Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 14
14 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. april 1977 FH er úr leik! í keppninni um íslandsmeistaratitilinn eftir 18:21 tap fyrir Val íslands-og bikarmeistarar FH 1976 eru úr leik i keppninni um íslandsmeistaratitilinn i ár eftir 18:21 tap fyrir Vai sl. sunnudag. Þrátt fyrir nokkra taugaspennu leikmanna i fyrri hálfleik og þar af leiðandi nokkur gróf mistök, var þessi leikur i hópi þeirra bestu í siðari umferð mótsins. Sér i lagi var varnarleikur liðanna og markvarslan góð. Varnarleikur Vals var örugglega sá besti sem liðið hefur sýnt i siðari umferðinni og leikur Vals mjög góður. Greinilegt að Valsliðið er á leiðinni uppúr, þeim öldudal, sem það hefur verið i undanfarið. Eftir jafnteflið við Þrótt si. laugardag, er einsog FH hafi misst áhugann, a.m.k. sást aldrei sá mikli baráttandi, sem einkennt hefur FH-liðið undanfarin ár, þegar mest hefur legið við. Sá leikmaöurinn, sem kom mest á óvart i leiknum f gær var GIsli Blöndal. Hann hefur átt viö þrálát meiösli aö strlöa I vetur en viröist búinn aö jafna sig aö mestu og hann viröist einnig vera búinn aö fá leiktilfinninguna i sig aftur eftir aö hafa leikiö fjóra siö- ustu leikina meö Val. Þegar staðan var 12:11 Val i vil rétt fyrir miöbik siöari hálfleiks tók Gisli sig til og skoraöi 4 af 5 mörkum Vals, auk þess sem hann átti snilldar linusendingu sem gaf mark. A meöan skoraöi FH aö- eins 1 mark, og staðan breyttist úr 12:11 I 18:12 og þar með var gert út um leikinn. Geir og Viöar voru allt i öllu I FH liöinu. Þeir skoruöu 16 af 18 mörkum liðsins og þaö hlýtur aö setja hroll að fh-ingum, af til- hugsuninni um aö þessir tveir elstu menn liösins, báöir yfir þri- tugt, fari aö leggja skóna á hill- una, án þeirra er fh-liöið ekki neitt, og þaö sem verra er, enginn maöur i sjonmáli til aö taka viö hlutverki þeirra. Þaö er frá leiknum aö segja aö Valur komst I 3:0 á fyrstu 11 min- Jón Pétur Jónsson og Gisli Blöndal, ásamt Garöari Kjartanssyni markveröi voru menn leiksins hjá Val. Jón Pétur hefur verið stóra númeriö hjá Val undanfarið og hefur hann aldrei verið betri en um þessar mundir. Viöar og Geir, ásamt Birgi Finnbogasyni voru menn leiksins hjá FH. Mörk Vals: Jón P. 6, GIsli 5, Þorbjörn 4, Bjarni 2, Stefán 2, Jón K. og Björn 1 mark hvor. Mörk FH: Viðar 8, Geir 8, Sæmundur 1 og Guömundur M. 1 mark. —S.dór Víkfngur lenti í hinu mesta basli með Þrótt en á lokamínútunum hrundi þó allt niður hjá þrótturum og sex marka tap varð ekki umflúið Eftir sex marka sigur (25:18) í gærkvöldi yfir Þrótturum fylgir Vikingur Valsmönnum eins og skugginn í baráttunni um efsta sætið í 1. deild. Þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu hafa bæði liðin 14 stig og spennan er i há- marki. En hæpið er þó að Vikingur ógni Vals- mönnum mikið með frammistöðu eins og liðið sýndi í gærkvöldi. Hvorki gekk né rak hjá öllum stjörnum liðsins þar til Þróttarar brotnuðu á loka- mínútum. Þá fyrst náði Vikingur öruggu forskoti, eftir að hafa verið undir allan fyrri hálfleikinn og siðan í eins til þriggja marka forystu eftir hlé. Tilþrifin voru lítil, raunar alls engin þar til i lokin, að dæmið fór að ganga betur upp. En Þróttur kom hins vegar skemmtilega á óvart. Fjóra menn vantaöi I liöiö, þá Trausta, Svein- laug, Kristján Sigmundsson markvörö og Svein Sveinsson. En engu aö siöur haföi Þróttur yfir I leikhléi, 9:8, og útlit var fyrir hörkubaráttu, ... baráttu sem enginn átti von á frá þessu væng- brotna liði, sem nú er i næst neösta sæti Islandsmótsins. En það er þvi miður sjaldan sem maöur sér Þróttara halda höföi heilan leik á nokkurra áfalla. Aö þessu sinni kom hörmulegi leikkaflinn þó ekki fyrr en undir lokin, en Vikingur skoraði þá ellefu mörk gegn þremur og sigraði örugglega. Rósmundur markvöröur fór á kostum i þessum leik þegar vita- köst voru tekin. Fjórum sinnum varði hann vitaköst frá þeim Kon- ráð Jónssyni og Halldóri Braga- syni, og munar um minna þegar leikurinn stendur i járnum. Varði Rósmundur m.a. tvö viti á meöan staöan var 9-9 i byrjun seinni hálfleiks, og tók Vikingur. forystu upp úr þvi. Hlutur langskyttnanna var mikill i þessum leik. Skiptust þeir Framhald á bls. 18. Valur—FH Grótta—Þróttur Haukar—Fram Vikingur— Þróttur Valur Víkingur FH Haukar 1R Fram Þróttur Grótta 12 10 0 12 12 12 12 11 12 6 2 5 3 5 2 4 2 13 0 1 21:18 19:18 22:22 24:18 2 268:338 20 10 0 295:258 4 272:250 14 4 244:245 13 5 255:262 12 5 231:236 10 14 8 249:275 11234:283 1 Liverpool stefnir á glæsi lega vörn meistaratitilsins og er nú í eldlínunni á öllum vígstöðvum Markhæstu leikmenn eru nú þessir: HöröurSigmars. Haukum Viöar Simonarson FH Þorbjörn Guöm. Val Geir Hallsteins. FH Konráö Jónsson Þróttur Brynj. Markússon IR Jón P. Jónsson Val Jón Karisson Val ólafur Einarsson Viking PálmiPálmasonFram 92/38 71/23 70/17 69/10 76/15 63/3 62 62/23 70/18 57/27 útunum. FH jafnaði fyrst 6:6 og komst yfir 8:7 en i leikhléi var jafnt 8:8. Siðan komst Valur 111:8 Ibyrjun s.h. þá varö staöan 12:11 Val f vil en breyttist eins og fyrr segir 118:12 og 21:15 þegar tæpar tvær min. voru til leiksloka. Þá hættu Valsmenn aö taka máliö al- varlega og FH skoraði 3 mörk á þessum stutta tima og leiknum lauk.eins og fyrr segir 21:18 Val I vil. ' „Hvurs konar lfnusendingar eru þetta eiginlega??:” hugsar Arni Guðjónsson með hendurnar I við- bragðsstöðu er boltinn svifur hátt yfir höfðum hans og Þorbjörns Guðmundssonar. Mynd: —eik. Knattspyrna Englandsmeistarar Liverpool hafa nú tekið örugga stefnu á glæsilega vörn titilsins. Hefur liðið nú tveggja stiga forystu í l. deild, eftir góðan sigur yfir Leeds, á meðan Ipswich tapaði leik sínum gegn Manch. City. En Liverpool hefur fleira I tak- inu. Ennþá er liðiö I eldllnunni i bikarkeppninni og auk þess i evrópukeppni meistaraliöa. Alls staöar er barist og þaö hyllir undir merkilegt knattspyrnu- timabil hjá Liverpool um þessar mundir. tjrslit um helgina i 1. deild. Newcastle 33 15 11 7 54:37 41 Arsenal—Leicester 3:0 WBA 33 13 11 9 48:41 37 Birmingham — Newcastle 1:2 Man.Utd. 30 14 8 8 54:30 36 Brist ol C. — As ton V illa 0:0 Leicester 34 11 14 9 43:49 36 Coventry — Tottenham 1:1 A.Villa 28 15 5 8 55:31 35 Derby — Stoke 2:0 Leeds 31 12 9 10 38:40 33 Liverpool — Leeds 3:1 Middlesb. 33 12 9 12 32:35 33 Man. C ity — Ipswicb 2:1 Arsenal 33 11 9 13 51:53 31 Norwich —Man. Utd. 2:1 Norwich 33 12 6 15 38:52 30 Sunderland — QPR 1:0 Birmingh. 32 10 8 14 48:50 28 WBA — Middlesborough 2:1 Everton 30 10 8 12 44:51 28 West Ham —Everton 2:2 Stoke 31 9 9 13 18:31 27 QPR 28 9 7 12 32:37 25 Coventry 29 8 9 12 33:41 25 Tottenham 33 9 .7 17 38:61 25 Staðan er þessi: Derby 30 6 12 12 33:43 24 Liverpool 33 19 7 7 53:28 45 BristolC. 30 7 9 14 26:33 23 Ipswich 33 18 7 8 58:32 43 Sunderland 33 8 7 18 33:42 23 Man.City 32 15 12 5 44:24 42 West Ham 30 8 6 16 30:51 22 Um helgina léku KR og Armann i Reykjavikurmótinu I knattspyrnu. KR sígraöi meö tveimur mörkum gegn einu. Mörk KR: Jóhann Torfason, Birgir Guöjónsson Mark Armanns: Ogmundur Kristinsson. Vlkingur og Valur mættust I sama móti. Ekkert mark var skorað og leikurinn einkennd- ist af miöjuþófi. í Litlu bikarkeppninni sigr- uðu FH-ingar lið keflvikinga með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins skoraöi þjálfari FH, Þórir Jónsson. Haukar og Breiöablik léku einnig i Litla bikarnum um helgina. Leikurinn fór fram i Hafnarfirði og lauk með 1-1 jafntefli. Töluvert var ai marktækifærum á báða bóga, en aldrei skall þó hurö eins nærri hælum og þegar blikar áttu hörkuskot aö marki úr þvögu, boltinn stefndi rakleiö- is i netiö... en stöövaðist skyndilega á marklinu. Var þar heljarmikill drullupollur sem varöi meistaralega á örlagastundu, þvi leiktiminn var að renna út. Fram og Akranes áttu aö leika i meistarakeppninni en leiknum var frestaö vegna veöurs. I stóru bikarkeppninni vann liö selfyssinga Stjörnuna úr Garöahreppi meö þremur mörkum gegn tveimur —gsi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.