Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 17

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 17
Þriöjudagur 22. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StDA 1 " Stöbugt þyngist klafinn á þeim sem eiga bll, — bensfn, varahlutir — og senn tryggingagjöld, hækka og hækka. En landinn er þrár,og blá- snauðir menn þráast viö og láta blikkbeljuna mjólka sig, fremur en stiga uppistrætisvagn.en farþegum SVR fer heldur fækkandi. „Hver er réttur þinn?” Tryggingamál i tilefni þess að nú mun hækkun tryggingargjalda á bifreiðum mjög á döf- inni munu þeir Eiríkur Tómasson og Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræð- ingar, fjalla um þessa grein trygginga í þætti sínum „Hver er réttur þinn," í kvöld kl. 19.35. Fjallað verður um hvað fólgið er i hinni almennu skyldutrygg ingu og i „kaskó” tryggingu, en þessi mál varða eigendur bif- reiða miklu, þar sem stöðugt eykst kostnaður viö viðhald og rekstur bils og ástæða til að ætla að um þessar mundir velti margur þvi fyrir sér hvort hægt sé að veita sér slikan „lúxus” lengur, — aö gera út bil. Stööugt er verið að benda mönnum á að útvarp | notast heldur við strætisvagn- ana sem sýnist hagkvæmari máti til að komast á milli, bæöi þjóöhagslega og fyrir fjárhag manna, — en það sýnist koma fyrir ekki — farþegum strætis- vagnanna fækkar heldur og yfirvöld ætla einkabilnum mik- inn hlut við skipulagningu nýrra borgarsvæða i bjargfastri trú á að engin sinnaskipti séu í vænd- um meö þjóðinni i þessum efn- um. I þættinum veröur að þessu sinni svarað fjórum bréfum hlustenda og fjallar eitt um sóknar- eða kirkjugjöld annað um ábyrgö á útvarpsefni, þriðja um ábyrgð seljenda vöru, vegna hugsanlegra galla sem fram kæmu og loks um rétt skulda- bréfseigenda veröi vanskil á greiðslu. Eirikur Tómasson sagöi aö þótt þeir félagar vildu gera þeim sem besta úrlausn, sem til þáttarins skrifuðu væri þó engin leið að sinna öllum tilskrifum, þvi gjarna væri um að ræða mjög einstaklingsbundin efni og yrðu þeir þvi óumflyjanlega aö halda sig við bréf, þar sem viöfangsefnið væri af þeim toga að ætla mætti að þáð snerti nokkuð viðan hóp og nvatti hann þá til sem þættinum skrifuöu að hafa spurningar sem stystar og gagnorðastar. Tímabœr spurning: Hvernig verdur gufan höndluð? Gufuöflun fyrir Kröfluvirkj- un, — nefnist viðtal, sem Helgi H. Jónsson fréttamaður út- varps, hefur viö Karl Ragnars, deildarverkfræðing, og verður flutt i útvarpinu kl. 14.30. Þar verður rætt hvernig helst megi afla og hemja gufu úr nafntog- uðu háhitasvæði viö Kröflu, en þegar hefur ýmissa bragða ver- ið neytt án eftirtekju, ýmist brýtur gufan af sér öll bönd eða i henni leynast aukagufur, sem tæra leiðslur og éta sundur einangrunina. Verður spenn- andi að heyra hvaða vopn eru nýjust i þessari viðureign. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Gyða Ragnarsdóttir helduráframaðlesa söguna „Siggu Viggu og börnin i bænum” eftir Betty McDonald (5) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um timann. Morguntónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Helsinki leikur „Raka- stava”, hljómsveitarverk op. 14 fyrir strengjasveit og ásláttarhljóöfæri eftir Jean Sibelius: Leif Seger- stam stj. / Sinfóniuhljóm- sveit ungverska útvarpsins leikur „Kossuth”, sinfóniskt ljóð eftir Béla Bartók: György Lehel stj. / St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Konsertfanta- siu eftir Michael Tippet um stef eftir Corelli: Neville Marriner stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Gufuöflun fyrir Kröflu- virkjun Helgi H. Jónsson fréttamaður ræðir viö Karl Ragnars deildarverk- fræðing. 15.00 Miödegistónleikar Vladimir Ashkenazý og Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 2 i f- moll op. 21 eftir Frédéric Chopin: David Zinman stj. Kammersveitin i Prag leik- ur Sinfóniu I D-dúr eftir Jan Hugo Vorisek. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrengir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Guð- rún Guölaugadóttir stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hvcr er réttur þinn? Þáttur i umsjá lögfræðing- anna Eiriks Tómassonar og Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar. 20.00 Lög unga fólksins Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.40 Frá ýmsum hliðum Hjálmar Arnason og Guö- mundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 Dansar eftir Brahms og Dvorák Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur: Willi Boskowski stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (38) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (10) 22.45 Harmonikulög Reynir Jónasson og félagar hans leika 23.00 A hljóöbergi Heimsókn til afa. Höfundurinn Dylan Thomas les. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskis: Jón Þ. Þór rekur 11. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 Reykingar Leyfileg manndráp önnur myndin af þremur um ógnvekjandi af- leiðingar sígarettureyk- inga. Meðal annars er spurt, hvort banna eigi slgarettu- auglýsingar, og sýnd er að- gerð á krabbameinssýktu lunga. Þýðandi Gréta Hall- grims. Þulur Jón O. Ed- wald. Þessi eina mynd úr myndaflokknum hefur veriö sýnd áður I sjónvarpinu. 21.10 Colditz Bresk-banda- riskur framhaldsmynda- flokkur Frelsisandinn Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni. Umsjónar- maður Jón Hákon Magnús- son. 22.30 Dagskrárlok Kaupf élagsst j óri Starf kaupfélagsstjóra við Pöntunarfélag Eskfirðinga er laust til umsóknar. Skrif- legar umsóknir ásamt upplýsingum um fjölskyldustærð, menntun, fyrri störf og meðmæli, ef fyrir hendi eru, sendist Bald- vini Einarssyni, starfsmannastjóra Sam- bandsins, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 31. þ.mán. Pöntunarfélag Eskfirðinga Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra hjá Sölu varnarliðs- eigna er laust til umsóknar. Enskukunn- átta og reynsla i bókhaldi er nauðsynleg. Upplýsingar um aldur og fyrri störf send- ist Sölu varnarliðseigna Klapparstig 26 fyrir 22. april n.k. Auglýsing Að gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja at- hygli skipstjórnarmanna á, að samkvæmt reglugerð nr. 357/1974 og leyfisbréfum til grásleppuveiða, er skylt að merkja þorsk- fisknet og grásleppunet á eftirgreindan hátt. Þorskfisknet 1. Netadrekar skulu merktir einkennis- stöfum þess skips, sem notar þá. Merki þessi skulu höggvin i eða soðin á netadrek- ana. 2. Allar netabaujur skulu merktar með flaggi efst á baujustönginni, þar sem á eru skráðir einkennisstafir skipsins. Undir áðurgreindu flaggi skal vera annað flagg þar sem á er málað númer hverrar neta- trossu þannig, að netatrossur skipsins séu tölusettar frá einum og til þess fjölda, ,er skipinu er heimilt að nota sbr. grein 2 um leyfilegan hámarksfjölda neta. Auk þess skulu allir belgir greinilega merktir með einkennisstöfum þess skips, er notar þá. 3. Skipstjóri skal auðkenna vestari enda hverrar netatrossu, með netahring á miðju baujustangar, er hér miðað við rétt- visandi norður-suðurlinu. Leggi skip net sin , þar sem togveiðar eru heimilar er skipstjóra skylt að auð- kenna vestari enda netatrossu með hvitu blikkljósi. Grásleppunet Samkvæmt leyfisbréfum til grásleppu- veiða, er leyfishafa skylt að merkja ból- færi neta sinna þannig, að glöggt megi greina hver eigandi netanna er. Sjávarútvegsráðuneytið, 21. mars 1977. lsti vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar nú þegar á skut- togarann Skinney SF 20. Upplýsingar i simum 97-8207 og 97-8228 og hjá Vélstjórafélagi Islands i sima 12630.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.