Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 2. mars 1977 ÞJóÐVILJINN — StÐA — 7 Isletisingar hafa veitt um 500 þúsund tonn á ári úr þeim hlekk fæöukeðju hafsins sem uppsjávarfiskar tilheyra. Lauslega áætlað má fjór- til sexfalda þessar veiðar Olafur K. Pálsson/ fiski- fræðingur A hinn bóginn er engin sérstök ástæöa til aö láta staðar numiö við fæöuhlekk uppsjávarfiska. Gerum ráð fyrir, að botnlægir fiskistofnar verði fullnýttir seint Framtí öarhlut- verk sjávarútvegs á íslandi Islendingar hafa nýtt fiski- stofna tslandsmiða frá upphafi búsetu sinnar hér eða i u.þ.b. 1100 ár. Fyrst i stað voru forfeð- ur okkar einir manna um hit- una, en máttu búa við samkeppni erlendra aðila siðustu 500 árin eða svo, og var þá oft þröngt á þingi og litt. friðvænlegt. Þrátt fyrir umtals- verða sókn i fiskistofna Islands- miöa á fyrri öldum má telja vist, að ekki hafi verið um of- nýtingu stofnanna að ræða. Það er ekki fyrr en á þessari öld, sem nýting fiskistofnanna kemst á stig ofnýtingar eða rán - yrkju, þ.e. meira er fiskað al: tilteknum stofni en vöxtur hans; og viðkoma ná aö endurnýja. Forsendur þessarar rányrkju; eru einkum tækniframfarir ií veiðarfæragerð og skipasmiði og samkeppni um aflann. Þess- ar forsendur má telja ráðandi á þessari öld. Þorskurinn hefur vafalaust leikið stórt hlutverk i fiskveiði- sögu landsmanna frá upphafi og mun vonandi halda þvi áfram um ókomin ár. Fyrstu 1000 árin eða svo mun þorskur og aðrar botnlægar tegundir hafa verið uppistaðan i fiskafla islendinga. Nýtingu auðlinda hafsins á þessu timabili má þvi lýsa þannig, að um einhliða nýtingu botnlægra fiskistofna hafi verið að ræða, en slikir fiskistofnar eru ofarlega i svokallaðri fæðu- keðju eða fæðustiga. Það er ekki fyrr en um siðustu aldamót, sem breyting verður á þessu sviði með tilkomu sildveiða, og má segja að fiskveiðar islend- inga á þessari öldi hafi einkennst af veiðum á botnlæg- um fiskum og uppsjávarfiskum (sild og loðnu). Uppsjávarfisk- stofnar eru, sem kunnugt er, oft margfalt stærri en botnlægir fiskistofnar og stafar það fyrst og fremst af annarri stööu upp- sjávarfiska i fæðukeðjunni, þ.e.a.s. þeir eru neðar i fæðu- keðjunni sem þýðir aö frum- framleiðni plöntusvifsins nýtist þeim betur en botnlægum fisk- um ofar i fæðukeðjunni. Veiðar á uppsjávarfiskum tákna þvi betri nýtingu okkar á frum- framleiðni plöntusvifsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að botnlægir fiskistofnar á Islandsmiðum eru fullnýttir eða ofnýttir. Ofnýting mikil- vægasta botnlæga stofnsins, þorskstofnsins, hefur leitt til þess að nýting (afli) okkar á þessum hlekk fæðukeðjunnar er mun minni en efni standa til frá náttúrunnar hendi. Sé gert ráð fyrir að takast megi að byggja upp ofnýtta fiskistofna i þessum fæðuhlekk, en það táknar um 800 þús tonna afla á ári, yrði fiskiskipastóli islendinga, sem slikarveiðarstunda, ekki ofviöa að nýta þá möguleika til fulls. Slik uppbygging tæki auk heldur talsverðan tima. Sá hlekkur fæöukeðju hafsins, sem upp- sjávarfiskar tilheyra er fjarri þvi að vera nýttur til fulls eins og nú standa sakir. Til þessa fæðuhlekks teljast fiskar eins og loðna, sild, spærlingur og kol- munni, svo nefndar séu tegund- ir, sem nýting er þegar hafin á. Islendingar hafa veitt um 500 þús. tonn á ári siöustu árin úr þessum hlekk fæðukeðjunnar, einkum loðnu. Lauslega áætlað má veiða 2—3 miljónir tonna á ári úr þessum hlekk á islensku hafsvæði, þ.e.a.s. núverandi veiðar á umræddum fisktegund- um má fjór- til sexfalda (þessar tölur og aðrar hér á eftir byggj- ast á áætlaðri frumframleiðni plöntusvifs á Isiensku hafsvæði innan 50 sjómilna, sem Þórunn Þórðardóttir, þörungafræöingur hefur birt niðurstöður um) Af þessu má ljóst vera að framtiöarhorfur sjávarútvegs mega kallast allgóðar næsta áratuginn eða það sem eftir er af þessari öld og e.t.v. lengur, og er þá aöeins tekið tillit til nýt- ingarmöguleika botnlægra fisk- tegunda og uppsjávarfiska. á þessari öld og uppsjávarfiski- stofnar á fyrri hluta næstu ald- ar. Gerum ennfremur ráð fyrir að fiski-, haf- og matvæla- fræðingar muni með rannsókn- um sinum leysa öll vandamál og spurningar viðvikjandi nýtingu næsta hlekks fæöukeðjunnar, þ.e. dýrasvifsins. Þá blasir við i þessum hlekk fæðukeðjunnar árlegur afli dýrasvifs (rauðáta, ljósáta) af stærðargráðunni 10 miljónir tonna. Nú er óhægt um vik að lita öllu lengra fram i timann, en þó vart nema hæfilega bjartsýni að áætla að þessi forði verði ekki fullnýttur, fyrr en nýting plöntusvifsins er i sjónmáli sem raunveruleiki. Það skal siðan lagt i dóm lesenda, að meta framtiðarhlut- verk sjávarútvegs á Islandi með hliðsjón af þvi sem hér hefur verið drepið á. Ólafur Kr. Pálsson. Kelloggsstofnunin er ekki auðhringur t nokkrum dagblöðum hefur birst kynlegt bréf frá „starfshópi um auðhringa” þar sem reynt er að vekja tortryggni á styrk, sem bandariska Kelloggstofnunin veitti nýlega til uppbyggingar innlendrar rannsóknastarfsemi á sviði matvælafræði. Bréf þetta byggir á þeirri full- yrðingu, að Kellogsstofnunin sé auðhringur. Þessi mistök væru ef til vill skiljanleg i hópi þeirra, sem ekki hafa haft miklar áhyggjur af ásælni útlendinga hér á landi. En nefnd sem hefur gert erlenda auðhringa að sérsviði sinu og þekkja svo ekki auðhringa frá gagnmerkri styrktarstofnun á sviði grundvallarvisinda og heil- brigðisfræði er ekki traustvekj- andi. Yngri kynslóöinni svo og þeim, sem iitið þekkja til is- lenskra staðháta eins og sumir forsvarsmenn þessa hóps vírðast geta skal bent á til dæmis að Til- raunastöð Háskólans að Keidum segir Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rann sóknastofnunar landbúnaðarinSj í svari til starfshóps um auðhringi var á sinum tima byggðupp fyrir fé frá Rockefelierstofnuninni 1 Bandarikjunum. Hefur þessi rannsóknastofnun orðið ber að þvi að grafa undan innlendri heil- brigðisþjónustu eða draga taum útlendinga? Eins og flestir vita er þessi rannsóknastofnun nú löngu heimsþekkt fyrir rannsóknir sinar i meinafræði. Það sem mestu skiptir I þessu máli er eftirfarandi: 1. W.K. Kelloggstofnunin er sjálf- stæð stofnun og starfar óháð samnefndu fyrirtæki sem framleiðir ýmsar vörur sem þekktar eru hér á landi. 2. Stofnunin var sett á fót til að styrkja verl^efni á sviöum sem hún nefnir undirstöðuatriði þjóðfélagsins: landbúnaður (matvælaframleiðsla) heil- brigði og menntun 3. W.K. Kelloggstofnunin var sett á fót af stofnanda Kellogg Corparation, hr. W.K. Kellogg með sérstöku stofnfjárframlagi og hefur á undanförnum ára- tugum styrkt fjölmörg verkefni t.d. i Norður Evrópu, sérstak- lega á Norðurlöndum, einkum i Noregi. Er W.K. Kelloggstofn- unin með virtustu menningar- stofnunum i Bandarikjunum. 4. Kelloggstofnunin sótti ekki um að fjárfesta i matvælarann- sóknum á Islandi eins og starfshópurinn heldur fram. Ég leitaði til stofnunarinnar að fyrra bragði með fyrirspurn um hugsanlega styrkveitingu og voru fyrstu viðbrögð stofnunarinnar fremur neikvæö. 5. Val á matvælarannsóknum var okkar eigið, en mörg önnur verkefni voru rædd við fulltrúa stofnunarinnar og sýndi hann mörgum þeirra áhuga. Skrif starfshópsins um annarleg sjónarmið Kelloggstofnunar- innar eru þvi þvaður eitt. Björn Sigurbjörnsson 6. Styrknum fylgja engar kvaðir aðrar en þær að gefa stofnun- inni árlegar skýrslur um fram- kvæmd verkefnisins. Stofnunin tekur sérstaklega fram að hún vilji ekki skipta sér af vali námsstyrkþega eða af þjálfun þeirra, né af ráðningu starfs- liðs. Styrkurinri er veittur i peningum án annarra skuld- bindinga en að framkvæma verkefnið samkvæmt þeirri verklýsingu óbreyttri sem Rannsóknastofnun land- búnaðarins samdi á eigin spýt- ur i anda þess samstarfs sem verið er að koma á við Háskóla Islands og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. 7. Rannsóknir þær sem styrktar verða, eru til þess eins að efla innlendan matvælaiðnað, i þessu tilfelli rannsóknir á kjöti, mjólk og grænmeti, þ.e.a.s. matvælaafurðum ísíensks'land- búnaðar. 8. Fyrsti styrkþeginn er farinn til náms til Skotlands. Hann stundar rannsóknir á dilkakjöti byggingu v.öðva arfgengi byggingarlags sauðfjár o.s.frv. Ég vona að lesendur sjái af ofangreindu, hversu ómerkilegar dylgjur þessi sjálfskipaði starfs- hópur hefur haft i frammi. Ekki veit ég hvað raunverulega liggur að baki svona skrifum en ekki er það umhyggja fyrir þeirri rann- sóknastarfsemi i þágu atvinnu- veganna, sem alltaf berst i bökk- um i þessu landi. Með þökk fyrir birtinguna Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Byggingavinna Nokkrir verkamenn óskast til starfa i byggingavinnu á Keflavikurflugvelli. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri Lækjargötu 12 Iðnaðar- bankahús efstu hæð n.k. föstudag kl. 2-4 eftir hádegi. íslenskir Aðalverktakar s/f 1 Blikkiðjan önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð. SÍMI 53468 Áuglýsinga síminn er 8-13-33 |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.