Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 2
2 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1977 Skrifið eða hringið í síma 8-13-33 Oddur Þorleifsson skrifar Sá er vinur, sem til vamms segir Kæri Bæjarpóstur. Þar sem mér hefur virst að lesendur Þjóðviljans séu of latir við að skrifa þér.ætla ég a.m.k. að senda þér bréfkorn. Ég vil geta þess strax i upphafi, að það verður ekki nein lofgerðarrolla um ágæti blaðsins. Ég sendi þetta náttúrlega i þeirri trú, að þið hafið ekki sama hátt á og Stalfn sálugi og hyski hans. Þeir sárbáðu þjóðina um gagnrýni á flokkinn og störf hans, en hefði einhver leyft sér að verða við þvi, — ég man það nú ekki svo glöggt, — hefði höfuð og búkur fljótt verið aðskilið. En I sannleika sagt er ástæð- an til þess að ég skrifa þetta bréf einkum sú, aö ég lenti i úrtaki i sambandi við lesenda- könnun um álit og tillögur um breytingar á efni og ýmsu öðru varðandi blaðið. En þar sem að rúm á eyöublaöi þvi, er lesend- ur fengu til þess að koma með tillögur um breytingar var svo naumt skammtað, að einungis var hægt aö drepa þar á nokkur atriði, ætla ég að nota siðu þina til að „rövla” svolitið. Og hérna kemur þá „reiðilesturinn”: Þetta verða nú reyndar ekki eintómar skammir. Ég þakka Þjóðviljanum óbilandi stuðning við frelsisbaráttu hinna kúguðu þjóða, ásamt traustri varðstöðu gegn erlendri ásælni, Pentagon, auðhringum o.fl. o.fl. andstöðu við þá karla, sem bera ábyrgð á þvi að rikið á Miðnesheiði virð- ist ætla að veröa hér til eilifðar- nóns, andstöðu við stóriðjudell- una og baráttuna fyrir verndun fiskimiðanna en á þau benda nú ráðamenn okkar og segja við útlendinga: Gjörið þið svo vel, veiðið eins mikið og ykkur sýn- ist, kotþjóðin okkar getur lifað á dreggjunum, hún hefur langa reynslu i þeim efnum. Rennir þá ekki grun i það að þeir hinir finu menn úti i þeim stóra heimi, hlæja að þessum svokölluðum landsfeörum okkar? Og hver lá- ir þeim það? Snittur, hanastél, súkkulaöimolar, endalaus handabönd, þetta nægir til þess að allar óskir þeirra og kröfur verða uppfylltar. Þótt barátta blaðsins fyrir bættum kjörum láglaunafólks sé alls hróss verð, geðjast mér ekki að þvi, að launafólk með háar tekjur, hefur fengið að fljóta með. Ekki er ég heldur sáttur við skilyrislausan stuðn- ing við kröfur menntafólks um drjúgan hluta af þvi fé, sem framleiðslustéttir þjóðar vorrar afla með súrum sveita. Ég er að sjálfsögðu ekki svo harðsvirað- ur, að það hvarfli að mér að enginn fái styrk en er ekki kom- inn timi til að við stöldrum við á þessari braut og ihugum málin nánar. Eða hvort væri ekki vit- urlegra að hlúa betur að skólum þeim, er mennta fiskvinnslu- fólkið og sjómannsefnin okkar? Einhvernveginn leggst það i mig að við islendingar teljum okkur vera orðna svo fint fólk að fiskilykt sé ekki eins góð og ilm- urinn af bleki og lærdómsbók- um. Og ekki má gleyma sifelldu styrkjasuði þeirra, sem telja sig rithöfunda og skáld. Þvi miður eigum við ekki alltof mikið af góðum rithöfundum. Þó eru að visu margar gleðilegar undan- tekningar. En þeir betri, eða þeir, sem skrifa bækur, sem fólk vill lesa, fá allgóðar tekjur af sölu þeirra, auk styrksins. Er þetta ekki nóg? Ekki minnist ég þess, að einn af okkar mestu hæfileikamönnum i rithöfunda- stétt, Jónas Arnason, hafi geng- ið um og beðið um ölmusu. Ég get sagt þér það, póstur góður, að það er urgur i vinnustéttun- um. Fólk er orðið langþreytt á sifelldu betli. Það geta ekki allir gramsað i galtómum rikiskass- anum. Hér eru að lokum nokkrar uppástungur um lagfæringu á blaðinu. Þjóðviljinn er menn- ingarblað. Það viðurkenna flestir ef ekki allir. En það er heldur svona þungt i vöfum. Vantar meira létt efni, t.d. skemmtilegar teiknisyrpur, skopmyndir, skritlur o.fl. Varist ALDARSPEGILL Úr íslenskum blöðum á 19. öld Hjer með apturkalla jeg öll. þau ærumeið. andi orð, sem jeg kynni að hat'a haft um Filippus Guðmundsson 6, Leðri, snertandi sauðr. kindarstuld, oglýsi þau dauð og ómerk. En jafnlramt skal þess getið, að umtalið er risið> út af ull, sem fyrirfannsthjá nefDdum Filippusi sem hann ekki er búinn að hreinsa sig af, og’ sem varð íyrsti kvitturinn 4 sauðnum. Bartakoti, 20. des. 1895. Kristján OdLdsson. ísafold 10. febr., 1896 Svo fór um sjóferð þá Rikisstjórnin segist, við upphaf ferils sins, hafa sett sér þrjú megin markmið: Að koma i veg fyrir atvinnuleysi, að bæta gjaldeyrisstöðuna, að draga verulega úr verðbólgunni. Tvennt af þessum fyrirheit- um telur rikisstjórnin og málsvarar hennar að staðið hafi verið við. Atvinnuleysi hafi ekk- ert verið, gjaldeyristaðan hafi skánað. Hinsvegar er viður- kennt, að árangurinn af viður- eigninni við verðbólguna hafi ekki verið nægilega mikill. En svo er þá gjarna bætt við: Spyrjum að leikslokum. Athugum þetta nánar. Rétt er það að á valdatima rikis- stjórnarinnar hefur atvinnu- .leysis ekki gætt i verulegum mæli. En hverju er það að þakka? Hvernig halda menn að atvinnuástandið hefði verið i kaupstöðum og kauptúnum i þessu landi ef togararnir frá timum vinstri stjórnarinnar hefðu ekki verið fyrir hendi? 1 tveimur orðum sagt: algjör neyð. Að þessu leyti hefur rikis- stjórnin lifað á arfi, sem hún tók við frá fyrri stjórn. Það hefur aidrei þótt sérlega mannboru- legt að skreyta sig með stolnum f jöðrum. En hvað þá um batnandi gjaldeyrisstöðu? Hver eru afrek rikisstjórnarinnar á á þvi sviði? Ástæðan til hagstæðari gjald- eyristöðu er stórhækkað verð á ýmsum okkar útflutningsvör- um. Réði rikisstjórnin þeim verðhækkunum? Ef svo er, þvi sá hún þá ekki um að hækkan- irnar yrðu ennþá meiri þvi ekki hefði nú veitt af? En ætli að það reynist ekki svo, þegar betur er að gáð, að einnig á þessu sviði sé rlkisstjórninni ekkert að þakka. Þannig fór um þá skrautfjöðrina. Ég geri mér vonir um að hægt verði að berja verulega á verð- bólgunni á hinu nýbyrjaða ári, segir forsætisráðherrann. Viðskiparáðherrann telur þá bjartsýni hinsvegar ótimabæra. A sama tima og forsætisráðherr- ann birtir þennan boðskap býð- ur rikisstjórnin þjóðinni gleði- legt ár með tilkynningaflóði um taumlausar verðhækkanir i öll- um áttum, alltupp i 50%. Það er ekki amaleg byrjun á baráttu við verðbólguna. Hér ber þvi allt að einum brunni hjá þessari blessaðri rikisstjórn. Atvinnan, sem hún þakkar sér, er frá öðrum komin. Bætt gjaldeyrisstaða, sem hún þakkar sér, stafar af utanað- komandi áhrifum en ekki nein- um aðgerðum rikisstjórnarinn- ar. Verðbólgan, sem hún ætlar nú aldeilis að hnýta upp i, leikur lausari hala en nokkru sinni fyrr. Á þeirri skessu áttmennir rikisstjórnin, ekki einu sinni við einteyming heldur algjörlega taumlaust. En rikisstjórnin hugsar e.t.v. sem svo, að ef ég þakka mér ekki sjálf þá gera aðrir það ekki. Og það væri ekki svo fráleit ályktun þvi sannast sagna er orðið býsna sjaldgæft að rekast á svo sauðtrygga fylgismenn þessarar „sterku” stjórnar að þeir finni henni ekki flest til foráttu. —mhg. að gera atlögu að viðkvæmum hlut, sem er trúhneigð margra lesenda blaðsins. Látið smáat- vinnurekendur svo sem mat- vörukaupmenn i friði. Hafíð i huga, að einhver mesta verslunarsamsteypa þessarar borgar er mjög nátengd Alþýðu- bandalaginu. Smákaupmenn bera ekki meira úr býtum en miðlungs tekjur launamanna. Og, nú geng ég kannski fram af ykkur, ef ég er ekki þegar búinn að þvi: gerið tilraun til þess að fá óánægða sjálfstæðismenn til þess að skrifa i blaðið, það er nóg til af þeim. Látið ekki nöldurtóninn verða of áberandi i pólitisku greinunum. Hrósið Dagblaðinu fyrir hversu frjáls- lynt það er. Það birtir oft mjög róttækar skoðanir. Og þar fá allir inni, bæði fasistar, maóist- ar, stalinistar og hvað sem þeir nú kalla sig. Afsakaðu hreinskilnina, póstur minn, en þetta bréf er eingöngu skrifaö af velvilja til blaðsins, sem á margan hátt er mjög gott en getur þó orðið enn betra. Ég hef verið áskrifandi Þjóðviljans um 20 ára skeiö og á sama timann krossað i reitinn hans. Ég kveð þig svo, póstur kær, og vona að eitthvað sé nýtilegt af þvi, sem ég hef lagt hér til mála. Oddur Þorleifsson. Þarna er styrkurinn I öfugu hlutfalli við höfðatöluna. Æskan að leik Tvœr stökur Breyskieiki Staka. Slakna enn hin breiöu bök, Um skal bylta Islands moldu, — byröum smáum valda. — i auösins þágu flest er gert, Yfir sina veiöivök meðan ofar fara foldu — vilja flestir tjalda. —fjármagnsþýin rófusperrt. E.H.G. Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.