Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Sjónvarp kl. 18.15 og 18.50: Börnin og náttúr u - hamfarirnar Breskir lygalaupar „Lygalaupar” nefnist breskt léttmeti, sem boðið er upp á i sjón- varpinu i kvöld kl. 21.10. Biómynd þessi er á besta aldri, i heiminn komin áriö 1954 og þvi 23 ára gömul. Leikstjóri er John Huston, sem stjórnaði lika myndinni um Toulouse-Lautrec, sem var hér á skján- um fyrir skemmstu. Aöalhlutverk leika Humphrey Bogart, Jenni- fer Jones, Gina Lollobrigida og Robert Morley. A þessari mynd er Robert Morley lengst til vinstri, Humphrey Bogart stendur meö hendur i vösum og gott ef Peter Lorry er ekki þarna á miðri mynd. t dag verða sýndar i sjónvarp- inu tvær myndir, sem báðar fjaila um börn á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa geis- aö. Fyrri myndin er dönsk, gerð i samvinnu við sænska sjónvarp- iö. Myndin nefnist Börnin á Heimaey og sýnir börnin i Vest- mannaeyjum að leik og starfi. Gosið i Heimaey var tilefni að gerð myndarinnar, og þar er leitast við að kynna dönskum unglingum að nokkru eldgosið og afleiðingar þess, einkum hvaða áhrif þaö hafði á lif ung- linga i Eyjum. Það ætti aö vera forvitnilegt fyrir islenska ung- linga aö sjá hvernig jafnöldrum þeirra erlendis er kynnt þetta Sögukaflar af sjálfum mér, ævisöguþættir Matthiasar Jochumssonar, eru ritaðir á ár- unum 1904—1915, eða frá þvi að skáldiö nálgaöist sjötugt og þar til það stóð á áttræðu. I inn- gangi kemst höfundur svo aö orði, aö tilgangurinn sé sá, „að reyna eftir minni og megni að skýra fyrir niöjum minum og vinum uppruna minn og and- legan vöxt úr óviti bernskunnar, lunderni mitt og innri og að nokkru leyti ytri kjör.” Annar lestur kvöldsögunnar er kl. 22.25 i kvöld. Matthias Jochumsson mál og hvernig þaö kemur út lendingum fyrir sjónir. Siðari myndin hefst kl. 18.50. Hún er úr myndaflokknum Börn um viða veröld og fjallar um börnin i Perú, nánar tiltekið fjallahéruðunum iPerú þar sem miklir jarðskjálftar og skriöu- föll urðu voriö 1970. Kvikmyndin var tekin þarna árið 1972 og lýsir hlutskipti barnanna á þessum slóöum og uppbygg- ingarstarfi þvi, sem unniö er á vegum Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna. Þýðandi og þulur 1 myndinni um börnin i Perú er Stefán Jökulsson, en Guömundur Sveinbjörnsson þýddi myndina um börnin á Heimaey, en þulur er Jón O. Edwald. 7.00 Morgunútvarp, Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (19). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milliatriða. Guðsmyndabók kl. 10.25: Séra Gunnar Björnsson les þýöingu sína á predikunum út frá dæmi- sögum Jesú eftir Helmut Thielicke, IV: Dæmisagan af sáömanninum. Morgun- tónleikar kl. 11.00: David Glazer og kammerhljóm- sveitin i Wiirttemberg leika Klarinettukonsert i Es-dúr eftir Franz Krommer; Jörg Faerber stjórnar / Fil- harmoniusveitin i Berlin leikur Sinfóniu nr. 3 I F-dúr op. 90 eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Móðir og sonur” eftir Heinz G. Konsalik.Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (11). 15.00 Miödegistónleikar. Al- fredo Campoli og Fíl- harmoniusveitin í Lundún- um leika „Skoska fantasfu” op. 46 fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Max Bruch; Sir Adrian Boult stjórnar. Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur svftu fyrir hljómsveit op. 19 eftir Ernst von Dohnányi; Sir Malcolm Sargent stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 18.00 Hviti höfrungurinn Franskur teiknimynda- flokkur Lokaþáttur Þýðandi Ragna Ragnars. 18.15 Börnin á HeimaeyDönsk heimildamynd gerð i sam- vinnu við sænska sjónvarp- ið. Börnin i Vestmannaeyj- um eru sýnd aö leik og starfi, við fiskvinnu eða hreinsun Heimaeyjar. Þýð- andi Guðmundur Svein- björnsson. Þulur Jón O. Ed- wald (Nordvision — Danska sjónvarpið) 18.50 Börn um viða veröld Börnin i Perú Vorið 1970 urðu miklir jarðskjálftar i Andesfjöllum og i kjölfar þeirra uröu gifurleg skriðu- föll. Þessi mynd var tekin i fjallahéruðunum árið 1972 og lýsir uppbyggingarstarfi þar á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þýð- 17.30 (Jtvarpssaga barn- anna: „Benni” eftir Einar Loga Einarsson. Höfundur- inn les (4) 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gerð segulkorts af ts- landi, Þorbjörn Sigurgeirs- son prófessor flytur nfunda erindi flokksins um rann- sóknir i verkfræði- og raun- visindadeild Háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Margrét Eggerts- dóttir syngurlög eftir Sigfús Einarsson: Guörún Kristinsdóttir leikur á pfanó. b. Við ána.Erlingur Davlðsson ritstjóri á Akur- eyri flytur frásöguþátt. c. Móðir min. Knútur R. Magnússon les kvæði nokk- urra skálda, ort til móöur þeirra. d. Sungiö og kveöiö. Þáttur um þjóðlög og al- þýðutónlist I umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Æsku- minningar önnu L.Thorodd- sens.Axel Thorsteinsson rit- höfundur les fyrri hluta frá- sögunnar. f. Kórsöngur: Karlakór Reykjavikur syngur.Söngstjóri: Ladislav Voita. Einsöngvari: Sigurður Friðriksson. 21.30 Gtvarpssagan: „Blúndu- börn” eftir Kirsten Thorup. Nína Björk Arnadóttir les þýðingu sina (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (21). 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthfas Jochumsson. Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisöguhansogbréfum (2). 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 2. skákar. Dagskrár- lok um kl. 23.45. .. andi og þulur Stefán Jökuls- son. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 Nýjasta tækni og visindi Umsjórta'raaður örnólfur Thorlacius. 21.10 Lygalaupar (Beat The Devil) Bresk biómynd i létt- um dúr frá árinu 1954. Leik- stjóri John Tfuston. Aöal- hlutverk Humphrey Bogart, Jennifer Jones, Gina Lollo- brigida og Robert Morley. Myndin greinir frá leiðangri bófaflokks nokkurs, sem leggur af staö frá Italiu til Afriku i þvi skyni aö eignast landspildu, þar sem úrani- um á að vera fólgið i jörðu. Þýöandi Óskar Ingimars- son. 22.40 Dagskráriok Þessi mynd var tekin meðan gosiðstóð yfir f Vestmannaeyjum. Ný kvöldsaga: Sögukaflar af sjálfum mér Frábærar móttökur á Akureyri Eins og frá var skýrt hér i blaðinu fyrir helgina fór 30 manna hópur fatlaðra barna, foreldra þeirra og kennara til Akureyrar á laugardaginn var. Var farið i boði Leikfélags Akureyrar og Kiwanis- klúbbisns Kaldbaks á Akureyri. Kristinn Guðmundsson, sem einkum beittsér fyrir þvi að þessi för var farin, hitti akureyringaria Sigurveigu Jónsdóttur og Gest Jónasson hér syðra og barst þessi hugmynd Kristins þá i tal. Hvöttu þau hann mjög tii aö hrinda henni i framkvæmd og hétu sinni fyrirgreiðslu. Vera má, að það hafi riðið baggamuninn, sagði Kristinn Guðmundsson. Þegar til Akureyrar kom var haldiö upp i hótelið i Hlíðarf jalli, en þar beið gestanna matur i boði bæjarstjórnar Akureyrar. Því næst var ekið um bæinn og hann skoöaður og siðan farið i Leik- húsið, i boði Leikfélags Akur- eyrar. Að leikhúsför lokinni skipt- ist hópurinn á ýmis heimili i bænnm og var dvalist þar um hrfð Loks var svo farið i matarboð kiwanisklúbbsins á Hótel Varð- borg. Siðan flogið heimleiðis. Ferðin var mjög ódýr, kostaði kr. 2500,- fyrir börn en kr. 2700,- fyrir fullorðna. Kristinn Guðmundsson rómaði mjög allar móttökur akureyr- inga, sem buðu honum að koma aftur með hópinn að ári. Krakkarnir voru i sjöunda himni yfir þessu dýrlega ferða- lagi en yngstu ferðamennirnir eru 5 ára. Kristinn Guðmundsson bað blaðið að skila bestu kveöjum til akureyringa og Flugfélagsmanna fyrir hlýju þeirra og höfðingsskap — og gerum við það hér meö. —mhg Skólastjórar og yfir- kennarar sameinast í félagi A laugardaginn veröur haldinn stofnfundur Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi. Skólastjórar og yfirkennarar á grunnskólastigi eru nú féiagar I þremur stéttarfélögum : Sam- bandi isl. barnakennara, Lands- sambandi framhaldsskólakenn- ara og Félagi háskólamenntaðra kennara. Auk þess hafa skóla- stjórar ýmist veriö f Skólastjóra- félagi tslands eða Félagi skóla- stjóra héraös- mið- og gagnfræða- skóla, og yfirkennarar verið I sér- félagi. Tilkoma grunnskólalaganna og ýmislegt á kjaramálasviðinu hef- ur gert það æ brýnna aö skóla- stjórnendur stæðu saman i félagi, og er það megintilgangurinn meö félagsstofnuninni á laugardaginn. Hið fyrirhugaða félag mun starfa innan kennarasamtakanna, en annast jafnframt eigin sérmál. I frét frá undirbúningsnefnd segir að vonandi verði stofnun þessa fé- lags undanfari heildarsamtaka kennara á grunnskólastigi. InnlámTiðsklpU leið til iánsriðskipto íBCMÐARBANKI ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.