Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. aprn 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 EittFTvert mesta um ræðuefni vestrænna blaða er vöxtur sovéska her- skipaflotans og svo það, hvaða niðurstöður má af þeim vexti draga. Eins og stundum hefur verið rakið í þessum dálkum, er mjög um það deilt, m.a. í Banda- ríkjunum, hve öflugur þessi floti er i raun og veru. Ýmsir þingmenn og óháðir sérfræðingar hafa sagt sem svo, að herfor- ingjarnir og vinir þeirra í hergagnaiðnaði hafi mikla tilhneigingu til að ýkja mátt sovéska flotans — í því skyni að tryggja sem mestar fjárveitingar til hins bandaríska f lota. Þeir segja sem svo, að ef menn ekki einblíni á fjölda skipa, heldur á stærð og út- búnað, þá hafi Bandaríkin verulegt forskot i flota- kapphlaupinu og líkur bendi til þess, að það haldist. En vöxtur hins sovéska flota er staöreynd, sem menn að sjálf- sögðu leita skýringa á. Að þessu sinni skulum við byrja á þvi að skoða upplýsingar, sem koma „beint úr hrosskjaftinum,” eins og enskir segja. Hér er átt við endur- sögn sem kemur frá APN á bök eftir yfirmann sóvéska flotans, Sergei Gorsjkof aðmirál, og nefn- ist sú „Flotastyrkur ríkis”. en þar er f jallað um sovésk viðhorf til hlutverks flotans frá hernaðar- legu og pólitisku sjónarmiði. Bók- in er bersýnilega hugsuð sem svar við vestrænum kenningum um þá ógn sem af sovéskum her- skipaflota stafi. Skelkur i bringu Gorsjkof hefur máls á þvi, að umsvif rikis á höfunum endur- spegli efnahagslega stöðu þess og telur hann að þar fylgist að um- svif i fiskveiðum, kaupsiglingum, hafrannsóknum — og svo i upp- byggingu herskipaflota. Sjálfsagt er hér um að ræða kenningu sem aömirálar annarra öfiugra rikja munu skrifa undir. Gorsjkof telur uppbyggingu sovéska flotans einkar mikilvæga — hann likir henni við þau áhrif á heimsstjórnmál sem smiði sovéskra atómvopna höfðu en hún „batt endi á einokun Bandarikj- anna á öflugustu vopnunum.” Réttlæting Gorsjkofs á sovéskri flotauppbyggingu er á þessa leið: Natoer bandalag sjóvelda, sem leggja mikla áherslu á herskipa- flotann. t Bandarikjunum hefur flotinn siðan 1971 fengið meiri fjárveitingar en flugher og land- her. Nato telur flotann hafa miklu og fjölbreytilegu hlutverki að gegna i atómstriði. Einnig i öðr- um átökum: með öflugu fót- gönguliði flotans og miklum hreyfanleik komi hann að miklu haldi i staðbundnum striðum og til að hafa áhrif á þróunarrlki. Enda hafi flota Natórikja verið beitt i 30striðum og átökum eftir- striðsára. Höfin hafa smám saman breyst i svæði fyrir tilfæranlega skot- palla gjöreyðingarvopna. Nató- skip einkum bandarisk, búin eld- flaugum og kjarnavopnum, hafa veriðá svamli á svæðum skammt frá sovésku landi og samkvæmt kenningunni eiga þau að „skjóta andstæðingnum skelk i bringu”. Þau eiga m.ö.o. að vera stöðugt reiðubúin til að skjóta kjarnorku- sprengjum á helstu skotmörk i Sovétrikjunum. Gorsjkof leggur siðan á það megináherslu, aö uppbygging hins sovéska flota hafi verið rök- rétt og óumflýjanleg viðbrögð við þessu ástandi, viö þessum yfir- burðum Nato. Orörétt: „Við þess- ar aðstæður var eina rétta lausn- in á öryggismálum landsins sú, að skapa það ástand, sem setti hernaðarsinna i vestri upp frammi fyrir sömu vandamálum og þeir reyndu að neyða uppá okkur. Fyrst og fremst bar nauð- syn til þess að láta Pentagon komast að þvi, að hafið, sem áður hafði varið meginland Ameriku fyrir svari við árás, hefði ekki lengur það hlutverk að vera verndarbelti fyrir þá; að ef bandarisk heimsvaldastefna byrjaði strið, þá yrði hún sjálf fyrir þeim skelfilega háska að verða fyrir refsihöggum dag hvern”. Þetta kallar aðmirállinn að 'Sovétrikin hafi fylgt þeirri meg- inreglu, sem almennt væri viður- kennd, sem hann kallar „jafntör- yggi rikja”. Siðan fjallar aðmirállinn um kenninguna um „hættuna af sovéska flotanum” og visar henni á bug með heföbundinni tilvisun til friðarvilja sóvétmanna. Hann neitar þvi að soveski flotinn hafi stöðvar I öðrum löndum (ekki er ljóst af endursögninni hvað hann telur vera „flotastöð”, en sovéski flotinn getur notið ýmiskonar fyrirgreiðslu i nokkrum erlendum höfnum, t.d. við Miöjarðarhaf). Hann reifar hugmyndir um þær tillögur sem sovétmenn hafa gert um að bæði bandarisk og sovésk skip, búin kjarnavopnum, verði tekin af Miðjarðarhafi, og að ekki verði komið upp herstöðvum á Indlandshafi. Gildi jafnvægis Nú er þvi ekki að neita, að margir viðurkenna hugleiðingar sem ganga á þessa leið, rétt eins og þeir játast undir þá kenningu, að „skelfingarjöfnuður” risa- veldanna i kjarnorkumálum sé forsenda þess að friður haldist — úr þvi sem komið er. I nýlegri grein i Information sem m.a. fjallar um kenningar Gorsjkofs aðmiráls segir einmitt á þá leið að með þvi að hernaðarlist Bandarikjanna byggi á flotanum að verulegu leyti þurfi enginn að undrast þótt að sovétmenn reyni að skapa sér svipaðar forsendur. I greinaflokkieftirGert Petersen, forrpann danska SF, færir hann rök að þvi að meðan vestrænir ýfirburðiri vigbúnaði (atómvopn, floti) voru ótviræðir, hafi mjög verið ófriðlegt i heiminum, og ekki hafi tekist að byrja neina samningagerð um afvopnun fyrr en verulega hafi dregið saman með helstu andstæðingunum. Það er sjálfsagt margt til i þvi, ;að sá sem miklu sterkari er sem- ur ekki við þann veika heldur reynir að þvinga upp á hann vilja sinn. En höfuðgallinn við rök- semdir „jafns öryggis” hinna öfl- ugustu rikja er sem fyrr sá, að ekki er i reynd um „jafnt öryggi” að ræða heldur jafn öryggisleysi. Vítahringur Hvað sem liður jafnvægi, og viðræðum og fögrum fyrirheitum, þá heldur vigbúnaðarkapphlaup áfram af fullum krafti. „Overkill- ið” blómgast — þ.e. ef i gær var hægt að drepa alla jarðarbúa segjum fimmtán sinnum, þá er hægiað drepa þá fimmtlu sinnum á morgun. Gjöreyðingarvopn verða æ auðveldari i framleiðslu. Firnalegt magn af „meðalvopn- um” streyma úr offramleiðslu- birgðastöðvum stórveldanna út um allan þriðja heiminn. Spánný vopn eins og „backfire’-flugvelin sovéska eða ,,cruise”-eldflaugin bandariska trufla fyrri útreikn- inga á skerðingu á vigbúnaði. Frá sérfræðingum hlutlausra rikja, eins og ölvu Myrdal, sem hefur verið aðalfulltrúi svia við afvopn- unarviðræðurnar i Genf, berast harðar ásakanir um að risaveldin hafi i reynd komið sér saman um að gera afvopnunarmál að sinum einkamálum þótt annað sé látið i veöri vaka. Enda hafi þau komið hlutum svo fyrir, aö ef illa fer hafi þau bæði einhverja möguleika á að lifa stórslys af — m.a. vegna þess að gjöreyðingartaflið verður háð á og yfir Evrópu fyrst og fremst, og yrði þá litið eftir af þeirri góðu álfu. Röksemdir um jafnvægi og jafnt öryggi lita ekki illa út — en það virðist ætla að verða löng bið á að þær geti eitthvað jákvætt af sér. Og meðan halda áfram hefð- bundir klögumál: Bandarikja- menn segjast verða að halda áfram flotakapphlaupi til að hamla gegn útþenslu sovéskra. Sovéskir segjast verða að eiga öflugan flota til að Bandarikin ráði ekki höfunum og beiti „fall- byssubátapólitik” til að knýja fram sinn vilja. Allt þetta hefur heyrst áður — allar þessar rök- semdir voru hafðar uppi nálægt siðustu aldamótum þegar Þýska- land Vilhjálms keisara reyndi aö hnekkja alræði breta á höfunum. Og vitahringur háværs niður- skurðartals og öflugra herskipa- smiða hélt þá áfram aö snúast af miklu fjöri, þar til aðilar fengu sina útrás i heimsstyrjöldinni fyrri. Ahorfendur eða smærri peð i þessu tafli eru að sönnu ekki mik- ils megandi. Þar fyrir sýnist eng- in ástæða til að magna styrk og sjálfumgleði hinna sterkú með þögn, trúgirni og auðmýkt. Það minnsta sem fyrrnefndir geta gert, er að halda uppi virkri leit að öllum röksemdum gegn hinum sjálfvirka vitahring vigbúnaðar- æðisins og beita þeim eftir bestu vigfimi. Og reyna beinlinis að rjúfa þennan hring með sjálf- stæðum aðgerðum —hvenær sem færi gefst. (áb tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.