Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 4
— StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 15. febrúar 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfuféiag Þjó&viljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar:Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann.
Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóðsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Sfðumúla 6. Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Verkalýðs-
samtök og jjöl-
þjóðahringir
í ræðu á alþingi i siðustu viku gerði
Sigurður Magnússon að umtalsefni vax-
andi umsvif fjölþjóðlegra auðhringa.
Nefndi Sigurður nokkrar tölur i þessu
samhengi. Þar kom meðal annars fram:
Framleiðsla fjölþjóðahringa vex um
þessar mundir tvöfalt hraðar en efna-
hagsstarfsemi heimsins i heild. Arleg
aukning heimsframleiðslunnar er talin
vera um 5% að meðaltali á ári, en aukning
á framleiðslu hringanna um 10%. 1971 var
öll framleiðsla auðhringanna um 560
miljarðar dollara til samanburðar við
samanlagða þjóðarframleiðslu i öllum
löndum, sem þá var um 3000 miljarðar
dollara. Þvi er spáð að árið 1985 muni um
300 fjölþjóðahringar ráða yfir um 50% af
allri framleiðslu heimsins, en 1995 um 70%
af þessari framleiðslu. Þessar tölur eru
fengnar upp úr athugun sem gerð var á
vegum sænska alþýðusambandsins.
Aluisse er ekki talinn meðal stærstu
auðhringa heimsins. En 1973 var ársvelta
allra fyrirtækja hringsins um 727 miljarð-
ar dollara, en það ár var þjóðarfram-
leiðsla islendinga talin hafa verið um 1
miljarður dollara.
Framleiðsla útibúa auðhringanna segir
sina sögu um alþjóðleg umsvif þeirra.
Framleiðsla þeirra var metin á 20 milj-
arða dollara hærri upphæð en framleiðsla
allra þjóðrikja heimsins. Til dæmis um
þetta er að framleiðsla útibúa banda-
riskra auðhringa erlendis var fjórum
sinnum meiri 1971 en öll útflutningsfram-
leiðsla bandarikjamanna i heimalandinu.
Er Sigurður Magnússon hafði rakið
þessar tölur komst hann þannig að orði:
„Þessar upplýsingar um framleiðslu-
magn fjölþjóðaauðhringa segja nokkuð
um veldi þeirra og hver þróunin er i þess-
um efnum og áhrifa þeirra gætir nú i
auknum mæli hvarvetna i heiminum,
þannig að allar fyrri hugmyndir manna
um vald og rikisvald hljóta að endurmet-
ast. Sérlega er vert fyrir verkalýð heims-
ins að gera sér grein fyrir áhrifum fjöl-
þjóðahringa á verkalýðsbaráttu og launa-
baráttu alla. Vegna þeirrar viðleitni auð-
hringanna að leita alltaf eftir hámarks-
gróða án tillits til þarfa og hagsmuna
verkafólks i hverju einstöku landi og
vegna þeirrar staðreyndar, að auðveldara
er að flytja á milii landa fjármagn en
vinnuafl mun starfsemi fjölþjóðahringa
aldrei veita verkafólki það atvinnuöryggi
sem þjóðlegir atvinnuvegir geta veitt.
Með hótunum um að stöðva framleiðslu
eða flutning hennar milli landa geta
hringarnir ógnað og kúgað verkafólk und-
ir vilja sinn og dregið úr þvi að það krefjist
aukinnar hlutdeildar i arði framleiðslunn-
ar hverju sinni. Þannig geta fjölþjóða-
hringar miklu frekar en þjóðleg fyrirtæki
komist hjá þvi að viðurkenna hefðbundinn
rétt verkafólks og verkalýðssamtaka.
Einnig er rétt að gefa þvi gaum i allri
umræðu verkafólks um atvinnulýðræði, að
framleiðsiuskipan fjölþjóðahringa er i
fullri mótsögn við hugmyndir innan
verkalýðssamtaka um aukin áhrif á vinn-
una, fyrirkomulag hennar og arðskipt-
ingu, yfirstjórn og miðstýring fjölþjóða-
hringa á útibúum sinum i einstökum lönd-
um er slik, að þau hafa ekki olnbogarými
til sjálfstæðrar ákvarðanatöku nema að
mjög litlu leyti.”
Þessi ummæli Sigurðar Magnússonar i
þingræðunni þar sem hann bendir á hags-
muni verkalýðshreyfingarinnar og verka-
fólks sérstaklega eru i fullu samræmi við
ábendingar þær sem fram komu i forystu-
grein Þ jóðviljans fyrir nokkru þegar skor-
að var á alþýðusamtökin að veita kröftuga
viðspyrnu við stóriðjuáformum Gunnars
Thoroddsens, meðal annars og sérstak-
lega áætlun „integral”. Með auknum um-
svifum og yfirráðum erlendis fjármagns á
íslandi á starfsemi verkalýðshreyfing-
arinnar erfitt uppdráttar. Einmitt af þess-
ari ástæðu hafa verkalýðssambönd, jafn-
vel Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs-
félaga, varað við auknum umsvifum fjöl-
þjóðahringa og hvatt verkalýð heimsins til
virkrar andstöðu. —s.
Þórarinn
besti vinur
rússa
A' laugardag birtist forystu-
grein í Morgunblaöinu eftir
Matthias Johannesen undir fyrir-
sögninni „Þórarinn leikur sér aö
eldi”. Þar segir I upphafi:
,, Sovétmenn eiga hauk f horni þar
sem er Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri Timans og formaöur utan-
rikismálanefndar Alþingis. Þaö
kom glögglega fram i forystu-
grein er hann ritar i blaö sitt I
gær, þar sem hann gerir litiö úr
þeirri hættu, aö Sovétmenn stundi
njósnir hér og sér ekkert athuga-
vert við þann mikla fjölda starfs-
manna, sem sovéska sendiráöiö
hefur á að skipa. Raunar kemur
þaö engum á óvart, aö þessi rödd
skuli heyrast úr þessari átt.
Ekkert dagblaö á tslandi birtir
jafnmikiö af efni, sem sovéska
áróöursstofnunin Novosti, sem
hefur skrifstofu hér á landi, reyn-
ir aö troöa inn i islenska fjölmiöla
og einmitt dagblaöiö Timinn.
Hefur þaö lengi veri undrunarefni
hvernig á þvi stendur.” Matthias
segir siöan furöulegt andvara-
leysi alþingis aö ekki skuli tekiö
þar á starfsemi soveska sendi-
ráðsins hér á landi, en ,, þaö and-
varaleysi veröur kannski skiljan-
legra, þegar þaö liggur fyrir
hversu hallur formaöur utan-
rikismálanefndar alþingis er
undir sovétmenn. En þaö afsakar
þó ekki sinnuleysi annarra.”
Barn varð
dóni og
sál ríki
Loks segir Morgunblaöiö:
„Astæöa til þess aö Morgunblaöiö
teluraöminnihætta stafi af dóna-
skap manns eins og Þórarins
Þórarinssonarersú staöreynd aö
Sjálfstæöisflokkurinn er i rikis-
stjórn og hefur væntanlega aö-
hald af honum og rikisfélögum
hans. Þaö er hættulegt, þegar
börn leika sér aö eldi, þaö er einn-
ig hættulegt, þegar Þórarinn Þór-
arinsson leikur sér aö staðleys-
um.”
Þó aö lesendum Morgunblaös-
ins hafi vafalaust létt nokkuö viö
þau tiöindi aö „dónaskapur” Þór-
arins heföi aöhald af „rikisfélög-
um” sinum varö sú gleöi skamm-
vinn. 1 Morgunblaöinu á sunnu-
dag birtist leiörétting þar sem
segir:
„Tvær vondar prentvillur uröu
i niöurlagi seinni forystugreinar
Morgunblaösins i gær. Forystu-
greinin fjallaði um skrif Þórarins
Þórarinssonar um njósnastarf-
semi Sovétmanna hér á landi og
átti niöurlag hennar aö vera svo-
hljóöandi: „Astæöan til þess aö
Morgunblaðiö telur aö minni
hætta stafi af barnaskap manna
eins og Þórarins Þórarinssonar
er sú staðreynd aö Sjálfstæöis-
flokkurinn er i rfkisstjórn og hef-
ur væntanlega aöhald meö honum
og sálufélögum hans.” Þarna
breytist eins og sjá má „barn” i
„dóna” og „sál” i „rfki”. Eru þaö
vissulega kostulegustu „prent-
villur” sem sögur fara af i dag-
blööunum og er þá langt til jafn-
aö.
Klofnar
ríkisstjórnin?
Aö öllu gamni slepptu er ljóst
aö niöurstaöa Morgunblaösleið-
arans er sú aö sovétmenn fái aö
stunda njósnastarfsemi hér á
landi I friöi vegna þess aö þeir
eigi „hauk i horni” þar sem er
Þórarinn Þórarinsson. Ljótt er ef
satt er. Ef taka á ummæli
Morgunblaðsins alvarlega er
Þórarinn er línuvöröur númer
eitt. Skyldi stjórnin klofna út af
njósnum rússa?
Þórarinn linuvöröur rússa á
Islandi númer eitt, hann birtir
meira i blaöi sinu frá rússum en
nokkurannar ritstjóri, hann gerir
litiö úr njósnastarfsemi þeirra.
Spurningin er: Klofnar rikis-
stjórnin á afstööunni til njósna
rússa? Taki Geir Hallgrimsson
mark á málgagni sinu er sú
spurning i fyllsta máta eölileg.
Spekingslegir
unglingar
1 morgunblööum helgarinnar
kennir margra grasa. Viö höfum
hér á undan rýnt i þau um stund,
en af nógu er aö taka. Þó eru
lambhrútum. Sem betur fer...
áberandi fróölegastar skrautjurt-
ir Reykjavikurbréfsins sem lik-
legast er skrifaö af Eyjólfi
Konráö Jónssyni. I Reykjavfkur-
bréfinu kemur fram aö hann telur
aö skrif Þjóöviljans og andstaöa
sósialista viö stóriöjurekstur út-
lendinga hér á landi stafi frá
„leynifundi kommúnista” i
Díisseldorf snemma i desember
siðastliönum. Segir Eykon þaö
„barnaskap” (ekki dónaskap) aö
„halda aö þaö sé einskær tilviljun
aö þessi herferö komúnista i stór-
iöjumálum hefjist einmitt
skömmu eftir fundinn I Dússel-
dorf.” Segir Morgunblaöiö einkar
athyglisvert aö þaö séu ekki ein-
asta Þjóöviljinn og þingmenn
Alþýöubandalagsins sem berjist
gegn erlendri stóriöju. „Vinstri
sinnaðir islenskir námsmenn”
erlendis hafi hlýtt kallinu, „stúd
endtar viö Háskóla fslands” fái
,,skyndilega alveg gifurlegan
áhuga á stóriöjumálum og
fjölþjóöafyrirtækjum og setjast
niöur viö skriftir. Jafnvel
unglingar i framhaldsskólum
taka til hendi, setja á fót svo-
nefnda starfshópa og koma svo
meöspekingslegar greinar um þaö
hvaöa óskaplegar hörmungar
hafi duniö yfir islensku þjóöina
þegar álsamningurinn var geröur
á sinum tima. Semsagt: þaö er
eins og ýtt á hnapp — eftir leyni-
fundinn f Dússeldorf — og allt
apparatiö fer i gang. öllum hin-
um „trúuöu” ber aö láta til sin
heyra og þeir sinna þvf kalli.”
Ekki er nóg meö aö ósóminn frá
þessum spekingslegu unglingum
birtist i Þjóöviljanum, aö sögn
Eykons. Þeir reyna lika aö troöa
sér inn i önnur blöö og „misnota”
þaö frelsi sem hér rikir. Allt er
þetta brölt „bersýnilega skipu-
lagt.”
Þannig sjá forystumenn Sjálf-
stæöisflokksins hvarvetna óvini,
einkum þó i velgefnum „spek-
ingslegum” unglingum. Valda-
menn sem voru haldnir ofsóknar-
brjálæöi af þvi tagi sem sést i
Reykjavikurbréfi Morgunblaös-
ins voru fyrr I sögu mannskynsins
hættulegir umhverfi sinu. Sagt er
aö svipaö geöheilsuástand hafi
einkennt siöustu valdaár Stalins.
Sem betur fer búum viö á tslandi
þar sem valdsmenn veröa hins
vegar aö skeyta skapi sinu á
lambhrútum þegar sefasýkin
sækir þá heim. Þess vegna er
hægt aö umgangast skrif forystu-
manna Sjálfstæöisflokksins meö
vorkunnseminni einn( meö vin-
samlegum óskum um bráöan
baía. —s.