðrum til- fellum munnleg leyfi frá viðkom- andi bönkum til útgáfu ávisana umfram umsaminn yfirdrátt sem margir stórir viðskiptamenn bankanna hafa. t sumum tilfellum hafa, bankarnir staðfest þetta, en i öðr- Framhald á 14. siðu Fœðingardeildin innlimuð i sérstaka kvennadeild 54rúm á nýju deildinni gjörbreyta aðstöðunni ^*BI t gær var formlega opnuð ný deild við Landspitalann og er það fyrsta sérstaka kvennadeildin sem stofnuð er við fslenskt sjúkrahús. Byggingarfram- kvæmdir hófust árið 1970 og var göngudeild tekin i notkun árib 1974, en siðan hafa kvenlækninga- deildin, fæðingadeild, vökudeild nýfæddra barna og sængur- kvennadeild tekiðtil starfa I þess- ari álmu, auk þess sem þrjár skurðstofurhafa verið tek'nar þar I notkun á efstu hæðinni. Fæöingadeild Landspítalans tók til starfa i ársbyrjun árið 1949 og voru þar fimmtiu og þrjú rúm. Síðan hefur ekkert bæst við deild- ina fyrr en með tilkomu nýju kvennadeildarinnar, en á henni er riim fyrir samtals fimmtíu og fjórar konur, sem ýmist liggja þá á fæðingadeild, sængurkvenna- deild eða kvenlækningadeild. Kvennadeild Landspitalans er búin fullkomnum tækjum sem ýmist hafa verið gefin af félaga- samtökum eða keypt af opinber- um aðilum. Ohætt er að fullyrða að aðstaða til hvers konar lækn- inga kvenna eða fæðingarhjálpar. gjörbreytist, en eftir sem áður verður gamla deildin þó nýtt til fulls. A nýju deildinni verður einnig starfrækt sérstök vökudeild eða gjörgæsludeild nýfæddra barna, og verða þarrúm fyrir 14börn. Sá rekstur er i raun hluti af Barna- sþftala Hringsins. A kvenlækningadeildinni er fyrirhugað að hafa m.a. aðstöðu fyrir konur með bráða sjúkdóma eins og bráðabólgur i grindarholi, utanlegsþykkt, blæðingar vegna yfirvofandi fósturláts og annars þess háttar. Auk þess verður fengist við meðferð illkynja kven- Fra formlegri opnum nýju sjúkdóma i grindarholi, fram- kvæmdar alménnar kvenlækn- ingar, fóstureyðingar, ófrjó- semisaðgerðir o.fl. Auk þess mun þar fara fram kennsla lækna- kvennadeildarinnar I gær. —Ljósm. —eik. nema, ljósmæðranema og hjúkrunarnema. Einnig verður þarna fengist við visindastörf. -gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.