Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 8
%.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. aprll 1977 Fj ármálastj órar ríkisins hneppa menninguna í fj ötra Um páskana kemur Pólýfón- kórinn fram i sibasta sinn undir stjórn hins ötula og markvissa stofnanda. Vegna tómlætis stjórnvalda biöur nú óvissan hins glæsilega kórs áhugafólks sem verib hefur meöal helstu menningarauka i tónlistarlifi landsmanna. A Akureyri hefur Alþýöuleik- húsib veriö leyst upp um sinn. Fjárhagsbyröi feröalaga um byggöir landsins hefur reynst hinu baráttuglaöa leikhúsfólki um megn. Fulltrúar rikisvalds hafa neitaö allri aöstoð. Þeir láta sér i léttu rúmi liggja þótt nýjasta leikhúsframtak I þágu landsbyggöarfólks og alirar al- þýöu berjist nú í bökkum. t ölfusborgum var nýlega samankominn litill hópur erfiöisvinnufólks sem leitaöi fræöslu og menningarauka á vegum samtaka verkalýösins. Menningar- og fræöslusamband alþýöu hefur á undanförnum ár- um reynt aö flytja daglauna- fólki hagnýta þekkingu og efla tengsl þess við menningar- sköpun skálda og listamanna. Látiö' er fella á Alþingi tillögu um örlitla hækkun á styrkveit- ingu. Fjandsamlegt rikis- vald Pólyfónkórinn, Alþýöuleik- húsiö og Menningar- og fræöslu- samband alþýöu eiga þaö sam- eiginlegt aö f jandsamlegt rfkis- vald ógnar möguleikum þeirra til áframhaldandi aögeröa. Rikisvaldiö viröist eingöngu vilja styrkja menningarstarf- semi ef þaö fær forræöi yfir verkefnavali. Framkoma fjár- málastjóra rikisvaldsins sýnir i verki skýrt mótaöa stefnu. Sú stefna grundvallast á fjandskap viö alla menningarstarfsemi sem hvatt gæti almenning til sjálfstæörar þátttöku af áhuga og fórnfýsi án nokkurrar gróða- vonareöa hugsanlega yröi hvati aö gagnrýninni afistööu til stofn- ana rikisvaldsins, skipulags þess og starfshátta og þannig varpab ljósi á þá hagsmuna- gæslu sem rikisvaldið kappkost- ar. Rikisvaldiö óttast aö fræösla og menningarstarfsemi meöal alþýöu kunni ab efla baráttu- kraft verkalýössamtakanna. Rikisvaldiö finnur aö boöskapur Alþýöuleikhússins á hljóm- grunnviöa um byggöir landsins og kann þvi aö leiöa til þess aö almenningur dragi i efa sann- ieiksgildi rikjandi sögu- skoöunar. Rikisvaldiö dauf- heyrist viö beiöni um aöstoö frá glæsilegum kór áhugafólks sem fiutt hefurnokkrar helstu perlur tónlistarinnar inn i islenskan menningarheim og náö slikum gæöum aö honum er boöiö aö heimsækja sumar háborgir sönglistarinnar. Tómlæti fjár- málastjóra rlkisvaldsins viröist á góöri leiö meö aö drepa i dróma þennan mikilvæga þátt islenskrar menningar. Fjandskapur rikisvaldsins gagnvart þessum þremur aöilum — Pólyfónkórnum, Al- þýöuleikhúsinu og Menningar- og fræöslusambandi alþýöu — sýnir aö fjármálastjórarnir telja að menningarleg starfsemi áhugafólks og gagngeröar til- raunir til aö fiytja alþýöu auk- inn lifsskilning meö fræöslu og flutningi leikverka séu i sjáifu sér dæskilegar enda geti þær ef til vill leitt til sjálfstæöari af- stööu almennings til skipulags þjóömálanna. Rikisvaldiö reynir i verki aö kæfa frjálsa menningarstarfsemi og list- ræna tjáningu á hugsjóninni um breytt og betra þjóðskipulag. Polýfónkórinn Pólýfónkórinn hóf starfsemi sina fyrir tuttugu árum og var þá einkum skipaöur ungu fólki. Slöan hefur kórinn vaxiö jafnt og þétt, bæöi aö hæfni og fjölda. Hann er nú mebal glæsilegustu kóra sem Island hefur átt — i áhugafólks sem þar hefur sungiö sér til gleöi og þroska, heldur hefur hún einnig rutt nýj- ar brautir I islensku tónlistar- lifi, aukiö nýrri vidd i menningarlif þjóðarinnar. An Pólýfónkórsins væri islensk menningarharpa nokkrum strengjum fátækari. Meö hjálp hins áhugasama og fórnfúsa al- mennings hefur stjórnanda kórsins tekist aö eyöa þvi tómi sem áöur var fyrir hendi. Og nú horfa forsvarsmenn rikisvalds- leikhúslifi. Ahugafólk á Akur- eyri stofnaöi Alþýðuleikhús sem ætlaö var aö túlka á listrænan hátt boðskapinn um betra þjóö- skipulag, skilning alþýöu á ör- lagavefi hagsmunabaráttunnar og flytja verkin heim til fólksins sjálfs, til sjávarþorpa og bændabyggöa, til vinnustaöa og annars vettvangs hinnar dag- legu lifsbaráttu. Þessum markmiöum hefur Al- þýöuleikhúsiö reynt aö þjóna meö flutningi nýrra leikhús- heild sinni eitthvert stórbrotn- asta hljóöfæri sem völ er á i landinu. A siðari árum hefur kórinn ráöist i hvert stórvirkiö á fætur ööru og kynnt þjóöinni ins aögerðarlausir á þaö aö til- vist áhugamannakórsins sé stofnaö i hættu og enn á ný skapist eyöa i Islenskt menningarlif. verka. Þaö hefur ferðast til fjar- lægra landshluta þar sem oft á tiðum er fátt um listviðburöi. Þannig hefur þaö sýnt i verki vilja til aö vega upp á móti „Gera þarf listir i vaxandi mæli að daglegu viðfangsefni almenn- ings, enda eiga að bjóðast til þess auknar tómstundir. Listsköpun á að vera frjáls og þjónar hún þá best þeim tilgangi að vera vaxtarbroddur menningarlifsins og vakandi samviska þjóðarinnar.” Stefnuskrá Alþýðubandalagsins, bls. 102. sum glæsilegustu verk tón- listarinnar. Viöurkenning hans á erlendum vettvangi hefur einnig aukist jafnt og þétt. Hann hefur hlotiö einróma lof á al- þjóölegum tónmótum, verið boöinn flutningur á vegum virtra útgáfufyrirtækja og mun á næstunni heimsækja italskar borgir þarsem rikir gamalgróiö mat á þeirri tegund tónlistar sem Pólýfónkórinn hefur eink- um helgaö sig. Starfsemi Pólýfónkórsins hefur ekki aöeins verið mikil- væg fyrir þann mikia fjölda Alþýðuleikhúsið A undanförnum tveimur ára- tugum hafa veriö gerðar ýmsar tilraunir til aö stofna sérstök leikhús sem ryöja áttu braut nýjum straumum. Þær hafa all- ar liöiö fyrir skilningsleysi for- svarsmanna rikisfjármálanna. Meö fámennri þjób hefur stuöningur fjöldans ekki verið nægilegur til aö standa straum aö jafnf járfreku fyrirtæki og til- raunaleikhús er i raun og veru. Fyrir nokkru hófst enn ein til- raunin til nýsköpunar I islensku þeirri höfuðborgareinokun sem menningarstofnanir rikisins viröast hafa i hávegum. Þaö hefði þvl mátt ætla að lands- byggöargælur Brekkubóndans i menntamálaráöuneytinu heföu faliö I sér stuöning frá hinum háu herrum. En þvi hefur fariö viös fjarri. Hinn róttæki boðskapur leikhússins hljómar sem eldvarnarýlfra i eyrum ráðamanna. A Akureyri hamast litla iháldiö i bæjarstjórn gegn stuöningi viö Alþýöuleikhúsiö. A Alþingi fellir stóra ihaldiö meö menntamálaráöherra i broddi fylkingar tillögu um örlitiö framlag tU þessa menningar- auka landsbyggöarinnar. Menningar- og fræðslu- samband alþýðu. A undanfömum árum hefur Menningar- og fræöslusamband alþýðu rekiö félagsmáiaskóla i Olfusborgum. Daglaunafólk viös vegar aö af landinu og úr ýmsum félögum verkalýðs- hreyfingarinnar hefur sótt skól- ann. Starfsemi hans hefur jöfn- um höndum miðast viö aö fræöa um sögu, eöli og viðfangsefni verkalýöshreyfingarinnar og kynna ýmsar menningargrein- ar. Fjárhagur skólans hefur hins vegar veriö svo naumur að aðeins tvö hálfsmánaöar nám- skeiö hafa veriö á hverju ári og hvert þeirra hefur aðeins rúmaö um tuttugu félagsmenn úr verkalýösfélögunum. Þar eö fræðslustofnanir rikis- ins hafa látiö slika fulloröins- fræöslu algerlega afskiptalausa hefur félagsmálaskóli Menning- ar- og fræöslusambands alþýðu veriö eina stofnunin sem boðiö hefur alþýöufólki aö taka sér hvildfrá önn hversdagsins, setj- ast á skólabekk um stund og fræöast um málefni sin og menningarverömæti þjóöarinn- ar. Rikisvaldiö hefur sýnt þessari starfsemi nær fullan fjandskap. Alþýðan skal vinna — hvorki fræöast né tileinka sér menningarleg verömæti. Fyrir jólin felldi liössafnaöur rikis- stjórnarinnar á Alþingi aö framlag til féiagsmálaskóla al- þýöu yröi hækkaö i tvær miljón- ir króna. Mennta- og menningarstofnun alþýöu skyldi áfram búa viö fjár- magnsskort. Efling hennar væri hagsmunaöflum rikisvaldsins fjandsamleg. Fjötrar i stað sjálf- stæðis Sú stefna að neita Pólýfón- kórnum, Alþýöuleikhúsinu og Menningar- og fræöslusam- bandi alþýöu um aukinn fjár- styrk sem aðeins næmi örlitlu broti af þeirri heildarupphæö, sem rikisvaldiö ver til menningarmála, felur I sér boöskap um svæfingu allrar starfsemi sem borin er uppi af áhugafólki og alþýbu manna og fer aörar götur en hagsmunaöfl- um rikisvaldsins eru þóknan- legar. Fjármálastjórar rikisins viröast ekki vilja láta fé af hendi nema hljóta i staöinn algert for- ræöi yfir menningarstarfsem- inni. Óháö nýsköpun, hvort heldur hún eflir þjóöfélagsiega gagnrýni eða hvetur hinn al- menna mann til sjálfstæðrar menningarstarfsemi, virðist i reynd ekki vera kærkomin þeim fulltrúum fjármagnsins sem fara meö stjórn islenska rikisins um þessar mundir. Ef til vill halda þeir aö i slikri nýsköpun kunni frækorn byltingarinnar aö leynast? Hver veit? Fáfræöi fjöldans og athafnaleysi hefur löngum veriö liftrygging hins afturhaldssinnaöa rikisvalds. Sagan um Pólýfónkórinn, Al- þýöuleikhúsiö og Menningar- og fræðslusamband alþýöu sýnir aö fjármálastjórar rikisvalds- ins vilja fyrr hneppa menning- una I f jötra en hætta á aö gefa samtökum áhugafólks, gagn- rýnu leikhúsi og félagsmála- starfsemi verkalýðsins fjár- hagslegt svigrúm til sjálfstæöra athafna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.