Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 5. aprii 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Petrosjan fór á taugum og tapaði lokaskákinni ★ en Kortsnoj hirti ekki um vinninginn og samdi um jafntefli án þess að tefla frekar ★ Sigur í einvíginu var í höfn Síðastliðinn iaugardag tryggði Viktor Kortsnoj sér sigur í einvíginu gegn landa sínum Tigran Petrosjan. Tefldi Kortsnoj með svart í þessari tólftu og síðustu skák og honum dugði jafntefli til að bera sigur úr býtum. Skemmst er frá því að segja að Petrosjan tefldi illa í loka- skákinni. Taflmennska hans bar skýr merki mik- illar taugaveiklunar, og enda þótt báðir væru raun- ar í uppnámi vegna hinnar miklu spennu/ var það Petrosjan sem brotnaði og gerði hverja vitleysuna á fætur annarri. Sannarlega teflir hann ekki af sama styrkleika og er hann var heimsmeistari forðum. I hinu mikla taugastrlði sem háð var jafnhliða einvlginu i II Giocco á ttaliu hafði hinn landflótta Korts- noj vinninginn og eflaust hefur það reynst honum mikil sálræn stoð að hann sigraöi Petrosjan i siðasta áskorendaeinvlgi þeirra, er þeir tefldu um hvor mætti tefla við Karpov um réttinn til þess að skora á Bobby Fischer. „Einvigi hatursins” er þar með lokið. Vafalaust þarf að leita langt aftur i timann til þess að finna eins magnaðan bakgrunn og i þessu einvigi. 1 gegnum allt mótiö yrtu keppendur ekki hvor á annan og litust ekki einu sinni i augu. Aldrei var tekist i hendur og aðstoðarmenn Petrosjans höfðu um það ströng fyrirmæli að kasta ekki einu sinni kveðju á hinn landflótta svikara. Pólitikin mótaði þó ekki þetta sögulega einvigi. Fyrst og fremst börðust þarna svarnir persónu- legir fjandmenn, sem hafa hatast I mörg ár og ekki farið dult með það. Og I annað sinn á nokkrum árum var þaö Petrosjan sem varð að gefast upp. Tólfta skákin fór i biö að lokn- um 40 leikjum. Var staða hvits þá koltöpuð og er Kortsnoj haföi litið á biðleik Petrosjan bauð hann, I gegnum dómarann að sjálfsögðu, jafntefli. Petrosjan þáði sam- stundis, — I gegnum dómarann, og játaði sig um leið sigraöan I þessu einvigi. Kortsnoj var haldin veisla að leikslokum og að henni lokinni hélt hann blaðamannafund. Framundan á hann nú einvigi gegn öðrum sovétmanni, Polugajevski, sem sigraði Meck- ing i einviginu i Sviss. Hefur Kortsnoj lýst þvi yfir, m.a. I sam- tali viö Þjóöviljann, að hann kviði fyrir þvi einvigi. Ekki vegna þess aö hann sé smeykur viö andstæð- ing sinn, heldur fyrst og fremst vegna þess, að það sé þrúgandi að tefla tvö einvigi i röö við sovét- menn þegar menn eru i þeirri að- stöðu sem Kortsnoj er núna i. Kortsnoj og Polugajevski eru raunar góðir vinir. í einviginu gegn Karpov var Kortsnoj snið- genginn af öllum sovétmönnum, enginn fékk að rétta honum hjálparhönd. En þar kom að lok- um aö einum sovéskum stór- meistara ofbauð meðferðin á Kortsnoj og tók að hitta hann á laun til þess að ræða við hann bið- stöður og gefa Kortsnoj heilræði. Og það var einmitt Polugajevski sem þar var að verki. Hittust þeir félagar á laun, oftast i bifreiðum, en stundum á fáförnum stöðum úti I sveit. Varla verður samvinnan jafn mikil er þeir kappar mætast i næsta einvigi, en ráðgert er að það hefjist um mánaðamótin mai/júni. Guðmundur og Friðrík töpuðu báðir fyrir Torre Guðmundur tapaði sl. sunnudag, en Friðrik með sex jafntefli í átta umferðum Þeir Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigurjóns- son hafa heldur sett ofan í síðustu umferðum skák- mótsins í Sviss. Tapaði Guðmundur sl. sunnudag fyrir Torre/ sem einnig hirti heilan vinning af Friðriki ólafssyni i þriðju umferðinni. Hefur hann reynst mörgum stór- meistaranum erfiður, og er þó einkum frægur fyr- ir að hafa unnið heims- meistarann Karpov á síðastliðnu ári. Guðmundur er nú i ellefta sæti af f jórtán, en Friðrik hins vegar 17.-10. sæti. Sagði Friörik i gær- kvöldi að sér fyndist þetta ein- hvern veginn þyngra en hann hefði átt von á, og friið á milli afmælismótsins i Bad Lauter- berg og mótsins i Sviss hefði auðvitað verið ansi stutt. Aðspurður sagðist Friðrik ekkert taka mið af þvi lengur hvort hann ætti eftir léttari and- stæðinga i seinni hluta móts heldur en i byrjun. — Það er kannski ekki sist aö fenginni reynslu frá Bad Lauterberg sem maöur er steinhættur að hugsa um slikt. Það er hægt að tapa jafn illa fyrir öllum þéssum körlum, sagði Friðrik. Larsen og Ivkov hafa enn ekki gert út um biðskák sina úr 6. umferð, en hún virðist þó jafn- tefli, þótt Larsen vilji berjast áfram eins og svo oft áður. Dzindzichasvili og Westerinen eru einnig með óútkljáða bið- skák úr 7. umferð, sem er jafnteflisleg, en i 7. umferð, sem tefld var sl. sunnudag urðu úr- slit m.a. þessi: Hug — Liberson 1-0 Friðrik — Timman 1/2-1/2 Guðmundur — Torre 0-1 Orslit i 8. umferð (i gærkvöldi) Friðrik — Ivkov 1/2-1/2 Guðmundur — Hug 1/2-1/2 Byrne — Timman 1/2-1/2 Larsen — Anderson 1/2-1/2 Liberson — Dzindzichasvili 1/2- 1/2 Westerinen — Sosonko 0-1 Packman — Torre biðsk. (Torre með unnið) Framhald á bls. 18. L A. 3. H. s c 1. jr X 1/. u. /J /v. /. A. \UEsreei*J£*J 'k 0 % o •lt 0 O Liaeesov 'IzM / 'U C 'h 'h 'k 3. &,uohuvm£ 1 0 1 O 'h ‘h ‘h 0 V. PQóHhOí' ■ •H ‘h O ‘k •Jt •h ‘h S. Toeee 1 \ iz 0 1 'h 6. HUL (msý >k l •k 0 it 'U 0 ‘k ? DdWOBIcHfíSW. >h 1 It h ‘k 'k í. Sosoueo i lt ÍL iz 'lz 9. JSMhokJ I 0 h 1 •h Íz 'k lo. IukoJ 'k ‘h •h 'lt ÍL 0 h II. fi/JOEexxJ 0 1 h 'h h í tí FejoejUbt. 'h it 0 i h h L % 13 Gvgoe it 'h it ÍL iz 'h •u IH c^ese/j i k 1 'h 'lt Mecking tapaði einvíginu Brasiliumaðurinn Mecking tapaði einvigi sinu gegn sovét- manninum Polugajevski eftir að samið var um jafntefli i 12. einvigisskákinni. Vann Polu- gajevski eina skák, en hin- um ellefu lauk ölíum með jafntefli. Mætir P-olugajevskl þvi Viktor Kortsnoj i næsta áskroendaeinvigi. I dag klukkan f jögur verður dregið um lit i tveggja skáka einvigi þeirra Spasskis og Horts, en það hefst nk. laugar- dag i Menntaskólanum við Hamrahlið. Fékk Spasski þyi að þvi er virðist aukafrest hjá FIDE, þvi lögum samkvæmt hefði næsta skák átt að hef jast næstkomandi fimmtudag. Litum á skák Kortsnojs og Petrosjan frá þvi á laugardaginn. 12. skák Hvitt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Kortsnoj Drottningarindversk vörn. 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-b6 (Þetta afbrigði, drottningarind- verskavörnin hefur löngum þótt bera með sér nokkurn jafn- tefliskeim, og þvi skiljanlegt frá hendi Kortsnoj.) 4. e3-Bb7 6. Rbd2 - c5 5. Bd3-Bb4+ 7. dxc5-Bxc5 (Slæmt væri 7. — bxc 58. 0-0 með hótuninni 9. Rb3 ásamt 10. a3 o.s.frv.) 8. 0-0-RC6 9. a3-Dc7 10. b3 (Eðlilegra framhald virðist 10. b4 en Petrosjan hefur liklega ekki geöjast að framhaldinu 10. — Bd6 11. Bb2 Re5 sem hefði stórfelld uppskipti i för með sér.) 10. 'DrReS 13. g3-Dc5 11. Rxe5-Dxe5 14. e4-h5! 12. Ha2-Bd6 24. — Ha4 25. b5-Kf8 26. Rf3-Bd6 27. Rg5-Bc5 28. Bb2-Hh6 29. Hccl-Ba3 30. Hal-Bxb2 31. Dxb2-Hxal 32. Hxal-Db8 33. Dd4-e5 34. Dc3-Hh5 35. Db4+-d6 36. Dd2-g6 37. Be2?? (Sókn er besta vörnin. Ekki verður betur séð en Kortsnoj tefli af krafti til sigurs I þessari skák. Framrás f-peðsins er þó fyllilega i anda stöðunnar. Kóngsstaða hvits er nokkuð veik fyrir.) 15. b4-Dc7 17. Rfl-hxg3 16. Hel-h4 18. hxg3-a5! (Petrosjan hefur tekist að setja sómasamlega undir lekann á kóngsvængnum, en þá kemur á- hlaup úr hinni áttinni. Frum- kvæðið er augljóslega kyrfilega I höndum Kortsnojs i þessari stöðu.) 19. Hb2-axb4 22. De2-Db8 20. axb4-Be5 23. Kg2-Da8 21. Hc2-Hal 24. Rd2-(?) (Sterkari leikur var tvimæla- laust 24. f3 sem heldur öllum möguleikum opnum við tilfær- ingu hvita liðaflans.) (Grófur afleikur. Svo virðist sem Petrosjan hafi ekki verið með sjálfum sér I. nokkrum skákum þessa einvigis. Ef til vill var hér timahraki um að kenna, en þarna fór siðasti möguleikinn til að tefla skákina á einhvern hátt til sigurs. Betri leikur var t.d. 37. f3 þótt svartur megi vel við una eftir t.d. 37. — Kg7.) 37. — Rxe4! 39. f3-Bb7 (Auövitað!) 40. g4-Hh7 38. Rxe4-Bxe4+ (i þessari stööu sem er gjörnnn- in á svart fór skákin I bið. Þar sem Kortsnoj dagði jafntefli til sigurs I einvigian sömdu kepp- endur hér án þeas að tefla frek- ar.) Skákþing íslands: lón L. Árnason tekur forystuna Fjórða umferð Skákþings Is- lands var tefdl i gærkvöldi. Áður en sú umferð hófst hafði Jón L. Arnason tekið forystu i mótinu, með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir, en Helgi ólafsson hafði þá tvo vinninga eftir tvær skákir. Er við þvi að búast að ungu mennirnir verði i öilum aðalhlutverkum á þessu móti, og þá liklega einkum þeir Jón, Helgi, Margejr Pétursson, As- geir Þ. Arnatron og fleiri. Það verður teflt á nær hverj- um degi i gegnum allt páskafrl- ið og er ráðgert að mótinu ljúki á annan i páskum. Hér á siðunni er birt töfluröð keppenda og þau úrslit frá i gærkvöldi sem kunn voru er blaðíð fór i prentun. •mm—mmmmmmmMrnmmmmmmm 'CMfie lÓJU&C/u 0 ‘U 0 0 (juvutte áuvMpaa. n ‘k J_ JUlMMe SSOV h it ‘It clcu C.fi&JiftOO i 1 1 1 —i FjjjáJLJMCiS. 0 1 0 hftgLejg péru&ihv 0 1 Vhseje *>be oeofmj 1 0 / lz HLLUJ ölmpxcaJ 1 1 / þbeæ /xmacKj 0 0 0 0 8360J PoesrejOJAk) ‘h 0 1 tpeösiug. Oa&hni*) •k k 0 jjÚULti. F&ÚJUjXCJy i 0 it 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.