Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. aprll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson 'Síöumúla 6. Slmi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Cmsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. sagði Vilhjálmur menntamálaráðherra í viðtali við Vísi í moratu mann. ..>ri s. k.... sást hann ur nærliggjandi arfélögum. Greiölega tókst aö * eldinn. og var vöröur viö 1 rústirnar t alla nótt. manns. streymdi niörl bc þegar fréttist um brunann. og var Bankastræti og Lækjargala eitt rnannhaf um tfma. Keykmökk lagöi suöveslur yfir borgína og ..fcg er yfirlritt ilöa fnrnminiag athuga mðliö I fram- vl Þess vegna gcl ég etta sagt fyrr en allar hafa veriö kannaöar agöi menntamálaráö- eittleytiö a laug Idur kom upp I unni. og þykir til þess aö um veriö aö ræöa. Élö fullyröa i. þar sem eins fariö lefur veriö ur aö gera >(<uörun . er for.l^HkV um hrlf, huv^^H iHugardaginn. f.g Jlvcg Ir.un Vnrn hjl JTanna þurfi hvaö^^^H rhafi sjgói VilhjJlmJ^^H li-iginlrgj i-kki komin^^H n málinu, en hins vegar mér aö hún vcri þegar^H fara aö byggja Það er ofH af sUöíariö.þvlég held aö?l iveröi aökanna skemmdirnan tiimii ^■fTö sé mjog ^^^lins vegar tðkst Pnonnum naumlega Gimli fyrir eldinum TtnnfjoJ^fV^ þtlsund Hésia vlö Skólastig aö hruai komáa I braaa Ljösmyndj Rís ný Bernhöftstorfa upp úr brunarústunum? Forsenda sigurs er samstaða, forsenda samstöðu stéttarþroski Nú styttist óðum timinn þar til samn- ingar renna út, sérkröfur liggja þegar fyrir, en heildarkröfur hafa legið fyrir all- lengi. Alþýðusambandsþingið ákvað meginstefnuna: launajöfnun, og kjara- málaráðstefna Alþýðusambands fslands staðfesti þessa stefnu. Launajöfnunar- stefnunni verður þvi fylgt og það er stað- reynd að þúsundir launamanna um allt land og alveg sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu telja að kauphækkun upp i 100 þúsund krónur á mánuði, ef miðað er við framfærsluvisitöluna þegar ASÍ-þingið var haldið — feli i sér verulega kjarabót ef um leið verður tryggt að verðhækkanir verði bættar með kauphækkunum, þe. að verðtrygging launa verði tekin upp. Jafnframt þarf að búa svo um hnútana — og það er verkefni stjómarvalda — að ekki verði heimilaðar verðhækkanir vegna kauphækkananna. Góðærið i efna- hagslifi og atvinnulifi landsmanna að undanförnu á að tryggja það að jafnvel með óbreyttu efnahagskerfi sé hægt að veita launafólki þau kjör sem alþýðusam- tökin krefjast. Samkvæmt könnunum ábyrgra aðila sem gerðar hafa verið liggur fyrir að meðallaun meira en helmings félags- manna innan Alþýðusambands íslands eru innan við 100 þúsund krónur á mánuði. Langstærstur hópur ófaglærðra verka- manna er með 85.000 kr. á mánuði, og stærstur fjöldi verkakvenna er með um 75.000 kr. á mánuði. Þá sýna kannanir sem gerðar hafa verið að verulegur hluti iðnaðarmanna hefur laun á svipuðum slóðum og verkamenn. Kannanir BSRB sýna að 85% félagsmanna Bandalags starfsmanna rikis og bæja hafa innan við 125.000 kr. á mánuði, og aðeins 3% félags- manna BSRB eru i 10 efstu launaflokk- unum þar. Bandalag starfsmanna rikis og bæja gerir kjarakröfur undir merki launa- jöfnunarstefnunnar, sem best sést af þvi að núverandi launamunur BSRB og BHM er þannig að efsti launataxtinn er 2,8 sinnum hærri en neðsti taxtinn, en kröfur BSRB gera ráð fyrir að hlutföllin verði 1:2,1, en það þýðir meiri launajöfnun en nokkru sinni hefur verið meðal opinberra starfsmanna. Það er hugsjónin um launajöfnuð sem knýr fólk fram til einbeittari samstöðu i kjaraátökunum sem framundan eru en nokkru sinni fyrr. Þessi hugsjón hefur það i framkvæmdinni i raun i för með sér að þeir launahæstu eru að afsala sér því að fá hlutfallslega jafnmiklar kauphækkanir og hinir lægstu. En islensk verkalýðssamtök hafa áður sýnt i verki að innan þeirra er skilningur á nauðsyn samstöðunnar og þvi að þeir sem hafa rýmri aðstöðu knýi af fulium þunga á um riflegar launahækk- anir fyrir þá lægstu. Greinilegt er af ihaldsblöðunum undan- farnar vikur að þau gera sér vonir um að þeim takist að sundra verkalýðs- hreyfingunni með þvi að ala á óánægju meðal þeirra lægstlaunuðu; ihaldsblöðin halda þvi blygðunarlaust fram að þvi meiri kauphækkanir sem hinir lægst- launuðu fá fram þeim mun verri verði kjör þeirra eftir kjarasamningana þvi að þá muni þeir tekjuhæstu hrifsa aukinn' hlut til sin. Þessa kenningu íhaldsins þarf að afsanna i þeim kjaraátökum sem fram- undan eru: frávik frá launajöfnunarstefnu Alþýðusambands tslands væri stórhættu- legt framtiðarsamstöðu verkalýðssam- takanna og vatn á myllu afturhaldsins, auðstéttanna i landinu. Forsenda sigurs er samstaða, en for- senda samstöðu er skilningur og stéttar- þroski alls verkafólks, skilningur á þýðingu þess að tryggja launajöfnunar- stefnunni framkvæmd. —s Tökum fyrst þær borgir sem hvað haröast voru leiknar I loft- árásunum.Dresden og Nurnberg. „Florence viö Elbu” var aösetur saxneskra þjóöhöföingja frá þvi 1485 og þar risu m.a. á 18 öld. Zwinger-safniö, Óperuhúsið, Frú- arkirkjan og Kaþólska barok- kirkjan. Allar þessar byggingar voru I rústum áriö 1949 og heilu borgarhverfin þurrkuö út. Sprengjuregn seinni heims- styrjaldarinnar eyöilagöi miö- hluta Niirnberg, sem var eins og lifandi safn frá miðöldum fyrir striöið, og fjölmargar frægar byggingar frá 12,13 og 14 öld voru i rústum. Lundúnabúar létu ekki deigan siga þótt fjórir fimmtu hlutar borgarinnar brynnu 1660. Og þeir létu sér ekki heldur bregöa þótt byggingarnar frægu sem endur- reistar voru samkvæmt hinni miklu áætlun Sir. Christophers Wrens um uppbyggingu Lundúna eftir eldsvoöann mikla yröu loft- árásum þjóöverja aö bráö i seinni heimsstyrjöldinni. Þeir geröu nýja áætlun um endurreisn, þar sem Verkamannaflokksstjórnin lagöi að vlsu mesta áherslu á ibúðabyggingar, en söfnin, kirkj- umar og borgarhallimar voru endurbyggöar lika. Evrópa sviplaus Svona mætti halda áfram um alla Evrópu. Allstaöar stjórnaöi þaö sjónarmið endurreisninni eft- ir eyöileggingu styrjaldarinnar, aö varöveita bæri svipmót borg- anna, byggja á ný minnismerki, merkar byggingar og borgar- hverfi með minjagildi sem næst þvi sem þau voru fyrir strlö. Borgir Evrópu væru sviplausari i dag ef þetta sjónarmiö heföi ekki veriö ráöandi. Menn vildu al- mennt leggja I þann kostnaö aö „smiöa fornminjar”. Og hvaö Ráöherrar Framsóknarflokks- ins eru oft óheppnir meö yfirlýs- ingar sinar. Sjálfur menntamála- ráöherrann bætti rós I hnappa- gatiö, þegar hann I viötali viö VIsi eftirbrunann I Bernhöftstorfunni, viðhaföi þessi spaklegu ummæli: „Ég er yfirleitt á móti því aö smlöa fornminjar”. Ráöherrann hefur mikinn áhuga á þakhalla á nýjum byggingum, en sýnu minni á viö- haldi og varöveislu gamalla bygginga, sem segja slna sögu, þótt ekki séu fornminjar- og leka ekki, enda þakhallavandamáliö nútlðarbrestur. Það er ekki hafiö yfir alla gagnrýni aö telja Bern- höftstorfuna til fornminja. Meö fornminjum er yfirleitt átt viö leifar frá fornum tima, sem grafnar eru úr jöröu, eöa eru aö minnsta kosti allmargra árhundraöa gamlar. Þaö er óþarfi aö fjölyröa um þaö aö gamlar byggingar tengja saman sögu og nútlö, og eru oftar en ekki meira augnayndi en fjöldaframleiddar kassabygg- ingar I dag. Eyðilegging seinni heimsstyrj- aldarinnar En viö skulurn aöeins leiöa hug- ann aö þvi hvernig umhorfs væri I helstu borgum Evrópu, ef sjónar- miö íslenska menntamálaráö- herrans heföi veriö ráöandi i strlðslok, þegar margar frægar byggingar og heilu borgarhverfin um alla álfuna lágu I rúst eftir hildarleikinn. Þessi mynd er af Pegnitz-ánni, þar sem hún rennur gegnum miö- hluta Nurnbergs, þar sem evrópskar miöaldir tala til fólks úr veggj- um húsanna. heföu Vinarbúar sagt ef stjórn- völd heföu ekki haft áhuga á aö endursmíöa Vlnaröperuna, eöa Kölnarbúar ekki séð sina dóm- kirkju risa af grunni á ný? Það borgar sig að smíða fornminjar Ekki dettur okkur I hug aö likja Bernhöftstorfunni viö svo stór- frægar byggingar. A hitt er þó aö lita aö slíkur samanburöur er ekki útl hött. Spurningin er hvort viö viljum láta sinnuleysi stjórn- valda og skammsýn gróöaöfl i byggingabransanum eyöileggja enn frekar en oröiö er byggingar og borgarhverfi sem hafa minja- gildi fyrir okkar þjóö og hennar börn? Þær þurfa ekki aö vera stór- brotnar okkar „fornminjar” i byggingum til þess aö varöveita lif og sögu liöinnar tlöar og geyma samhengi, sem eftirkom- endum er brýn nauðsyn aö átta sig á. Þessvegna er þaö von okkar aö skoöun menntamálaráöherr- ans viki fyrir þvi sjónarmiöi aö þaö borgi sig aö „smiöa fornminj- ar”. Ýmsar menningarþjóöir hafa áttaö sigá þvl fyrir löngu, og eyþjóöin nýrika ætti aö fara aö dæmi þeirra. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.