Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 14
14 — StDA — ÞJÓDVILJINN ÞriOjudagur 15. febrúar 1977
Stefán
Framhald af bls 8.
flokkar meirihluta i kosningun-
um, yrði þaö hneisa ef þeir gætu
ekki komist að einhverju sam-
komulagi sín i milli.
Sósialdemókratar ættu sem
fyrst að gefa hugmyndina um
stöðvun frekari launahækkana
uppá bátinn, þvi annars er hætt
við að hægribylgjan veröi aö
óvíðráðanlegu stórflóði.
Miðdemókratar viðurkenna
ekki að komandi kosningar snúist
um Anker Jörgensen eða Poul
Hartling. Það skiptir varla sköp-
um hvor þeirra myndar næstu
stjórn. Þar af leiðandi sé ég ekki
ástæðu til annars en að ætla að
flokkurinn muni styðja nýja
stjórn Ankers svo framarlega
sem hún fylgir áfram sömu stefnu
oghingamla fylgdi. Fyrrv. stjórn
og Sósdem. flokkurinn hafa sýnt
hófsemi og tillitssemi i garð sam-
starfsflokka sinna og meðan
flokkurinn starfar i sama anda,
munum við ganga af heilum huga
til nýs samstarfs viö hann.
Fari svo óliklega að ágústflokk-
arnir biði ósigur og úrslit kosn-
inganna þýði Venstre-stjórn með
stuðningi Glistrups, munum við
ekki hindra að sú rikisstjórnaxli
ábyrgðina. Flokkurinn mun vinna
slikri stjórn af trúmennsku, eins
og hann hefur gert áður i sam-
starfi við Hartlingstjórnina og
eins og hann gerði i samvinnu við
stjórn Ankers Jörgensens.
Við styðjum hvorki sósial-
demókratiska né Venstre pólitik
en setjum hagsmuni landsins ofar
flokkshagsmunum og landinu
þarf jú að stjórna.
Knud Jespersen,
Kommúnistaflokki
Danmerkur.
Kommúnistaflokkurinn hefur
alla tið verið tilbúinn til sam-
starfs við aöra flokka, bæði innan
og utan dyra. Á þingi hefur verið
samstarf við bæði Réttarsam-
bandiö og Sósialiska þjóðarflokk-
inn i öllum málum er varða Efna-
hagsbandalag Evrópu. A siðasta
þingi áttum viö samstarf við
Sósiah'ska þjóðarflokkinn, Vinstri
sósialista og Lars Emil Johansen
frá Grænlandi um nefndarkjör og
lögðum fram sameiginleg frum-
vörp. Við lögðum einnig fram
frumvarp ásamt ihaldinu og
Sósíaliska þjóðarflokknum um aö
sjúkt eldra fólk missti ekki
heimili sin ef það er lagt inn á elli
eða hjúkrunarheimili. Þessi
dæmi sýna þá breidd sem er og
hefur verið i samvinnu okkar við
aðra flokka. Samband okkar við
vinnustaðina hefur alla tiö verið
sérkenni okkar og borið góðan
ávöxt.
Kommúnistaflokkurinn hefur
verkamenn að mestum hluta á
framboðslistum sinum. Fyrsta
frumvarp okkareftir kosningarn-
ar 1975 var um að tryggja at-
vinnuna og um bætt kjör atvinnu-
lausra. Við höfum flutt fjölda
frumvarpa og stutt öll þau, sem
horfðu til atvinnuaukningar þó að
okkur hafi ekki alltaf likað vel aö
styðja kapitalismann um leið en
hagsmuni verkamanna setjum
við ofar öðru.
LO (Alþýðusambandið) og
Kommúnistaflokkurinn voru og
eru sammála um að ganga af
samstarfihinna svonefndu ágúst-
flokka dauðu, enda var Anker
Jörgensen um margra ára skeið
samherji okkar i þvi að hafna
launafrystingu og ihlutun þings
og stjórnar i gerð kjarasamninga.
Athugun Observa 15 mars 1976
sýndi að 68% kjósenda Sós. dem.
álitu að aöilar vinnumarkaðarins
ættu ihlutunarlaust að semja um
kaup og kjör, og án þess að þingið
setti nokkurn ramma þar um. 1
þessu efni er Kommúnistaflokk-
urinn sammála meirihluta
kjósenda sósialdemókrata.
Jens Möller
Kristilega þjóðarflokkn-
um.
Kristilegi þjóðarflokkurinn er
frjálslyndur flokkur og það þýðir
það, að við álitum hvorki
sósialisma né liberalisma hið
eina rétta þjóðskipulag. Þessi
afstaöa gefur flokknum mikla
möguleika til að miðla málum og
vinna með flokkum bæði til
vinstri og hægri.
Flokkurinn hefur löngu sannað
gildi sitt i hinum erfiöu stjórn-
unarskilyrðum sem skapast hafa
af miklum fjölda þingflokka.
Flokkurinn hefur einnig til
að bera staðfestu og menn skulu
minnast þess er viö i lok nóv. sl.
sáum til þess að forsætisráðherr-
ann stæði við orð sin. Það dæmi
sýndi að við erum samstarfsfúsir
i málum er til heilla horfa og höf-
um okkar eigin skoðun á hvernig
framkvæma skal hlutina.
Þetta atvik leiddi siðan til þess
að viðræður strönduðu og nýjar
viðræður hófust er leiddu til þess
að verðstöðvunarlögin urðu aö
veruleika i des. sl.
Við göngum ekki til kosn-
inganna fyrirfram ákveönir um
það, með með hverjum við mun-
um hafa samstarf eftir kosn-
ingar. Þar mun stefna flokkanna
ráða mestu um.
Poul Hartling,
Venstre.
Einu sinni á ári kemur fyrir
almenningssjónir statistik um
hvernig flokkarnir hafa greitt
atkvæði um frumvörp, sem orðin
eru að lögum.
Þar sést að Venstre og
Haukur
ólafur Ragnar
Svavar
Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi
Umræðufundur verður haldinn i Félagsheimilinu Seltjarnarnesi
þriðjudaginn 15. febrúar kl. 8.30.
Umræðuefni: Vinstristjórnin — aödragandi og árangur.
Frummælendur: Haukur Helgason, hagfræðingur, Ólafur Ragnar
Grimsson, prófessor og Svavar Gestsson, ritstjóri.
Fundurinn er opinn öllum flokksmönnum. Frjálsar umræöur að lokn-
um framsöguræðum. — Stjórnin.
Umræðufundur ABR um
auðvald og verkalýðsbar-
áttu
2. hluti: Auðvaldsskipulagið á ts-
landi, verkalýðshreyfingin og
sósialisk barátta.
Fundur firnmtudaginn 17.2 um
timabilið frá fyrstu árum verka-
lýðshrey fingarinnar til 1942
Frummæiandi ólafur R. Einars-
son
ólafur
Neskaupstaður. — Fræðsluerindi.
verður i Egilsbúð (fundarsal) fimmtudagskvöldið 17. febrúar kl. 21.
Ólafur Ragnar Grfmsson, prófessor, talar um efnið: Verkalýðshreyf-
ing og alþjóðahyggja. Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið f Neskaupstað.
Samtök hérstöðvaandstæðinga.
Hverfahópar i Vesturbæ,Hliðum og Mýrum.
Fundurinn verður að Tryggvagötu 10 fimmtudaginn 17. febr. kl. 20.30
Umræður um leyniskýrslurnar frá 1949. Framsögumaöur veröui
Haukur Sigurðsson kennari.
Herstöðvaa ndstæði nga r
Herstöðvaandstæðingar
i Hafnarfirði
Herstöðvaandstæðingar i Hafnarfirði boða til
fundar á Skálanum n.k. þriðjudagskvöld, 15.
febrúar. Einar Karl Haraldsson flytur hug-
leiðingu um efnið: „Hernám hugarfarsins og
áróðursleiðir setuliðsins.”Almennar umræö-
Einar Karl.
íbúð óskast
Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast I
Laugarneshverfi, Kleppsholti, Sundum
eða Vogum. Upplýsingar i sima 34049 eftir
kl. 8 á kvöldin.
Bifvélavirki
Bifreiðaeftirlit rikisins i Reykjavik óskar
að ráða bifvélavirkja með meiraprófs
ökuréttindi. Upplýsingar um starfið eru
veittar á skrifstofu stofnunarinnar að
Borgartúni 7.
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
sósialdemókratar og stór hluti
annarra flokka hafa greitt eins
atkvæöi i flestöllum málum er
varða fjárveitingar, Þau mál,
sem ekki hefur orðið samstaða
um eru örfá og sýnir þetta aö
þrátt fyrir allt tal um pólitiska
kreppu, eru lýðræðisflokkarnir
einhuga i löggjafarstarfinu.
Vissulega eru ýmis grund-
vallaratriði 1 stefnu flokkanna
ólik og hamla samstarfi i mörg-
um málum og má i þvi sambandi
minna á er Venstre greiddi at-
kvæði gegn ýmsum atriðum i
samningaviðræðum ágústflokk-
anna ekki alls fyrir löngu.
Markmið Venstre er að mynda
frjálslynda rikisstjórn, ef
kjósendur veita okkur til þess
umboð sitt.
Full þörf er á annarri stjórnar-
stefnu en verið hefur undanfarin 2
ár. Allt hefur verið á niðurleiö er
varðar atvinnumál og utanrikis-
verslunin er rekin með meiri
halla en dæmi eru til um áður.
Við svo búið má ekki standa og
þvi óskar Venstre eftir traustri
Samvinnu um aðra stjórnarhætti.
Kurt Hansen,
vinstrisósialistum.
Vinstrisósialistar eru ekki á
þingi til að stunda pólitisk hrossa
kaup og málamiðlanir. Við höfum
og munum sem áður leggja höf-
uðáherslu á samvinnu við verka-
fólk á vinnustöðum og við ýmsar
andkapitaliskar hreyfingar og
félög, enda er okkar samstarfs-
vilji ekki bundinn innan veggja
þingsins þar sem við teljum
þingræði ekkert endanlegt mark-
miö né það, sem lengst verður
komist til lýðræðis.
Að við leggjum svo mikið upp
úr samstarfi við hópa utan þings,
þýðir þó ekki að allt samstarf viö
aðra pingflokka sé útilokað. Við
höfum haft samvinnu á þingi við
Sósialiska þjóðarflokkinn og
Kommúnistaflokkinn i sambandi
við nefndakjör, um dagskrártil-
lögur, flutning frumvarpa og
fyrirspurna. Gott samband við
hið vinnandi fólk er höfuðnauösyn
traustum, virkum og
framsæknum flokki eins og
vinstrisósialistum og samstarf
við flokka eins og tvo þá nýnefndu
er sjálfsagt og eins samvinna við
aðra þá vinstriflokka sem sam-
einast vilja i baráttu gegn húsa-
leiguhækkunum, launafrystingu
og stjórnarafskiptum af kjara-
samningaviðræðum.
Mogens Glistrup
Framsóknarflokknum.
Orsök atvinnuleysisins og hall-
ans á utanrikisversluninni er sú
að útgjöld rikis og bæja hafa verið
skrúfuð feykilega upp undanfarin
ár. Undir þessum þrýstingi liða
fyrirtækin og ekki borgar sig fyrir
þau aö færa út kviarnar og þar
með auka atvinnuna. Til að
kóróna þetta ástand koma svo
skattarnir sem þrúgandi kostn-
aðarliður, er eyðileggur endan-
lega möguleika okkar á að standa
I samkeppni við önnur lönd.
Þaö sem nú er mest aðkallandi
erað svelta hið opinbera, sem bú-
ið er að éta illilega yfir sig.
Nauðsynlegt er að afnema
pappirsvitleysuna, sem gerir
okkur lifið svo erfitt hér i
Danmörku.
Við alla flokka með þessa
grundvallandi skoöun vill
Framsóknarflokkurinn hafa fast
samstarf. Það verður að snúa
þróuninniiréttaátt. Ivæntanlegu
samstarfi verða aðilar að sjálf-
sögöu að koma til móts hver við
annan. Hversu mikið hver aðili
gefur eftir, er að sjálfsögðu komið
undir þeim styrk, sem hann hefur
frá kjósendum.
Sérhver k jósandi sem hefur þor
til að horfast i augu við sannleik-
ann og elskar föðurlandið mun
þvi ekki kasta atkvæði sinu á
neinn duglausan ágúst- eða
septemberflokk, sem ekki hefur
dugaðlandinu hið minnsta, nema
að siður sé.
Þessa flokka vantar kannski
ekki viljann, heldur getuna til að
stjórna og ekkert bendir til að
þeirmuni hafa meira afhenni eft-
ir kosningar en þeir hafa haft til
þessa.
Væntanlegt samstarf okkar við
aðra flokka veröur að grundvall-
ast á nýrri pólitik, þvi að annars
fer illa fyrir Danmörku.
Erfiðleikar hjá þjóðum bitna allt-
af fyrst og harðast á smælingjun-
um og það má ekki verða hér.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
DÝRIN I HALSASKÓGI
i dag kl. 17. Uppselt.
laugardag kl. 15.
GULLNA HLIÐIÐ
miövikudag kl. 20. Uppselt.
Laugardag kl. 20.
NÓTT ASTMEYJANNA
fimmtudag kl. 20.
SÓLARFERÐ
föstudag kl. 20.
Litla sviðið:
MEISTARINN
fimmtudag kl. 21.
I siðasta sinn.’
AAiðasala 13.15—20. Sími
1-1200.
LEIKFEIAG 2l2
„REYKjAVtKUR
SAUMASTOFAN
i kvöld uppselt
STÓRLAXAR
miðvikudag, uppselt.
SKJALDHAMRAR
fimmtudag kl. 20,30.
MAKBEÐ
föstudag kl. 20.30.
Miðasala I iðnó kl. 14-20.30.
Simi 16620.
SÁ SEM STELUR FÆTI
VERÐUR HEPPINN I ASTUM
Leikféiag Selfoss
Sýning:
I Kópavogsbiói I kvöid ki.
21:00.
Miðasala:
frá kl. 19:00.
Sími: 41391
4
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
m/s Baldur
fcr frá Reykjavik miðviku-
daginn 16. þ.m. til Breiða-
fjarðarhafna og Patreks-
fjarðar.
Vörumóttaka:
alla virka daga til hádegis á
miðvikudag.
SKIPAUU.CRB RÍKISINS
m/s Esja
fer frá Reykjavlk mánudaginn
21. þ.m. vestur um land I
hringferð.
Vörumóttaka:
miðvikudag, fimmtudag og tii
hádegis á föstudag til Vest-
fjarðahafna, Norðurfjarðar
Sigiuf jarðar, óiafsfjarðar,
Akureyrar, Húsavikur, Rauf-
arhafnar og Þórshafnar.