Þjóðviljinn - 04.03.1977, Síða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1977, Síða 16
DWÐVIIJINN Föstudagur 4. mars 1977 Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins f þessum simum; Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I slma- skrá. Kosið til SHÍ10. mars Tveir listar aö vanda Verkalýðsfélögin i Vestmannaeyjum: Slík vinnu- þrælkun ósamboðin siðuðu þjóðfélagi Fulltriiaráö verkalýösfélaganna i Vestmannaeyjum hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um kjaramál: Kjarabarátta verkalýös- hreyfingarinnar á undanförnum árum hefur miöast viö þaö eitt aö reyna aö halda i horfinu viö óöa- veröbólgu og versnandi lifskjör. Efnahagskreppu sem aö lang- mestu leyti er heimatilbúin, hefur af fullum þunga veriö velt yfir á heröar alþýöunnar. Þetta ásamt stefnuleysi stjórnvalda I efnahags- og fjárfestingarmál- um, hefur rýrt svo launatekjur al- mennings, ab til landflótta horfir. Island er nú komiö i þann hóp þjóöa, er heyra til láglaunasvæöa og eru lægstu laun hér oröin þaö lág I samanburöi viö þaö, sem gerist hjá nágrannaþjóöum okk- ar, aö vart nægir lengur aö tvö- falda þau til aö gera þau sam- bærileg. Launafólk reynir aö mæta sí-endurteknum kjaraskeröing- um meö þvi aö bæta enn viö alltof langan vinnudag sinn og er nú svo komiö aö slik vinnuþrælkun er ekki samboöin neinu þjóöfélagi, sem vill telja sig I tölu siömenntaöra þjóöa. Þvi fagnar FVV þvi sem fram kemur i kjaramálaályktun 33. þings ASl, um aö nú skuli snúa undanhaldi i sókn, og um leiö og Fulltrúaráöiö lýsir fullum stuöningi viö fram komnar til- lögur þingsins I kjaramálum vill þaö leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi: 1. Allt verölagseftirlit meö vöru og þjónustu veröi hert aö mun og verkalýöshreyfingin geri sig mun meira gildandi i sllku eftirliti, m.a. meö upplýsinga- miölun á samanburöi kaupgjalds og verölags eins og þaö er á hverjum tlma. 2. Aö tekiö veröi mun meira tillit til þeirra landsmanna, sem búa utan jaröhitasvæöa, varöandi hitunarkostnaö, m.a. meö þvl aö gera þeim kleift aö kaupa raforku til húsahitunar á svipuöu veröi og jarövarmi er seldur. 3. Aö lögum og reglum Atvinnu- leysistryggingasjóös veröi breytt þannig, aö þaö verka- fólk, sem vinnur afbrigbilegan vinnutlma, þe. vinnutlma er Framhald á 14. siðu 1 gær rann út frestur til aö skila framboöum til kosninga til Stú- dentaráös Háskóla islands,en þær veröa á fimmtudaginn kemur, 10. mars. Að vanda komu fram tveir listar: A-listi Vöku og B-Iisti vinstrimanna. Alls veröa kjörnir að þessu sinni 13aðalfulltrúartilStúdenta- ráðs og tveir til Háskólaráös. Fyrir eru jafnmargir i báðum ráðum. Valdahlutföll nú eru þannig aö vinstrimenn eiga 14 i Stúdentaráði og 3 i Háskólaráði en hægrimenn 12 og 1. Þar sem háskólaráðsfulltrúarnir eiga einnig sæti i Stúdentaráöi er meirihluti vinstrimanna 17 gegn 13. Efstu sjö sæti á lista vinstri- manna skipa þessir: Björg Þorsteinsdóttir liffræöi, Pétur Þorsteinsson guðfræöi, GIsli Fannberg sálfræði, Ingólfur Jóhannesson sagnfræði, Tryggvi Jónsson verkfræði, Einar Kára- son bókmenntasaga og Björn Lin- dal lögfræöi. Til Háskólaráðs bjóða vinstrimenn fram Sigrúnu Helgadóttur liffræði og Ingiberg Guðmundsson islensku. Efstu sjö sæti hægrimanna eru þannig skipuö: Tryggvi Agnarsson lögfræði, Ásta Möller hjúkrunarfræöi. Haraldur Johannesen lögfræöi, Tryggvi Pétursson verkfræöi, Höröur Jóhannesson lögfræöi, Jónas Ingimarsson læknisfræði og Skafti Harðarson heimspekideild. TilHáskólaráös bjóða hægrimenn fram Steingrim Ara Arason og Kristján Hjaltason en þeir nema báðir viðskiptafræði. Kosningabaráttan viröist ætla aö fara fremur hægt af stað aö þessu sinni. Vinstrimenn hafa að visu gefið út blað,en hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá hægri- Þessa mynd rákumst viö á I Blaði vinstrimanna i Háskóla íslands og þarfnast hún engra skýringa. mönnum,— Stúdentablaðið er væntanlegt úr prentun i dag,en i þessu tölublaði fær hvor fram- boðslisti tvær siður til ráðstöfun- ar aö eigin vild. —ÞH Grikkinn kominn að Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i gær tvisigldi griskt flutningaskip á bryggjuna á Reyöarfirði og olli þar stórtjóni i fyrradag. Skipið sem er yfir 10.000 lestir að stærö kom til Reyðarfjarðar frá Rotterdam i þeim erindagjöröum aö lesta þar 850 lestir af loðnumjöli, en átti siöan aö fara til Seyðisfjarðar sömu erinda. og sagöi i útvarps- fréttum i gær að „seyðfirðingar biðu komu skipsins með nokkrum kviða”. Seyðfirðingar fá þó likast til að geyma með sér ugg sinn enn um nokkra hrið, þvi óvist er hvenær skipi& kemst burt úr Reyðarfirði. Um hádegi i gær tókst aö koma þvi að bryggju, en trillubátur skaut á land tógi úr skipinu og voru spil þess sfðan notuð til.að draga það að. Gat kom á kinnung og stefni skipsins viö áreksturinn i fyrra- dag og verður aö gera við þaö áð- ur en loðnumjölinu verður skipað út, þvi annars er eins vist að það lendi neðan sjólinu. Auk skemmda sem urðu á skipinu sjálfu og bryggjum uröu litils- háttar skemmdir á flutningaskip- inu Helgafelli, sem varð fyrir griska skipinu þegar seinni_aðför- in var gerð aö bryggjunni. Sjópróf i málinu fóru fram hjá sýslumannsembættinu á Eskifirði i gær. Bogi Nilsson sýslumaður sagði i samtali viö blaöiö I gær- kvöldi aö teknar heföu verið skýrslur af skipstjóra og stýri- manni, en sjóprófum er ekki aö fullu lokiö og veröur þeim fram haldiö i dag kl. 10. Yfirmenn skipsins sögöust aldrei hafa lagt slfku skipi áöur aö bryggju nema meö aðstoð hafnsögumanns og dráttarbáts, en dráttarbátur er ekki á Reyðar- firði. Þvi til viðbótar kenna þeir miklum vindi og straumum um ásiglingarnar. Slökkviliðið á Reykjavikurflugvelíi: m jí iaaBB,^w1 ... |( 1 1 Nýi tækjablllinn á Reykjavikurflugvelli. Nýrtækjabíll í gagniö Nýlega tók slökkviliöiö á Reykjavikurflugvelli I notkun nýjan tækjabil, sem ætlaöur er til notkunar viö fyrstu aðkomu aö flugvélum, sem hlekkst hefur á við flugtak eða lendingu Þetta er nýr pallbill af gerð- inni Ford Custom og var byggt yfir pallinn og tækjabúnaður settur i bilinn á verkstæði slökkviliðsins. Blaðamaður Þjóöviljans brá sér i gær vestur á flugvöll og fékk að skoöa þessa nýju slökkvibifreið. Guömundur Guömundsson slökkviliösstjóri sýndi blaöamanni bilinn, og kvað hann mikla bót aö þvl fyrir slökkviliöiö að fá þennan tækja- bil i gagnið, þvi i honum væru geymd öll þau tæki sem nota þyrfti, þegar fyrst væri komiö aö flugvél á slysstaö. 1 hinni nýju bifreið er 400 punda duftslökkvitæki, þrir 1500 watta halogen ljóskastarar, ásamt ljósavél fyrir þá og til- heyrandi stöndum, sérstakur þrýstiloftsmeitill og rafmagns- sög til aö saga mannhol á flug- vélarskrokk, sem brjótast þ’arf inn i, reykköfunarbúnaður og ótal fleiri smáhlutir sem ómiss- andi eru viö fyrstu aögeröir, þegar flugvél hefur hlekkst á. öllu er þessu haganlega fyrir- komiö i þartilgeröum skápum og hirslum, en eins og áður segir var hönnun og frágangur þeirra hluta unninn á verkstæöi slökkviliösins. Guömundur Guðmundsson sagöi einnig að fyrirhugaö væri að láta smiöa nýjan stóran slökkvibil búinn háþrýstidælum fyrir slökkviliðið og yrði hann liklegast smiöaöur i Englandi. A þessu ári væri veitt 15 miljónum til þeirra kaupa, sem sennilega næmi u.þ.b. þriöjungi af kostn- aðarverði, en með samsvarandi viöbótarfjárveitingu næsta ár og lánum á eftirstöðvum, væri von til aö sá bill kæmist i gagniö á næsta ári, — en sú viðbót mun væntanlega gjörbreyta aöstöð- unni hjá okkur, sagði Guðmund- ur aö lokum. raa SVONA ER KJARASKERÐINGIN Viö birtum I dag 29. dæmiö um kjaraskeröínguna slöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur verkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. — Viö tökum eina vörutegúnd á dag. Upplýsingar um vöruverð höfum viö frá Hagstofu islands, en upplýsingar um kaupiö frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, og er miöað viö byrjunarlaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. 29. dæmi: Blandað grænmeti niðursoðið (Ora 1/2 dós) Verð: Kaup: Febrúar 1974 kr. 64,80 kr. 166,30 Maí 1974 kr. 80,80 kr. 205,40 I dag, mars 1977 kr. 183,70 kr. 425,20 NIÐURSTAÐA: 1. i febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 23. mínútu að vinna fyrir hálfri græn- metisdós. 2. i maí 1974 var verkamaður svipaðán tima eða 24 míútúr að vinna fyrir samskonar dós. 3. i dag, 4. mars 1977, er verkamaður nokkuð Ivgnur eða 26 mínútur að vinna fyir slíkri dós. Vinnutíminn hefur þannig iengst um 2-3 minútur eða vel 10%.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.