Þjóðviljinn - 04.03.1977, Qupperneq 3
Föstudagur 4. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Erlendar
fréttir í
stuttumáli
Suður-Afrika:
Stórsigur nýs stjórn-
arandstöðuflokks
'JÓHANNESARBORG 3/3 — Framsækni umbótaflokkurinn,
suöurafriskur stjórnarandstööuflokkur sem til þessa hefur ekki
átt ýkja miklu fylgi aö fagna meöal hvltra manna i landinu, vann
mikinn sigur i borgarstjórnarkosningum i Jóhannesarborg,
stærstu borg landsins, er fóru fram i gær. Fékk flokkurinn 19
fulltrúa kjörna, eöa fleiri en nokkur annar, og eru úrslitin sögö
benda til þess, að hann sé i uppsiglingu sem helsti stjórnarand-
stööuflokkurinn.
Þjóöernisflokkurinn, stjórnarflokkur Suöur-Afrlku sem nýtur
einkum stuönings búa, fékk 15 fulltrúa kjörna, og Sambands-
flokkurinn, sem nýtur einkum stuðnings enskumælandi manna
og fór meö stjórn i landinu til 1948, aöeins 11. Er litiö á úrslitin
sem mikið áfall fyrir þann flokk, en innan hans hafa verið miklar
deilur undanfarin og vilja sumir flokksmenn sameinast Fram-
sækna umbótaflokknum, stjórnarandstööunnii i heild til efling-
ar. óeirðirnar i Soweto og viöar og vaxandi andstaöa blökku-
manna gegn stjórnarvöldum munu hafa snúið miklu fylgi til
Framsækna umbótaflokksins.
Ræðir Waldheim við kúrda?
GENF 3/3 — Kúrdneskir skæruliöar, sem halda fjórum pólskum
verkfræöingum föngnum i kúrdneskum héruöum Noröur-iraks,
hafa beöiö Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuöu
þjóöanna, aö hitta einhvern leiötoga þeirra til þess aö ræöa þau
skilyröi, er kúdar setja fyrir þvi aö pólverjarnir veröi látnir
lausir. Er þetta haft eftir áreiöanlegum heimildum I Genf.
Samkvæmt þessum heimildum hefur embættismaöur á vegum
Flðttamannanefndar Sameinuöu þjóðanna, sem hefur aösetur i
Genf, haft samband við háttsettan forustumann Kúrdneska lýö-
ræöisflokksins aö ósk Waldheims. Hafi pólska stjórnin farið
fram á aö þetta samband yrði haft viö fulltrúa kúrda. Embættis-
maðurinn sagði aö Kúrdneski lýöræöisflokkurinn vildi auk máls
pólverjanna ræöa viö Waldheim málefni kúrda almennt og
kringumstæbur þeirra kúrda, sem íraksstjórn hefur látið flytja
nauðungarflutningi til Suður-lraks. Kúrdar segjast láta verk-
fræðingana lausa ef Iraksstjórnin láti lausa alla pólitiska fanga
þar i landi og leyfi kúrdum, sem fluttir hafa veriö nauöungar-
flutningi, að snúa heim. Kúrdneski lýðræðisflokkurinn heldur þvi
fram, aö nokkur hundruö eiginkvenna, mæöra og systra skæru-
liða hafi verið handtekin og leggur sérstaka áherslu á aö þær séu
látnar lausar.
r
Norður-Irland:
Nýjar pyndingaákœrur
LUNDONUM 2/3 Reuter — Tveir irar héldu þvi fram i kvöld aö
þeir heföu sætt pyndingum af hálfu lögreglu i Norður-írlandi, en
lögreglan, sem grunaði þá um að vera skæruliða, hélt þeim i
fangelsi og yfirheyrði þá I nokkra daga. — Fyrir tveimur dögum
var tilkynnt að þriöji maður hefði, meöan á yfirheyrslum lög-
reglunnar stóö, stokkiö ofan af annarri hæð lögreglustöðvarinn-
ar i Belfast og oröiö fyrir miklum höfuömeiöslum.
Moskva:
Andófshópur listamanna
MOSKVU 33 Reuter — Fimm sovéskir listamenn tilkynntu I dag
að þeir heföu stofnaö nýjan starfshóp i þvi skyni aö safna og
dreifa upplýsingum um brot á alþjóðlegum samþykktum um
menningarmál, sem yfirvöld geri sig sek um aö áliti hópsins.
Talsmaöur hópsins, listmálari aö nafni Jósif Kiblitski, sagöi aö
hópurinn myndi starfa óháöur Helsinkihópnum svonefnda, sem
fylgist meö framkvæmd sovéskra stjórnarvalda á mannrétt-
indaákvæöum Helsinkisáttmálans, en hinsvegar sjá þeim hópi
fyrir upplýsingum.
Deildir I tengslum við Helsinki-hópinn hafa veriö stofnaöar I
Úkralnu, Georgiu og Litháen, og auk hans eru starfandi tveir
hópar, sem fylgjast meö meintum brotum á mannréttinda-
ákvæöum sáttmálans á sviöi geðlækninga og trúarbragöa. Tveir
forustumenn Helsinki-hópsins voru nýlega handteknir.
Bandaríkjamenn:
Herða reykingar
' WASHINGTON 2/3 Reuter — 616 miljarðar sigarettna voru
reyktar I Bandarlkjunum siöastliöiö ár, eða fleiri en nokkru sinni
fyrr og um niu miljörðum fleiri en 1975. Er þetta samkvæmt til-
kynningu landbúnaöarráöuneytis Bandarikjanna.
Danska stjórnin heldur sig
viö ágústsamkomulagið
Frá Stefáni Ásgrimssyni, frétta-
ritara Þjóöviljans I Kaupmanna-
höfn, 3/3: Danaþing kom saman i
fyrsta sinn eftir kosningarnar 1.
mars, og er rikisstjórnin litiö
breytt frá þvi fyrir kosningar.
Sósialdemókratar eru áfram ein-
ir i stjórn og hafa stuðning sömu
flokka og áöur, ágústflokkanna
svokölluöu, en þeir eru auk krata
Venstre, Ihaldsflokkurinn, miö-
demókratar og Kristilegi þjóöar-
flokkurinn. Málefnasamkomulag
sósialdemókrata og þessara
borgarflokka er litiö breytt frá
þvi i ágúst, en þó er gert ráð fyrir
nýjum álögum og tekjustofnum
til þess aö rétta viö fjárlög rikis-
ins.
1 fyrsta lagi er hér um að ræöa
skatt á hráorku (oliu til raf-
magnsframleiöslu, húsahitunar
o.fl.,) sem reiknaö er meö aö færi
þvi opinbera 1. miljarð danskra
króna i tekjur. I ööru lagi er raf-
orkugjald, 2,3 aurar á kilóvatt-
stund. sem kemur illa niður á
Allsherjarverk-
fall um miöjan
mánuö ef samn-
ingar takast ekki
ibúum rafhitaöra húsa, en marg-
ar leiguibúöir eru hitaðar upp á
þennan hátt. 1 þriöja lagi hækka
stimpilgjöld úr 6 af þúsundi 115 af
þúsundi nafnverðs, og eru tekjur
af þeirri hækkun áætlaöar 300
miljónir króna. 1 fjóröa lagi
hækkar stofngjald af einbýlis-
húsalóöum úr 450 krónum i 1500
krónur.
Af þessum tekjum er áætlaö aö
veita 810 miljónir króna til
ýmissa orkusparandi endurbóta á
ibúbar- og atvinnuhúsnæöi, til
endurbóta i landbúnaðinum og fl.,
og er áætlað aö um 20.000 manns
fái vinnu við þessar framkvæmd-
ir. Þrátt fyrir efnahags- og at-
vinnuleysisvanda þjóöarinnar er
engipn niðurskuröur á útgjöldum
til varnarmála. Kröfur Nató
verða samviskusamlega uppfyllt-
ar með 5547 miljónum danskra
króna, auk 32 miljóna króna til
heimavarnarliösins, sem er
einskonar aukalögregla.
I málefnasamningi
sósialdemókrata og stuðnings-
flokka þeirra er ekkert ákvæði
um ihlutun stjórnarvalda I kjara-
samningagerö, og mun stjórnin
þar hafa farið að vilja borgara-
flökkanna. Ekkert er minnst á 2%
launahækkunarhámarkið lengur.
Enda sést þegar árangur kjara-
samninga er athugaöur aö frá
1960 hafa náðst 4—6% kjarabætur
1 hverjum samningum. Vinnu-
kaupendur hafa i yfirstandandi
kjarasamningum boöiö 27 króna
lágmarkslaun á timann áriö út,
sem eiga aö hækka i 28.50 kr. á
Framhald af 14. siöu.
Ráðstefna vestrænna kommúnistaleiðtoga:
r
Ahersla á virdingu fyrir
mannréttindum og lýdræði
MADRID 3/3 — Tveggja daga
ráöstefnu leiðtoga kommúnista-
flokka Frakklands, Italiu og
Spánar lauk i dag meö sameigin-
legri tilkynningu leiötoganna, og
leggja þeir i henni áherslu á virö-
ingu fyrir mannréttindum, þing-
ræði og sjálfstæöi gagnvart Sovét-
rikjunum. Santiago Carrillo,
leiðtogi Kommúnistaflokks Spán-
ar, gaf auk þess út séryfirlýsingu,
þar sem hann fordæmir kúgun I
sósialiskum rikjum.
Hinir leiðtogarnir, Georges
Marchais frá Frakklandi og
Enrico Berlinguer frá Italiu,
vildu ekki fyrir sitt leyti tilgreina
Austur-Evrópuriki sérstaklega i
þessu sambandi, til þess aö spilla
ekki enn frekar samskiptum
flokka sinna viö kommúnista-
flokka þessara landa. — I hinni
sameiginlegu yfirlýsingu er sér-
staklega hvatt til þess að ákvæö-
um Helsinki-sáttmálans um
mannréttindi og spennuslökun
austurs og vesturs sé framfylgt
eindregiö. Ennfremur var hvatt
til þess að Kommúnistaflokkur
Spánar, sem enn er formlega
bannaöur, fái fullt starfsfrelsi á
ný.
Carrillosagöi fréttamönnum að
hann væri ekki á móti þvi að
Bandarikin heföu herstöövar á
Spáni, meöan ekki væri kominn á
alþjóðlegur samningur um að all-
ar herstöðvar á erlendri grund
yrðu lagöar niöur. Kommúnista-
flokkur Spánar væri þeirrar
skoðunar aö Spánn ætti ekki aö
vera i nokkru hernaðarbandalagi,
en samþykkti þingib slika abild,
myndi flokkurinn viröa þá
ákvörðun, svo fremi að kosning-
arnar til þingsins hefðu verið
lýöræðislegar. Berlinguer sagöi
að það, sem skipti mestu máli i
Vestur-Evrópu, væri að breyta
bar efnahagslegu og félagslegu
kerfi, er væri þrándur i götu
raunverulegs lýðræðis.
Gerið
góð kaup
Leyft verð Okkar verð
Maggi súpur pr. pk. 107.— 95.—
Fieste eldhúsrúllur 2 stk. 249.— 224.—
Nesquick kókómalt 800 gr. 520.— 467.—
Hveiti 25 kg. 2.551.— 2.289.—
Bananar 1 kg. 174.— 165.—
Molasykur 1 kg. 164.— 147.—
Holand House kruður 1 pk. 96.— 86.—
Wasa hrökkbrauð 1 pk. 195.— 175.—
&
Vörumarkaðorinn hf.
Ármúla 1A Sími 86111