Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 15. (ebrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 13
Réttarbann
viö kjarn-
orkuveri í
Slésvík-
Holtsetalandi
SLÉSVIK 9/2 Reuter — Dómstóll
hér i borg stabfesti í dag úrskurO
um bann viö byggingu kjarnorku-
vers viö Brokdorf, sem er i vest-
urþýska sambandsfylkinu Slés-
vfk- Holts“talandi nálægt ósum
Saxelfar. par kom til mikilla
mótmælaaögeröa vegna bygging-
ar kjarnorkuversins i nóvember,
og stóöu aö þeim aögeröum sam-
tök umhverfisverndarmanna.
Fyrir réttinum áttust viö um-
hverfisverndarsinnar og sérfræö-
ingar, og héldu þeir síöarnefndu
þvi fram aö óhjákvæmilegt væri
aö byggja kjarnorkuveriö vegna
orkuþarfar. Forseti réttarins,
Jiirgen Feist, sagöi aö þaö, sem
einkum heföi ráöiö úrskuröi rétt-
arins, væri óvissan um þaö aö
hægt væri aö gana svo frá úrgangi
frá kjarnorkuverum aö ekki hlyt-
ist af tjón á umhverfinu. Búist er
viö aö fylkisstjórnin i Slésvik-
Holtsetalandi, sem endilega vill
fá kjarnorkuveriö, muni áfrýja
úrskuröinum til hærri dómstóls.
Danir mesta
fiskveiði-
þjóð EBE
KAUPMANNAHÖFN 11/2 Reuter
— Danskir fiskimenn veiddu
siöastliðiö ár 1.9 miljónir smá-
lesta af fiski aö viröi 1.6 miljaröa
danskra króna og er hér um aö
ræða 32% verömætisaukningu
aflans frá þvi áriö á undan og
aflamagniö er 140.000 smálestum
meira en 1975. Danir draga á land
meiri fiskafla en nokkur önnur
þjóö Efnahagsbandalags Evrópu,
og bretar saka þá um ofveiði á
þeim hluta Norðursjávar, er ligg-
ur nær Bretlandi. Innan EBE
beita danir sér allra EBE-rikja
harðast gegn ráöstöfunum breta
og ira til aö tryggja fiskimiö vií
strendur sinar eingöngu eigir
fiskimönnum.
Banatilræöi
viö frumkvööul
utrýmingarhers
BELFAST 9/2 Reuter — John Mc
Quade, fyrrum þingmanni fyrir
Sambandsflokk mótmælenda á
hinu nú uppleysta þingi Noröur-
Irlands, var I dag sýnt banatil-
ræði. Fyrir tveimur dögum lýsti
McQuade þvi yfir, aö hann væri
aö koma á laggirnar 500 manna
hersveit fyrrverandi hermanna,
sem ætlaö væri þaö hlutverk aö
útrýma hinum leynilega Irska
lýöveldisher (IRA). McQuade
sakaöi ekki.
Pípulagnir
Nýlagnir, breytingar
hitaveitutengingar.
Sími 36929 (mílli kl. 12 og
1 og eftir kl. 7 á kvöldin)
Skattafrumvarpiö rætt í sjónvarpi
Hvað segja
þeir um það?
— Þetta veröa fyrst og fremst
umræöur og skoðanaskipti um
skattamáiin og skattapólitikina,
sagöi ólafur Ragnarsson rit-
stjóri, er viö leituöum frétta af
þætti þeim sem hann stýrir og
er á dagskrá sjónvarps i kvöld
kl. 21.15.
— Efni þáttarins er tviskipt. I
fyrsta lagi verður rætt um
skattheimtu rikisins og skoöanir
manna á hinum ýmsu tegundum
skatta, óbeinum og beinum
sköttum o.s.frv. Annar hluti
þáttarins og sá lengri verður
svo helgaöur skattafrumvarpi
rikisstjórnarinnar og einstökum
atriöum þess.
Þátttakendur i þessum
umræðum eru fimm auk stjórn-
andans, einn frá hverjum
stjórnmálaflokki. Þeir eru
Ragnar Arnalds, Gylfi Þ. Gísla-
son, Halldór Asgrimsson,
Lögfræöingarnir Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal sjá
um þáttinn Vinnumál, sem er á
útvarpsdagskránni i kvöld aö
loknum fréttum og tilkynning-
um kl. 19.35. Viö höföum sam-
band viö Gunnar Eydal og
spuröum um efni þáttarins I
kvöld.
— Þátturinn i kvöld fjallar um
atvinnu aldraðra, sagöi Gunn-
ar. — Viö ræöum viö aldraö fólk
á vinnustööum, fólk sem komiö
er á eftirlaunaaldur og ætti
samkvæmt þvi aö vera hætt aö
stunda vinnu. Viö spyrjum þetta
fólk aö þvi, hvers vegna þaö sé
enn I fullri vinnu, og svörin eru
oftast nær mjög athyglisverö.
Þar kemur þaö fram, aö þetta
aldraöa fólk, sem i raun er búiö
aö skila þjóöfélaginu fullri
starfsævi, hefur bókstaflega
ekki efni á aö hætta vinnu i flest-
um tilvikum. Aö visu er ein-
staka maöur, sem heldur áfram
vinnu fyrst og fremst ánægjunn-
ar vegna, en langflestir
hinna öldruöu telja aö eililifeyr-
ir og eftirlaun séu svo fáránlega
lág að ekki sé hægt aö lifa af
A skattstofunni i Reykjavik.
Magnús Torfi Ólafsson og Ólaf-
ur G. Einarsson. Ekki veröa
fleiri spyrjendur en ólafur
Ragnarsson. — Þetta er 50
minútna þáttur og veitir ekki af
þeim tima ef menn eiga aö geta
rætt málin eitthvaö aö ráöi. Eg
taldi þvi ekki ráölegt aö vera
með fleiri spyrjendur eöa fólk i
salnum, þvi þá væri hætta á aö
umræöur færu úr böndunum og
erfitt yrði aö halda utan um efn-
ið. Ég mun þvi reyna að stýra
þessu málefnalega og halda
þátttakendum að inntaki um-
ræöuefnisins en reyni ekki að
gera umgerö þáttarins um-
fangsmikla eða þunga i vöfum.
— Annars er hugmyndin aö
þessum þætti upphaflega komin
frá útvarpsráöi og þeir gáfu
frjálsar hendur um form hans,
sagði Ólafur Ragnarsson að lok-
Viö höfnina i Reykjavik vinna margir menn sem komnir eru á eftir-
launaaldur.
Atvinna og kjör
aldraðra í útvarpi kl. 19.35
Hafá ekki efhi
á að hætta
þeim. Aörir kenna skattafyrir-
komulaginu um þetta ástand,
þvi menn neyöist stööugt til aö
halda áfram vinnu, þegar skatt-
arnir séu greiddir eftir á.
— Þá veröur i þættinum rætt
viö Guörúnu Helgadóttur hjá
Tryggingastofnuninni um þaö,
hvaö sé hægt aö gera til þess aö
komast út úr þessum vitahring.
I samtalinu viö hana kemur
m.a. fram, aö könnun, sem átti
aö vera búiö aö framkvæma á
högum aldraðra, er skammt á
komin, hverju svo sem um'er að
kenna.
Aldraöir eru ekki sterkur
hagsmunahópur i þjóðfélaginu
og þvi viröist réttur þeirra si-
fellt fyrir borö borinn og hags-
munir þeirra mæta afgangi i
dansinum kringum veröbólg-
una. Verkalýöshreyfingin hefur
ekki sinnt málefnum aldraöra
sem skyldi,og þyrfti sannarlega
aö veröa þar bót á.
Þaö er þvi full ástæöa til aö
hvetja fólk til aö hlusta á svör
hinna öldruöu i þættinum
Vinnumál i kvöld og hugsa um
þessi mál. —eös
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Guöni Kolbeinsson
heldur áfram lestri sínum á
sögunni „Briggskipinu Blá-
lilju” eftir Olle Mattson (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Léttlög milli
atriða. Hin gömlu kynnikl.
10.25: Valborg Bentsdóttir
sér um þáttinn. Morguntón-
leikarkl. 11.00: Rena Kyria-
kou leikur á pianó þrjár
kaprisur op. 33 eftir
Mendelssohn/ Gregg Smith
söngflokkurinn syngur þrjú
lög op. 31 eftir Brahms:
Myron Fink leikur á pianó/
Mstislav Rostropovitsj og
Svjatoslav Rikhter leika á
sellóog pianó Sónötu i F-dúr
op. 5 nr. 1 eftir Beethoven.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Þeim var hjáipaö
Sæmundur G. Jóhannesson
ritstjóri á Akureyri flytur
erindi.
15.00 Miðdegistónleikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving stjórnar
timanum.
17.50 A hvitum reitum og
svörtum. Guömundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
18.20Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir, Fréttaauki
Tilkynningar.
19.35 Vinnumál Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal
lögfræöingar stjórna þætti
um lög og rétt á vinnumark-
aði.
20.00 Lög unga fólksins Ásta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
20.50 Aö skoöa og skilgreina
Kristján E. Guðmundsson
og Erlendur S. Baldursson
sjá um þátt fyrir unglinga.
21.30 Ungverskurkonsert fyrir
fiölu og hljómsveit op. 11
eftir Josep Joachim Aaron
Rosand og Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Lúxem-
borg leika: Siegfried Köhler
stjórnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Lestur
Passiusálma (8) Kvöld-
sagan: „Siöustu ár Thor-
valdsens” Endurminningar
einkaþjóns hans, Carls
Frederiks Wilkens. Bjöm
Th. Björnsson les þýöingu
sina (7).
22.45 Harmonikulög Hljóm-
sveit Karls Grönstedts
leikur.
23.00 A hljóöbergi „Morö i
dómkirkjunni” — „Murder
in the Catherdral” eftir T.S.
Eliot. Robert Donat og leik-
arar The Old Vic Company
flytja Leikstjóri: Robert
Helpman — Siðari hluti.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Ugla sat á kvisti Siöari
hluti skemmtiþáttar, sem
helgaöur er gamanvisna-
söngvurum og hermikrák-
um, sem veriö hafa fólki til
skemmtunar á liönum ár-
um. Meöal gesta i þættinum
eru Arni Tryggvason, Jón
B. Gunnlaugsson, Karl
Einarsson og Ómar
Ragnarsson. Umsjdnar-
maöur Jónas R. Jónsson.
Aöurádagskrá 18. mai 1974.
21.15 Skattapólitik Forvigis-
mönnum stjórnmálaflokk-
anna boöiö i sjónvarpssal til
umræöu um skattalaga-
frumvarpiö og skattamálin i
heild. Umræöum stýrir
Ólafur Ragnarsson ritstjóri.
22.05 ColditzNýr, bandariskur
framhaldsmyndaflokkur i
15 þáttum um hinar ill-
ræmdu Colditzfangabúöir
en þangaö sendu nasistar þá
striösfanga, sem reynt
höföu aö flýja úr öörum
fangabúöum. Mynda-
ftokkurinn lýsir m.a. lifinu i
fangabúöunum og flóttatil-
raunum fanganna. Aöal-
hlutverk Robert Wagner,
David McCallum, Edward
Hardwicke og Christop
Neame. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
22.55 Dagskrárlok