Þjóðviljinn - 10.03.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 10.03.1977, Qupperneq 16
/t/úmu/M Fimmtudagur 10. marz 1977 Aöalsími ÞjóRviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins í þessum slmunr. Ritstjörn 81382, 81527, 81257og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjdöviljans I sima- skrá. FRÉTTIR ÚR VERSTÖÐVUM Aflinn er mis j afn Aflabrögð eru nokkuð misjöfn í einstökum ver- stöðvum, eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefur fengið en það hafði samband við nokkrar verstöðvar í gær og fyrradag. Grundarf jörður — Aflabrögö hér eru alveg með fádæmum léleg, bara enginn fiskur siöan fyrir helgi, sagöi Þóröur Sveinbjörnsson hjá Hraöfrystihúsi Grundar- fjaröar I viðtali viö blaöiö I fyrrakvöld. — Bátarnir eru aö byrja að koma inn núna og það er bökstaflega ekkert, sem þeir eru meö, svona undir tonni og um það. Þaö kom smá glæta kringum síöustu helgi, 10-12 tonn á bát, en það datt algjör- lega niður nú um miöja vikuna. En þetta er góöur fiskur enda eru bátarnir nú allir á netum og fá ekki annað en góöan fisk ef eitthvað er til. Frá okkur róa 8 bátar og svo togarinn en hann skiptir afla sinum á milli þriggja fisk- vinnslustöðva hér i plássinu. Hann hefur aflað alveg sæmilega. Hellissandur Friöjón Jónsson, Hellissandi sagði að þar heföi veriö lélegt fiskiri aö undanförnu. Þaö væri reitingur á linu en ekkert fram- yfir þaö en nú væru allir stærri bátarnir komnir með net. ' ,v. * | • • »;i 'mmwwwM tmsm m . mmi w tí-ju Vestmannaeyjar — Aflabrögö hafa veriö mikiö frekar Iéleg þaö sem af er vertlöinni, sagöi Hjörtur Hermannsson hjá Fiskiöju - Vestmannaeyja okkur I gær. Ég segi ekki aö þau séu kannski lakari en I fyrra en þó, ef við tökum tillit til þess hve gæftir hafa verið miklum mun betri I vetur þá eru þau náttúrlega mun verri. í fyrra voru miklar frátafir vegna veöurs en aftur hefur veður verið injög gott nú þaö sem af er árinu. En þetta er þokkalegur fiskur, minna af ufsa en veriö hefur undanfarin ár. Loönan hefur haldiö okkur uppi hér en hætt er viö aö hún sé aö syngja sitt síöasta núna, hún er komin aö hrygningu og þá ekki frystingarhæf lengur Ég reikna með þvi að dagurinn I gær verði siðasti frystingar- dagurinn hér þvl hún finnst nú ekki aftur þessi ganga, sem virtist vera hér austan við I gær. Það er nú ekki búiö að frysta nein ósköp hér, ég gæti trúaö að þaö væru svona 350 tonn. Sandgerði — Aflabrögð voru léleg I gær en þegar á heildina er litiö er þetta góö vertiö þaö sem af er. Linubátarnir hafa fiskað vel og mun betur en i fyrra en netabát- arnir miöur. Svo sagöist Jóni Júliussyni I Sandgeröi frá i gær og hann bætti viö: — Hér I Sandgeröi berst mjög mikið að af fiski en þaö byggist á aukinni sókn og miklum báta- fjölda. Aukning á afla hér frá þvi i fyrra er 234%, miöaö viö sama tima. En þá voru sjóferöir aðeins orönar 367 en 1229 núna. Jafnaöarfiskiri i róöri er svipað og I fyrra en bæöi hefur bátum fjölgað og svo hafa gæftir verið framúrskarandi góöar, varla falliö úr nokkur dagur. —mhg Pólýfónkórinn 20 ára: Tónleikar í 7 borgum á Ítalíu í júlí nk. auk þess sem kórinn heldur hljómleika hér á landi um páska Krafla: Verka- mönnum leyft að koma aftur Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Petersens hjá Almannavarnarráði rlkisins hefur ráðið nú leyft aö verkamenn viö Kröfluvirkj- un megi koma inn á svæöiö á ný, en eins og kunnugt er var þeim ekki leyft aö snúa þangað úr siöasta helgarfrii sinu. Þaö var Almanna- varnarnefnd Mývatnssveitar sem lagði þetta til við Alinanna varnarráð, sem siöan samþykkti meö nokkr- um skilyrðum. Meöal þeirra eru þau, aö menn mega aö- eins koma inn á svæöiö I smáhópum og veröa aö láta skrá sig inn á svæöiö. Einnig er þaö skilyröi fyrir þessu ieyfi, aö jaröfræöingar séu á- vallt á vakt á virkjunarsvæö- inu. Pólýfónkórinn á 20 ára afmæii á þessu ári og hefur veriö ákveöiö aö halda uppá afmæliafmæliö á veglegan hátt. Fyrir utan hljóm- ieikahald hérá landium páskana, hefur veri ákveöiö aö kórinn haldi til Italiu hinn 24. júni nk.og haldi þar hljómieika i 7 borgum. Þar á meðal mun kórinn taka þátt i hinni heimsfrægu tóniistarhátlö I Flórens — Maggio Musical — en þaö þykir mikill heiöuraö fá aö taka þátt i þessari frægu tónlistarhátlð. Fyrir utan 140 manna kór, fer 33ja manna hljómsveit meö kórnum i þessa ferö og 5 ein- söngvarar þannig aö alls veröa flytjendur á hljómleikum Pólý- fónkórsins 180 I þesari Italluferö. Auk þess mun 70 manna fylgdar- liö veröa meö I feröinni. Verkin sem flutt veröa á þessum hljómleikum eru: Messlas eftir Handel en kórinn flutti þetta verk i Reykjavik fyrir 2 árum og endurtók flutninginn i Edinborg þá um voriö viö góöa dóma. Þá veröur á efnisskránni Gloria eftir Vivaldi og tvö verk eftir Bach, Magnificat og konsert fyrir tvær einleiksfiðlur og hljóm- sveit I D-moll. Einleikarar með hljómsveitinni veröa systurnar Rut og Maria Ingólfsdætur. Hljómsveitin sem fer með kórnum i þessa hljdmleikaferð er Kammersveit Reykjavikur. Borgirnar sem hljdmleikarnir veröa haldnir i eru Siena, Flórens, Vicenza, Feneyjar, Trieste, Aquileia, og Lignano, en þar veröa siöustu hljómleikarnir haldnir, en þar munu svo tónlist- arftílkið hvllast á hinum fræga sólarstaö — Lignano — eöa Gullnu ströndinni. Þetta verður 6. söngför Pólý- fónkórsins til útlanda og sú fjöl- Framhald á 14. siðu SVONA ER KIARASKERÐINGIN Viö birtum I dag 32. dæmiö um kjaraskeröinguna slöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur vcrkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. Viö tökum eina vörutcgund á dag. Upplýsingar um vöruverö höfum viö frá Hagstofu tslands, en uppiýsingar um kaupið frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, og er miðað viö byrjunarlaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. 32. dœmi Baðimillarhandklæði Verð Kaup Febrúar 1974 kr. 166,30 Maí 1974 kr. 205,40 I dag, marsl977 kr. 425,20 NIÐURSTAÐA: 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 37 mínútur að vinna fyrir venjulegu handklæði. 2. I mai 1974 var verkamaður 31 mínútu að vinna fyrir handklæði. 3. I dag, 10. mars 1977, er verkamaður hins vegar 78 mínútur að vinna fyrir sams konar handklæði. Vinnutíminn hefur þvi meir en tvöfaldast — hann hef- ur lengst um 41 minútu eða lll% sé miðað við febrúar 1974, en um 47 mínútur eða 152% sé miðað við maí 1974.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.