Þjóðviljinn - 22.03.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Page 9
Þriöjudagur 22. mars 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Þuriöur Pétursdóttir og Kristin Benediktsdóttir sjómenn frá tsafiröi. Þaö er ekki amalegt aö vera á sjó Ilogni og bliöu Fast ÞÆR sóttu sjóinn Þegar jafnréttismálber á góma fáum viö konur iöulega að heyra að við getum ekki gengið i öll verk og þvi sé ekki rökrétt að tala um fullkomið jafnrétti til allrar vinnu. Sem dæmi um starf sem ekki sé viö kvenna hæfi er sjó- mennska jafnan nefnd og virðist þá gengið út frá þvi, að hvaða karlmaður sem er get-i stundað sjóinn. Konur á Islandi hafa þó um aldir gengið til allra verka til jafns við karlmenn og er þá sjó- mennska ekki undanskilin. Konur stunduðu útróðra i mörgum ver- stöðvum, sérstaklega á Breiða- fjarðareyjum og undan Jökli og voru ekki eftirbátar karlkyns félaga sinna. Nú eru konur samt ekki fjöl- mennar i sjómannastétt og flestir munu trúa þvi aö það sé of erfitt starf fyrir konur. Mér fannst þvi bera vel i veiði þegar tveir kvenkyns sjómenn frá Isafirði litu inn hér á blaðinu, og notaði tækifærið til að spyrja þær nokk- urra spurninga um sjómanns- starfið. Sjómennirnir heita Þurið- ur Pétursdóttir og Kristin Bene- diktsdóttir og eru báðar búnar að vera á sjó frá þvi i fyrravor. Betra kaup Hvers vegna gerðust þiö sjó- menn? Þuriöur: Mig vantaöi peninga. Ég var kennari I liffræði viö Menntaskólann á Isafirði og kennaralaunin eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Á sjónum hef ég ekki undir tvöföldum kennara- launum, en vinnutiminn er lika miklu lengri. Kristin: Ég vann i frystihúsi, var þar „flökunardis”. Ég var orðin leið á þvi, það er ákaflega tilbreytingalitið starf. Hvernig gekk ykkur að fá skipsrúm? Þuriöur: Það gekk ekkert alltof vel. Margir skipstjórar vildu gjarnan ráða mig sem kokk en leist ekki vel á að fá mig fyrir háseta. Að lokum fékk ég þó pláss sem háseti á linubátnum Orra. Hann var á grálúðuveiðum og var 10 daga i túrnum. Kristin: Mér bauðst fljótlega kokksstarf og ég tók þvi og var kokkur i hálfan mánuð. Þá var mér boðið að gerast háseti á dekki á linubátnum Flosa og ég greip undireins tækifærið. Var alveg útkeyrð Hvernig likar ykkur sjó- mennskan? Þuriöur: Ég hafði aldrei áður komið á sjó, en mér likaði strax vel og var ekkert sjóveik á Orra, enda mikil veðurbliöa þá. Þetta Ekki réttlátt að svipta heila stétt manna eðli- legu heimilislífi var auðvitað erfitt og mikil við- brigði að fara að reyna verulega á sig. Eftir að ég hætti á Orra fór ég svo á annan bát og var þá mestan part i lestinni að isa grálúðu i kassa. Það var verulega erfitt, ég var dofin i handleggjunum á morgnana og gjörsamlega út- Sjómennska á sumarvertiö og vetrarvertiö er sitt hvaö. Þaö kvaö ekki vera neitt sældarbrauöaö vera á dekki I vondum vetrarveörum og ekki nema fyrir haröjaxla uppalda á sjó. keyrð á eftir fyrsta túrinn, en þetta vandist og ég þjálfaðist. Næst tók ég að mér að beita um borö og það er viðbjóðsleg vinna. Við beitum smokk i lokuðu skýli og þar inni er alltaf ýldulykt. Þarna varð ég sjóveik i fyrsta skipti og ég fékk hálfgerðan við- bjóð á þessu starfi og fer ekki oft- ar i beitningu við svona aðstæður. I haust réði ég mig svo á Guðmund Pétursson frá Bolungar- vik og eftir róðrarstöðvunina gerðist ég kokkur á enn öðrum báti. Það er auðveld vinna, en leiðinleg til lengdar Létt starf aö vera kokkur Kristin: Það er ekkert erfitt að vera kokkur, en mér fannst ansi erfitt að vera á dekki til að byrja með. Ég lenti reyndar i þvi að vera á bát þar sem flestir voru óvanir, svo að við lá að vökulögin væru brotin. Við eigum að vinna á vöktum, en vegna þess hvað margir nýliðar voru þurftu allir að vera á dekki i einu. Ég var ákaflega þreytt eftir fyrsta túr- inn. Eftir 3-4 túra á Flosa fór ég sem kokkur á Guðnýju og var það þangað til i janúar. Þá fór ég tvo túra á skuttogara, var þar lika kokkur. Það er mikill munur að vera kokkur á togara eða kokkur á bát. A Guðnýju sem er litill bát- ur er t.d. þrifnaðaraðstaðan ekki upp á marga fiska. Ég þurfti að elda frammi. en svaf i lúkarnum. Strákarnir sváfu afturi, það er skárra. Samanborið við þetta er eins og á finu hóteli um borö i tog- urum. Þar er allt teppalagt, þar eru sturtur og þvottavélar og allt til alls. Likar þér betur sjómennskan en kennslan, Þuriður? Þuriöur: Mér likar hún ekki beinlinis betur og ég ætla ekki að gera sjómennsku að framtiðar- starfi og alls ekki sem kokkur. Það er alveg ljómandi að vera há- seti á sumarvertið, sérstaklega á skaki. Kjarkaöar konur Var komiö ööruvísi fram viö ykkur en karlkyns félaga ykkar um borð? Kristin: Okkur fannst stundum að okkur væri hlift, en það var ekki áberandi, og eins minntu strákarnir stundum hver annan á að vanda orðbragð sitt i návist kvenna. Þuriður: Þeir virtust samt ekk- ert stressaðir af að hafa okkur um borð hjá sér. Hins vegar fréttum við siðar að sumar eiginkvenna þeirra hefðu verið það. Kristin: Einum skipstjóra, sem ég falaðist eftir plássi hjá þótti vissara að spyrja konuna sina, hvort hann mætti ráða mig Hún neitaði og ég fékk ekki pláss ið. Þuriður: Og kona ein á Bolungarvik lét svo ummælt þeg ar hún frétti að ég væri á bát að sér þætti konur karlanna á Isafirði kaldar að þora að hafa mig. Slæmt fyrir börn sjómanna Hvernig fer saman sjómennska og heimilislíf? Þuriður: Það á illa saman og þvi þarf að breyta. Karlmenn þurfa þess ekkert siður en konur að hafa samskipti við börn sin og börnin þurfa á feðrum sinum að halda, en eins og nú er háttað i þessu starfi er nánast útilokað að sinna börnum sinum nokkurn skapaðan hlut. Og mér finnst það ekkert jafnrétti að dæma heila stétt til þess hlutskiptis. Kristin: Þessu er hægt að breyta með betri skipulagningu amk. að miklu leyti. Auðvitað verða alltaf nokkuð langar fjar vistir frá heimilinu, en mikil bót væri i þvi að láta alltaf tvo fasta varamenn skiptast á að vinna i landi meðan báturinn er að veið um. Vil komast á togara Er ætlunin aö halda áfram á sjónum? Kristin:Ég vildi gjarnan halda áfram á togara ef ég fengi pláss en ég hef ekki fengið það enn.svo að sennilega fer ég aftur i frysti- hús. Þuriður: Ég ætla að hætta amk. i bili. Nú langar mig til að prófa hvernig er að vinna i frystihúsi Ég vil heldur ekki vera á dekki á vetrarvertið. Það er þrælavinna og ekki nema fyrir reglulega harðjaxla, sem eru aldir svo að segja upp á sjónum. Ég held að það sé ekki fyrir hvaða karlmann sem er. Agætt aö reyna á sig Ráöleggiö þiö konum aö stund sjómennsku? Þuriður: Það er sjálfsagt fyri konur að reyna sig i hverju þv starfi sem þær hafa áhuga á, oi það sama á við um karla. Kristin: Konur geta áreiðan lega yfirleitt meira en þær o aðrir halda, og þaö er ekker athugavert við það þó að konu: verði þreyttar i erfiðisvinnu hvor sem þaö er á sjó eöa landi. Karla verða það lika og þykir engun tiltökumál. —1>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.