Þjóðviljinn - 24.04.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Síða 3
ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 ERINDI UM CHILE KONUR HIÁMFÍK Það sem við erum vön að kalla mannasiði rétta á sér ekki ýkja langan aldur. Einhverntíma á tímabilinu 1500-1700 varð það ósiður að ropa yfir borðum, grípa steikur með fingrunum, brjóta eggjaskurn með hnífnum eða ganga nauð- þurfta sinna á götum úti. Upp f rá því verða til reglur sem bjóða upp á blygðun sem miðaldir lítt þekktu, og um leið þróast heilt siðakerfi, sem miðar að því að halda aftur af ýms- um líkamlegum tilburðum sem „dónalegir" mega teljast. Norbert Elias heitir breskur félagsfræðingur sem lýsti þvi i allmiklu riti fyrir 40 árum, hvern- ig þetta gerðist og af hvaöa efna- hagslegum og pólitiskum ástæð- um. I riti sinu „Um þróun sið- menningar” gerir hann einnig grein fyrir þvi, hvaða afleiðingar mannasiðabyltingin hefur haft á sálarlif nútimamannsins. Verk Norberts Eliasar, sem er þýskur gyðingur að ætt, vakti ekki sérstaka athygli lengi vel. Menn höfðu meiri áhuga á öðrum Kynllfið var lokað inni, og margt fleira. Ingibjörg. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda fund, þriðjudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Félagsheimili prentara við Hverfis- götu. Fundarefni: Ingibjörg Haralds- dóttir flytur erindi um Konuna í Chile. Af spjöldum sögunnar. Anna María Edelstein segir frá Alþjóða- sambandi lýðræðissinnaðra kvenna. Sýnd verður kvikmynd f rá heims- þingi kvenna í Moskvu 1962. Kaffi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Frá MFIK). Og siðar mátti ekki einu sinni bera fram steikta skepnu I heilu lagi. Ekki lengur sjálfsagöir hlutir Þær breytingar á siðum sem hófust um 1600 og komu fram á mörgum sviöum hins daglega lifs, höfðu að dómi Eliasar þau áhrif, að eyðileggja hina hleypi- dómalausu afstöðu miöalda- mannsins til sins eigin likama. „Hið dýrslega sem ekki verður niður bælt” i hverjum manni, sem hafði fram að þessum tima getað komið fram með all-óheft- um hætti, var tekið og hrakiö inn i þröngt sviö einkalifsins: inn i eldhús, á kamarinn, i svefnher- bergið. Börnin voru rekin úr rúmi foreldra sinna, og urðu þar meö verulegri reynslu fátækari eins og hver maður getur séð. „brytjunarvesældómsins” („Misery of carving”) eins og einn breskur höfundur orðaöi það árið 1859 — og vill hann endilega aínema þann ósið. (Núna á dög- unum voru Islenskir blaðalesend- ur að kvarta yfir þvi að hrossa- kjöt væri auglýst með mynd af heilum og lifandi hesti: Það er sitthvaö kjöt og skepnan, sem gefur af sér kjötið, sögðu þeir). að þjóðhöfðingjar (miðstjórn) ná undir sig einokun á valdi og of- beldi, og gera hinnfrjálsa riddara miöaida að hirðmanni einveldis- ins. A miðöldum gat riddarinn, aðalsmaðurinn, „flippaö út” i sterkum tiifinningum og snarleg- um athöfnum, en konungshirðin neyddi hann til að hefta lifsþrótt sinn og gefa sig að langtima- vangaveltum. Hann þroskaði að hlutum I samfélagskönnun. En á siðustu misserum hefur áhugi manna fyrir þessum sérstæða fræðimanni mjög aukist. Verk hans fá t.d. mjög vinsamlega dóma bæði i Frakklandi oe Þýskalandi. Ritdómari Nouvel Observateur er t.d. einkar hrif- inn af þvi hvernig Elias lýsir „sögu prumpsins” Saga vindgangsins 1 siöabókum miðaldar, segir Elias, var mönnum leyft að leysa vind I heyranda hljóöi ef nauöung krafði. Hinn lærði Erasmus frá Rotterdam segir t.d. að það sé skaðlegt þegar sveinar reyna aö halda i sér vindi „commpressis natibus” — þ.e. með samanherpt- um þjóhnöppum. En um 200 árum siöar segir franskur höfundur að það sé einkar ósiðlegt „aö leysa vind að ofan eða neðan i sam- kvæmi, jafnvel þótt að hægt sé að gera það lyktarlaust”. Siöan þá hefur þetta efni að mestu horfið úr ritum þeim sem f jalla um upp- eldismál. Nitjánda öldin, sem var mjög pempiuleg i mörgum grein- um, gekk endanlega af þessu um- ræðuefni dauðu eins og öðrum efnum: ropa, kynmökum, hægð- um og skyrpingum. Pólitiskur áróður miðalda var ekki sérlega kurteislegur: Þessi mynd sýnir andskotann éta presta,en niður af honum ganga leigusoldátar. Sólin er söguleg Elias kemur með sinar útskýr- ingar á þeirri breytingu á siðum og háttum sem hér er lýst. Hann tengir hana við þróun nútima, miðstýrðs rikis. Hann sér i siöa- breytingunni hliðstæðu við það, sönnu skynsemi sina, en um leiö sálarlifseinkenni nútimamanns- ins með klofningi hans, duldum og bælingum. Siðmenningarsaga Eliasar er forvitnilegt framlag til þess við- horfs, að „sálin” sé sögulegt fyrirbæri, sem innan tiðar geti reynst allólik þeirri „sál” sem viö þekkjum. Bornar eru fram kenningar um að tilkoma göðra siða, innibyrging hins „líkamlega”, hafi orðið ein helsta forsenda taugaveiklunar nútímafólks Veggir þeir hækkuðu, sem risu milli manna, og svo einnig sá veggur sem reis milli ytri hegö- unar mannsins og hans innri manns. Sívaxandi blygðunarsemi i sambandi við kynferðismál hafði miklu hlutverki að gegna I þessari þróun, aö þvi er Norbert Elias telur. A fimmtándu öld t.d. var skækjulifnaður ekki enn tal- inn sérlega óskikkanlegur. Sigis- mund keisari flutti árið 1438 borgarstjóranum i Bern opinber- ar þakkir fyrir að hafa mátt hafa ókeypis afnot af hóruhúsi staðar- ins. Upplýsingarfrömuðurinn Erasmus sá ekkert athugavert við að setja uppdiktað samtal við hóru i kennslubók fyrir drengi. En það var ekki aöeins kyniifið, sem hvarf á bak við virkisvegg blygðunarinnar. Eitthvaö svipað kom fyrir árásarhneigöina. . A sextándu öld héldu Parisarbúar — konungur, hirö og alþýða, Jónsmessu hátiðlega með þvi að brenna opinberlega eina eða tvær tylftir af villutrúarmönnum, sem hengdir voru i körfu yfir bálköst. En nokkru siðar byrjaði þróun, sem siðar meir leiddi til þess aö það varð meira að segja ósiður að bera steikt dýr á borð i heilu lagi. Þessi siöur dæmdi húsbændur til Eru mannasiðir óhollir?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.