Þjóðviljinn - 02.03.1977, Page 11

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Page 11
MiOvikudagur 2. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — II Islendingar öruggir meö Danmerkurierð að ári: Stórkostleg samvinna Axels og Ólafs Jónssonar tryggði íslenska landsliðinu sigur Axel fór á kostum og gerði ýmist að þruma boltanum í netið eða mata línumennina á frábærum sendingum Frá Sigurdóri Sigurdórssyni í Austurríki: Það var einkum stórkostleg samvinna þeirra Axels Axelssonar og Ólafs H. Jónssonar sem færði íslenska lið- inu öruggan sigur yfir spánverjum og um leið tryggan farseðil til Kaupmannahafnar að ári liðnu. Báðir áttu þeir félagar mikinn stórleik, og ólafur sem iék þarna sinn 100. landsleik/ hélt svo sannarlega upp á daginn með glæsibrag. Ekki i eitt einasta skipti misnotaði hann línu- sendingu. og öll mörkin skoraði hann eftir frábærar sendingar Axels. sem ekki hefur sýnt álíka landsleik i langan tíma ... ef þá nokkurn tima fyrr á handboltaferli sinum. Islenska landsliðið sigraði með 21:17 eftir að hafa haft yfir i leik- hléi 11:9. Liðið gerði raunar út um leikinn strax á fyrstu minútunum, þvi staðan varð fljótlega 4:0 Is- landi i vil og spánverjarnir náðu aldrei að vinna bug á þvi forskoti. Þeir náðu að visu að jafna 9:9, en Axel átti þá tvær gullfallegar linusendingar inn til Ólafs sem skoraði i bæði skiptin og tsland hafði þvi yfir i leikhléi 11:9 1 siðari hálfleik jékst svo munurinn jafnt og þétt. Spánverj- arnir réðu ekkert við stórleik alls islenska liðsins, sem lék vel Pétui vann bikarglímuna Pétur Yngvason sigraði I Bikarglfmu tslands um sfðustu helgi, og tók þar meö titilinn af tviburabróður sfnum, Ingva Yngvasyni. Guðmundur Freyr I ööru sæti, en Ingi i þvi þriðja. saman i vörn og sókn og hafði auk þess á bak við sig Ólaf Benedikts- son i markinu, sem varði af miklu öryggi allan timann. Frá Sigurdóri Sigurdórssyni, Austurriki: Það rikti mikil kátina f herbúö- um íslands f kvöld, enda þarf liðið að tapa með 14 marka mun fyrir Hollandi til þess aö missa af far- seðlinum til Kaupmannahafnar i Aðalkeppnina á næsta ári. Nokk- uð sem vafalaust mun ekki gerast á fimmtudaginn er þjóðirnar leika saman. En það áttu fieiri góðan leik. Geir Hallsteinsson var i hlutverki miðlarans á miðjunni og rækti skyldu sina vel, auk þess sem hann skoraði þrjú mörk. Annars var farið að fara um margan islendinginn eftir að staðan var 9:9 og siðan 11:10 i byrjun siðari hálfleiks. Þá leit þetta svolitið illa út, en þá komu tvö mörk af tslands hálfu. tsland náði forystunni 15:11, og þá má segja að leikurinn hafði verið unninn. Spánverjarnir ógnuðu ekki þessari forystu og Island sigraði 21:17. Þeir ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson voru hreint út sagt stór- kostlegir. Samtals skoruðu þeir 13 mörk, og mörkin sin sex gerði Ólafur öll eftir linusendingar Axels, sem þó lét sig ekki muna um það að skora sjö mörk sjálfur. Auk þeirra skoraði Geir þrjú mörk, Viðar 2 (2 viti), Ólafur Einarsson 1, Björgvin 1 og Jón Karlsson 1 (viti) Janus Cherwinsky landsliðs- þjálfari sagði að strákarnir heföu framkvæmt nákvæmlega það sem fyrir þá var lagt. — Ég er mjög ánægöur með þennan leik, sagði Janus, — og það hefur nú verið afráðið aö ég verði áfram með íslenska landsliðið fram yfir aðalkeppnina. Þaö á að visu eftir að ganga frá smávægilegum at- riðum, en ég sleppi ekki takinu af „Tími til kominn að við ynnum leik” lanus verður liðið á sínum mikil kátína í herbúðum íslands að Axel Axelsson átti sinn albesta landsleik f langan tfma og gerði til skiptis að skora sjáifur með langskotum eða mata félaga sína áfram með snærum leik loknum þessu liði fyrr en að lokinni keppninni i Danmörku. — Þetta var mikil spurning um hvort liðið tæki forystu I byrjun, sagði Janus. — íslenska liðiö sýndi mikið öryggi á fyrstu minútunum og þessi 4:0 forysta geröi strax út um leikinn. — Við eigum góöa möguleika I A-keppninni, sagði Janus að lok- um og fagnaöi unnum sigri inni- lega. Aðrir leikmenn tóku I sama streng og höfðu varla undan að hrósa hver öðrum. — Þetta var mikið taugastrið á fyrstu mlnút- unum og I þeirri viðureign unnum við mikilvægan sigur. Við höfum unniö bug aö hræðslunni sem hrjáðiokkur I byrjun, og auövitaö er gott að geta slakaö svolftið á fyrir leikinn gegn hollendingum, sögðu strákarnir. Austur-þjóöverjar sigruðu Hol- land I gær með tuttugu og einu marki gegn þrettán. Ólafur með hundrað landsleiki Ólafur H. Jónsson lék f gær sinn hundraðasta landsleik fyrir Islands hönd og er þvi þriðji fslendingurinn sem nær þeim áfanga. Um siðustu helgi léku þeir Geir Hallsteinsson og Viðar Sfmonarson báðir sinn hundraðasta leik. ✓ — sagði Kristján Agústsson hetja Vals í leiknum við Ármann, sem endaði 86-84 eftir framlengingu Það er ekki ofsögum sagt, að Kristján Ágústsson hafi verið aðalhetja valsmanna I 1. deildar- leik þeirra við Armann f körfu- bolta. Kristján var gersamlega óstöðvandi, f sókninni og f vörn- inni var hann klettur. Ef Kristján fékk boltann i sókninni var ekki að sökum að spyrja, hann skor- aði, sama hvernig Armenningar reyndu að stöðva hann. 1 vörninni átti hann nær öll fráköstin og gerði engin mistök neinsstaðar á vellinum. En um leikinn er það aö segja, að Armenningarnir náðu að halda forskoti fyrstu 10 min. leiksins, en siöan ekki söguna meir, fyrr en á síöustu min. siðari hálfleiks, og þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir voru þeir 2 stigum yfir, en þá fékk Kristján tvö vítaskot, og eins og fyrr brást hann ekki og jafnaði 75-75. í framlengingunni áttu Armenningarnir lélegan leik og þar fyrir utan voru bæöi Simon Ólafsson og Jón Sigurösson, þeirra bestu menn komnir með 5 villur og útaf. Lokatölurnar urðu 86-84 og var það Kristján sem skoraði flest stigin I framlenging- unni, en sigurkörfuna í leiknum skoraði Ríkharður Hrafnkelsson, en hann átti góðan leik svo og Lárus Hólm sem lék sinn besta leik f langan tima. Stigin fyrir Val skoruðu: Kristján 35, Rikharöur 17, Lárus 12, Torfi Magnússon 10, Helgi Gústafsson 8 og Gfsli Guðmunds- son 4. Fyrir Armann: Jón Sig. 31, Simon 18, Atli Arason 13, Björn Christinsen og Jón Björgvinsson 7 hvor, Haraldur Hauksson 6 og Björn Magnússon 2. G.Jóh. IR skaust á toppinn IR-ingar skutust upp f toppsæt- ið i 1. deiid i körfubolta er þeir sigruðu KR nokkuð auðveldlega i seinni viðureign liðanna f 1. deildarkeppninni i vetur. ÍR-ingarnir voru betri allan leik- inn og var það helst góður varnarleikur þeirra sem færði þeim sigurinn. Eins og fyrr segir, höfðu IR-ingar forystuna nær allan leik- inn, en þrátt fyrir forustu i upp- hafi virtust KR-ingar ekki hafa kraft til eftir að ÍR-ingarnir kom- ust yfir um miðjan fyrri hálfleik. 1 seinni hálfleik var munurinn oftast þetta 1-6 stig, þar til undir lokin að þeir tóku góöan sprett, og endaði leikurinn 88-72, nokkuð mikill munur hjá tveim topp- liðum. Vörn 1R var það bes|» í leikn- um, en KR-ingar áttu slæman dag, og voru allir frekar daprir. Stigahæstir IR-inga: Kristinn Jörundsson 26 og Jón Jör. 22. Hæstir hjá KR: Einar Bollason 25 og Kolbeinn Pálsson 12. G.Jóh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.