Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. febrúar 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA — 9
Frá bændafundinum í Borgarnesi
Nú glldlr að
láta ekki
deigan siga!
Undanfarnar vikur
hafa bændur haldið all-
marga fundi, þarsem
þeir hafa einkum rætt
kjaramál stéttarinnar.
Eru bændur almennt á
einu máli um, að þau séu
komin i hið mesta óefni.
En jafnframt þvi, sem
ástandið i þessum efn-
um hefur verið gagn-
rýnt, hafa fundarmenn
einnig bent á leiðir til
úrbóta.
Siðasti bændafundur-
inn var haldinn i Borg-
arnesi fyrir rúmri viku.
Blaðið hafði samband
við einn fundarmanna,
Guðmund Þorsteinsson,
bónda á Skálpastöðum i
Lundarreykjadal, og
spurði hann frétta af
fundinum.
Þungt I mönnum
— Fundurinn i Borgarnesi var
ákaflega fjölmennur. sagöi
Guömundur, umræöur mjög
miklar og fundarmenn einhuga.
Aðalumræöuefniö voru kjaramál
bændastéttarinnar. Var mjög
þungt i mönnum yfir fjárhags-
segir
Guðmundur
Þorsteinsson
á Skálpastöðum
Guðmundur Þorsteinsson
legri afkomu stéttarinnar, sem
farið hefur hriðversnandi, ekki
sist sl. ár. Dýrtiöin veltur áfram
með risaskrefum, en hækkanir á
búvörum halda ekkert i viö hana.
Eftir 2 ár
Þá hefur oröiö mikill og til-
finnanlegur dráttur á fullri
útborgun afuröaverös. Bændur
eru þannig settir nú, aö þeir fá sin
laun aö nokkru eftir dúk og disk.
Við getum tekiödæmi, sem sýnir
mjög skýrt hvernig þetta kemur
út. Bóndinn kaupir áburö voriö
1876. Mjólkina, sem sá áburöur
gefur af sér, framleiöir hann aö
miklu leyti á árinu 1977. Endan-
legt uppgjör fyrir þá framleiöslu
fær hann hins vegar ekki fyrr en á
árinu 1978, tveimur árum eftir aö
hann hefur keypt áburöinn. Ég
efast um að nokkur önnur stétt i
landinu mundi una svona fyrir-
komulagi á launagreiöslum.
Aburöinn þyrfti aö greiöa nköur
strax, en niöurgreiöslur á honum
voru felldar niöur sl. vor.
Þá er auövitaö brýn nauösyn á
aö auka bæöi afuröa- og rekstr-
arlán til bænda og þeirra fyrir-
tækja, sem hafa með höndum sölu
á afurðum þeirra. Til álita kemur
einnig lækkun á raforkuveröi, en
það verður æ þyngri baggi með
hverju árinu, sem liöur.
Árangur samstöðu
Megn óánægja hefur einnig
komið fram yfir tregöu rikis-
valdsins meö aö standa skil á
uppbótum og niöurgreiöslum á
réttum tima. Með hörkubrögðum
haföistþetta af nú fyrir áramótin
og er naumast ástæöa til þess aö
draga i efa, aö þau málalok hafi
veriö bændafundunum að þakka
ogþeirri samstööu, sem þeirhafa
sjait hjá bændum. Slæm staöa
rikissjóös gagnvart Seölabankan-
um gerir honum auðvitað
erfiöara um vik meö aö knýja á
um fjármuni til aukinna afuröa-
og rekstrarlána. En ekki er sann-
gjarnt aö þaö sé látið bitna á
bændum.
Ég hygg, aö bændur telji þaö al-
mennt óráölegt aö fella úr gildi
það ákvæöi, aö laun þeirra skuli
miöast viö kaup annarra tiltek-
inna þjóöfélagsstétta. Hvað kæmi
þá i staðinn?
Gagnrýni á skatta-
lagafrumvarpið
Gagnrýni kom og fram á þaö
ákvæði i skattalagafrumvarpi
rikisstjórnarinnar, aö áætla
bændum skatttekjur jafnhliða
þvi, sem sýnt þykir aö létta eigi
byröum af hátekjumönnum.
Skattlagning á félagsamtökum
bænda er einnig óhæfa, og er
raunar torvelt að trúa þvi, aö
landbúnaöarráöherra standi aö
svona frumvarpi.
Með sanngirni og festu
NU, hér veröa auövitaö, i
örstuttu spjalli, engin viðhlítandi
skil gerö öllu, — og raunar engu
þvi, — sem á góma bar á þessum
fundi. Flest, — en þó engan
veginn allt, - kemur lika fram i
þeim ályktunum, sem fundurinn
samþykkti og birtar hafa veriö i
fjölmiðlum. Veröur þvi að visa til
þeirra. En mér þykir sýnt, aö
þessifunduri Borgarnesi og aörir
slikir, sem á undan hafa fariö,
bendi til þess, aö bændur séu að
vakna til aukinnar vitundar um
rétt sinn, þýöingu og þjóöfélags-
stöðu. Þaö sem nú gildir er aö láta
ekki deigan siga, en sækja fram
meö sanngirni og festu.
Að velja sér
rétta bandamenn
En aö lokum vil ég segja þaö, —
og legg á þaö áherslu, — að bænd-
ur þurfa aö gæta þess, aö þeir eru
ekki einangruö stétt i þjóöfélag-
inu, eiga ekki aö vera þaö og geta
ekki verið þaö. Afkoma þeirra er
óhjákvæmilega tengd aficomu
annarra stétta. Þegar aö þeim
stéttum sverfur efnalega, svo
sem nú gerir, þá hlýtur þaö einnig
að bitna á bændum, þvi lág laun
hjá almenningi i bæjunum þýöir
minni kaupgetu og þá um leið
samdrátt i sölu á framleiðsluvör-
um bænda. Aukinn skilningur á
nauösyn samstöðu meö almenn-
ingi I bæjunum og bændum er
kannski eitt af brýnustu hags-
munamálúm bændastéttarinnar.
— mhg
Hajek, fyrrum utanríkisráðherra Dubceks:
Tékkneskir andófs-
menn eiga samleið
með vestur-evrópsk
um kommúnistum
Jiri Hajek/ utanrikisráð-
herra Tekkóslóvakiu á
tímum Dubceks og einn af
forystumönnum þeirra
andófsmanna sem standa
að Mannréttindaskrá —77,
hefur í nýlegu viðtali lagt
sérstaka áherslu á sam-
stöðu sína og féiaga sinna
og þeirra flokka sem
kenndir eru við Evrópu-
kommúnisma á Vestur-
löndum.
1 viötali viö Spiegel segir Hajek
orörétt:
„Viö kommúnistar og sósialist-
ar Tékkóslóvakiu, sem eftir 1968
vorum reknir úr flokknum og úr
pólitisku lifi, litum á okkur sem
hluta þeirrar hreyfingar sem oft
er köliuö Evrópukommúnismi.
Kjarni viöleitni italskra,
spænskra . franskra, enskra og
sænskra félaga okkar er i sam-
ræmi viö hugmyndir okkar frá
1968.”
Siðar i viötalinu segir Hajek:
,,AÖ sjálfsögöu er einmitt stuön-
ingur erlendra vinstrisinna eink-
ar þýöingarmikill fyrir okkur.
Hér i Prag er alltaf veriö aö lýsa
okkur sem afturhaldsmönnum
svonefndum rétt eins og reynt var
að kalla okkur andbyltingarsinna
árið 1968, þótt aö viö i reynd verö-
umst fyrir vrikri og menneskju-
legri þróun sósialisma”.
Hajek segir I viötalinu, aö þeir
sem undirrituðu mannréttinda-
skjaliö hafi blátt áfram viljað aö
staðiö sé viö alþjóölega
samninga um mannréttindi, enda
séu þeir i fullu samræmi viö
sósialiska stjórnskipun. Hann
kvaöst vona aö öll sósialisk riki,
sem slika samninga hafa undir-
ritaö, muni fyrr eöa siöar standa
viö skuldbindingar sinar, enda
þótt ekki blási byrlega i Tékkó-
slóvakiu nú. Hann taldi ekki aö
spennan i Tékkóslóvakiu væri
nein ögrun Sovétrikjunum þvi i
reynd væri þaö i þágu sovéskrar
friðarstefnu ef aö „mannlegt yfir-
bragð” sósialismans kæmi fram
og staöfestist. Hann sagöi, aö þeir
sem undir skjaliö skrifa væru
ekki skipulögö hreyfing sem
vænti róttækra breytinga, heldur
hópur þegna landsins sem vildu
að staöið væri viö lög sem til eru.
Hajek sagði aö andófsmenn
heföuekki möguleika á aö kynna
almenningi málstað sinn. En sú
staöreynd hve heiftarlega er á þá
ráðist i blööum og öðrum fjöl-
Hajek; afturhaldsmenn eru til i
báöum hlutum álfunnar.
miölum, leiddi til þess, aö margir
færu aö hugsa: hvaö getur þetta
verið sem svo mjög er fordæmt?
Hajek var spuröur um álit hans
á ráöstefnunni i Helsinki, sem
áfram veröur haldiö i Belgrad i
sumar.
„Vinir minir og ég, sagöi
Hajek, telja Helsinkisamkomu-
lagiö mikla framför vegna þess
að þar eru settar fram vissar
grundvallarrcglur, og ég vona aö
i Belgrad verði stigin skref sem
festi þessar grundvallarreglur i
sessi. Slökun spennu gerist ekki á
einni nóttu. Hún er erfiö þróun, og
hlaöast upp gegn henni hindranir
á báöar hendur. Bæði i austri og
vestri er aö finna öfl, sem við get-
um kallað afturhaldsöfl”.
Skákþing
Kópavogs
Skákþing Kópavogs hefst
þriöjudaginn 15. febrúar kl. 20.
Mótiö veröur meö nokkuö nýstár-
iegu sniöi. Keppendum veröur
skipt i nokkra undanrásariöla
sem veröa allir mjög svipaöir aö
styrkleika. Efstu menn úr riölum
komast siöan áfram i A-úrslita-
riöil, næstu menn siöan áfram i B-
úrslitariöil, þar næstu I C-úrslita-
riöil o.s.frv. Mótiö er þvi, meö
svipuöu sniöi og Olympiu skák-
mót hafa veriö.
Mótiö ferfram aö Hamraborg 1
Kópavogi, teflt veröur á miöviku-
dagskvöldum, og laugardögum,
en biðskákir veröa tefldar á
þriöjudagskvöldum. Aöalfundur
Taflfélags Kópavogs var haldinn
miðvikudaginn 2. febrúar. Fyrri
stjórn var einróma endurkjörin.
Stjórnina skipa: Siguröur
Kristjánsson, formaöur, Jörund-
ur Þóröarson varaformaöur,
Sverrir Kristinsson gjaldkeri
Björn Halldórsson ritari og meö-
stjórnandi er Hjalti Karlsson.
Starfsemi Taflfélagsins er
mjög blómleg um þessar mundir.
Auk annarar starfsemi hafa þrjú
15-minútna mót veriö haldin meö
stuttu millibili 12. janúar, Sturla
Pétursson vann þaö mót. Björn
Halldórsson vann mót 26. janúar
og núna 9. febrúar var þaö
Erlingur Þorsteinsson sem
hreppti efsta sætiö.