Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 5
Þri&judagur 15. febrúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 5 Heildaraflinn 975 þúsund lestir í fyrra Nú liggja fyrir bráöabirgða- tölur um heildarfiskafla lands- manna á nýliðnu ári. Kemur þar i ljós að hann er ivið minni en áriö á undan. Þaö sem helst heimild gaf til kynna að aflinn árið 1975hefði verið 984.344 lest- ir en þegar farið var i saumana á þeirri tölu hækkaði hún um tæplega 10 þúsun tonn þannig að veldur þessum mismun er að loönuaflinn var liðlega 48 þús. lestuin minni en árið 1975. Hins vegar júkst bolfiskafli togar- anna um rúmlega 17 þúsund tonn. Samkvæmt þessum bráða- birgðatölum sem byggðar eru á aflafréttum timaritsins Ægir nam heildaraflinn 974.587 lest- um á árinu sem leið. Sama allsnam afli landsmanna það ár 994.280 lestum. Ef litið er fyrst á bolfiskaflann kemur i ljós að bátaaflinn stendur svo til alveg i stað, hann nam 240.395 lestum i fyrra en 240.124 lestum árið áður. Hins vegar eykst togaraaflinn úr 179.297 lestumárið 1975 i 196.545 lestir i fyrra. Töluverð afla- aukning á sér stað alls staöar á landinu nema hjá austfjarða- togurunum, þar minnkar hann um liðlega 4 þúsund lestir. Sildaraflinn er mjög svipaður og árið áður en þó hefur sú merkilega breyting orðið á að nú er i fyrsta sinn landað meira magni innanlands en erlendis. Aflinn á heimamiðum eykstum 5þúsund lestir en dregst saman um hartnær 8 þúsund lestir i Norðursjó. Þá er það loðnan. I fyrra var landað innanlands 449.070 lest- um en árið áður 460.009 lestum. Erlendis var landað tæplega 9 þúsund lestum ifyrra en liðlega 40 þúsund lestum árið 1975. Hins vegar segja þessar tölur ekki alla söguna. Eins og menn muna varð loðnuaflinn á vetrar- vertiðinni i fyrra mun minni en árið áður vegna verkfalls. Á hinn bóginn lönduðu loðnuskipin 111 þúsund lestum i sumar og haust en aðeins 4 þúsund lestum á sama tima árið áður. Hvað áhrærir annan sjávar- afla þá verður aukning milli ára á öllum tegundum: rækju, humri, hörpudiski, kolmunna, hrognkelsum og spærlingi og munar mestu á siöastnefndu tegundinni. —ÞH Umferðarkortiö Fylgjum reglum, forðumst slys V erðlaunasamkeppni Samvinnutrygginga Fram til 15. mars nk. stendur yfir verðlaunasamkeppni og get- raun sem Samvinnutryggingar gt. hafa efnt til meö það fyrir aug- um að auka þekkingu fólks á um- ferðarreglum. Ein verðlaun eru i boði: ferð fyrir þrjá til Kanari- eyja að verðmæti 225 þús. kr. Samvinnutryggingar hafa gefiö út litprentað umferöarkort á stærð við skrifborðsplötu (138 sm langt). A þvi koma yfirleitt fyrir allar þær aöstæður sem þekkjast i daglegri umferð borgarbúa. Um- feröarráð leiöbeindi við gerð kortsins. Ef vel ætti aö vera þyrfti hver fjölskyda i landinu að eignist umferðarkort og foreldrar bæði æfi sig og leiöbeini börnum slnum þannig, að allir öölist betri skilning á umferöarreglum. Auk- in þekking almennings á lögmál- um umferðarinnar er ein megin forsenda þess að umferðarslysum Kanaríeyjaferd fyrir þrjá í verdlaun fækki, og er samkeppnin til þess ætluð að koma fólki á sporið, fáþað til aö nota kortið og glöggva sig á aðstæöum sem það hefur verið I vafa um til þessa. Arekstur á um- ferðarkortinu er ólikt meinlausari en árekstur i umferðinni. Kortið er svo stórt að unnt er aö nota minnstu gerö leikfangabila viö aksturinn. Til þátttöku i verðlaunasam- keppninni þarf að svara 36 spurningum og senda svörin til Samvinnutrygginga fyrir 15. mars n.k. Umferðarráð samdi spurningarnar. Verkefniö er sett upp sem krossapróf og auðunniö, sé þekkingin fyrir hendi. öllum landsmönnum er heimil þátttaka i samkeppninni. Umferðarkortið og spurninga- listar meö svarseðlum fást á aðalskrifstofu Samvinnutrygg- inga og I umboöum félagsins um land allt. Umferðarkortið kostar kr. 200.- en spurningalistar og svarseðlar eru afhentir án endur- gjalds. Spurningarnar munu birt- ast i auglýsingum I dagblööurium nú á næstunni og fylgja svar- seðlar þar með. I dómnefnd samkeppninnar eru eftirtaldir menn: Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiöaeftirlits rikisins, Sigurður Agústsson full- trúi Umferöarráðs og Sturla Þórðarson, fulltrúi Lögreglu- stjórans i Reykjavik. Verðlaunaöar og innkeyptar tillögur úr norrænni samkeppni um skipu- lag Vestmannaeyja eru til sýnis i anddyri Norræna hússins þessa viku. Aðgangur ókeypis. Allir ve-lkomnir NORRÆNA HÚSiO Lögtök Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn. gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, timabundnu vörugjaldi v/jan. — sept. 1976 skipulagsgjaldi af ný- byggingum, söluskatti fyrir október, nóvember og desember 1976, svo og nýá- lögðum viðbótum við söluskatt, lesta- vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1976, gjaldföllnum þungaskatti af dis- ilbif'reiðum samkvæmt ökumælum, al mennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum á- samt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 9. febrúar Í976. Blikkiðjan Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — enntremur hverskonar blikksmfði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfí: Reykjavík: Laufásveg Bólstaðarhlíð Lönguhlíð ÞJÓÐ VILJINN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 Gólfteppahreinsunin Hjallabrekku 2 Tek í hreinsun og þurrkun allskonar teppi og mottur. Fer í heimahús ef óskað er. Símar 41432 og 31044. Togaraafli jókst mest

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.