Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 10
10 — ‘ÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Miðvileudagur 2. mars 1977 ASKORENDA- EINVÍGIN 1977 'FIDE GEIMS UIUA SUMUS Skákskýringar: Helgi Olafsson Umsjón: Gunnar Steinn Spennandi skák á Loftleiðahóteli í gærkvöldi Spassky tefldi af grimmd með svörtu mennina í sókninni — og eftir hörkuskemmtilega skák og mikið tímahrak Horts fór viðureignin í bið að fjörutíu leikjum loknum i annarri einvígisskák þeirra Horts og Spasskýs, sem tefld var í gærkvöldi beitti Spasský Nimzo-ind- verskri vörn og notaðist við sama afbrigðið og hann beitti i einvíginu við Karpov árið 1974. Þeir kappar byrjuðu skákina af miklum krafti og tefldu nánast eins og um hraðskák væri að ræða framan af. Hort notaði þó öllu meiri tima og eftir u.þ.b. tuttugu leiki hafði hann notað klukkustundu meira af umhugsunar- tima sínum heldur en Spasský. Timahrak var yfirvofandi hjá tékkan- um og Spasský jók þá jafnframt sinn leikhraða til að kvelja tékkann enn frekar og gefa honum minna af sínum eigin um- hugsunartima. Andrúms- loftið var magnað spennu og ráðstefnusalurinn, þar Spassky bauð jafntefli sem Friðrik ólafsson sá um skákskýringarnar,var þéttsetinn. Spassky lét af hendi annan biskup sinn fyrir riddara Horts og þótti mörgum liklegt aö tékk- inn myndi vinna skákina i enda- tafli með sina tvo biskupa. En sovétmaðurinn hafði á móti biskupaparinu mun rýmri stööu i miðtaflinu og kom sér siðan upp fripeði, sem i biðstöðinni vegur fyllilega upp i biskupa Horts. Snjöll nýjung Horts i 16. leik kom Spasský þó algjörlega i opna skjöldu. Á timabili töldu menn stöðu hans afar vafa- sama, en óþörf uppskipti hjá Hort, sem léttu á stöðunni, gerði Spasský hins vegar hægar um vik og i biöstöðinni blasir jafn- tefli við. Nokkuð sem Spasský gerir sig væntanlega ánægðan með, eftir aö hafa teflt djarft með svrötu mennina og boðið áhorfendum upp á bráð- skemmtilega viðureign. Hvitt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Nimzo-indversk vörn — en Hort hafnaði 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rc3-Bb4 4. e3-c5 5. Bd3-Rc6 6. Rf3-d5 7. 0-0-0-0 8. a3-Bxc3 (í fyrstu einvigisskákinni milli Sj)asskys og Fischer hér i Reykjavik lék Fischer i þessari stöðu 8. ... Ba5. Framhaldið varð 9. Re2-dxc4. 10. Bxc4-Bb6. 11. dxc5-Rxdl 12. Hxdl-Bxc5 13. b4-Be7. 14. Bb2-Bd7! og svartur náði þannig að jafna taflið. Seinna fundu menn endurbótina 9. Ra4 i stað 9. Re2). 9. bxc3-dxc4 12. Dc2-He8 10. Bxc4-Dc7 13. dxe5 11. Bd3-e5 Helgi Ólafsson á förum til USA Helgi ólafsson, Reykjavíkurmeistari í skák og skákfréttaskýr- andi Þjóðviljans, hefur ákveðið að taka þátt í opnu skákmóti sem fer fram í Kaliforniu í lok marsmánaðar. Teflt er eftir Monradkerfi og eru skilyrði fyrir þátttöku þau, að unglingar (undir 21 árs) hafi meira en 2.250 Elo-stig, en aðrir verða að hafa a.m.k. 2.350 Elo-stig. Helgi ólafsson, sem er 20 ára- gamall, er nú með um 2.400 Elostig. Helgi sagðisteiga von á þvi að töluvert margir stórmeistarar yrðu þarna á meðal þátttak- enda, Guðmundur Sigurjónsson tefldi á þessu árlega móti fyrir tveimur árum og voru þá 22 stórmeistarar á meðal kepp- enda. 1 fyrra sigraði Petrosjan i mótinu og fékk að launum um tvær miljónir islenskra króna, en fyrstu verðlaun eru álika há að þessu sinni. Verðlaunasæti munu vera 12-15 alls. HORT SPASSKY 2. umferð: (13. e4 kom einnig til greina ensvarturá svarið 13. ...c4! 14. Bxc4-exd4 o.s.frv.). 13. ... Rxe5 15. f3- 14. Rxe5-Dxe5 (Nauðsynlegur leikur vegna hótunarinnar 15. ...Rg4) 15. ...Be6 16. Hel - (Endurbót Horts á skák Kar- povs og Spasskys i kandidats- einviginu árið 1974, en þar lék Karpov 16. e4, en Sðassky náði þá yfirhendinni enda þótt viður eignin endaði með jafntefli). 16. ..Had8 17. Hbl-c4 (Þessi leikur hefur sina ókosti. En eftir 17...b6, og þá leikur hvitur 18. c4 ásamt Bb2 við tækifæri nær hvltur yfir- burðastöðu) 18. Bfl-b6 19. e4-Rd7 (Riddarinn stefnir niður á d3 reitinn, eða eftir atvikum á b3 til að sporna við yfirráðum hvlts á d4-reitnum.) 20. Be3-Rc5 21. Hbdl-f6 (Rýmir f7- reitinn fyrir biskupnum. Ef hvitur léki f3-f4- f5.) 22. Hd4-b5 (Ekki 22...Rb3. 23. Hxc4! o.s.frv.) 23. Hxd8-Hxd8 24. Hdl-Hc8 (Sterklega kom til greina framhaldið 24...Hxdl 25. Dxdl- Rb3) 25. Bd4-Dc7 26. Df2- (Hótunin er 27. Bxc5-Dxc5. 28. Hd8+, sem leiddi til hagstæðari stöðu fyrir hvitan). 26.. .Hd8 28. Bxa7 27. Be2-Rb3 (Hvað annað?) 28.. .Hxdl+ 29. Bxdl-Dd6 (Timinn: Hort 2.20, Spassky 1.35. Mikið timahrak tékkans fer nú I hönd). 30. Be2-Dxa3 33. D\e7+-Kxe7 31. Db6-Kf7 34. Kf2-Kd6 32. Dc7 + -De7 35. Ke3-Ra5 Spassky mætti að venju tfmanlega til keppninnar og hann hafði beðið góða stund áður en Hort gekk f salinn. (Með hugmyndinni 36...Rc6 ásamt 37...b4) 36. f4-Rc6 37. Bd4-b4 38. cxb4-Rxb4 39. Kd2-Rd3 (Raunverulega jafnteflistil- boð. Eftir 40. Bxd3 cxd3 41. Kxd3 er staðan ekkert nema jafn- tefli.) 40. g3 (Hafnar!) 40. -Kc6 41. Kc3 (Hér fór skákin i bið.) HP wk m gfg wM m n gp w. IH M. i má A ■ wm Ém, §§ Éi !P wm WW/ ■ i gj A w itím Ém. ■ % 'MM W> m fefj Æ. hp (i) w% ; IP ÉiK lÉ! BiOstaOan hjá Hort og Spassky eftir 41. leik. SKÁK VERÐ KR. 300.0 AUKAÚTGAFA ÁSKORENDAEINVlGI Candidates' Match for the World Chess Ghampionship SPASSKY . HORT Hluti af forsiðu fyrsta tölublaðsins. Skákblaðið eftir hverja umferð Timaritið Skák hefur nú gefið út fyrsta tölublað sérstakrar aukaútgáfu vegna áskorenda- einvigjanna. Er reiknað með þvi að aukabiaðið komi út eftir hverja umferð þeirra Spasskys og Horts og eru i þvi skýringar við öll einvigin fjögur. 1 fyrsta tölublaðinu skýrir að- stoðarmaður Spasskys, fyrrver- andi heimsmeistarinn Smyslov, fyrstu viðureign Horts og Spasskys. Auk þess er vett- vangslýsing af fyrstu umferð- inni og margs konar upplýs- ingar um einvigin fjögur. Timaritið Skák er útgefandi aukablaðsins ásamt Skák- sambandi islands, en i ritstjórn eru þeir Asgeir Þ. Arnason, Jón L. Árnason og Jónas P. Erlings- son. Askriftarverð er kr. 2.500, en hvert eintak kostar i lausasölu kr. 300.-.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.