Þjóðviljinn - 04.03.1977, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1977, Síða 10
10 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1977 TæknifræÖingur óskast Staða umdæmistæknifræðings á Austur- landi með búsetu á Reyðarfirði er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins, nú launaflokki A 18. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 15. mars n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik. ---------------------- Söluskattur í Kópavogi Hér með úrskurðast lögtak fyrir van- greiddum álögðum söluskatti i Kópavogs- kaupstað vegna október, nóvember og desembermanaða 1976, svo og vegna við- bótarálagninga vegna eldri timabila. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Jafnframt er ákveðin stöðvun atvinnu- rekstrar hjá sömu skuldurum söluskatts vegna sömu gjalda þar sem þvi verður við komið. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 28. febrúar 1977 Sigurgeir Jónsson. V________________________________________^ r waj BARNAVINAFELAGiÐ SUMARGJOF Fornhaga 8 - Sími 27277 Forstaða leikskóla Staða forstöðumanns við leikskólann i Tunguseli i Breiðholti er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt kjarasamningi borg- arstarfsmanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sumargjafar, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Stjórnin Haldið verður námskeið fyrir konur, sem taka börn til daggæslu á heimilum sinum. Námskeiðið verður haldið að Norðurbrún 1, hefst 9. marsrt.k., alls 42 kennslustundir, miðvikudags- og föstudagskvöld kl. 20-22. Fyrir verður tekið: Barnasálarfræði, meðferð ungbarna, samfélagsfræði, heimilisfræði, barnabækur, föndur, leikir og söngur. Þar sem takmarka verður fjölda við 35 þátttakendur er þess óskað að þátttaka sé tilkynnt i sima 25500 fyrir þriðjudaginn 8. mars. Námskeiðsgjald er kr. 1.000.- fFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 V____________________________________J Auglýsingasíminn er 8-13-33 Umsjón: Magnús H. Gíslason. ♦ Jenni R. Ólason skrifar: Á villigötum í vegamálum Þessa dagana er til af- greiðslu á alþingi tillaga um vegaáætlun fyrir árin 1977-1980. Tillaga þessi fjallar um skiptingu þess fjár, sem ríkisstjórn og alþingi ætla af rausn sinni að verja til vegamála á fslandi þessi ár. 1 henni kemur fram sú ný- breytni markveröust, að gert er ráð fyrir að auka viðhaldsfé frá þvi sem var á siðustu áætlun u.þ.b. 10% aö verðmæti. Sá böggull fylgir þó skammrifi að um leið er fé til nýbygginga skorið niður um nálægt 20%. Mörg undanfarin ár hafa for- svarsmenn Vegagerðar rikisins bent á þá staðreynd, að það fé, sem veitt hefur verið til við- halds vega, hefur ekki svarað nema til helmings af þeirri þörf, sem fyrir hendi hefur verið. Þeir hafa hinsvegar ávallt talað fyrir daufum eyrum alþingis- manna. Viðhaldsþörfin hefur reyndar alltaf verið njög varlega áætluð og þær kröfur, sem við hefur verið miðað aldrei jafnast á við þær, sem gerðar eru til viöhalds vega i nágrannalöndum okkar, til dæmis i Noregi. Eins og áður segir hafa vega- gerðarmenn ávallt talað fyrir daufum eyrum alþingismanna, hvað þetta snertir.Þeir hafa jafnan valið þann kostinn sem Indriði G. Þorsteinsson lýsir vel i athyglisverðri grein i Visi þann 18. febr. sl. 1 stað þess að fullnægja viö- haldsþörfinni áður en lagt er i nýbyggingar hafa þeir valið þann kostinn að svelta viðhaldiö en milgra smáupphæðum i ný- byggingar sem allra viðast. Þannig hafa nýbyggingar verið gerðar miklu dýrari en ástæða væri til og vegakerfinu i heild haldið i þannig ástandi, að það hentar nánast eingöngu tor- færubifreiðum, eins og réttilegu torfærubifreiöum, eins og rétti- lega er bent á i fyrrnefndri grein i Visi. 1 þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er þetta eins og áður segir heldur lagfært varðandi við- haldið og nú er gert ráð fyrir að verja til þeirra hluta 1593 milj. kr. á sama tima og þörfin er varlega metin 2206 milj. kr. Þetta eru aðeins 72% af þörfinni svo enn er langt I land að þessir hlutir verði i lagi, einkum þegar tekið er tillit tii sveltiáranna sem að baki eru. 1 Visisgreininni bendir Indriði G. Þorsteinsson á, aö engin raunhæf áætlun sé til um gerð viðunandi vega á tslandi. Þetta er laukrétt og um leið hrópandi háðsnerki við stefnu eða stefnu- leysi núverandi rikisstjórnar. A valdatima vinstri stjórnar- innar siðustu var þeim mun betur á þessum málum haldið að árið 1972, en það ár var þess- um málum gerð einna best skil—var fjárhæð vegaáætlunar 1790 milj. kr. Það svarar til þess Jenni H. ólason. að nú þyrfti hún að vera 9240 milj. kr. en-þess i staöer hún 5650 milj. kr. Vantar þvi 3590 milj. kr. á aö þessar tölur séu sambærilegar að verðmæti, og er þá ekki tekið tillit til gif- urlega aukins umferðaþunga á þessu árabili. Vegagerð rlkisins er slfellt legið á hálsi fyrir slælega frammistöðu I viðhaldi vega, en af þessun tölum má hverjum manni vera ljóst, að ástæðurnar fyrir lélegum vegum og alls ófullnægjandi viðhaldi þeirra er ekki að leita hjá Vegagerðinni heldur alþingi og rikisstjórn. Óánægja mun nú vera meiri en oftast áður meðal alþingis- manna með framkomna tillögu að vegaáætlun. Það er I sjálfu sér góðs vitit og vonandi merki þess, að augu alþingismanna séu að opnast fyrir þvl hve óhönduglega hefur verið á þess- um málum haldið. Hitt er þó nauðsyn, að al- menningur, sem alþingismenn bera þó allténd nokkra virðingu fyrir a.m.k. þegar kosningar taka að nálgast, veiti þeim rækilegt aðhald I þessu efni með þvl að láta vilja sinn kröftug- lega I ljós við öll möguleg tæki- færi. Það er sannarlega ástæða til að taka rösklega undir með Indriða G. Þorsteinssyni og öðr- um þeim, sem hafa eitthvað verulega jákvætt til þessara mála að leggja. -i'yC’ Jenni R. Ólasor Borgarnesi. Árni G. Pétursson, sauöjjárrœktarráöunautur: Unnt að stórauka ínnlenda kjarnfóðuröflun — Égerhlynntur þeim, sagði Árni G. Pétursson, sauðf járræktarráðunaut- ur Búnaðarfélag islands, þegar Landpóstur spurði hann eftir áliti hans á graskögglum og notkun þeirra. — Og eftir þeim athugunum, sem fram hafa farið hjá okkur og reynslu bænda og annarra, sem nú liggur fyrir, virðast þeir nýtast betur með öðru fóðri en við höfum reiknað með, eftir þvl fóðurgildi, sem athuganir sýn- ast hafa leitt I ljós. Það er talað um að 1,3-1,4 kg af kögglum þurfi I fóöureininguna en séu þeir gefnir með misjöfnum heyjum og hafður til saman- burðar annar fóðurbætir, gefinn með samskonar heyjum þá virðist fóðurgildi þeirra vera mun meira en þessi 1.4 kg. segja til um. Vera má, að raunveru- Heyjaö fyrir graskögglaverk smiðju. legt fóöurgildi kögglanna sé meira en talið hefur verið en svo hefur það einhver gagnverkandi áhrif á nýtingu þeirra þegar þeir eru gefnir meö heyfóðri. Ég hefi trú á þvl, sagði Árni Pétursson, að kögglarnir geti I framtiðinni losað okkur við verulegan hluta af innfluttum fóðurbæti ef við getum náð meirihlutanum af hráefninu 1 kögglana á heppilegum tlma. Hreysti og heilbrig^i búfjár- ins virðist vera allt annaö og betra þar sem kögglar eru gefn- ir en þar sem þeir eru ekki notaðir. Til dæmis er vöxtur og þrif gemlinga óhemju mikill. En það er bara ekki búið nógu vel að þessari framleiðslu. Hún verður að borga tolla af vélum, söluskatt og rafmagn á hæsta taxta en svo eru engir tollar á innfluttum fóðurbæti. Þeir skella 20% söluskatti á kjötið okkar en flytja fóðurbætirinn inn tollfrjálsan. Þaö er enginn vafi á þvl að ef betur væri að þessari fram- leiðslu búið þá mætti stórauka innlenda fóðuröflun. Nú er byrj- að blanda feiti I kögglana og eykur það stórlega fóöurgildi þeirra. áp/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.