Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 3
TRYGGVA EMILSSYNI veitt heiðursmerki Dagsbrúnar úr gulli og bókmenntaverðlaun Tryggvi Emilsion Það varpar ljóma á stétt verkamanna Góöir félagsmenn. Þaö skeöur ekki oft aö Verka- mannafélagiö Dagsbrún heiöri félagsmenn sfna, — en I dag á þessum fundi ætla ég aö tilk. aö stjórn og trúnaöarráö hafa ákveöiö aö heiöra einn félags- mann okkar og á tvennan hátt. Til er heiöursmerki Dagsbr. úr gulli er veitt var i fyrsta sinn á fimmtfu ára afmæli félagsins 1956 og var þetta heiöursmerki þá veitt öllum þá lifandi stofnendum Dagsbrúnar. Viö sama tækifæri var einnig Otto Þorlákssyni fyrsta forseta Alþýöusambands- ins og einum af frumherjum verkalýöshreyfingarinnar og eld- huganum og brautryöjendanum ölafi Friörikssyni veitt gullmerk- iö. Siöan hafa aöeins tveir menn veriö sæmdir þessu merki. Þaö voru þeir Siguröur Guönason og Hannes M. Stephensen, formenn félagsins. Allir þessir félagar okkar eru nú látnir svo enginn af núlifandi Dagsbrúnarmönnum ber þetta heiöursmerki.Nú hefur stjórn og trúnaöarráö Dagsbrúnar sam- þykkt aö veita Tryggva Emils- syni heiöursmerki félagsins úr gulli. Fyrir alla Dagsbrúnarmenn sem þekkja Tryggva og störf hans er ekki nauösyn langrar skýringar. Hann starfaöi í verka- lýöshreyfingunni á Akureyri um áratugaskeið og slöustu árin áöur en hann flutti til Reykjavfkur var hann formaður Verkamannafé- lags Akureyrar. 1 ársbyrjun 1947 gekk Tryggvi Emilsson i Dags- brún — 1949 var hann kjörinn 1 varastjórn félagsins og 1952 tók hann sæti í aðalstjórn — 1954 var hann kjörinn varaformaöur fé- lagsins — 1961 til 1970 var hann ritari Dagsbrúnar en lét þá af störfum sökum heilsubrests. —- eftir aö hafa verið í 20 ár I stjórn Dagsbrúnar. Þessi margvfslegu ábyrgöar- og trúnaöarst. eru aö- eins upptalning á ytri störfum en þeir sem þekkja störf Tryggva Emilssonar vita af hvers konar trúmennsku og elju hann rækti störf sfn sem Dagsbrúnarmaöur, knúinn áfram af eldmóöi og tryggö viö bestu hugsjónir verka- lýöshreyfingarinnar. Verka- mannafelagið Dagsbrún stendur þess vegna I þakkarskuld viö Tryggva Emilsson og þegar viö nú sæmum hann heiðursmerki Dagsbrúnar þá vitum viö aö fáir Dauða- slys Þrjátiu og sjö ára gamall maöur, Hreiöar Grettisson, lést i vinnuslysi sl. laugar- dagsmorgun. Veriö var aö vinna viö gufuborinn Dofra i Mosfellssveit, er Hreiöar hrapaöi niöur úr 4-5 metra hæö. Hann var meö öryggis- hjáim, sem datt af I fallinu. Hreiöar hlaut höfuömeiösl og var látinn er komiö var meö hann á sjúkrahús. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn. menn bera þann heiður með meiri sóma, og þaö er vissa okkar aö þaö muni gleöja alla Dagsbrúnar- menn sem til Tryggva þekkja og störf hans og alla unnendur hug- sjónar verkalýöshreyfingarinnar aö hann verður þessa heiöurs aö- njótandi. En þaö er ekki einungis heiöur Tryggva heldur heiöur Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar aö eiga þennan mann sem fé- laga. En máli mfnu er ekki lokiö — 1 árslok 1976 kom út bókin „Fátækt fólk” höfundur hennar er Tryggvi Emilsson. Bók þessi hefur vakiö veröskuldaöa athygli og allir sem hafa gefiö umsögn um þessa bók ljúka upp einum munni aö þarna sé á feröinni frábært listaverk. En gildi þessarar bókar er á fleiri en einn veg, hún er fágæt aldar- farslýsing og I aöra tfö hefur ekki verið betur lýst ævikjörum barns og unglings á fyrstu tuttugu árum aldarinnar. En fyrir þetta eitt á bókin vfsan sess I íslenskum bók- menntum — en þaö er ekki ein- ungis þessi þáttur sem gerir bók- ina merka heldur einnig ritsnilld og meöferö fslensks máls. Þá er tilurö þessarar bókar svo sérstæö að ég vil fara um þaö örfáum orö- um. Tryggvi hefur aldrei notiö neinnar skólamenntunar utan þess aö I bernsku naut hann farandkennslu tvo vetrarparta. Sföan gekk hann götu erfiðis- mannsins allt sitt lff. — Bókin „Fátækt fólk”er ekki bók áhorf- andans, „Fátækt fólk” er Tryggvi sjálfur, fjölskylda hans, vinnu- félagar og samherjar, heimilda leitar hann ekki i bókum, heim- ildin er lff hans sjálfs og félaga hans íslenskra erfiöisvinnu- manna. Vinnudagur hans er jafn- an langur og strangur og tóm- stundum slnum ver hann I baráttu og störfum i verkalýös- hreyfingunni og hver sá sem gengur óskiptur þar til leiks á fáar tómstundir. Þegar þessi erfiöisvinnumaöur veröur aö hætta störfum sökum heilsu- brests nær sjötugur aö aldri þá fyrst gefast honum tómstundir, hann er aö vfsu orðinn slitinn og lúinn eftir langa vinnuævi en þá skeður þetta ótrúlega undur, þá sest þessi erfiöisvinnumaöur niö- ur og skrifar æviminningar sfnar, og þá veröur þetta listaverk til. Þaö er ekki einungis skoöun mfn heldur mál manna sem bókina hafa lesið, aö hún sé bók ársins 1976 og þegar margar bækur veíöa gleymdar, þá muni bókin „Fátækt fólk” lifa. Engum skyldi koma á óvart þótt aö í íslenskri lestrarbók sem kennd yröi f framtföinni væru kaflar úr bókinni. Ætlun Tryggva er aö bók þessi veröi þrjú bindi og nú mun hann aö mestu hafa lokiö öðru bindinu og þaö er von okkar allra aö honum endist heilsa til ab ljúka þeim öllum þremur. Þaö mun gera hvoru tveggja: auöga Islenskar bókmenntir og verða ómetanleg heimildarsaga um ævikjör íslenskra erfiöisvinnu- manna. Þaö varpar ljóma á stétt verkamanna aö einn úr þeirra hópi ritar slika bók. Ég er þegar búinn aö tala gegn vilja Tryggva Emilssonar meö umsögn minni um bók hans, viö þekkjum öll hógværö hans og litillæti. Stjórn og trúnaðarráð hefur ákveöiö aö veita Tryggva Emilssyni 300 þús- und krónur í heiöursritlaun. Slfk verk er aldrei hægt aö meta til fjár en stjórn og trúnaðarráö Dagsbrúnar vill á þennan hátt votta Tryggva Emilssyni viöur- kenningu sfna og þakklæti fyrir þetta bókmenntaverk. Þvi miöur er heilsu Tryggva Emilssonar nú þannig háttaö aö hann getur ekki veriö hér hjá okkur I dag til þess aö veita þessum heiöurs- launum móttöku en stjórn Dags- brúnar mun afhenda honum þau á heimili hans. Verkalýðshreyfingin hefur ekki gert mikiö af þvi að veita bók- menntaverðlaun og af þvf mætti gera meira, en ég veit aö á bak viö þessa ákvöröun stjórnar og trúnaðarráös rikir einhugur og gleði og ég veit einnig aö ég má færa Tryggva frá þessum aöal- fundi Dagsbrúnar þakklæti og kveöjur frá Verkamannafélaginu Dagsbrún meö þá ósk heitasta aö honum auönist heilsa til aö ljúka þessum ritverkum sínum. Skírdags- kvöldvaka í Borgarnesi Alþýöubandalagib i Borgarnesi og nærsveitum heldur hina árlegu skirdagskvöldvöku sina n.k. fimmtudag, 7. april kl. 20.30 i Snorrabúö. Kaffiveitingar veröa á borö oornar. Ýmislegt veröur til skemmt- jnar svo sem söngur, upplestur, spurningakeppni, leikir o.fl. Veislustjóri veröur Eyjólfur Magnússon. Jónas Árnason, alþingismaður, veröur á samkomunni. Abgangur ókeypis og öllum heimill meöan húsrúm leyfir. ÞriOJudagur 5. aprll 1977 ÞJ6DVILJINN — SÍÐA 3 JXýjar bœkur frá Iðunni Þorgeir Þorgeirsson Uml Greinar um dægurmál 1974—1977. Hispurslaus bók og gustmikil um menn og málefni. Það verða sjálfsagt ekki allir sammála Þorgeiri, en um ritleikni hans eru ekki skiptar skoðanir. Emanuel Lasker Heilbrigð skynsemi í skák Ný skákbók í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar...þessi litla bók er sígilt rit sem hefur ýmislegt að bjóða íhugulum lesendum. . .,“ segir Guðmundur Arnlaugsson íformála. Markús Á. Einarsson Veðurfar á íslandi Yfirlit um helstu niðurstöður rannsókna á veðurfari (slands. Ekki aðeins bók handa áhugamönnum um veðurfar og náttúru landsins, heldur einnig þörf og tímabær handbók fyrir verkfræðinga skipulagsfræðinga og náttúrufræðinga. Dr. Magnús Pétursson Drög að almennri og íslenskri hljóðfræði Hér birtast í fyrsta sinn á íslensku helstu niðurstööur dr. Magnúsar eftir margra ára rannsóknir á myndun íslenskra málhljóða. Bókin er fyrst og fremst ætluð kennurum og kennaraefnum. Baldur Ragnarsson Móðurmál Leiðarvísir handa kennurum og kennaraefnum um íslensku- kennslu. Ný móðurmálsnámskrá handa grunnskóla er reist á þeim grunni sem hér er lagður. Ingólfur R. Björnsson Setningafræði, málfræði, hljóðfræði Námsbók handa 9. bekk grunnskóla, þar sem fjallað er um námsefnið á nýstárlegan hátt. Efnið er sett fram eftir reglum um þrepanám. Dr. Gylfi Þ. Gíslason Þættir úr rekstrarhagfræði Námsbók handa framhaldsskólum. Áður eru komnar út bækurnar Bókfærsla, Þættir úr viðskiptarétti og Bókfærsla og reikningsskil. Guöni Karlsson Bíllinn Bók handa þeim sem vilja fræðast um bílinn og spara viðgerðarkostnað og eldsneyti. Einnig ætluð sem kennslubók fyrir bifreiöastjóranámskeið, iðnskóla, bændaskóla og vél- skóla. Guórún Helgadóttir í afahúsi Ný útgáfa þessarar frábæru barnabókar, sem seldist ger- samlega uþp fyrir síðustu jól. Guörún Helgadóttir Jón Oddur og Jón Bjarni Þriðja útgáfa hinnar nafntoguðu bókar um „vinsælustu stráka landsins." Pétur Gunnarsson Punktur punktur komma strik Þriðja útgáfa þessarar snjöllu 'skáldsögu, sem kom út í janúar, er nálega uppseld. Sendum gegn póstkröfu um land alit. IÐUNN . Pósthólf 5176 . Reykjavík . Sími 12923

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.