Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 12
12 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. mars 1977 t kvöld veröur almennur iundur i Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut sem Alþýöubanda- lagiö i Reykjavík gengst fyrir og fjallar hann um framtlö byggöar i Reykjavik. Einn af þeim sem undirbúiö hafa fundinn ma. meö sérstöku ávarpi I tilefni af honum er Magnús Skúlason arkitekt, en hann á jafnframt sæti i bygg- ingarnefnd Reykjavikurborgar. Þjóöviljinn lagöi nokkrar spurn- ingar fyrir Magnús um landnotk- un og samgöngur. — Hvaö vilt þú segja, Magnús, um stefnu borgaryfirvalda I sam- göngumálum? — Umferðarstefna Þróunar- stofnunar, meirihluta skipulags- nefndar og væntanlega borgar- stjórnarmeirihlutans tekur ein- ungis miö af einkabifreiðinni sem samgöngutæki. Þetta ásamt fyrirhugaðri mikilli uppbyggingu atvinnurekstrar I hverfun- um vestan Elliðaáa veldur þvi,að ráðast verður i gifurleg um- ferðarmannvirki, svo sem tveggja hæða gatnamót og nýjar hraðbrautir. Má þar ma. nefna brýr á Hringbraut og nýjar hrað- brautir eins og Fossvogsbraut og Hliðarfót. Þessi umferðarmann- virki eru hönnuö eftir álaginu eins og það er mest milli kl. 17 og 18 þegar fólk fer heim frá vinnu. Tölvulikan af umferðarkerfinu er einungis miðaö við ferðir einkabila, en þáttur almennings- vagna ekki tekinn meö i reikning- inn og þar af leiðandi ekki fjöldi vegfarenda eftir götunni. Þetta var pólitisk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar árið 1975. Það er fráleitt vegna kostnaöar og mengunar, sem af þessu hlýst, að sporna ekki hér við fótum. — Hvaða leiðir aðrar koma til greina? — Um er að ræða tvær leiðir, sem hvor um sig gæti hjálpað upp á sakir, en farnar báöar leiddu þær til hagstæöustu lausn- ar. Fyrri leiðin er sú að leyfa ein- ungis óverulega aukningu á at- vinnuhúsnæði á svæðunum vestan Elliðaáa. Þetta mundi þá hraða uppbyggingu austan þeirra td. á miðsvæðum hinna nýju hverfa, Mjódd ofl. AndíTS Nyvig, einn helsti ráðgjafi Þróunarstofnunar I umferðarmálum, bendir i skýrslu sinni á að eigi atvinnu- húsnæðisuppbyggingin sér stað á svæðinu austan Elliðaáa megi komast hjá byggingu Fossvogs- brautar og Hliðarfótar ásamt ýmsum fleiri mannvirkjum. Þetta sjónarmið hefur greinilega ekki verið tekið til greina. Ef gengið er út frá að þessi upp- bygging eigi sér stað komum viö að hinni leiðinni þe. aukinni hlut- deild almenningsvagnakerfisins i samgöngum og þá einkum i at- vinnuferðum. í könnun sem gerð var að til- hlutan Þróunarstofnunar Reykja- vikursumarið 1974 á ferðum fólks til og frá vinnu á höfuðborgar- svæðinu kemur fram að 18% fóru með strætisvagni, 56% með einkabil, 16% gangandi og 0,4% á reiðhjóli. Það eitt að 18% ferðist með vögnunum til og frá vinnu auk allra þeirra sem ekki eiga þess kost að ferðast á annan hátt (skólabörn, gamalmenni) rétt- lætir fyllilega að búið sé betur að þessum þætti samgangna. — En telur þú þá æskilegt að þessi 56% sem fara i einkabilum ferðist frekar meö strætisvögn- um? — Meginhluti fólks stunoar þannig vinnu að einungis er um að ræða ferðir til og frá vinnu. Með bættri þjónustu mætti fá stóran hluta þess til að nota strætisvagna. Þessi bætta þjónusta myndi einkum felast i eftirtöldu: 1. Stuttum ferðatima þe. timan- um sem fer i ferö frá húsdyrum til áfangastaðar. Þetta þýöir aukna ferðatiðni. Þá ættu vagnarnir að hafa sérakreinar, forgang frá biðstöðum ofl. Bæöi þarf að þétta leiðakerfiö og endurskoða það sem fyrir er. 2. Byggingu lokaðra upphitaðra skýla bæði i miðborg og útíhverf- um. Viö núverandi aðstæöur er fólki boðið upp á það að norpa úti i kulda og bleytu og biða eftir vagni sem oft á tiðum heldur ekki áætl- un. 3. Fjarskiptakerfi á nú loks að setja i vagna SVR. Það auðveldar úrbætur ef eitthvaö fer úrskeiðis, auöveldar fjölgun vagna á vinnu- Þaö var pólitisk ákvöröun meirihluta borgarstjórnar snemma á árinu 1975 aö taka ekkert tillit til strætisvagna i tölvulikani af umferðarkerfinu (Ljósm.: eik) Landnotkun og santgöngur í Reykjavík timum ofl. Ennfremur gerir fjar- skiptakerfið kleift að tilkynna um komutima vagna i aðalskipti- stöðvunum og tilkynna um tafir likt og á járnbrautarstöðvum erlendis. 4. Vagnar verði þannig búnir, — Þeim verður sjálfsagt öll- um visað á bug vegna kostnaðar. En þá ber þess að gæta að heldur litill áhugi er á umræöu um kostn- að við mannvirki og rekstur einkrbilanna. Dæmiö litur hins vegar þannig út: RÆTT VIÐ MAGNÚS SKÚLASON ARKITEKT að þeir komist örugglega leiðar sinnar I hálku. Þeir verði þá væntanlega á einhvers konar negldum börðum. Götur verði yfirleitt sandbornar, en ekki salt- ausnar vegna götuskemmda og umhverfisskemmda sem af þvi hlýst. 5. Sérbilar séu til taks I ófærð til að halda uppi ferðum úr og i út- hverfi. Slikir vagnar séu annað- hvort i eigu SVR eða teknir á leigu hjá sérleyfishöfum en nóg er yfirleitt af slikum vögnum á vetr- um. — Þarf ekki að taka tillit til al- menningsvagna við skipulagn- ingu nýrra hverfa? — Jú, það er mjög mikilvægt þar sem erfitt getur verið að fella slikt að eftir á. — Hvað um önnur almennings- farartæki en þessa hefðbundnu stóru strætisvagna. — Miklar framfarir hafa orðið i alls konar gerðum farartækja og brauta til almenningsflutninga nú i seinni tið. Má þar nefna raf- knúnar svifbrautir, einteinunga og hreifanlegar gangstéttir. Sambland af leigubil og strætis- vagni má nefna, þe. litinn vagn sem tekur á sig aukna króka fyrir einstaklinga. Rafmagn hlýtur að vera ofar- lega á óskalistanum i þessu sam- bandi sem orkugjafi, bæði vegna mengunarleysis og orkusparnað- ar. — Verða ekki svona breytingar afar dýrar i framkvæmd? Ef hægt er að auka notkun strætisvagnsins i þeim mæli að ekki myndist hinir svokölluðu toppar i umferðinni kvölds og morgna (sums staöar eru vissir toppar um hádegi einnig) er hægt að spara umferöarmannvirki sem kosta marga miljaröa. Til dæmis kostar Fossvogsbraut og Hliðarfótur með tilheyrandi teng- ingum 1,2 miljaröa. Hluta af þessu fyrirhugaða fjármagni ber hins vegar að nota til endurbóta á almenningsvagnakerfinu og þá ekki bara i Reykjavik heldur á öllu höfuðborgarsvæðinu. Td. er þaö nú svo að kópavogsbúar þurfa að fara um Hlemm til að komast upp i Breiöholt. — En er ekki einkabillinn miklu þægilegra farartæki en almenningsvagn? — Farartæki sem getur ferjað mann frá einum dyrum til ann- arra I vondu veðri td. hlýtur óneitanlega að vera aðlaðandi valkostur á móts við þaö að biða kannski á berangri eftir strætis- vagni sem ekki er nákvæmlega vitað hvenær kemur. Oft býður einkabillinn upp á stuttan ferðatima.en þó á það ekki endilega viö á annatimum þegar umferöin situr föst, en slikum til- fellum fjölgar óðum á höfuð- borgarsvæðinu meö aukinni bila- eign og fækkandi farþegum strætisvagna. 1 könnuninni frá 1975 var meðalfjöldi fólks i I hverjum einkabil 1.29 eöa ein sála i flestum bilum, til og frá vinnu. Þetta sýn- ir okkur að einkabillinn er býsna illa nýttur þegar hann er notaður til atvinnuferða. Auk þess sem allur þessi bilafjöldi þarfnast bilastæða yfir daginn sem taka geysimikið af dýrmætu landrými. Það gefur auga leið að þessi umferöarmáti er vægast sagt óhagkvæmur, siðast en ekki sist þegar hann knýr á um stórfengleg umferðarmannvirki upp á marga miljarða króna. Hins vegar ber að viðurkenna þá slaöreynd að einkabillinn er oft ákaflega þægilegur til kvöld- og meðdegisferða utan aðalanna- timans auk þess sem hann er ómissandi fyrir fólk I dreifðri at- vinnu td. ýmsa iðnaðarmenn. Til að gatnakerfið nýtist vel þarf umferðin aö ganga sæmilega hratt. Billinn, eins og hann er núna, er yfirleitt gerður fyrir mun meiri hraða en hægt er að halda uppi I þéttbýli, en eftir þvi sem hraðinn vex eykst slysahætt- an. Bíllinn er mikill slysavaldur og mengar auk þess andrúmsloft- ið og með tilliti til oliuþurrðar i framtiðinni má nú þegar eygja litla rafknúna bila sem eru hæg- gengari og minni slysavaldar en núverandi bilar og mun hagstæð- ari til notkunar i þéttbýli. Eigi aö siður gætu slik farartæki orðið plága ef þau yrðu of mörg og ber þvi allt að sama brunni: Stórauk- in efling almenningsflutninga- kerfis, i hvaða mynd sem það svo verður, minnkar þörfina fyrir einkafarartæki. Leigubifreiðar I einhverri mynd þar sem start- og ferða- gjaldi væri stillt i hóf, eins og td. i London, dregur einnig úr þörf fyrir einkabila. — Er ekki einnig nauðsynlegt að stuðla að öruggum göngu- og hjólreiðabrautum? — Skv. áðurnefndri könnun fara um 15% til vinnu fót- gangandi. Þetta er ekki litill fjöldi og ber að taka aukið tillit til þessa hóps við gerð gangbrauta göngu- leiða og umferðarljósa þar sem ekki veröur hjá öðru komist. Einnig ber að auka snjómokst- ur gönguleiða að mun, en hann hefur að mestu leyti legið niðri undanfarin ár. Samfara þessu þarf að eyða hálku á gangbraut- um með sandi. Stöðva ber allan saltaustur jafnt á götur sem gangstéttir, en hann getur skapað hálku fyrir vegfarendur, jafnt gangandi sem akandi, auk þess að vera umhverfisskemmandi og dæma fótgangendur til að ganga i gúmmístlgvélum. Hjól eru litið notuð á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta er ekki óeölilegt þar sem nánast engin skilyrði eru til hjólreiða innan um oft hraða bilaumferö. Þennan þátt i samgöngum ber að efla að mun með hjólreiðabrautum, lögö- um þannig að komast megi milli borgarhluta án þess að lenda I lifshættu. —GFr. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti — Framfarafélag Breiðholts III boða til almenns kynningarfundar um Fjölbrautaskólann i Breiðholti i húsa- kynnum skólans við Austurberg, fimmtu- daginn 3. mars kl. 20.30. Kennarar gera grein fyrir bóknáms- og verknámsbraut- um skólans, en nemendur lýsa fjórum námssviðum stofnunarinnar. Fyrirspurnum verður svarað og fundar- mönnum sýndur húsakostur og tækjabún- aður skólans, þar á meðal hin nýja skóla- smiðja. Allir velkomnir á fundinn en sér- staklega skorað á Breiðholtsbúa að mæta og kynnast framhaldsskóla hverfanna. Framfarafélag Breiðholts III Fjölbrautaskólinn Breiðholti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.