Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 8
8 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. febrúar 1977
Gert Petersen Ib Christensen Erhard Jacobsen Anker Jörgensen Knud Jespersen Mogens Glistrup
Stefán
Ásgrímsson,
fréttarítarí
Þjóðviljans í
Kaupmanna-
höfn:
Poul Schluter
Jens Möiler
Kurt Hansen
Poul Hartling
Svend Hauggárd
Kosningaloforð dönsku flokkanna
Flokkur eftirlaunafólks,
Pensionistpartiet, sem nýlega
hlaut viðurkenningu sem fullgild-
ur stjórnmálaflokkur, býöur i
fyrsta sinni fram í þingkosning-
unum 15. febr. nk. Flokksstofnun-
inerframhald þeirrar þróunar aö
einstakir hagsmunahópar stofna
með sér stjórnmálaflokk og bjóöa
fram tii þings.
Stefnuskrá flokksins er ekki
mikil aö vöxtum, rúmast á 2
siðum vélrituðum og er um flest
óljós mjög, nema aö þvi er
beinlinis varðar hagsmuni eftir-
launafólks, en flokkurinn hyggst
vinna að þvi að eftirlaun hækki og
verði skattfrjáls.
í öðrum málum er litið lagt til
málanna. Formaður flokksins
segir.aðhverjum og einum fram-
bjóðanda sé frjálst að hafa sina
sérkoðun á hverju þvi máli er
ekki varðar beint hagsmuni eftir-
launafólks. Fiokkurinn telur þó
að Danmörk skuli áfram vera
konungsriki, en hætta skuli uppi-
haldi á fjarskyldum ættingjum
konungsfjölskyldunnar.
Spara þurfi i rlkisrekstrinum,
en ekkert er greint frá hvar helst
skuli bera niður. Varðandi af-
stöðuna til NATO og EF sagði
formaðurinn að afstaða yrði tekin
eftir kosningarnar og mega þvi
væntanlegir kjósendur kaupa
köttinn i sekknum hvað varðar
flest stefnumál flokksins.
Skoða nakan na nir.
Sósialdemókratar hafa bætt
stöðu sina á fyrstu viku kosninga-
baráttunnar samkv. skoðana-
könnun Observa, sem gerð var
opinber 6. febr. sl. og eru þeir eini
flokkurinn sem hefur aukið fylgið
um meir en eitt prósent frá sið-
ustu könnun, (31. des.) Flokkur-
inn hefur nú samkv. þessu 36%
fylgi, en fékk i kosningunum 29.
jan. 1975, 29,9%. Annars lita töl-
umar svona út.
31. des. 31. jan.
1976 1977
Sósialdem. 33% 35%
Radikale venstr. 5% 5%
thaldsflokkurinn 6% 6%
Réttarsambandiö 2% 2%
Sósialiski þjóðarfi. 7% 6%
Kommúnistafl. 4% 3%
Miðdemókratar
Flokkur
eftirlaunafólks 0% 0%
Kristilegi þjóöarfl. 4% 4%
Venstre 16% 16%
Vinstri sósiaiistar 3% 3%
Framsóknarfl. 17% 16%
Samkvæmt þessari könnun yrði
skipting þingsæta þannig:
Sósíaldemókratar 61 (53),
Radikaie Venstre (tiltölulega rót-
tækur miðflokkur) 9 (13), íhalds-
flokkurinn 11 (10), Réttarsam-
bandið 4 (0), Sósialiski. þjóðar-
flokkurinn 10 (9), Kommúnista-
flokkur Danmerkur 5 (7),
Miðdemókratar 7 (4), Kristilegi
þjóðarfiokkurinn 7 (9), Venstre
(ihaldssamur miðflokkur) 28
(42), vinstrisóslalistar 5 (4) og
Fram sóknarflokkurinn
(Glistrup) 28 (24). (Tölurnar i
svigunum eru þingmannafjöldi á
siðasta þingi.)
Samkævmt þessum tölum
skoðanakannanastofnunarinnar
Observa hafa ágústflokkarnir
svokölluðu, sem stefna að verð-
stöövun og launafrystingu og
beinni ihlutun i yfirstandandi
kjarsamningum styrkt stööu sina
sem nemur 6 þingsætum. Þessir
flokkar eru sósialdemókratar,
radikalar, Ihaldsflokkurinn, mið-
demókratar (hægri klofningur úr
sósialdemókrötum) og Kristilegi
þjóðarflokkurinn. Þeir höfðu á
siðasta þingi (89) þingmenn,
en samkvæmt þessu hefðu þeir
samtais 95 þingmenn.
Dagblaðið Aktuelt lagði fyrir
flokkana spurninguna: „Með
hver jum getur flokkur yðar hugs-
að sér að starfa eftir kosningarn-
ar?” Svörin sem forkólfar flokk-
anna gáfu, fara hér á eftir þýdd
og endursögð og gefa þau allgóða
mynd af kosningamálum flokk-
anna og greinilegt er að þeir
Hartling og Glistrup renna nú
hýruauga hvor til annars og eiga
launþegar og svo maður nú ekki
tali um atvinnuleysingja, ekki
von á góðu, ef þeir standa að
næstu stjórn.
Anker Jörgensen,
Sósialdemókrataflokkn-
um.
Það eru tvö meginmál sem
flokkurinn leggur áherslu á fyrir
þessar kosningar og þau eru: A:
Að rekin verði félagslega sann-
gjörn pólitik, sem taki fullt tillit
tilhinna veikustu og lakastsettu i
þjóðfélaginu og tryggi félagslegt
réttlæti, jöfnuð til mennta og góða
heilbrigðisþjónustu. B: Aðþannig
verði að stjórn landsins staðið eft-
ir kosningarnar, að atvinnuleysi
verði útrýmtog grundvöllur verði
lagðurað þvi að atvinna verði um
ianga framtið næg og stöðug. Að
þessum markmiðum hefur flokk-
urinn keppten i jan. sl. urðum við
aðbita I það súra epli að á siðasta
þingi gátum við ekki komið fram
þessum meginmálum og þvi ruf-
um við þing og boðuðum til kosn-
inga tilað leita liðsinnis kjósenda
til að koma þeim í höfn.
Um þessi meginatriði viljum
við hafa samstarf við aðra flokka
og þá er spurningin hverjir vilja
starfa með okkur að þessum
markmiðum. Nú sem stendur vit-
um við ekki nákvæmlega hverjir
eru llklegastir en reynslan hefur
kennt oss ýmislegt.
Vist er að Kommúnistaflokkur-
inn og Vinstrisósialistar hafa ekki
áhuga á að starfa eftir þingræðis-
legum leikreglum. Klofningur
innan Sósialiska þjóðarflokksins
gefur ekki ástæðu til að ætla að
við getum reiknaö meðþeim, sam-
starf við Framsóknarflokk Gli-
strups er útilokað vegna þess að
við metun samvinnu- og sam-
neysluhugsjónina mikils og of
mÚcið ber i milli okkar og flokks,
sem hefur einkahagsmunina að
hugsjón. Auk þess er
Framsóknarflokkurinn áhuga-
laus um skynsamlega langtlma
pólitik, enda hentistefnuflokkur.
Kjósendur verða aö gera sér ljóst
að þvi fleiri atkvæði sem þessir
sýndarmennskuflokkar fá, þvi
erfiöara verður um samvinnu-
möguleika varðandi lausn á
vandamálum þjóðarinnar.
Svend Hauggard,
Rad. Venstre.
Þegar þing var rofið, stóöu yfir
samningaviðræður milli ágúst-
flokkanna 5, en Venstre gerði út
af viö þær með ósveigjanleika
sinum og pólitiskri spiiamennsku.
Eftir kosningarnar veröur það
meginatriði að halda áfram þvi
starfi, sem i gangi var hjá þess-
um flokkum og sérstaklega er
mikilvægt að stefna þeirra 1
launa-og fjármálum verði tryggö
á eins breiðum grundvelli og
kostur er.
öfgaflokkarnir tveir á vinstri
vængnumogsá á hægri vængnum
hafa sýnt sig óhæfa til samstarfs
um þessi mál og Sósialiski
þjóðarflokkurinn á við innri
vandamál að etja, en viö aðra
flokkaerum við tilbúnir til sam-
starfs.
Eftir aö samkomulag hefur
náðst um efnahagsstefnuna er
nauðsynlegt að samkomulag
verði gert með væntanlegum
stjórnarflokkumum að þing verði
ekki rofið fyrir 1980 til að tryggð-
ur verði vinnufriður og pólitískur
stööugleiki.
Poul Schluter, íhalds-
flokknum.
Flokkurinn mun vinna að þvi að
ágústflokkarnir haldi áfram
þeirri fjármálastefnu sem þeir
hafa fylgt til siöustu þingslita, ef
þingstyrkur fæst til. Ef svo
verður ekki, er útlitið sannarlega
dökkt.
Ihaldsflokkurinn er fylgjandi
myndun borgaralegrar fjöl-
flokkastjórnar en á þeim timum
sem slikterómöglegt, vinnum við
með þeim flokkum sem við getum
haft einhver áhrif á.
Við höfum átt hlut að tíma-
bundnum launa- og verðstöðvun-
um og munum vinna efiir kosn-
ingar á svipaðan hátt og við gerð-
um á siðasta þingi.
Ib Christiansen,
Réttarsambandinu.
Það er grundvallaratriði um
hvaða mál flokkurinn hefur sam-
starf við aðra flokka, ekki hver
flokkurinn er sem samstarf er
haft við. Við álitum að fyrirfram
getum við ekki útilokaö neinn
möguleika i þessu efni, en hins
vegar eru nokkrir flokkar það
öfgasinnaðir að samstarf við þá
er aðeins hugsanlegt á mjög af-
mörkuðu sviði.
Við höfum haft samstarf við
Sósialiska þjóðarflokkinn,
Kom m únis t af lokkin n og
Vinstrisósialista i málum er
varða andóf gegn veru okkar i
EBE. Einnig viljum við gjarnan
hafa samvinnu við Sósiald. og
Radikale Venstre i lóða- og
landamáium, ef þeir taka skrefið
til fulls og fylgja okkar áliti i þvi
að allt land skuli vera samfélags-
leg eign og lóðabrask þar með úr
sögunni.
Gert Petersen
Sósialiska þjóðarflokkn-
um.
Spurningin er sú, ,,um hvaða
mál verður höfð samvinna en
ekki með hverjum.” Hægri sveifl-
an er aöeins vandamál vegna
þess að margt verkafólk hefur
ánetjast henni.
- Við getum ekki haft neina sam-
vinnu við hægri flokka vegna þess
aö þeir stefna að ójöfnuði i
þjóðfélaginu og misskiptingu,
þannig að þeir veikari bera
þyngri byrðar en þeir sem betur
mega við þvi. Sérstaklega er
þetta áberandi hvað varðar
stefnu þeirra i skatta- og hús-
næðismálum.
Sósialiski þjóðarflokkurinn get-
ur ekki sætt sig við höfuð-
markmið ágústflokkanna I efna-
hagsmálum, sem eru i eðli sinu
atvinnuleysisaukandi, fyrir nú
utanað launafrysting er hneyksli.
Við viljum hafa samvinnu við
þá flokka, sem vilja útrýma at-
vinnuleysinu, endurskoða tekju-
skattslögin, stöðva hækkanir á
vöruverði og húsaleigu, berjast
gegn skrifræði og endurbæta
félagsleg skilyrði, menntunar-
möguleika og þróun alls menn-
ingarlifs. 1 þessum efnum getum
við hugsað okkur samvinnu við
Sós.dem. og flokkana til vinstri
við þá.
Við litum að visu ekki sömu
augum og þessir flokkar á hvern-
ig beri að koma þessum málum i
höfn, en erum tilbúnir aö slaka til
þar sem i milli ber, en fái þessir
Framhald á bls. 18
Stjórnarkjör í Félagi starfsfólks í veitingahúsum:
Tveir listar komu fram
A föstudag rann út frestur til að
skila framboðum i stjórnar og
trúnaðarráöskosningum Félags
starfsfólks i veitingahúsum.
Fram komu tveir listar og mun
það vera f fyrsta skipti i sögu
þessa féiags.
Listi stjórnar og trúnaöar-
mannaráös er þannig skipaöur:
Formaður: Indriði Hall-
dórsson. Meðstjórnendur Mál-
friður ólafsdóttir, Maria Sigur-
geirsdóttir Hótel Sögu, Anna M.
Kristjánsdóttir Flugleiðum,
Ingólfur Jökulsson Hótel Esju,
Sigrún Gísladóttir Hótel Holti,
GIsli Pálmason Naustinu.
Varastjórn: Þórunn Thorlacius
Hótel Sögu, Rannveig Magnús-
dóttir Flugleiðum, Jóna M. Jó-
hannsdóttir Skiphól, Gestur
Kristinsson Flugleiðum.
Trúnaðarmannaráð: Halldór
Jónsson Hótel Sögu, Guðmundur
Ólafsson Þórskaffi, Asdis Þór-
hallsdóttir Flugleiðum og Anna
Sigurðardóttir Flugleiðum.
Varamenn: Vigdis Bjarnadótt-
ir Hótel Sögu og Stefanla Runólfs-
dóttir Flugleiðum.
Hinn listinn sem fram er kom-
inn er þannig skipaður:
Stjórn: Kristinn Hrólfsson. óð-
ali formaður, Meðstjórnendur eru
Kristrún Guðmundsdóttir Skip-
hól, Hrefna Jóhannsdóttir Flug-
leiðum, Ingigerður Sæmundsdótt-
ir Flugleiðum, Bjarni Hermanns-
son Flugleiðum, Jónina Davíös-
dóttir Flugleiðum og Ragnheiður
Erlendsdóttir Norræna húsinu,
Varastjórn: Lilja Kristjansen
Skrlnúnni, Guðmunda Davlðs-
dóttir Flugleiðum, Gestur Krist-
insson Flugleiðum, Kristín Egg-
ertsdóttir Norræna húsinu.
Trúnaðarmannaráö: Stefania
Runólfsdóttir Flugleiðum, úlfar
Hellerc Klúbbnum, Anna Queen
Flugleiðum, Unnur Ingólfsdóttir
Flugleiðum.
Varastjórn: Petra Þórlinds-
dóttir og Lárus Brown Óðali.
—GFr