Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. april 1977 MEXÍKÓ Tómas Einarsson Indlánar af Huicholes-þjóöflokknum. (Jt um sveitir f Mexfkó klæBast menn ennþá vföa eftfr fornrl venjn, þótt f borgum hafi menn yfirleitt tekiö upp venjulegan evrópskan eöa vestrænan klæönaö og meöal ann- ars aflagt hina frægu mexlkanahatta. Mexikó er eitt af stærstu lönd- um Rómönsku Ameriku, nær tvær miljónir ferkilómetra, hefur um 60 miljónir Ibúa, og mexikön- um fjölgar hratt, viökoman er tvisvar og háifum sinnum meiri þarna en hérlendis. Sá atburöur sem merkilegastur hlýtur aö teljast isöguþess, þegar sleppt er innrás spánverja, er mexfkanska Byltingin (meö stóru B), sem hófst 1910 og stóö i nærri áratug. Tildrög þess aö upp úr sauö var kalkaöur og gamall harðst'jöri, Forfirio Diaz, sem haföi stjórnaö landinu grimmdarlega frá 1876 tii 1910, ætlaöi aö leyfa málamynda for- setakosningar til aö friöa iýöinn, en viö þaö tækifæri uppgötvaöi hann aö liklega myndi maöur aö nafni Madero, frjálslyndur land- eigandi, sigra I þeim ef ekkert yröi aö gert. Madero var þvi fangelsaöur, haft „eftirlit” meö kosningunum, og Diaz sigraöi meö glæsibrag. En Madero lét sér þetta ekki lynda, kvað kosningarnar aB engu hafandi og hvatti til uppreisnar. Hann haföi veriö látinn laus og hafBi fariB til Texas og lýsti þessu þar yfir. Og það stóB ekki á svar- inu, alltaf hafBi veriB grunnt á óánægju f jöldans, sem hafBi mátt þola miklar þjáningar allar götur frá timum landvinninganna og i raun veriB hnepptur i þrælahald stórjarBeigenda, — en hvatning Maderos var neistinn sem kveikti báliB. Hann varB leiBtogi uppreisnarinnar aBeins i fyrstu, þvi aö þótt hann heföi góö áform i huga, þá var hann llka efnaöur stórjarBeigandi, sem kannski gat skiliö en haföi aldrei fundiB til hinna brennandi óska indiánanna og sveitaöreiga um breytingar. Þannig hlutu aö koma til aörir leiötogar, þaB uröu menn eins og Emiliano Zapata, Pancho Villa og Pascual Orozco. Landiö logaöi i blóöugum bardögum næstu 7 ár, þar sem herskarar undirokaöra geystust fram undir kjöroröinu „Tierra y Libertad” — land og frelsi. Madero, sam haföi veriö kosinn forseti eftir fall Diaz, var myrtur og eftirmaöur hans varö Venustiano Carranza, sem var fremur hægfara. Hersveitir land- eigenda og yfirstéttir böröust viö bændaherina og landiö var aB mestu i rúst komið. Byltingarhugsjónir sviknar. En stjórnarhernum tókst aö lokum aö brjóta heri þeirra Viila og Zapata á bak aftur og 1917 var sett ný stjórnarskrá, sem var töluvert byltingarsinnuð. Þannig voru þar ákvæöi um aö þjóöin skyldi hvenær sem væri hafa rétt til aö þjóönýta þaö sem nauösyn legt þætti, valdi kirkjunnar var hnekkt, og verkalýösfélög fengu aö starfa óhindraö, svo nokkuö sé nefnt. Og þaö sem mikilvægast var, aö allt land var taliö eign rikisins, sem siöan úthlutaöi þvi en þó mátti enginn hafa meira en 100 hektara. Einn heistu ráögjafi Carranza, Alvaro Obregón, varð forseti 1920 og treysti aö mörgu leyti þær breytingar sem bylting- in haföi i för með sér. Snemma bar þó á þvi, aö þeir, sem áöur böröust af mikilli hugsjón i bylt- ingunni, eignuöust aörar hugsjón- irerþeirhöföu hlotiö há embættii stjórnkerfi landsins, þ.e. aö auöga sjálfa sig. Atti þetta og viö um flesta forsetana lika. Þar er þó undantekning sá forseti, sem sat við völd frá 1934—40. Lázaro Cardenas. Hann framkvæmdi mörg þeirra markmiöa sem sett voru fram i byltingunni, s.s. skiptingu stórra búa i ejidos, sem eru lönd sem margir bænd- ur vinna saman, áveitukerf- um var komiö á stofn, kaup var hækkaö, menntun efld og þjóönýting járnbrauta og oliuvinnslu, svo nokkuö sé nefnt. I nans tio etiaist mjog CTM, mexikanska verkamanna- sambandíB en þaö hefur i tfmans rás hlotiö sömu örlög og flest hinna opinberu alþýöusambanda, oröiö stöönun og skrifræði aö bráö. Þessi sambönd, sem spanna flest svið þjóölffsins, eru i beinum tengslum viö PRI, sem er sá flokkur sem stofnaöur var upp úr byltingunni og hefur siöan öllu ráöiö. Þegarfrá er talinn stjómartími Cárdenas, hefur flokkurinn stjórnaö I þágu milli- og yfirstétt- ar, en gersamlega svikiö hugsjón- ir mexfkönsku byltingarinnar. Nærtækasta dæmiö um þaö eru aögeröir hers og lögreglu (undir stjórn PRI) gegn þeim landlausu bændum, sem allt frá byltingunni hafa hrópaö „land og frelsi” en hafa litið fengiö, nema f tlö Cárdenas. Þessar bænda- uppreisnir hafa jafnan veriö baröar niöur haröri hendi, þó aö einstöku sinnum hafi veriö látiö undan ef f jöldinn var mikill. Þá er skipt ákveönu svæöi, alltaf af landi þar sem áveitu veröur ekki viö komiö, en öll frjþsömustu svæöin eru i höndum stórjarö- eigenda, þar á meðal margra vina stjórnarherranna, sem áður voru kannski byltingarhetjur. Af ræktanlegu landi veröur áveitu aöeins komiö á á takmörkuöum hluta þess, og eru'því 100 hektar- ar (lögleg hámarkseign) ekki svo litiö verömæti. Svo fara stórjarö- eigendur I kringum lögin meö þvi aö láta hvern meðiim fjölskyldu sinnar vera sjálfstæöan jarö- eiganda og beita fleiri þvilikum brögöum. Þannig er enn þá í gildi hiö gamla slagorö „jöröina til þeirra sem hana vinna,” sem var eitt af helstu slagoröum hinna landlausu bænda f Byltingunni. Samkvæmt upplýsingum CNC, Þjóöarsambands bænda, sem er eitt samtaka PRI, eru 29% af þvi sem talið er til smájaröeigna i raun I höndum stórjaröeigenda. En þessir stórjarðeigendur hafa sprottiö upp á þessari öld, þeir eru fæstir afkomendur hinna gömlu „Iatifundistas”, eins og stórjaröeigendur eru nefndir þar syöra. Margir þeirra eru börn eöa barnabörn forustumanna bylt- ingarinnar eins og t.d. afkomendur Alvaro de Obregón, sem nú eru stórjarðeigendur, og einnig eiga margir bandarikja- menn miklar spildur I Mexikó. Þannig átti Lyndon B. Johnson eina 40 þúsund hektara i Chihua- hua-héraöi,enmisstiþá eftireina af þeim bænda-,,innrásum” sem hafa verið daglegt brauö i landinu i marga áratugi. „Innrásir” landlausra bænda. Þær fara þannig fram aö hundruö eöa þúsundir landlausra bænda storma inn á stórar jarð- eignir og fara oft ekki fyrr en þeim hefur veriö skipt. Þeir þekkja af reynslunni að þó aö á efri stööum-f stjórnkerfinu hafi veriö samþykkt aö skipta landi, þá tekur þaö oft mörg ár og jafn- vel áratugi aö fá þaö framkvæmt, þvi aö stórjarðeigendur ástunda bæöi mútur og pólitiskan þrýst- ing. Þaö undrar þvi fáa þó þeir taki málin í sinar hendur. 1 einu þessara mörgu tilfella haföi hóp- ur bænda beöiö árum saman eftir að fá úthlutaö landi tveggja stór- jaröeigenda, eftir aö öll skjöl varöandi skiptinguna höföu veriö komin í lag og forsetinn haföi undirritaö þau. En þaö hvorki gekk né rak, og þessir indiánar uröu óþolinmóöir og á endanum hófu þeir „innrás” Þeir uröu forviöa er þaö kom i ljós hver þaö haföi veriö, sem haföi löngum komiö i veg fyrir aö þeir fengju sitt land. Þaö var sjö ára banda- riskur krakki, sem talinn var eigandi aö landi, er var þúsundir hektara. A meöan aö þessi stór- jaröeigandi var liklegast aö læra aö lesa i heimalandi sinu, haföi mexikanska lögreglan tekiö aö sér aö vernda hina ólöglegu eign hansl Verðir laganna brugöust hart viö þessari „innrás” og skutu á bændurna, sem flúöu til fjalla, hafandi meö sér lik sjö félaga sinna sem falliö höföu fyrir lög- reglunni. Þetta dæmi er aöeins eitt af tugum þúsunda sem gerast dag hvern i þessu landi Bylting- arinnar. Þannig var tilkynnt um 106 „innrásir” á einum mánuöi i Hidalgo-fylkinu, sem er eitt af hinum 31 fylkjum Mexikó. Hiö gamla kjörorö „muerte al lati- fundio”, niöur meö stórjaröeign- irnar, er enn hrópaö af þeim þús- undum bænda sem hætta lifi sinu (og týna þvi oft) i þessum „inn- rásum”, er hafa þá einu von aö komast undan hinum hægfara dauða, sem er örlög þeirra sem ekkert land eiga. Umbætur Echeverria I nóvember s.l., eftir aö sér- staklega mikiö haföi veriö um „innrásir”, skipti þáverandi forseti Echeverria nær 500 þúsund hekturum milli land- iausra bænda, og var þaö ein siöasta athöfn hans. En López Portillo, hinn nýi forseti, tók viö um mánaðamótin nóvember-des- ember. Þessu svæöi var skÍDt aöallega i héraöinu Sonara sem er ásamt Sinaloa-hér- aöi mikilvægasta landbúnaö- arhéraö landsins. Eins og viö var aö búast ráku stórjarö- eigendur og leppar þeirra i samtökum smábænda upp mikiö ramakvein, áæröu Echeverria um aö hafa brotiö lög og aö ætla aö gera út af viö einka- eignaréttinn. Þeir skipulögöu verkföll, sem náöu til margra greina þar sem iöjuhöldar og burgeisar af öllu tagi studdu þessa vini sina i baráttu þeirra gegn hinum landlausu bændum. En þessu varö ekki breytt. Reyndar höföu stórjaröeigendur i Sonora veriö i verkfalli i nær tvo mánuöi, þeir höföu neitaö aö sá vetrarsáningu i mótmælaskyni við „innrás” 20 þúsunda bænda. Kemur þaö vart til meö aö bæta ástand landbúnaöarmála I land- inu. A siðustu árum hefur oröiö aö flytja inn töluvert af landbún- aöarvörum.en um 1970 var landiö sjálfu sér nægt I þeim efnum. Umfang innrásanna má sjá afþvi m.a. aö áriö 1975 týndu lifi a.m.k. hundraö manns i þeim i fimm rikjum. Siöasta skipting Echeverria er án efa mikilvægasta tilslökun hans til bænda á sex ára valda- tlmabili hans. Astandiö i norö- vesturhluta landsins var oröiö mjög eldfimt og þvi neyddist hann til aö slaka til fyrir kröfum bænda, til aö minnka óánægjuna aö einhverju marki og til aö gefa þeim von, sem enn eru landlausir sem og til aö bjarga áliti bænda- samtaka PRl-flokksins, en þvi hafði fariö mjög hrakandi. Þrátt fyrir þessa framkvæmd er langt frá þvi aö ekki séu lengur til ptór jarðeigendur i Sonora og Sinaloa. Vandamáliö hefur ekki veriö leystnema aö litlu leyti. t þessum tveimur héruöum hefur fjöldi landlausra bænda veriö áætlaöur aö minnsta kosti 150 þúsund, þannig, aö þaö var varla fjóröi hluti þeirra sem fékk einhverja úrlausn. Astæöur skiptingarinnar auk þess sem áöur er nefnt eru m.a. sú mikla samþjöppun lands I fárra hendur sem átt hefur sér staö á sl. áratug og hitt aö „los ejidos”, þau lönd sem bændur fá i hendur og rækta sameiginlega, hafa ekki sýnt framleíöni a 'vió stóru búin, vegna þess aö þau eru miklu minna tæknivædd og þau lán sem rikiB hefur veitt til vél- væöingar landbúnaöarins hafa farið aö mestu til stórjaröeigenda og smábænda, en hinir oröiö út- undan. Hiö mikla umfang „innrásanna” hina siöustu mán- uöi er einnig mikilvægur þáttur. Rikisstjórn EcheverrTa brást nefnilega viö innrásum á tvo mis- munandi vegu þegar innrásirnar voru fámennar og einangraöar, hugsaöi hún sig ekki tvisvar um aö brjóta þær á bak aftur meö hervaldi, sem kostaöi ósjaldan marga bændur lifið, og lét einnig afskiptalaust þótt „hvitliöar” i þjónustu stórjaröeigenda réöust á bændur. Aftur á móti þegar innrásirnar voru fjölmennar, þekktar um allt landiö og sér i lagi þegar bændasamtökum PRI tókst aö vera þar I forustu, lét rikisstjdrnin undan. — Samdráttur og atvinnuleysi. En þrátt fyrir þá skiptingu lands sem fariö hefur fram, þá er ,,el ejido”, sameignarland bænda, dauðadæmt i þvi hagkerfi sem landið býr viö. Þaö er ekki nóg aö fá land tilaöyrkja, þaö þarf lika tæki tilaö vinna þaö. Og þau eru dýr, og landlausir smábændur eru eignalausir menn. Þvi lenda þeir fljótlega i skuldum er þeir reyna aö vélvæöa landbúnaö sinn, og komast yfir- leitt fyrr eöa siöar I þá aöstööu aö þurfa aö leigja eöa selja stór jarö- eigendum þau lönd, sem þeim voru úthlutuö og þá eru þeir komnir i hring og ferliö hefst á nýjan leik. Þetta er sá vitahring- ur, sem mexikanskir sveitaöreig- ar hafa veriö I frá byltingunni og komast ekki út úr honum fyrr en Þriöjudagur 5. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA —11. ný bylting hefur átt sér staö, hin sósialiska. Gengi mexikanska pesóins var fellttvisvar sinnum á siöasta ári, i september s.l. þegar hánn féll frá 12.5 pesosum gagnvart dollaf> niður i 19,6. I lok október svo niöur I 26,5 pesos gagnvart einum doilar. I nóvemberlok haföi geng- iö hans þó hækkab upp i 20 pesos gagnvart dollar; má þakka þaö annars vegar 1200 miljóna dollara láni sem stjórnin fékk eftir fyrstu gengisfellinguna og hins vegar vegna þess trausts sem hinn nýi forseti, López Portillo, haföi vak- ið. En hinar feiknalegu erlendu skuldir rikisins ásamt stööugum óhagstæðum vöruskiptajöfnuði hafa skapaö ótta viö nýjar gengisfellingar. Stööugar deilur eru milli rikisvaldsins annars vegar og innlends sem erlends auövalds hins vegar, en þaö vill draga úr hluta rikisins i atvinnu- rekstri, þó svo að þaö krefjist þátttöku þess ef illa gengur, eins og i tilfelli Volkswagen-verk- smibjanna i Mexikó. Gengisfellingarnar tvær hafa endanlega staöfest aö mexikanskt efnahagslif er ekki lengur i þeirri framþróun, sem einkennt haföi siðustu áratugi. Framleiösla er byrjuö aö dragast saman jafnhliöa sivaxandi erlendum skuldum og mikilli veröbólgu. Sifelldar hækkanir hafa og skert kaupgetu almenn- ings og þaö styrkir þá tilhneig- ingu til stöðnunar sem þegar var orðið vart viö. Þetta hefur komiö fram i byggingaribnaöi, skó- framleiöslu, efnaiönaöi og stál- framleiöslu, svo nokkuö sé nefnt. 1 bilaiönaðinum hefur sala dreg- ist saman um 35%. Þannig hefur atvinnuleysi aukist og kemur til meö aö aukast miklu meira á komandi mánuöum. Sem búast má við hefur stjórnin tekiö til þess ráös aö velta þessari kreppu aö mestu á heröar almennings i landinu. Þannig hafa laun veriö „fryst” ásama tima og veröbólg- an eykstsifellt, verksmiöjum lok- aö, og atvinnuleysið eykst eins og áöur er getiö. Oll þessi atriöi undirstrika enn á ný kapitaliskt eöli hins mexikanska hagkerfis, þráttfyrir töluveröa þjóönýtingu. Þaö krefst þess aö verkalýös- stéttin skipuleggi sig sjálfstætt, utan þeirra verkalýösfélaga sem rekin eru af PRI, og þar meö rikisvaldinu. Vinstri-flokkar. Flokkar sem teljast mega til vinstri hafa nú tekið upp baráttu gegn þvislæma ástandi sem mex- ikönsk alþýöa býr viö. Þar er um aö ræða ma. Alþýðuflokk sósíalista, PSP; mexikanska kommúnistaflokkinn, sem er nokkuö öflugur og sem á 16. þingi sinu 1973 hafnaði þvi, sem þar til haföi verið heilagt i stefnu allra kommúnistaflokka i Rómönsku Ameriku, þ.e. samfylkingu með „þjóölegum borgurum”, og stefn- ir að sósialiskri byltingu en ekki „þjóölegri frelsun”, sem var löngum heista slagoröiö; Bylt- ingarsinnaöa verkamannaflokk- inn, PRT, sem er deild Fjóröa Alþjóðasambandsins, en honum hefur vaxiö fylgi að undanförnu-, og Mexikanska verkamanna- flokkinn, PMT, en þessir flokkar eru þeir sterkustu á vinstri væng mexikanskra stjórnmála. Litiö hefur verið um skæruliöastarf- semi i Mexfkó, þó hefur verið starfandi hreyfing I Guerrero- fylkinu, þar sem kjör sveita- öreiga eru verri en annars staöar (ogþáer mikiö sagt), en stjórnin hefur brugöist mjög harkalega viö og hafa almenn lýöréttindi veriö m jög skert i héraöinu, fund- ir bannaöir o.sv.frv. Þá varö þessi skæruhernaður og til þess að stjórnin hækkaöi mikið fram- lög sin til fátækra bænda i fylk- inu, og veröur þessi hernaöur þvi ekki talinn meö öllu árangurs- laus. Hins vegar er starfsemi vinstri flokka tiltölulega frjáls, engu aö siður situr þó töluverður fjöldi pólitiskra fanga i fangelsi. Þaö leikur þó ekki á tveimur tungum aö þeirri ógnaröld, sem rikti I lok sex ára stjórnar Ordaz Diaz (1964-70), þar sem fjölda- möröin á stúdentum 1968 eru frægast dæmi, hefur linnt i tiö Echeverria, þvi þrátt fyrir þaö að hægt sé aö nefna allmörg dæmi um ofsóknir, er þaö þó ekki sam- bærilegt viö það ástand sem rikti 1968-70. Tvistigið á hægri fæti. Sá forseti sem lét af störfum i nóvemberlok s.l., Luis Echeverria, varö töluvert þekkt- ur af utanrlkisstefnu sinni, en þar tók hann svari hins s.k. þriöja heims og var oft harðorður i gagnrýni sinni á iönaöarveldin. Þetta pirraöi bandarikjamenn mjög, og héldu þeir þvi fram aö hann væri kommúnisti og aö Mexikó stefndi hraöbyri i átt til sósialisma. Héldu þeir uppi mikl- um andróöri gegn honum, sem afturá mótiauöveldaöihonum aö stimpla gagnrýni vinstri manna i Mexikó sem áróðursstarfsemi af hálfu CIA. Hins vegar var sú vinstristefna, sem hann þóttist boöa, aöeins til i munni hans, þaö geta menn séö á raunveruleika mexikansks þjóölífs eins og ég hefi lýst hér aö framan. En þaö hefur jafnan loöaö viö mexikanska forseta aö brosa til vinstri, en framkvæma svo til góöa fyrir hægri menn, þ.e. yfir- stéttina. Þetta snilldarbragö hef- ur einnig Andres Pérez forseti Venesúelu lært að hagnýta sér. Meö þvi aö nota hina snjöllu lýs- ingu Halldórs Blöndals á Framsóknarflokknum, má þvi segja.aö forsetar þessir hafi tvi- stigiö á báöum fótum, og þó aöal- lega á hægri fætinum! Byltingarsinnuð myndlist. Ekki veröur skilist við Mexikó án þess aö minnast á þeirra mestu listamenn, sem skapað hafa einn af frægustu skólum myndlistar á vorum timum, mexikanska múralinn (vegg- mynd). Fyrstur þeirra varö Orozco, en siöan komu Diego Rivera og David Siqueiros. Þeir tveir siöarnefndu voru helstu myndrænir túlkendur mexikönsku byltingarinnar, sem er höfuöþemað i verkum þeirra, en þeir tengdu hana jafnan viö baráttu liöandi stundar. Þeirri viku sem við dvöldum i Mexikó- borg má segja að viö höfum eytt aö mestu i aö hlaupa á milli staöa þar sem verk þessara snillinga voru staösett. Skreyta bessar veggmyndir þeirra, múralarnir, veggi ýmissa opinberra bygginga og þaö eru ekki litil stofumálverk, heldur spanna oft á tiöum tugi fermetra. Má þar sjá sögu mexikanskrar alþýöu, sifellt undirokaörar af landeigendum, kennimönnum, herforingjum og siöast borgarastéttinni og heims- valdastefnunni. Feiknastórar veggmyndir prýöa menntamála- ráöuneytiö; þær eru eftir Rivera og lýsa þjáningargöngu mexikanskra öreiga, og man ég sér i lagi ef tir einni myndinni, þar var fátækur bóndi meö sigö, sem stóö i gengum hálsinn á einum stórjaröeiganda og stæltur verka- maöur var meö hamarinn á höföi prests. Þá hugsaöi ég mér aö mikiö væri nú gaman ef eitthvaö svipaö skreytti veggi islenskra ráöuneyta og stofnana. Þvillkar skemmtiferöir gætu ekki áöur kvalafullar göngur um téö húsa- kynni orðiö Einnig man ég eftir mynd i Bellas Artes sem er e.k. þjóöleikhús mexikana. Sú mynd er eftir Rivera og er lýst þar framtiöargöngu mannkyns, þaö er dýröaróöur til tækninnar og verkalýösins, en yfirstéttin fær þar hrottalega útreiö, þar má sjá þá Karl Marx (eins og viöar hjá Rivera) og Lenin I hópi mexikanskra bænda sem og Trotsky haldandi á skjali þar sem stofnun Fjórða Alþjóðasam- bandsins er lýst yfir, en hann og Rivera voru miklir vinir. Þessa veggmynd málaöi Rivera upp- haflega að beiöni The Rockefeller Fundation i New York og átti aö skreyta þar eitthvert húsnæöi en þegar kanárnir lömdu'myndina augum, misstu peir skynanega allan áhuga eins og við var áö búast. Allir þeir málarar sem ég hef minnst á voru marxistar og böröust i Byltingunni ungir aö ár- um. Þeir þurftu oft aö liöa fyrir þær skoöanir sinar, sér i lagi Siqueiros, sem alloft sat i fangelsi. Nú hafa þeim veriö reistir glæsilegir minnisvaröar sérstaklega Siqueiros, en byggt hefur veriö mikiB hús sem er tileinkað honum og þar er aö finna stærstu veggmynd i Mexikó, þar sem hann lýsir i lit- um sögu mannkyns og framtiöar, þaö er I sal sem ekki er ósvipaöur kvikmyndasal Tónabiós aö stærö, svo teknar séu stæröir sem mörlandar átta sig á. Spannar listaverkiö alla veggi og loft þessa mikla salar og veröur þvi ekki lýst i oröum, þaö veröa menn að sjá. Hús Diego Rivera og konu hans Friðu Kahlo hefur og veriö gertaö safni. — Og einu veröur að koma á framfæri sem svo margir mexikanar báöu okkur aö fræöa fólk um — mexikanar eru hættir að ganga meö þessa stóru, barða- miklu hatta og láta ekki lengur byssur lafa i belti eins og svo margirhalda mexikana enn gera, þetta er goösögn sem sprottiðhef- ur aöallega vegna bandariskra kvikmynda þar sem mexikanskir byltingarmenn koma viö sögu. Þaö eraö visu rétt aö þeirPancho Villa og Emiliano Zapata litu út á þennan veg, en núna ganga mexikanar meö litla hatta ef þeir nota þá nokkra og eru hreint ekki ólikir islendingum i klæðaburði, þegar undan eru skildir hópar út til sveita. Þaö eru helst feröamenn sem skreyta sig meö baröastórum höttum (auk þeirra sem atvinnu hafa af þvi aö syngja fyrir þann hóp manna) og þegar éghleypti I mig kjarkiog setti upp einn stóran mexikanahatt, þá sögöu vegfarendur við mig: „halló Pancho Villa” og brostu mjög vingjarnlega til mörland- ans. En mexikanar sjálfir lifa ekki lengur i Byltingunni, þeirra biður þaö verkefni aö gera þá byltingu sem milljón öreigar helguöu lif sitt frá 1910-17, þá byltingu sem loksins mun færa völdin til þeirra sem hafa liöiö undir okinu i aldaraöir. Helstu heimildir auk þess fróöleiks, sem ég aflaöi mér i samtölum viö fólk: Dagblöö i viökomandi löndum, timarit: Cambio 16 (Madrid), Marca (Lima), Diálogo Social (Panama), Más (Panama), Sucesos (Mexíkó) og bækur: The South American Handbook 1976, Die Guerilla in Latin Amerika e. Robert F. Lamberg, The Great Fear in Latin America e.J. Gerassi, Entre escila y caribdis e. Augusto Salazar Bondy. José López Portillo, hinn nýi forseti Mexlkó. Þótt hann sem aftrir Mexlkóforsetar hylll I orfti byltinguna frægu á öðrum áratug aldarinnar, styftur hann yfir- og millistéttirnar i raun. Landlausir mexfkanskir smábændur flykkjast til sveitanna, þar sem yfirleltt blftur þeirra ekkert nema áframhaldandi neyft og atvinnuleysi. LAND BYLTING- AR SEM BRÁST

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.