Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 07.01.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Qupperneq 16
DWÐVIUINN Föstudagur 7. janúar 1977 Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348. @81333 Einnig skal bent á heimasima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans í slmaskrá. Bræla á loðnu- miðum Aöeins 4 skip fengu afla i gær á loðnumiöunum. Þaö voru Grind- vikingur 480 tonn, Asberg 340 tonn og Örn 150,en þessi skip fóru öll til Siglufjaröar, og svo fékk Pétur Jónsson 420 tonn, sem hann for meö til Raufarhafnar. Veiöisvæö- ið er um þaö bil 40 milur N-A af Kolbeinsey, þannig aö állka langt er fyrir skipin aö sigla meö aflann til Raufarhafnar og Siglufjarðar, eða um 100 milur. Astæðan fyrir þvi hve fá skip fengu afla er eflaust sú, aö nokkur bræla var á miðunum og erfitt að athafna sig. 1 gær vissi Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd um 24 skip sem lagt höfðu af stað á miðin, en mörg skip biða þess aðeins að veðrið gangi niður. —Sdór. Hrognaskilja og geymslutankar í stœrstu skipin t fyrra var gerð tilraun meö aö hafa hrognaskilju um borö i nokkrum stærstu loðnu- veiðiskipunum, og gafst það all- vel, hjá sumum aö minnsta kosti. En vandræöi komu upp með aö geyma hrognin. Þau voru sett I sérstakar tunnur, en hlupu i kökk vegna þess hve limmáttug þau eru fyrsta klukkutímann eftir aö þau eru tekin úr fiskinum. Aflaskipið Guðmundur RE tafðisf aðeins á dögunum við að komast á miðin, vegna þess að verið var að ganga frá nýrri gerð af hrognageymslutönkum um borði skipinu. Þessir tankar eru þannig að hægt er að halda hrognunum á hreyfingu fyrsta klukkutimann og koma þannig i veg fyrir að þau festist saman. Að sögn Viktors Jónssonar stýrimanns á Guðmundi FE mun þetta auka mjög hlut sjómanna ef vel tekst til, eins og hann átti von á, eftir að þessir nýju tankar eru komnir um borð. Þess má geta, að einungis stærstu loðnuskipin geta haft svona skiljur og tanka um borð, sökum þess hve rúmfrek þessi tæki eru. En með þvi að hafa þessi tæki um borð vinnst tvennt. 1 fyrsta lagi eykst aflahlutur sjómanna og eins eru hrognin miklu betri vara, ef þau eru takin strax og loðnan kemur um borð, heldur en ef beðið er i margar klukku- stundir, þar til skipið kemur að landi með farminn. — S.dór. Ný gerö geymslutanka um borö í Guðmundi RE Blikk og Stál hf: Með bestu aðstöðu allra blikksmiðja t gær veitti Félag blikksmiða blikksmiöjunni Blikk & Stál h.f. viðurkenningu fyrir aö skapa starfsmönnum sínum góöan vinnustað er varöar aöbúnaö og hollustuhætti. Kristján Ottósson, formaöur félagsins, afhenti Garöari Erlendssyni forstjóra Blikk & Stál h.f. viöurkenninguna og í greinargerö sem hann flutti nefndi hann þaö helsta sem var til stuönings viðurkenningunni: „Góð lýsing og loftræsting var allstaöar i vinnusölum ojg hreinlætisaöstaöa og öll önnur aöstaða er til mikiliar fyrirmynd- ar." Garöar Erlendsson þakkaöi Sveinafélagi Blikksmiða fyrir viðurkenninguna og sagði að hún væri góð afmælisgjöf á 15. starfs-- ári fyrirtækisins. Sveinn Sæmundsson formaður félags Blikksmiðjueigenda tók einnig til máls, óskaði fyrirtækinu til hamingju með heiöurinn og velfarnaðar i framtiðinni. Kristján Ottósson afhendir Garöari Erlendssyni (t.v.) viöurkenn- inguna frá Sveinafélagi blikksmiöa. Mynd: G.Jóh. Kyrrt á Kröflu- svæðinu — Það ernú ósköp litið aö frétta af Kröflu skömminni núna, sagöi Jón IUugason oddviti þeirra mý- vetninga við blaðið i gær. — Ég var rétt áöan aö tala við skjálftavaktina hérna. Þaö kom dálitil skjálftahrina I nótt en þó ekki verulegar hræringar. Hins- vegar hefur verið alveg kyrrt i dag. Mæling á stöðvarhúsinu frá þvi i morgun gaf til kynna að það hefði sigið aðeins frá þvi i gær.en þá var aftur á móti nokkru hrað- ara ris á þvi en verið hefur um sinn. En það má nú kannski ekki taka svona einstakar mælingar. alltof hátiðlega. Það stóð til að mæla aftur i dag.en niðurstaðan af þvi var ókomin nú rétt áðan. NU, hér eru menn ósköp rólegir, sagði Jón Illugason. Það verður að taka þvi, sem að höndum ber. Við prófuðum allan viðvörunar- búnað i morgun, bæði talstöðvar og si'renur, og þær virtust i lagi nema ein sirena við Kröflu. Mun hún verða lagfærð i dag. — mhg Seyðisfjörður Furður himinsins fœrast í aukana Furður himinsins færast sifellt i aukana og varö þeirra, aö þvi er best er vit- aö, siðast vart austur á ÁVÍSAN AMÁLIÐ: | "BIBBB,l,B,B,BBBBB-B,BB,ií“mmmmmmiaa|||||aa|aaa||IMM| Þannig vill saksóknari halda rannsókn áfram Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi greinargerð frá Þórði Björnssyni sak- sóknara ríkisins vegna ávísanamálsins: „Með bréfi.dags. 27. f.m., hafiö þér, hr. umboðsdómari, sent em- bætti rikissaksóknara fjórar skjalamöppur i máli, sem þér hafið til rannsóknar samkvæmt umboðsskrá, dags. 24. ágúst s.l., „vegna umfangsmikillar notkun- ar innistæðulausra tékka, sbr. skýrslu Seðlabanka Islands til yfirsakadómarans i Reykjavik, dags. 9. þ.m.,” eins og segir I um- boðsskránni. í fyrrgreindu bréfi yðar spyrj-, ist þér fyrir um „hvort rannsókn skuli fram halda og þá hvaða stefnu skuli taka um framhald- andi rannsókn.” Af ákæruvaldsins hálfu er þess krafist að þér haldið áfram rann- sókn málsins og tekin verði sú stefna er nú verður lýst: 1. Gerð verði aðgengileg skrá yfir alla þá tékka, sem eigi var til raunveruleg innistæða fyrir á gjalddaga þeirra eða þegar þeir voru sýndir til greiðslu. Tékkar þessir verði flokkaðir eftir útgef- endum, tékkareikningum og aldri. Ctgefendur og viðtakendur tékka þessara verði yfirheyrðir um tilefni og önnur atvik að út- gáfu þeirra, þar á meðal hvort út- gefandi hafði einhvern fyrirvara á um gjaldfang þeirra og greiðslu. Samprófun fari fram ef misræmi verður á milli fram- burða. Þá komi fram hverjir af tékk- um þessum hafa siðan verið greiddir og hvenær innistæða reyndist vera til fyrir þeim og þeir voru innleystir. Ennfremur komi fram upplýsingar um greiðslur af hálfu tékkaskuldara umfram tékkafjárhæð. 2. Rannsakað verði sérstaklega i hve rikum mæli útgefendur tékka hafa notað þá til að stofna til og halda við tékkakeðju eða keðju- sölu á tékkum, sbr. það, sem seg- ir um þaö efni i bréfi Seðlabanka tslands frá 9. ágúst s.l. 3. Rannsakað verði frekar og eins itarlega og kostur er hverja yfir- dráttarheimild hver tékkaútgef- andi kann að hafa haft þegar hann gaf út hvern einstakan tékka, sem ekki var til raunveru- leg innistæöa fyrir, sbr. 1. lið. Fram komi fjárhæð, timalengd og form yfirdráttarheimildar svo og settar tryggingar. Ef vafi kann að leika á um yfir- dráttarheimild veröi tékkaútgef- andi og sá bankayfirmaður, sem hann kveður að veitt hafi honum yfirdráttarheimildina eða hann hafi talað við um hana, yfir- Framhald á 14. siðu U Vinsamlegast II K / O gerið skil í happdrættinu hið allra fyrsta Seyöisfirði I fyrrakvöld. Gisli Sigurösson, fréttaritari Þjóöviljans þar á bæ, hringdi til biaösins i gær og sagöist honum svo frá: Skinandi bjart og fagurt veöur var hér i gærkvöldi og bragandi norðurljós á heið- skiru himinhvolfi Um 12-leyt ið um kvöldið gengu þeir út til þess að njóta norðurljósa- fegurðarinnar Rikharður Björnsson, lögregluþjónn, og Jón Arsælsson, kaupmaður. Er til kom vakti þó annað meiri athygli þeirra en norðurljósin, þvi að á norð- austurloftinu sáu þeir ein- hvern ókennilegan hlut á hægri ferð. Var fyrirbæri þetta breytilegt að stærð, lit og lögun. Stundum var það þvinær kringlótt, stundum ferkantað, þrihyrnt eða af- langt. Liturinn var sterk- hvitur en öðru hvoru sló á „hlutinn” grænum bjarma. Stundum myndaðist rauður hringur umhverfis þetta og fyrir kom, að rauði liturinn varð alveg yfirgnæfandi. Hluturinn virtist snúast i loftinu, sveif ýmist upp eöa niður en færðist þó ávallt til austurs og hvarf að lokum i háaustri, kl. 1 eftir miönætti. Höfðu þeir féiagar þá þorft á þennan kynjahlut i heila klst. og m.a. gegnum riffilkiki. Hér eystra veit enginn hvað þarna hefur verið á ferð, en hvað segja okkar tunglspekingar? —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.