Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. janúar 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA — 11 Ólafur og Axel verða í lands- liðinu í kvöld! — þegar það mætir liði íþróttafréttamanna Loksins munu is- lenskir handknattleiks- unnendur fá að sjá þá leika saman á ný með landsliðinu, ólaf H. Jónsson og Axel Axels- son, og rennur sú lang- þráða stund upp i Laugardalshöllinni i kvöld. íslenska lands- liðið sem valið var i fyrradag, mætir þá pressuliði sem iþrótta- fréttaritarar velja, og er leikurinn háður fyrir til- stilli Janusar landsliðs þjálfara, sem vill sjá þá Ólaf og Axel saman i leik. Auk þeirra tveggja hefur Arna Indriðasyni nú verið bætt i lands- liðshópinn, en hann leikur þó með pressuliðinu I kvöld, hvað svo sem verður á sunnudaginn, en þá fer annar pressuleikur fram. í þrótta maðu r á rsi ns verður kosinn í dag 1 dag klukkan þrjú munu iþróttafréttaritarar islensku fjöl- miðlanna tilkynna val sitt á iþróttamanni ársins árið 1976, og verður það gert i hófi, sem haldið verður i Glæsibæ. Núverandi handhafi nafnbótar- innar og hins glæsilega farand- bikars er Jóhannes Eðvaldsson. islenska landsliðið er þannig skipað: Ólafur Benediktsson Val Gunnar Einarsson Haukum Aðrir leikmenn: Geir Hallsteinsson FH Þórarinn Hagnarsson FH Viðar Simonarson FH Jón H. Karlsson Val Bjarni Guðmundsson Val Ólafur Einarsson Viking Björgvin Björgvinsson Viking Viggó Sigurðsson Viking Axel Axelsson Dankersen Ólafur H. Jónsson Dankersen Ágúst Svavarsson. Pressuliðið: Orn Guðmundsson ÍR Kristján Sigmundsson Þrótti Arni Indriðason Gróttu Bjarni Jónsson Þrótti Sigurbergur Sigsteinsson Fram Sigurður Gislason ÍR Trausti Þorgrimsson Þrótti Páll Björgvinsson ÍA Hörður Sigmarsson Haukum Steindór Gunnarsson Val Konráð Jónsson Þrótti Jón P. Jónsson Val Þorbergur Aðalsteinsson Vikingi Leikurinn i kvöld hefst klukkan 20.30. 1/ §m Jkeá h X LrjM i Ít!3K»flíHEi8HH gp S !JiÍ| Liðiðsem héltutan til þátttöku IPolar Cup ásamt þjálfurum. Efrið röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Þorkelsson, Eyjóifur Guðlaugsson, Ingólfur Hjörleifsson, Þórir Einarsson, Pétur Guðmundsson, . '• Þorvaldur Geirsson, fyrirliði, Stefán Kristjánsson, Stefán Friöleifsson, Ivar Geirsson og Kristinn Stefánsson. Neðri röð frá vinstri: Garðar Sverrisson, Lárentsfus Agústsson, Sigurjón Ingvarsson, Grétar Sigurðs- son, Kristján Sigurðsson, Arni Þ. Lárusson, Sigurgeir Þorleifssson og Steinn Logi Bjarnason. Mynd: G.Jóh. Unglingalandsliöiö hélt utan í gær Unglingaiandsliðiö í körfubolta hélt utan í gær- morgun til að taka þátt í Polar Cup (Norðurlanda- móti) unglinga í íþróttinni. Hópurinn sem hélt utan samanstendur af 17 leik- mönnum, tveimur þjálf- urum og einum dómara. Leikir liðsins i mótinu eru á föstudag og laugardag, tveir hvorn dag, en mótið endar á sunnudag. Þessi niðurröðun leikja er óhag- stæðokkar liði og má búast við að strákarnir verði orðnir þreyttir undir lokin. ,,Þaö mætti halda að þessi niðurröðun væri vegna þess aö allir búast við að við lendum i siðasta sæti á mótinu, en við ætlum okkur stærra hlutverk en það. Ef við vinnum mótiö þá eru tveir leikir eftir að við ljúkum okkar og myndum við þá eyði leggja mótið fyrir hinum og væri það mátulegt á þá fyrir að ganga að þvi visu að við verðum síðastir eins og þeir virðast gera.” Þetta voru orð Gunnars Gunnarssonar og Kristins Stefánssonar þjálfara liösins. Um styrkleika hinna liöanna gátu þeir félagar litið sagt, þvi hann breytist mjög ár frá ári. í þessari ferð eru ráðgerðir 4 aukaleikir, tveir við norömenn og tveir við dani, og kemur liðið aftur heim 15. jan. Arni Indriðason er nú kominn á ný inn I landsliðshópinn að loknum prófönnum i Háskólanum, en hann leikur þó ekki með landsliðinu i kvöld, heldur klæðist hann búningi pressuliðsins og velgir væntanleg- um félögum sinum trúlega undir uggunum. „Ég verð úti næstu árin” — segir Pétur „stóri” Guðmundsson Pétur Guðmundsson 18 ára unglingur er alltaf fréttaefni er hann kemur hingað heim í heimsókn. Péturstundar nám vestur« Bandaríkjunum, nánar til- tekið í Mercer Island High School í Washington fylki. Pétur sem er 2.17 metrar á hæð, stundar körfubolta af miklum áhuga þar vestra og alltaf öðru hvoru er leitað til hans til að taka þátt í mótum með íslenska unglingalandsliðinu. Núna er liðið í Osló þar sem það tekur þátt í Norðurlanda- móti unglinga, og eru möguleikar á sigri þeirra góðir, ekki síst vegna komu Péturs í liðið. En áður en Pétur hélt utan með fé- lögum sinum átti Þjóð- viljinn stutt viðtal við hann. ,,Við erum búnir að leika 8 leiki i deildarkeppninni i fylkinu og viö höfum unnið þá alla. Meðan á Polar Cup stendur leikur skóla- liðiö 3 leiki og þess vegna voru forráðamenn þar tregir til að sleppa mér, en gerðu það með þvi skilyrði að ég kæmi aftur strax og mótið væri búið, þvi að föstu- daginn 14. eigum við að leika fjögur Pétur hefur nú ákveöið aft dveljast erlendis næstu árin. mikilvægan leik og þeir vilja hafa mig með. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að leggja stund á þegar ég klára hér, en ég hef ákveðið að vera i Bandarikjunum þar til ég er búinn með skólann, en hvað siðan tekur viö er ekki á- kveðið. Jú það er rétt aö nokkrir góöir skólar eru búnir að hafa samband við mig og kanna hvort ég vilji koma til þeirra. Þar ber hæst skóla i Micigan, sem er einn af 10 bestu i Bandarikjunum og einn skóla i San Francisco. I allt er ég búinn aö fá eitthvað um 100 bréf frá skólum viðsvegar i landinu.” Um möguleika islenska liösins i Polar Cup vildi Pétur litið segja, en vonaði bara þaö besta. ,,Ég spila alla leikina i Noregi, en leikina við dani spila ég ekki þvi ég verð kominn vestur til að leika þar með skólanum.” Við óskum Pétri og félögum hans i unglingalandsliðinu góðs gengis i mótinu og Pétri i fram- tiðinni með skólann og körfu- boltann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.