Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Question Untitied Short discovery G.K.:Þú ert þá ekki að sækjast eftir fegurð ljósmyndarinnar sem slikrar? S.G.: Jú, fegurð situasjónar- innar sem ég tek mynd af.en ég er ekki listljósmyndari, ég er lista- maður sem notar ljósmyndir. G.K.: Hvað viltu túlka með at- burðinum eða situasjóninni, sem þú tekur mynd af? Er einhver ákveðin leið sem þú vinnur eftir? S.G.: Smám saman hefur það þróast þannig. Ég man til dæmis sérstaklega eftir þvi, aö árið 1973, þegar viö vorum nýbúnir að hengja upp sýninguna okkar i Paris, þá gengum við Kristján um salina og þar var mikið af ljósmyndamateriali, óskaplega leiðinlegu, mikið af kunstnerum með sjálfa sig i ljósmyndum. Og Kristján segir við mig: ,,Ég er feginn þvi, Sigurður, aö við erum ekki með myndir af sjálfum okk- ur”. Og ég svara: „Sama segi ég, djöfulsins viöbjóöur er þetta”, en ég vissi ekki, aö ég var með 22 myndir af sjálfum mér á sýning- unni og ég fór að telja. Þá rann upp fyrir mér, að ég var alltaf aö vinna með sjálfan mig sem manneskju. Ég sneri mér aö þvi að búa til mannlegar sitúasjónir og min myndlist er þessi hrað- frysta sitúasjón, þessi uppstilling. G.K.: Sum verk þin einkennast af ljóðrænum og heimspekilegum vangaveltum. S.G.: Myndlist min er dálitið littérær. Hún hefur alltaf verið það. Ég átti það til að gera mynd og mála siöan orð inn i landslagiö. í staðinn fyrir að mála fjall skrif- aöi ég orðið Fjall. Það hefur alltaf verið mikiö atriöi fyrir mig að nota texta. Að vissu marki lit ég á mig sem skáld, kannski ekkert ægilega gott. Ég er að visu aöal- lega myndlistarmaður.en ég geri þá kröfu til minnar myndlistar að hún sé ljóðræn. Ef hún á að gera mig ánægðan veröur hún aö vera póetisk. Hún verður að fjalla um tilfinningu, sem ég finn fyrir,en skii ekki ennþá. Þetta er eins og meö konu, sem ég er skotinn i. Ég getekki sagt þér af hverju, ég get ekki einu sinni réttlætt það. Sýning i Galleri SÚM G.K.: Gefur sýningin i galleriinu heildarmynd af þvi, sem þú hefur verið að gera siöast liðin ár, Siguröur? S.G.: Nei, hún gerir það ekki. Upphaflega ætlaði ég ekki að halda neina sýningu hérna á Islandi, en svo skipti ég um skoöun. Galleri Súm er mitt galleri og mér finnst gaman að halda sýningu þar. Helst heföi ég viljað halda sýningu á nýjustu verkum minum eingöngu, en ég er með stóra sýningu i Frakk- landi og auk þess tek ég þátt i samsýningu i Amsterdam, svo að verkin eru bundin. Þvi eru á þess- ari Súmsýningu bæði gömul og ný verk, af þessum 14 verkum eru 5 ný frá fyrra ári eða þessu ári. Þó éru myndirnar á sýningunni skyldar, fjalla um þessa leið, sem ég hef verið aö vinna i undanfarin 7 ár. G.K.: I hverju ferðu að vinna, þegar þú kemur út til Hollands 1970? S.G.: Þá fór ég aö vinna i hlut- um, sem eru skyldir konkret poetri og visual poetri. Kyrralifs- myndirnar á sýningunni, Apple flower og Pavement street eru runnar frá þeim áhuga, sem ég hef alltaf haft á visual poetri og konkret poetri, þó aö þær séu geröar árið 1973. A sýningunni koma þessar myndir kannski eins og skrattinn úr sauðarlegg . Þær eru hvorki mynd af performans eöa sitúa- sjón, sem ég tek þátt i sjálfur. Þetta er meira littérært en til- finningalegt. Þetta er ákveðinn raunsæisieikur, sem er fólginn i þvi að gera kommuna myndræna, að smiða hana upp i réttri stærð. Þessa kommu, sem engmn ber fram, en menn sjá alltaf þegar þeir eru aö lesa en þegja alltaf yf- ir henni. Einmitt I þessu verki fannst mér það gaman aö smiða þessa þögn þarna og leggja hana milli hlutanna. Láta hana vera sem mynd og gefa henni jafn mikið tækifæri og hinum hlutun- um i myndinni. Siöan fór ég út i performansa og þeir þróuðust alitaf meir og meir i átt að hefðbundinni myndlist, þar sem ég bjó til virkilega mynd- ræna situasjón, sem var mynd- ræn vegna þess að hugmyndin var myndræn. Ég byrjaði á þessu i kringum 1971. Einkenni performansa er það, að ég set sjálfan mig á svið og bý til ákveðnar situasjónir, þar sem ég sem manneskja og lifandi mannvera leik hlutverkin. Situa- sjónirnar snúast um það, sem ég verð fyrir sem manneskja. Þetta er bara eins og gömlu skáldin, sem voru aö yrkja i kvisther- bergi. I myndlist þróast maöur úr einu yfir i annað tilfinningalega. Og þegar maður vinnur svona stift i myndlist þá finnur maður alltaf betur og betur, eftir þvi sem árin liða, hvar manni finnst maður eiga heima, hvað medium og leiðir snertir. Til dæmis það aö yfirgefa þetta visual efni, taka ekki lengur eftir þvi, hvort maöur dansar ballett eða málar með oliulitum, vegna þess að öll áherslan er lögð á hið hugmynda- lega, hvernig hugmyndin er og að hún komi fram sem mynd, en ekki i hvaða efni er unniö, hvort þaö er oliumálverk, grafik eða ljósmynd, skúlptúr eða hreinlega bara ekki neitt, smá texti kannski. G.K.: Trúin kemur i gegn hjá þér i sumum myndunum, t.d. boðoröamyndunum. S.G.: Að vera með boöoröun- um. Þaö sem vakti áhuga minn i þessu verki var, að ég fann mikið fyrir hinni andlegu uppbyggingu i þjóðfélögum okkar á Vesturlönd- um, sem byggjast mjög mikið á kristinni heimspeki.og kjarninn i henni eru boðoröin. Allt okkar lagakerfi og siðfræði miðast viö þau. Mig langaði bara hreinlega að setjast við hliðina á boðorðun- um, þessari risavöxnu siöfræði, eins og ég hefði mætt þeim uppi á Laugav., gengið meö þeim niður Bankastræti, og svo heföi ég beygt inn Lækjargötu en þau farið út á Skúlagötu. Myndirnar eru alls ekki hugsaðar sem mót- mæli kannski meira sem hrós Þetta er ennþá óútskýranleg til- finning, enda afskaplega óvinsælt verk, sem ég hef mikiö verið skammaður fyrir af gagnrýnend- um. En mér þykir alltaf vænt um þaö og ég er hlynntur þvi og þess vegna sýni ég það. G.K.:Það eru engar myndir frá árinu 1975 á sýningunni? S.G.: Ég hef selt mikið af myndum frá árinu 1975. Þaö ár geröi ég mikið af objektum og ljósmyndum. Ég vann lika teikn- ingar og oliumálverk byggð á hálfgeröri heimspeki, t.d. mál- verk um trú, von og kærleik. Trú- in var lóörétt lina á auðum dúk, sem var máluð i lóðréttri stöðu. Siðan kom vonin, hún var skálina, sem máluð var i skáhallri stööu, og loks kærleikurinn, láréttur og málaöur i láréttri stöðu. Kærleik- urinn var rauður, vonin gul og trúin blá. Trúin var lóðrétt, kær- leikurinn var láréttur og þar á milli var manneskjan, vonin, skáhöll. Svona verk geröi ég inn á milli með hinum verkum minum. En siöast liöin tvö ár hef ég ein- göngu unnið i þessum situasjón- um. Mér liður ansi vel þar, vegna þess að mig langar ekki til að breytast. Mig langar bara til að fá meira samband við það, sem ég er aö gera, langar til að dýpka það og vinna að þvi án þess að leita að leiðum. Mér finnst þaö vera eins og að hafa fundið, eftir dálitið langa leit, vænlegt land til þess að byggja á fyrst litinn kofa og siðan litið fjárhús. Svo vil ég yrkja þennan reit og horfa á ungu mennina þeysast fram úr mér og vinka þeim. Ég geri ekki þá kröfu til min sem myndlistarmanns að vera i þessari eilifu endurnýjun eöa sifellt að leita að leiðum. Það er eins og aö finna aldrei þá konu, sem maöur mundi giftast. Þaö er eins og að vera alltaf á eilifu kvennafari. G.K.: Eru myndirnar þinar viðbrögö við köldum og tilfinn- ingalausum heimi? S.G.: Nei, mér hefur gengið svo vel, ég hef aldrei verið svangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.