Þjóðviljinn - 04.03.1977, Page 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1977
Hlutafjárútboö
stendur yfir
Verkalýösfélög sem
hyggjast nota forkaupsrétt
sendi tilkynningu hið fyrsta.
Frestur rennur út 15. apríl.
4=^ Alþýöubankínn hff.
Laugavegi 31 sími 28-700
r >|
— Hafnarfjörður —
Kjörskrár fyrir prestkosningar er fram
eiga að fara i Hafnarf jarðarprestakalli og
Viðistaðaprestakalli i Hafnarfirði sunnu-
daginn 20. mars n.k. liggja frammi á bæj-
arskrifstofunum Strandgötu6, Hafnarfirði
frá 3. til 10. mari n.k. að báðum dögum
meðtöldum.
Kærufrestur er til kl. 24:00 17. marz n.k.
Kærur skulu sendar á bæjarskrifstofum-
ar, Strandgötu 6.
Kosningarétt við prestkosningar þessar
hafa þeir, sem búsettir eru i Hafnarfjarð-
arprestakalli og Viðistaðaprestakalli i
Hafnarfirði og hafa náð 20 ára aldri á
kjördegi og voru i þjóðkirkjunni 1. des.
1976.
Þeir, sem siðan 1. desember 1976 hafa
flust i Hafnarfjarðarprestakall eða Viði-
staðaprestakall, em ekki á kjörskrá eins
og hún er lögð fram til sýnis, þurfa þvi að
kæra sig inná kjörskrá. Eyðublöð fyrir
kærur fást á bæjarskrifstofunum, Strand-
götu 6. Manntalsfulltrúi staðfestir með
áritun á kæruna að flutningur lögheimilis i ,
annað hvort prestakallið hafi verið til-
kynntur og þarf ekki sérstaka greinargerð
um málavexti til þess að kæra, vegna
flutnings iögheimilis inn i annaðhvort
prestakallið verði tekin til greina af við-
komandi sóknarnefnd.
Hafnarfjarðarprestakall nær yfir Hafnar-
(fjarðarkaupstað austan og sunnan
Reykjavikurvegar.
Viðistaðaprestakall nær yfir Hafnarfjarð-
arkaupstað vestan og norðan Reykjavik-
urvegar.
Hafnarfirði 2. mars 1977.
Sóknarnefndir
Hafnarfjarðarprestakalls og
Viðistaðaprestakalls.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og
22ja sæta fólksflutningabifreið, er verða
sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 8.
marz kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i
skrifstofu vorri kl. 5.
Sala Varnarliðseigna.
Sími
Þjóðviljanser
Búbót af bjórnum?
Skrifið — eða hringið í síma 81333
Umsjón: Guðjón Friðriksson
Brynki skrifar:
Eitt af mörgu, sem í
hugann kemur þegar tek-
in skal afstaða með
bjórnum eftir vandlega
íhugan, er hve sjaldan
bannmenn horfast í augu
við staðreyndirnar. Bjór
er vökvi, sem inniheldur
alkóhólmagn. Nú vill svo
merkilega til, að hér á
landi er náðarsamlegast
leyft að neyta og að sjálf-
sögðu selja vínanda,
—bæði sterkan og veikan.
Það er aungu líkara en
bjórfjendur hafi gleymt
því að þúsundir íslend-
inga standa á þambi allar
helgar, hvolfandi í sig
vökva, sem inniheldur
14%-55% alkóhól! Hver er
munur öls og víns? Hvað
gerir vináttumenn víns að
fjandmönnum öls? Mun-
urinn er sá,að þar sem öl-
ið er mun veikara, er
lengri vegur frá bjór til
berserksgangs en brenni-
víni til brjálsemi. Utan
þessa meinleysis er
bjórínn bráðhollur, upp-
fullur af næringarefnum
svo sem fjölda B-
vítamína ef einhvern
vantar.
Allir, sem á annað borð
hafa þokka á áfengum
drykkjum, vita að þegar
höfuðkvalir og óáran
herja á heilsu manns
,,daginn eftir" öfluga
drykkj usamkomu, er
þörfin brýn að fá landið
til að rísa á ný. Þvi f reist-
ast margir breyskir til að
fá sér einn,og er ekki um
að fást. En hér í landi
breyskra, er ekki annan
lifselexír að fá en bann-
sett sterku vínin. M.ö.o.
þú ert þvingaður til að
halda áfram þinu fylleríi
frá í gær. En það verða
langir og þrautafullir
dagar eftir þennan gær-
dag. En bjórinn er betri.
Timbraður i bjórlandi
vaknar hress til morgun-
göngu vitandi um sval-
andi bjórkollu á næsta
horni, — vætir kverkarn-
ar lítillega uppúr sval-
andi miðinum. Lifnar um
hann, hressist hann,
—gengur hann hress og
kátur til sinnar vinnu eða
kvinnu, enda hafandi
ekki hugmynd um vítis-
kvalir íslenskra. Síðan
ekki meir.
Mikil búbót yrði að
bjórnum!
Flúormengun í fiski
Krúsi skrifar:
Ég vil bera fram þá fyrir-
spurn til þeirra Gunnars Thor-
oddsens, Jóhannesar Nordals og
Steingrims Hermannssonar
hvort gert sé ráð fyrir i fyrir-
huguðum hreinsitækjum við ál-
verið i Straumsvik að úrgangs-
efni berist ekki i hafið.
1 Missisippi i Bandarikjunum
er álver við lax-og silungsá. Þar
fer efnið i gegnum 7 eða 8
hreinsunartæki áöur en það fer i
ána, enda má drekka vatnið úr
henni.
Ennfremur vil ég beina þeirri
fyrirspurn til yfirvalda hvort
flúormengun i fiski geti ekki
valdið skaða á fóstri ef barns-
hafandi kona neytir hans. Alfreð
Gislason læknirskrifaðiá sinum
tima merkilega grein um þetta i
blaöiö Vegamót, og visa ég til
hennar.
VEROLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið?
1 þessari viku eru birtar
myndir nr. 16-20 I verðlaunaget-
rauninni Hvað heitir skipið?
Getraunin er ekki á sunnudög-
um. Ef þú veist rétt nöfn skipa i
þessari viku áttu möguleika á
bók I verölaun.
Bókin að þessu sinni er
Reykjavik I 1100 ársem Sögufé-
lagiögaf út á þjóöhátiöarárinu.
Hún er mikið myndskreytt og
falleg aö allri gerð. Þar er að
finna 'ritgerðir eftir marga
menn um Reykjavik. Sendið
u
lausnir til Póstsins, Þjóðviljan-
um Siðumúla 6,og eftir hálfan
mánuö verður dregið úr réttum
lausnum.
Þessitogari var aðallyftistöng þorps á Vestfjörðum á 6. áratugnum. Hann bar nafn af þekktum athafna--
manni þar I þorpinu fyrr á öldinni. ;