Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 ÁÐAGæRÁ Innlegg um atvinnulýðræði Þaö er vonandi góðs viti að ný- lega hafa birst tvær greinar eft- ir islenska sósialista um aðild starfsfólks að stjórn atvinnu- fyrirtækja. Fyrst skrifaði Engilbert Guðmundsson á Akranesi grein um efnahagslýö- ræði hér í Dagskrá 20. nóvem- ber, siðan kom grein um at- vinnulýðræði eftir Andrés Eiriksson i Forvitinni rauðri, blaði Rauðsokkahreyfingarinn- ar, i desember. Engilbert hvatti sósialista til að hugleiða hvort þeir ættu að viðurkenna efna- hagslýðræði sem sósialiska ‘lausn og var fullur efasemda um að það væri rétt. Andrés var enn neikvæðari og varaði mjög eindregið við hvers kyns hlut- deild verkafólks i stjórn fyrir- tækja fyrr en með algeru af- |námi kapitalisma. Ég get vel tekið undir efasemdir Engil- berts og ég met viðvaranir Andrésar. Þó finnst mér hvor- ugur þeirra hafa komið að efn- inu frá réttu sjónarmiði, og þvi get ég ekki stillt mig um að blanda mér i málið. Efnahagslýðræði og at- vinnulýðræði. Fyrst örfá orð um hugtök. Báðir greina viðmælendur min- ir milli efnahagslýðræðis og at- i vinnulýðræðis og þó ekki á ná- kvæmlega sama hátt. Engilbert kallar atvinnulýðræði rétt laun- þega til þátttöku i stjórn fyrir- tækja án þess að honum fylgi eignaraðild. Efnahagslýðræði kallar hann hins vegar eignar- aðild starfsmanna og þar af leiðandi hlutdeild i stjórn. Andrés skilgreinir efnahagslýð- ræði efnislega á sama hátt, en hann vill hins vegar láta orðið atvinnulýðræði ná yfir allt saman, bæði þátttöku I stjórn með eignaraðild og án hennar. Efnahagslýðræði er þá aðeins afbrigði af atvinnulýðræði. Ég held að það sé örugglega þörf á orði sem nær yfir hvers konar stjórnaraðild starfsfólks og tek þvi upp hugtakanotkun Andrés- ar. Ég tala þvi hér um atvinnu- lýðræði án þess að gera upp i hvert skipti hvort ég hugsa mér það með eignaraðild eða án hennar. Hvaö er sósíalismi? Þegar við metum hvort at- vinnulýðræði geti talist sósialisk lausn þurfum við fyrst að gera upp við okkur hver sé megin- kjarni sósialisma. Frá minu sjónarmiði er hann sá að at- vinnutækin séu undir stjórn verkalýðsstéttar. Ég veit ekki til að nokkurs staðar hafi verið fundin upp aðferð til að koma þeirri stjórn svo fyrir að alls kostar fullkomið sé og galla- laust. Sósialistar geta vel viður- kennt það, þvi að allar lausnir þeirra hafa samt sem áður margfalda yfirburði yfir kapitalismann sem þeir eiga i höggi við. Hingað til hefur verið beitt i grundvallaratriðum tveimur aðferðum til að koma við stjórn verkalýðs á atvinnutækjum. önnur er sú að rikið eigi at- vinnutækin og rikið lúti aftur stjórn verkalýðsstéttar i gegn- um verkalýðsflokka. Þetta er i meginatriðum sú aðferð sem beitt er i Sovétrikjunum, og er vist óþarfi að minna á að hún hefur þótt hafa ýmsa galla þar. Þessi aðferð hefur lika fengið mikla reynslu i Bretlandi. Ég veit ekki hve mikill hluti af iðnaðí breta er þjóðnýttur, en hygg að það sé ekki miklu minna en helmingur. Hins veg- ar hefur að minnsta kosti til skamms tima verið óþekkt að starfsfólk hefði nokkurt atkvæði i stjórn rikisrekinna fyrirtækja. Þau hafa lotið mjög sterku mið- stjórnarvaldi, enda býsna al- gengt að hatrömm verkföll lami þjóðnýtt fyrirtæki i Bretlandi, eins þó að pólitisk völd i landinu séu i höndum Verkamanna- flokksins. Hin aðferðin er sú að hvert fyrirtæki lúti stjórn starfs- manna sinna og sé þá starfrækt likt og samvinnufélag. Þetta kerfi skilst mér að sé mest notað i Júgóslaviu svo að dæmi sé tek- ið. Með þvi ætti að vera girt fyr- ir ágreining milli starfsfólks og fjarlægrar miðstjórnar en á hinn bóginn er engin trygging fyrir þvi að hvert fyrirtæki vinni i þágu verkalýðsstéttarinnar i heild. Til dæmis er hugsanlegt að tvær verksmiðjur byrji að keppa sin á milli rétt eins og i kapitalisku hagkerfi. Milli þessara tveggja leiða eru svo auðvitað ýmsir milli- vegir, eignarhald sveitarfélaga og ýmis konar samstjórn rikis og starfsfólks. Öþarfi er að eyða rúmi i það hér, enda drap ég að- eins á þessar tvær grundvallar- aðferðir til þess að minna á að það er flókið mál og erfitt úr- lausnarefni að koma fyrir stjórn verkalýðsstéttar á atvinnufyrir- tækjum svo að reglulega vel fari. Við höfum þvi engin efni á að dæma neina eina leið úr leik með þvi að benda á að hún hafi ýmsa galla eða hættur i för með sér. Það hafa allar leiðir til sósialisma eins og öll önnur þró- un. 1 stað þess að taka i eitt skipti fyrir öll afstöðu til hug- myndarinnar um atvinnulýð- ræði, með eða á móti, verðum við að leggja á okkur að spyrja við hvert skref sem kemur til mála að stiga: Eykur þetta skref völd verkalýðs yfir at- vinnutækjunum? Ef það gerir það er það sósialisk lausn, og þá geta sósialistar ekki hafnað þvi. Ég get alveg fallist á að verka- fólk eigi að afþakka ef þvi er boöið að ráða litnum á vinnu- stað þar sem það er arðrænt og niðurlægt, en það þýðir ekki að atvinnulýðræði hljóti alltaf að snúast um slikt. Gegn aðvörunum Andrésar Eirikssonar og tortryggni eftir Gunnar Karlsson, lektor Engilberts Guðmundssonar hef ég að öðru leyti tvennt að segja: í fyrsta lagi á það við allar félagsumbætur að nokkur hætta er á að þær dragi úr baráttuvilja verkafólks. En vildum við vera án almannatrygginga, atvinnu- leysisbóta eða húsnæðislána þess vegna? Hið sama getur að einhverju leyti átt við atvinnu- lýðræði. I öðru lagi verður aldrei neinn sósialismi fram- kvæmdur nema verkafólk að- hyllist sósialisma, og það grunar mig að hafi vantað á i þeim dæmum sem þeir tilgreina til varnaðar. Úroltír eigendur Annau ætlaði ég ekki að taka upp hanskann fyrir atvinnulýð- ræði sem félagsumbót heldur af þvi að ég held að það sé fullt eins hugsanleg leið til sósiaiisma eins og hver önnur, og það jafn- vel án þess að hróflað sé við formlegum eignarrétti. Það er alkunna að sögnin að eiga hefur breytt talsvert um merkingu i mörgum löndum siðan á upp- hafstimum kapitalismans. Þeg- ar rikið tekur sér rétt til að inn- heimta verulegan hluta af ágóöa i sköttum, fyrirskipa mengunarvarnir, banna sam- runa fyrirtækja, verðleggja af- urðir o.s.frv., þá á kapitalistinn ekki verksmiðju sina á sama hátt og forfaðir hans fyrir 100 árum. Ég er ekki vonlaus um að þessi merkingarbreyting sagnarinnar að eiga geti haldið áfram ef verkalýðsstéttin rekur á eftir henni. Eftir nokkra þróun löggjafar um atvinnulýðræði kynnu til dæmis að verða sam- þykkt lög þar sem kveðið væri á um að fyrirtæki i einkaeign lytu 5 manna stjórn og þar sætu: 2 fulltrúar starfsfólks 1 fulltrúi rikisins 1 fulltrúi sveitarfélags 1 fulltrúi eigenda. Siðan mundi smám saman koma i ljós að fulltrúi eigenda hefði langminnstra hagsmuna að gæta og þá kynni að verða samþykkt að hann sæti i stjórn- inni án atkvæðisréttar um þau atriði sem verulegu máli skiptu. Siðan gætu menn rætt um það i umræðuþáttum i sjónvarpinu hvort kannski væri rétt að af- nema eignarhald á atvinnutækj- um. Ég á ekki við að þetta muni gerast vegna þess að lög verði sett um það. Löggjöf veldur auðvitað engum þjóðfélags- breytingum. Ég á ekki heldur við að það muni gerast átaka- laust eða fyrirhafnarlaust. En svo er ekki um neinar leiðir til sósialisma. Þetta hefur gerst Þetta eru auðvitað draumór- ar, og þó ekki eingöngu. Fram- tiðarsýn min er söguleg hlið- stæða við það hvernig borgara- stéttin tók áður fyrr við völdum af aðli og þjóðhöfðingjum i mörgum löndum Evrópu. Viða var borgarastéttinni fyrst feng- in óveruleg aðild að löggjafar- valdi i trausti þess að rikis- stjórn, konungar eða lávarða- deildir hefðu þrátt fyrir allt allt- af undirtökin. Og þetta var ekki veitt af góðmennskunni einni heldur kannski einkum til þess að gera borgarastéttina sam- vinnuþýðari um að borga skatta. En það fór svo i hverju rikinu af öðru að borgarar náðu i sinar hendur meiri og meiri hluta af völdunum uns þeír réðu i rauninni öllu. Auðvitað gerðist þetta sums staðar með bylting- um, og alls staðar gerðist það vegna þess að gömlu vald- hafarnir sáu fram á hættuna á byltingum. En eftir á skiptir engu máli hvort aðillinn var hálshöggvinn eða settur á. I báðum tilvikum varð nákvæm- lega jafnmikil fjarstæða að láta hann ráða nokkru. Ég held það geti farið eins með atvinnurek- endurna okkar ef við notum hvert tækifæri sem gefst. Allt um fyrstu skref Þjóö- leikhússins Andrés Þormar safnaði á bók Þjóðleikhúsinu barst nýlega Þormar leikritaskáidi og fyrrum höfðingleg gjöf frá Andrési gjaldkera. Er það bók þar sem hann hefur safnað ölium gögnum og umsögnum I blöðum um vfgslu Þjóðleikhússins, undirbúning og starf þess á fyrstu mánuðum. Bókin er fagurlega innbundin og verður til sýnis á Kristalssal á sýningum i leikhúsinu næstu vik- urnar. Andrés Þormar er gamall leikhúsunnandi og kunnur bóka- safnari og mun til dæmis eiga eitt merkasta safn islenskra leikrita, sem til er. Hann sést hér á myndinni við gjöf sina, en með honum á myndinni eru nokkrir af leikurum og starfsmönnum, sem hafa starfað við leikhúsið allt frá opnum þess. Þeir eru, talið frá vinstri: Valur Gislason, Róbert Arnfinnsson, Herdis Þorvalds- dóttir, ögmundur Kristófersson, gefandinn Andrés Þormar, Bjarni Stefánsson, Þorlákur Þórðarson og Kristinn Daniels- son. Hin myndin er af Páli Isólfs- syni, sem gefin var Þjóðleik- húsinu annan i jólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.