Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 6
6 S!ÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1977 Saga 1976 komiii út með mörgu merkilegu efni Oddur las skattafrum- varpið og seldi j arðhitasvæðið Komin er út Saga, timarit Sögufélags, 14. bindi 1976. Sögufélagið hefur gefið Sögu út allt frá árinu 1949, en þar áður gaf félagið út timaritið Blöndu frá 1918. Fremst i Sögu 1976 er ritgerð eftir Ásgeir Guðmundsson um nasisma á íslandi, eins og höf- undur orðar fyrirsögn, og er þar fjallað um sögu Þjóðernis- hreyfingar islendinga og Flokks þjóðernissinna. Þessi saga gerð- ist á árunum 1932-38. Höfundur fjallar um stofnun ftokkanna beggja, stefnuskrá þeirra eru bornar saman við stefnuskrá þýska nasistaflokksins og rakin er þátttaka flokkanna i kosning- um. Fjallað er um þetta efni allt af hlutlægni og án nokkurrar for- dæmingar. Með ritgerðinni birt- ast m.a. áður óbirtar myndir frá fundum og kröfugöngum ungra þjóðernissinna. Trausti Einarsson prófessor á i heftinu ritgerð er stendur á mörk- um jarðfræði og sagnfræði. Fjall- ar hann þar um hina fornu Sprengisandsleið Skálholts- biskupa frá Suðurlandi til Austur- lands og setur fram nýstárlegar tilgátur um legu hennar. Jón Þ. Þór ritar um Snorra Pálsson, sem var verslunarstjóri i Siglufirði 1864-83, og lýsir m.a. tilraunum hans tii sildveiða og niðursuðu. Einnig fjallar hann um þingsetu Snorra. Sigurður Ragnarsson á hér rit- gerð um fossamálið, tengda rit- gerð, sem birtist eftir hann i Sögu 1975. Nú tekurhann til meðferðar það sem gerðist i þessu máli kringum aldamótin 1900 og nefnist ritgerðin Fossakaup og framkvæmdaáform. Fjallað er um fyrstu fossakaupin 1897-99 og um afskipti alþingis af laga- setningu til að hindra yfirráð er- lendra manna yfir islenskum fasteignum. Loks er gerð grein fyrir fossalögunum 1907. 1 þessu hefti Sögu er að finna samantekt frá hendi Bergsteins Jónssonar um afstöðu Alþýðu- fiokksins gagnvart Sambands- lagasamningunum 1918 og för Ólafs Friðrikssonar til Danmerk- ur i þvi sambandi. Þá ritar Jón Guðnason minningarorð um Sverri Kristjánsson sagnfræðing og birtir skrá um öll helstu rit hans.Loks eru i heftinu tvær rit- fregnir og ritaukaskrá um sagn- fræði og ævisögur 1975. Með þessu nýja hefti Sögu er breytt til um káputeikningu rits- ins frá þvi sem verið hefur siðustu 16 ár. í ritstjórn Sögu eru Björn Sig- fússon, Björn Teitsson og Einar Laxness. — Verð heftisins er kr. 1750. Afgreiðsla Sögufélagsins er i Garðastræti 13 b (gengið inn úr Fischersundi) og er hún opin kl. 14-18, laugard. kl. 10-12. Forseti Sögufélagsins er Björn Þorsteinsson prófessor. Oddur Ekki er að efa að Oddur óiafs- son hefur kynnt sér þær breyt- ingar á skattalögunum sem nú eru i bigerð og gera meðal annars ráð fyrir þvi að söluhagnaður eigna verði skattlagður að fullu og að lög um það efni taki gildi fyrir tekjur þær sem verða til á yfirstandandi ári. Oddur ólafsson er aiþingismaður og þarf ekki annað en að lesa skattalagafrum- varpið til þess að átta sig á þess- um tiðindum sem nú eru á Þvi verður ekki haldið fram með sanni, að verðlagseftirlitið okkar sé strangt. Lesandi Þjóð- viijans hringdi í gær og sagði okk- ur frá hrikalegum verðmismun að verðlagsbroti, sem hann varð vitni að. Hann sagðist vanalega hafa keypt þvottefni sem nefnist — dagskrá stjórnvalda. En Oddur Ólafsson er lika land- eigandi, og á gamlaárskvöld sl. seldi hann mikla eign á Suðurnesjum fyrir 21 miljón króna. Þar með sleppur hann við skattalögin sem nú eru i undir- búningi og hirðir skattfrjálsan stórfelldan gróða. Það kemur fram i Morgunblað- inu i gær að sjö sveitarfélög hafa keypt háhitasvæði á Reykjanestá fyrir 21 miljón króna af bræðrun- UPP — og er islenskt. Hann sagðist oftast hafa keypt það i Hagkaup, þar sem pakkinn hefur undanfarið kostað 124 kr. Nýverið keypti hann svo slikan pakka í Grimsbæ, þar sem hann kostaði 220 kr. Að sögn verðlags- stjóra mátti svona þvottaefnis- pakki kosta 143 kr. mest, fyrir um Oddi Ólafssyni og Karli. Þetta er háhitasvæði sem mest hefur verið rætt i sambandi við hugsan- lega saltvinnslu á Reykjanesi. Salan nær til 60—70 ferkilómetra svæðis og á rikið hálft svæðið, en kaupendur, sjö sveitarfélög, hafa eignast hinn helminginn. Verður þvi hér um að ræða sameign rikis og sveitarfélaga. Ekki mun að fullu gengið frá einstökum atriðum kaupsamn- ingsins. áramót, en nú er leyfilegt hámarksverð orðið 160 kr. En pakki sá sem keyptur var i Grimsbæ var af þeirri sendingu, sem mátti kosta 143 kr. Það er greinilega mikilvægt fyrir fólk að vera á verði gegn svona verslunarmáta. —S.dór 77 króna munur á þvottaefnispökkum SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200 Vió erum umboösmenn fyrir: Þorskanet frá: MORISHITA FISHING NET LTD. "Islandshringinn” og aörar plastvörur frá A/S PANCO Vira frá: FIRTH CLEVELAND ROPES LTD. Saltfiskþúrrkunarsamstæöur frá A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN Slægingarvélar frá: A/S ATLAS Loónuflokkunarvélar frá KRONBORG Innflytjendur á salti, striga og öllum helstu útgeröarvörum. Fiskþvottavélar frá: SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá A/S MASKINTEKNIKK F/V Kassaþvottavélar frá: FREDRIKSONS Bindivélar frá SIGNODE Umboössala fyrir: HAMPIÐJUNA H.F Sigriður Ella Magnúsdóttir. Simon Vaughan Syngjú 24 lög í Austurbæj arbíói Sigriður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona og Simon Vaughan óperusöngvari frá Bret- landi halda tónleika í Austur- bæjarbióin.k. laugardag kl. 14.30. Undirleikari er Ólafur Vignir Al- bertsson pianóleikari. Á efnisskránni eru bæði ein- söngslög og dúettar, kunn þýsk þjóðlög, óperudúettar og lög m.a. frá Frakklandi, Italiu og Islandi. Miðar eru seldir i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og i Austurbæjarbiói við innganginn. Sigriður Ella hefur sungið viða hér heima á Islandi og einnig viða i Evrópu, en hún er um þessar mundir búsett i London. S.l. vetur söng hún, sem kunnugt er, hlut- verkCarmen i samnefndrióperu í Þjóðleikhúsinu á alls 50 sýning- um. Sigriður Ella er hér heima i stuttu leyfi, en i mánaðarlokin heldur hún i söngferð til Banda- rikjanna og Kanada. Simon Vaughan hefur sungið bæði i útvarp og sjónvarþ á Is- landi og einnig lék hann hlutverk nautabanans á nokkrum sýning- um Carmen i Þjóðleikhúsinu s.l. ár. Simon starfar sem söngvari i London og m.a. mun hann á næst- unni syngja i tveimur óperum i London, Scubert-operunni Alfonso og Estrella og hlutverk Papageno i Töfraflautunni, en hún verður flutt i nýja Beck-leik- húsinu i London. Þá er Simon einnig að búa sig undir nokkra tónieika á tónlistarhátið i London i april. Aefnisskrá þeirra Sigríðar Ellu og Simons i Austurbæjarbiói eru 24 lög.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.