Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Segja má að miðað við þær kringumstæður, sem voru fyrir hendi i Afríku þegar Evrópuríkin gáfust upp á þvi að hafa þar nýlendur, hafi mörgum hinna ný- sjálfstæðu ríkja suðurálf- unnar farnast vonum bet- ur. Þegar Evrópuríkin skiptu álfunni á milli sin um aldamótin siðustu eða laust fyrir þau, tóku þau vitaskuld til einskis tillit nema eigin hentugleika og hagsmuna og tóku í engu mið af skiptingu afríku- manna sjálfra í þjóðir og þjóðflokka. Niðurstaðan varð þvi ekki aðeins sú, að innan hvers og eins Afríku- rikis búa margar þjóðir og þjóðflokkar, ólíkir hver öðrum, heldur og að i mörgum tilfellum eru landsvæði einstakra þjóða bútuð sundur milli tveggja rikja eða fleiri. Eins og nærri má geta gefur slík skipting ærin tilefni til vandræða og illdeilna. Af þessu leiðir að i Afriku fyrir- finnast varla nokkur þjóðriki i evrópskum skilningi orðsins. Einu undantekningarnar þar frá eru liklega Sómaliland i Austur- Afriku annarsvegar og hinsvegar nokkur smáriki i sunnanverðri Afriku, Lesótó, Svasaland og Transkei, sem öll eru undir hæln- um á Suður-Afriku. Nýlendustefnan úr tísku Við þetta bætist að þvi fór f jarri að gæfulega væri til stofnað um sjálfstæði allra Afrikurikja. Ein af meginástæðunum til þess, hve greiðlega mörgum Afrikulöndum gekk að fá sjálfstæði, var að ný- lenduveldunum gömlu fannst hreinlega ekki borga sig að stjórna þeim lengur opinberlega sem nýlendum. Nýlendustefnan var orðin óvinsæl, „komin úr tisku”, og auk þess hafði stjórn- sýslan i för með sér mikla fyrir- höfn og kostnað, sem Bretland og Frakkland eftirstriðsáranna töldu sig ekki lengur hafa efni á. En gömlu nýlenduveldin vissu best sjálf, að þau höfðu viðast bú- ið svo um hnútana að efnahags- lega séð höfðu þau áfram sterk tök á nýlendunum fyrrverandi. Vestrœnar neysluvenjur Sjálfstæðishreyfingarnar i mörgum Afrikunýlendnanna voru veikar og vanburða, og i mörgum þeirra voru breytingarnar við sjálfstæðistökuna fyrst og fremst fólgnar i þvi, að skrifstofublækur og liðþjálfar i nýlendustjórnum og nýlenduherjum nýlenduveld- anna voru i skyndi hækkaðir upp i ráðherra og hershöfðingja.Pótin- tátar þessir, sem alist höfðu upp i þjónustu og undirgefni við ný- lenduveldin gömlu, voru sist til þess fallnir að brjóta blað i sögu landa sinna til betri vegar. Þeir lögðu þess i stað metnað sinn i að apa eftir prjál og serimoniur fyrrverandi hvitra yfirmanna sinna. Afleiðing þessa varð sú, að i mörgum hinna fyrrverandi ný- lendna varð til fámennur valda- kjarni, sem tamdi sér af öllum mætti vestrænar neysluvenjur og lagði sig fram um að lifa i dýrleg- um fagnaði i stil við yfirstéttirnar i Paris og Lundúnum. En hin sárafátæku og vanþróuðu Afriku- riki áttu þess engan kost að fram- leiða þann varning, sem vestræn neysla útheimtir, svo að hann varð að flytja inn frá nýlendu- Idi Amin —vestrænir valdhaf- ar andvörpuðu feginsamiega er hann steypti Milton Obote. Bokassa — vellrikur keisari i örsnauðu keisaradæmi. Macias — sagður hafa fargað fimmtungi eða fjórðungi þegna sinna. Afrískir harðstjórar veldunum gömlu. Þetta varð til þess að tryggja enn betur þau efnahagslegu kverkatök, sem Evrópurikin höfðu á nýlendunum sinum fyrrverandi i gegnum auð- fyrirtæki sin. Samvinnu- þjóðfélagið Tansanía Þrátt fyrir allt er þetta ástand Idi Amin Þegar á þetta er litið, verður ekki sagt af Afrika sunnan Sa- hara sé verr á vegi stödd en Rómanska-Amerika, sem hefur þó haft miklu lengri sjálfstæðis- tima fyrir sér. Tansania er þann- ig riki, sem ekki einungis gæti orðið þörf fyrirmynd öðrum Af- rikurikjum, heldur og mörgum rikjum utan þeirrar álfu og þar á meðal ýmsum, sem þróaðri telj- ast. En andstæðunnar þarf vissu- lega ekki lengi að leita i Afriku. Þar er að finna riki, sem i við- hann svo völdunum af fyrirrenn- ara sinum i sæti rikisleiðtoga, Milton Obote. Skotakonungur Ahrifamenn á Vesturlöndum andvörpuðu feginsamlega þegar fréttin barst um valdarán Amins, þvi að Obote hafði verið hálfgerð- ur óbótamaður i þeirra augum, grunaður um róttækni i stjórn- málum. Enda fékk Amin fyrst i stað dágóða pressu á Vesturlönd- um. En þetta snerist skjótlega við Mörgum hinna nýsjálfstœðu Afríkuríkja hefur farnast betur en vœnta mátti með tilliti til þess, hvernig i haginn var búið að hálfu nýlenduveldanna, en einnig eri i suðurálfunni valdhafar, sem jafnast á við þá verstu sem annarsstaðar þekkjast siður en svo algild regla i Afriku nútimans. tbúar portúgölsku ný- lendnanna urðu i fjölda ára að heyja harða vopnaða baráttu gegn portúgalska hernum, vopn- uðum af Nató, og þar uxu upp raunverulegar sjálfstæðishreyf- ingar, sem staðráðnar eru i að tryggja sjálfstæði landa sinna, efnahagslega sem pólitiskt. Svip- aðrar viðleitni gætir i ýmsum fyrri nýlendum frakka og breta, svo sem i Kongó og Tansaniu. t siðarnefnda rikinu á sér stað ein merkasta þjóðfélagsþróun, sem um getur i sögu Afriku. Þar hefur þjóðfélaginu gervöllu i raun og veru verið breytt i eitt risastórt samband samvinnufélaga, og i þvi efni verið stuðst jöfnum hönd- um við reynslu samvinnusamtak- anna á Norðurlöndum, sósial- iskra rikja og gamlar afrískar samfélagshefðir. I Tansaniu og viðar, til dæmis i Angólu, er leit- ast við aö tryggja að landsmenn búi að sinu, nái efnahagslifinu úr klóm erlendra fyrirtækja og losni af þeim viðskiptaklafa, sem vest- rænar neysluvenjur leggja á van- þróuð lönd. bjóðslegri villimennsku og harð- stjórn slaga hátt upp i eða jafnast fyllilega á við illþýði það, sem með stuningi svokallaðra vest- rænna lýðræðisrikja stjórnar löndum eins og Chile, Orúgvæ og Brasiliu. Af afriskum harðstjórum hefur Idi Amin, marskálkur og ein- ræðisherra i úganda, orðið fræg- astur á Vesturlöndum. Hann er af fámennum ættbálki i norðurhluta landsins og var móðirin. að sögn seiðkona. Ungur gekk Idi Amin i her breska heimsveldisins, sem land hans heyrði þá undir, og þjónaði þvi meðal annars i hern- aði gegn maúmaúmönnum i Keniu. Er ekki annað að heyra en að Amin hafi komið sér harla vel við breska yfirmenn sina, enda sjálfsagt svarað prýðilega til þeirra hugmynda, sem breskir i- haldsherforingjar, aldir upp á Kipling, gerðu og vildu gera sér um negra. Eins og svo margir sersjantar og korpórálar úr ný- lenduherjunum komst Amin skjótlega til æðstu metorða i her lands sins, eftir að það varð sjálf- stætt, og i krafti vopnanna rændi þegar Amin tók að fjandskapast við Israel og sýna af sér fleiri til- þurði til óþægðar við Vesturveld- in. Þá fóru vestrænir fjölmiðlar að lýsa honum sem einhverjum versta harðstjóra heims, sem hann og vissulega er. Sagt er að hann hafi slátrað að minnsta kosti 10.000 þegna sinna, og sumir segja að talan sé miklu hærri, eða allt að 300.000. Þar fyrir utan hef- ur Idi Amin tekist að skapa sér verulegar fjölmiðlavinsældir sem brandarakall, svo sem með ráð- leggingum sinum til hinna og þessara erlendra framámanna um óliklegustu efni og allrahanda ummælum. Það nýjasta af þvi tagi, sem frést hefur, er að Amin lét svo um mælt við skota nokkra að margir landa þeirra litu á hann sem ókrýndan konung Skot- lands. Nýtt keisaradœmi Annar afriskur einræðisherra, sem er sist betri en Amin, hefur hlotið miklu minni frægð, enda mun hann fátt hafa gert til að fjandskapast við Vesturlönd. Sá er Jean-Bedel Bokassa, sem ræð- ur riki þvi er kallast Mið-Afrika og á landamæri að Súdan, Zaire, Kongó, Kamerún og Sjad. Ibúar eru um 2.2 miljónir og helsta nátt- úruauðlind demantar. Mið-Afrika var áður frönsk nýlenda og Bokassa framaðist, hliðstætt Am- in, i franska nýlenduhernum og þjónaði frökkum meðal annars i Indókina. Hann hefur rikt sem einvaldur siðan 1965, lét fljótlega lýsa sig forseta landsins til lifs- tiðar og bætti nýlega um betur og gerði sig að keisara. Er ekki laust við að það sé sniðuglega til fundið i heimi, þar sem keisarar eru orðnir úrelt fágæti. Til bragðbæt- is hefur Bokassa sæmt sjálfan sig svo mörgum heiðursmerkjum, að hann hefur orðið að láta sauma sér dragsiðan jakka til að geta skreytt sig með þeim öllum i einu. Embætti sitt hefur hann not- að dyggilega til þess að auðga sjálfan sig og er sagður með rik- ustu mönnum Afriku. Enginn skap- stillingamaður Eins og vænta mátti eiga þegn- ar Bokassa keisara hins fyrsta ekki við þvilika velsæld að búa. Bokassa opnaði landið upp á gátt fyrir erlendum athafnamönnum, sem notað hafa sér þau hlunnindi ekki einungis til þess að nýta de- mantaauðlindir landsins, heldur og hafa þeir komið þvi svo fyrir að mestum hluta demantanna, sem numdir eru úr jörðu, er smyglað úr landi, þannig að keis- | aradæmið hefur litlar sem engar tekjur af þessari aðalauðlind sinni. Bokassa komst hvað fyrst i heimsblöðin er hann tók upp á þvi að refsa þjófum með þvi að láta berja fjölda þeirra i hel með kylf- um. Enginn skapstillingarmaður er þessi nýbakaði keisari og má til dæmis um það nefna að hann á það til að svifa á ráðherra sina á ráðuneytisfundum og vega að þeim með rakhnif, ef honum mis- likar við þá. Efnahagur keisaradæmisins er kominn langt niður fyrir allar hellur og gengu þau vandræði svo langt að þegar Gaddafi, leiðtogi hinnar oliuriku Libiu, heimsótti Mið-Afriku i október s.l., brá Bokassa við titt og turnaðist til Múhameðstrúar. En Gaddafi tók trúskiptunum fálega og þegar ekki bólaði á meiriháttar efna- hagsaðstoð frá Libiu, kastaði keisari trúnni. Miðbaugs-Ginea nefnist smá- riki við botn Gineuflóans, saman- stendur af tveimur fyrrverandi spænskum nýlendum, Spænsku Gineu og eynni Fernando Póo og hefur álika marga ibúa og Island. Þar rikir forseti að nafni Fran- cisco Macias Nguema og er álika kærleiksrikur landsfaðir og þeir Idi Amin og Bokassa keisari. Harðstjórn hans kemur mest nið- ur á Bubi-þjóðflokknum, sem tel- ur um 15.000 manns og byggir Fernando Póo, sem nú heitir raunar Macias Nguema eftir for- setanum. En Fang-þjóðin, sem býr á meginlandshluta rikisins, fer heldur ekki varhluta af ráðs- mennsku forsetans sem sam- kvæmt einni heimild hefur alls gengið af 50.000 þegna sinna dauðum. Fátt er jafn óvænlegt til langlifis og að komast til einhvers frama i Miðbaugs-Gineu, þvi að Macias er sérstaklega gjarn á að farga ráðherrum sinum og öðrum embættismönnum. Upp á næst- siðustu jól hélt Macias með þvi að láta hengja og skjóta tugi fanga á knattspyrnuvelli á Fernando Póo. Alþjóðlega kirkjuráðið hefur lýst Maciasi sem „Kaligúla nútim- ans”, enda er hann sagður sér- lega fjandsamlegur kristnum mönnum. Ekki hefur hann þó út- rýmt kristni úr landinu, heldur látið duga að gera sig dýrðlegan með þvi að láta hengja upp mynd af sér við altari hverrar kirkju og skylda klerka til að hylla sig við hverja messugerð. (Byggt á Nesweek o.fl. dþ.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.