Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — 1> JÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1977 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. ÁMINNING FORSETANS Siðustu dagana hafa landsmenn ennþá einu sinni verið minntir á nauðsyn þess að umgangast náttúruauðlindirnar með varúð, fyrirhyggju og skynsemi. Mikil aflahrota islenskra togara reynist að mati visindamanna harla vafasöm til eftir- breytni þvi að aflinn hafi að stórum hluta verið fiskur sem átti eftir að gjalda sinn skerf i fiskistofninn við landið. Fiski- fræðingar okkar hafa á undanförnum misserum eflt róðurinn fyrir þvi, að við umgöngumst þessa auðlind af viti en ekki með þvi frumstæða hugarfari veiði- mennskuþjóðfélagsins sem alltof oft hefur sett svip sinn á islenska þjóðfélagið. Haustið 1975 settu fiskifræðingar is- lendinga fram alvarlegar aðvaranir vegna ofnýtingar fiskistofnanna; ekki tókst þó betur til en svo i það skiptið að stjórnarvöld létu aðvaranirnar sem vind um eyru þjóta og afhentu útlendingum hvern togarafarminn á fætur öðrum af viðkvæmum fiskistofnum okkar. Var svo hraklega haldið á málum að um mitt sl. ár höfðum við sjálfir veitt eða afhent út- lendingum allan þann þorsk sem fiski- fræðingar töldu ráðlegt að veiða miðað við það að fiskistofnarnir næðu styrkleika sin- um á ný á sem skemmstum tima. Nú hef- ur forystustarf islendinga i landhelgis- málum þrátt fyrir þessa afstöðu núver- andi rikisstjórnar hins vegar fært okkur þann ávinning að við getum einir gjör- samlega ráðið fiskimiðunum. Við þær að- stæður væri glapræði að afhenda út- lendingum lykilinn að forðabúri þjóðar- innar, fiskimiðunum. Þvert á móti ber landsmönnum nú að leggjast á eitt um að tryggja að við einir nýtum fiskimiðin og höfum forystu og framsýni til að gera það svo skynsamlega að það verði öðrum þjóðum til eftirbreytni rétt eins og forysta okkar í landhelgismálum hefur haft afger- andi áhrif á alþjóðlega þróun. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fjallaði einmitt um þennan þátt mála i áramótaávarpi sinu, er hann komst svo að orði: „Engum hefur dulist hve heilladrjúgan þátt islenskir visindamenn á sviði fiski- fræði og haffræði hafa átt i öllum mál- flutningi vorum á undanförnum árum. Það er starfi þeirra að þakka hversu ört skilningur manna á háska rányrkjunnar hefur vaxið á allra siðustu tíð,svo og hvað gera þarf til að bægja voðanum frá... Oft er þess getið með nokkru stolti að frumkvæði islendinga virðist hafa flýtt fyrir þeirri þróun sem nú er fram komin i hafréttarmálum. Ekkert mælir þvi i gegn að á sama hátt getum vér undir leiðsögn islenskra fiskifræðinga orðið öðrum til fyrirmyndar um fiskvernd, forystumenn um að vernda og ávaxta eitt af matforða- búrum veraldar. Slíkt væri i þágu sjálfra vor, en einnig má lita á það i heimsljósi. Hungursneyð rikir viða i heimi og fer sist minnkandi. Matvælaframleiðsla ætti að vera talin göfugur atvinnuvegur. Þegar vér skoðum hug vorn i hreinskilni hljótum vér að viðurkenna að vér leggjum of litið fram af gnægtum vorum til liknar og hjálpar hrjáðu fólki i örbirgðarheimin- um.” Þessi áminningarorð forseta Islands er gott að hafa i huga; þau minna i senn á nauðsyn þess að islenskir ráðamenn virði að fullu hlut visindamanna um leið og þau sýna okkur með ljósum hætti hversu mikilsvert hlutverk okkur er falið að gæta hins mikla matforðabúrs veraldar. Áminningin er þeim mun þarfari en fyrr þegar ljóst er að við getum nú ráðið fiskimiðum okkar alveg einir og aðeins veltur á fyrirhyggjunni um það hvernig fiskimiðin nýtast okkur — ekki hvort þau geta nýst landsmönnum sjálfum. Við áminningar forseta íslands ættu að hljóðna glannaraddir einstaka stjórn- málamanna, sem hafa farið heldur nei- kvæðum ummælum um starf fiski- fræðinga og annarra islenskra hafrann- sóknarmanna. Nú er enda þörf á vitur- legri handleiðslu og forsjá, svo að við get- um okkur orð sem fiskiræktarmenn en ekki rányrkjusinnar. —s- Púlsmenn japanska efnahagsundursins á leið i vinnu; átti að leita uppi brosandi andlit? Neikvœð mynd af Japan ? Sjónvarpið sýndi i byrjun vik- unnar tvo þætti um Japan sem hafa vakið mikla athygli. Þeir sýna i skemmstu máli sagt af- leiðingar ómengaðs kapital- isma, þá ópersónulegu grimmd sem hann beitir til að vélvæöa allt mannlif og kreista út úr þvi hámarksnýtingu. Eins og eðlilegt er finnst að- standendum Morgunblaðsins slik mynd hin versta, enda hafa þeir samband við blað sitt margir og segja að hér sé á ferð neikvæð mynd af japönsku sam- félagi og rangsnúin. Morgun- blaðið fer á stúfana og spyr starfsmenn sjónvarps i þaula um það, hvaðan þeir fái svona mynd og hver hafigert hana. En því miður fyrir Morgunblaðið: höfundar myndanna reyndust ekki laumukommar eða laumu- sviar, heldur eru allir þeirra pappirar i besta lagi. Sfðan eru leidd fram þrjú vitni, og bera tvö einmitt fram ræðu um rang- Iátt neikvæði myndanna. Sovéskur útlagi Hér er komið aö merkilegu máli: afstööu þeirri sem hér- lendis rikir til sjónvarpsefnis. Og þá er fyrst að slá þvi föstu, hve allt þetta tal um „neikvæði” heimildakvikmynda hefur verið skaðlegt og heimskulegt. Til að þeir Morgunblaðsmenn skilji málið betur er réttað taka dæmi af ööru nýlegu sjónvarps- efni — viðtalinu við sovéska andófsmanninn Pljúsj á mið- vikudagskvöld. Ekkert er auð- veldara en að sýna fram á, að svona viötal um andófsmenn í fangelsum og á geðveikrahæl- um gefi „einhliða” og „nei- kvæða” og „þrönga” mynd af Sovétrikjunum. Menn gætu komið i löngufn bunum og minnt á margt jákvætt þar i landi — visindi, þjónustu við börn og þar fram eftir götum. Rétt eins og Sólnesar vilja láta leita uppi fallega skemmtigarða i Tokio, mengunarlausa verksmiðju, hamingjusama fjölskyldu, eða eitthvað þessháttar. Það sem skiptir mestu i þessu samhengier aðátta sig á þvi, að tilvist jákvæöra þátta i sam- Leonid Pljúsj; neikvætt og þröngt? félagi gerir ekki ómerka og óþarfa serstaka umfjöllun um þá neikvæðu. Hvað sem liður sovéskum framförum á Leonid Pljúsj vitaskuld fyllilega rétt til að gera grein fyrirsinu máli. Og á íslandi sem annarsstaðar þurfa menn að vita af þvi að mannréttindi, frelsi og nauðung i samskiptum rikis og þegna, eru enn i dag brýnt og óleyst vandamál i sósialiskum rikjum. Það er lika forvitnilegt að kynn- ast vinstrisinnuðum andófs- manni eftir að menn lengi hafa horftá Solsjenitsin einan, kynn- ast sérstæöum margbreytileik sovésks andófs. Og það er einnig alltaf hollt að kynnast manni sem hefur staðið undir þungu fargi og ekki kiknað. Það sem flestir ekki þekkja Japönsku þættirnir eru mjög annars eðlis — þeir eru miklu efnismeiri, það er fráleitt að segja að þeir fjalli um þröngt svið.Sattaðsegjafjalla þeirum helstu vandamál sem óheftþró- un kapitaliskra markaðslög- mála hefur i för með sér.ogþað er ekkert smáefni. Slikar myndir eru einkar nauðsynleg- ar vegna þess, að þarna er um fyrirbæri að ræða sem t.d. ferðalangar á hraðri ferð um lönd ekki sjá, eða kunna ekki að koma auga á. Emil Björnsson lætur þetta viöhorfuppiá einkar. spaugilegan hátt þegar hann- segfrvið Morgunblaðið i gær að þættirnir lýsi „hinni hliö Jap- ans, þ.e. þeirri hlið sem fiestir þekkja ekki til, en viröist þó vera tif’. Þetta er að þvi leyti rétt að „flestir” tala um efna- hagsundur Japans, mikinn hag- vöxt, gott vinnusiögæði, vand- aða vöru osfrv. En i þáttunum höfðum við hrikalega lýsingu á þvi, hvað þetta efnahagsundur hefur kostað. Þar verða mörg dæmi minnistæð: gamla fólkið sem er skilið eftir til að deyja i ' dauðum námabæjum, sem ekki geta lengur skilað arði. Stúlk- uraar sem leggjast undir skurð- hnifa til aö verða likari i framan kynferðishugsjón vesturlanda (og er það útlit um leið miklu betri verzlunarvara). ömurleg vélvæðing tómstundanna. Kvikasilfurmorð efnaiðnaðar- ins. Menn vita, sem betur fer, margt um hlutskipti einstakl- inga sem verða fyrir ofsóknum og grimmd af hálfu lögreglu, rikisvalds, viða um heim. Menn vita hinsvegar miklu færra um hina ópersónulegu grimmd markaðslögmálanna, sem er i reynd flestum plágum öðrum mannskæðari. Islenskur aumingjaskapur Þessi afstaða, aö mynd sem segir frá einhverju landi, megi helst ekki vera „neikvæð” og Július Sólnes vitnar um i Morgunblaðinu i' gær, hún er einkar varhugaverð. 1 raun virðisthún gera ráð fyrir þvi, að aldrei megi taka vandamál fyrir, ydda það, heldur skuli allt fljóta í einhverju hlutlausu jafn- vægi — gott ef ekki hljóta sam- þykki viðkomandi stjórnvalda. Rökrétt framhald af þessu er það, að ekki séu geröar aðrar myndir um lönd en túristaáróð- ur og náttúrufræði. Þetta við- horf rikir einmitt hér á landi, islensku sjónvarpi til mikils skaða. Þegar látið var að þvi liggja á hógværan hátt i sjónvarpsmynd, að ibúar islenskra sjávarplássa væru kannski ekki gæfusömustu menn i heimi, þá linnti ekki móðursjúkum andmælum i marga mánuði. Siðan hefur islenska sjónvarpið lika forðast eins og heitan eld að gera kvik- mynd um nokkuð það sem komi við kaunin á nokkrum manni — allavega ekki þeim sem meö völd fara á landi hér. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.