Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 12
12 $1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. aprll 1977 Svavar Guðnason i Boga- salnum að gera margar fleiri I þá ætt — þá hættir útkoman að vera full- nægjandi. Það er óeðlilegt aö einn maður máli einsog hann hefur alltaf málað — það verður allt kaldara og dauflegra eftir þvi sem timi liður. Svavar var, eins og menn vita, brautryðjandi I afstraktlist, hann var virkur I að skapa „þetta spontana, sjálfvakta málverk” eins og hann segir, sem varð al- þjóöleg listastefna. Og hvað finnst honum svo um endurkomu raunsæis um „konsept” og þá hluti, sem ungir menn hafa hug- ann mikið við.? — Ég get ómögulega verið á móti þvi, nei. En mér finnst að það sé óþarflega mikið um hliðar- stökk á þeim brautum. Sumir yngri menn eru komnir út I svolit- iö anarki. Annar er minn fyrir- vari sem ég vona verði ekki talinn ÞÁ Blátt og rautt — og svogult, já þetta eru minir litir. Nei.nei, þetta eru ekki málverk á byrjunarstigi. (ljósm. Þjv.—gel) SKULFU MENN Hún heitir Menglöö þessiskessa, ég f ann á hana nafn f gærkvöldi. ir og tölur, númer semsagt og verð — því þessar myndir eru settar á betrekksýni. Já, fátækt- in var svona mikil, maður notaði veggfóður. Ég reyndi venjulega að skafa svonalagaö af áður en ég byrjaði, en stundum lá manni svo mikiö á að það var ekki timi til þess. — Getur sá sem litur yfir þessa sýningu ekki lesið út úr -henni samúð með vissum litum umfram aöra? — Ég held að flestir málarar hafi ást á einhverjum sérstökum litum öðrum fremur, ég held að ég hafi mikla tilhneigingu til að láta mér þykja vænt um blátt og gult og rautt. Mér veröur fyrst að gripa til þeirra. — Hefurðu velt þvi fyrir þér hvaða leiðir ytri áhrif fara um sjálfan þig og til þessara mynda? — Það er m jög upp og ofan hvað maður er mikið á valdi sinna ástriðna og að hve miklu leyti á valdi sinnar reynslu og þekking- ar. —AB AFÁHUGA Svavar Guðnason opnaði nú um heigina sýningu í Bogasalnum á vatnslita- og krítarmyndum frá f jörutíu ára tímaskeiði: þæryngstu eru frá því i ár, fínlegar myndir og mildar. Þeir Hörður Agústsson voru að velta vöngum yfir • upphengingu myndanna þegar Þjóðviljamenn bar að garði fyrir helgi: Þeir sögðust hafa komist að þvi sem þeir vildu kalla sósialdemókra- tisk málamiðlun I upphengingu. Hörður vill hafa myndirnar lægra á veggjunum en ég hærra — við höfum svo farið bil beggja sagði Svavar. Ég geri ráö fyrir þvi, sagði Svavar að bæði ég og aðrir hafi gert of mikið af þvi að hengja upp 1 andstæðum á sýningum, draga fram sérkenni myndar meö þvl að hafa mjög ólíka mynd við hliöina. Hér vil ég skipa þeim myndum saman, sem eru skyldar I formi, svo fólk geti með saman- burði betur lesið myndina, lit hennar og drætti. En tlmaröð virði ég ekki. — Eru þessar myndir upphaf- lega hugsaðar sem vinnustúdiur fyrir málverk? — Nei. Ég hef sjálfsagt gert málverk, sem eru skyld þessum myndum hérna. En ég hefi alltaf verið svo vitlaus að ætla, að ég væri að vinna listaverk I hvaöa efni sem það væri. Mér hefur aldrei dottið I hug að búa til myndir til þess að apa þær eftir I öðru efni... Við gengum milli mynda og Svavar spurði: Heldurðu ekki að fólk komi og segi: þetta er nú al- veg eins og krakkarnir minir gera? — Kannski. Þaö hefur nú verið svo lengi sagt. En hverju svarar þú þá? — Ég segi: börn eru góðir lista- menn. Reyni að bjarga mér á þvi. Ég hefi eiginlega mest gaman af myndum sem ég hefi ekki tekið fram lengi. Manni finnst þá úti- lokað að maður geti málað svona myndir meir. Það þýðir ekki að ganga veginn til baka. Enda væri vlst ekkert unnið við þaö. Þetta er alveg eins og það á að vera. Ég sé hvernig ég hefi fikrað mig áfram i andúð gagnvart þvi, sem ég hafði verið að gera áður. Þegar maður hefur gert nokkrar myndir eins og til dæmis þessar fjórar hérna, sem allar eru skyldar — og auðvitað þurfti ég mér til afbrýði — sumt af þessu unga fólki veltir mjög fyrir sér ýmsum tæknilegum hlutum og pappírstegundum og öðru sliku, sem mér finnst ekki skipta neinu höfuðmáli. Ef mér leyfist þá að minnast þeirra gömlu daga: þá skulfu menn af áhuga fyrir þvi aö vinna einhver ódauðleg verk, sem full- nægðu þeim sjáifum og öllum heimi. En svo kemur kannski ungt fólk til mln og spyr um einhverjar sér- stakar verkanir tiltekins pappirs. Komdu hérna nær, segir Svavar og visar mér að nokkrum elstu myndanna: sjáðu.þarna eru staf- Sko, þarna hefur mikiðlegiöá — og veggfóðursýnihendi næst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.